Kæru vinir!
GLEÐILEGT NÝTT ÁR!Ný námskeið hefjast 4. og 5. janúar. Munið að skrá ykkur strax til þess að tryggja ykkur pláss, athugið að þeir sem eiga árskort þurfa að skrá sig á námskeið. Skráning á námskeið fer fram á heimasíðunni RopeYogaSetrid.is
Með kærleikskveðju og þakklæti, Guðni Gunnarsson Rope Yoga Setrið
|
|
Ný námskeið hefjast 4. og 5. janúar
Ekki fresta skráningu, kláraðu málið á netinu núna!
|
|
Guðni talar um viðhorf og tækifærin á nýju ári
 "Nýju ári fylgja ný tækifæri. Við lifum á tímum þar sem viðhorf okkar eru lykilatriði og nú sem aldrei fyrr en mikilvægt að vera bjartsýn og muna hvað það er sem skiptir mestu máli. Það virðist oft eiga sér stað ákveðin uppljómun þegar fólk nær botninum fjárhagslega, það áttar sig á því að óttinn sem fylgir fjármálavandræðum er ímynduð ógn, en þegar öllu er á botninn hvolft þá er hinn raunverulegi auður ekki fólginn í innistæðunni í bankanum, heldur lífsviðhorfum, fjölskyldu og vinum sem standa manni næst. Það sveltur enginn á Íslandi sem ekki vill svelta. Við Íslendingar erum samhent þjóð sem höfum lifað tímana tvenna. Við höfum nú þegar fengið skellinn eftir óhóflega neyslu og fjármálafyllerí, spurningin er sú hvort við ætlum að liggja í bælinu eða takast á við eftirmálana af festu og ábyrgð. Við höfum allt sem þarf, við höfum mannauð, styrkar samfélagsstoðir, velferðarkerfi, hjálparsamtök og sýnum samhug í verki þegar á reynir. Ekki óttast að biðja um aðstoð, ekki láta stoltið valda þér hungri. Sýndu þakklæti fyrir þá sem vilja opna arma sína og rétta fram hjálparhönd. Þetta er tími tækifæra, það er í okkar höndum að vakna til vitundar um verkefnin framundan. Við verðum að vera ábyrg og hugsa vel um heilsuna og umhverfið. Það er alltaf rétti tíminn til þess að byggja upp sál og líkama, ekki síst núna þegar við þurfum hvað mest á andlegum styrk að halda. Líkamlegur og andlegur styrkur fer saman, það er mikilvægt að byggja upp hvort tveggja í senn. Til þess að takast á við lífið og tilveruna verðum við að hafa til þess þrek og orku. Ég hvet ykkur til þess að skoða þá þjónustu sem er í boði hjá Ropeyoga Setrinu. Hefjið árið með krafti og skráið ykkur á námskeiðin sem eru að hefjast 4. og 5. janúar. Ég hlakka til að sjá sem flesta bjóða kreppu hugarfarsins byrginn og byggja sig upp til þess að geta lagt hönd á plóginn. " Smelltu hér til þess að fá bókina Lífsráðgjafann án endurgjalds! Þú getur lesið allt um skrefin 7 til velsældar |
|
Gló opnar 11. janúar 2010
Verið er að breyta og bæta þjónustuna
 Gleðilegt nýtt ár! Veitingarstaðurinn opnar aftur að loknu jólafríi 11. janúar með glænýjum
matseðli og áherslum. Við fáum nýtt fólk til liðs við okkur sem mun
galdra fram nærandi hollustu. Hlakkið til, hlakkið til, hlakkið
til.......:* Við hlökkum til að sjá ykkur.
|
|
Kostir þess að rækta eigin spírur
Hollt, ódýrt og lítil fyrirhöfn
Þú getur ræktað spírur á veturna og fengið fullt af næringu án þess að verja miklu fé í ræktunina. Þú getur ræktað ýmsar tegundir af baunum og fræjum sem ekki eru alltaf til sölu í verslunum. Auk þess færðu alltaf ferskar náttúruafurðir. Spírur eru frábær viðbót við hefðbundinn heimilismat og eru ómissandi í salatið. Fyrir þau sem borða eingöngu hráfæði er eigin ræktun næsta skref ef ræktun heima í eldhúsi hefur ekki verið sett á laggirnar.
Spírur eru mun næringarríkari en fræ og baunir sem þú kaupir úti í búð í pakka eða dós. Þú færð margfalt meiri orku og næringarefni, náttúruleg ensími með því að rækta eigin spírur og borða ferskt. Baunir og fræ tapa vökvainnihaldi við það að vera pakkað inn og geymt á lager í ótilgreindan tíma áður en neytandinn fær vöruna í hendurnar. Þú færð því mun vatnsríkari og næringarríkari fæðu með eigin ræktun, auk þess er það ódýrara. Kostirnir eru ótvíræðir.
|
|
Ferðasettið með í sólina!
Þú getur pantað Rope Yoga vörurnar á netinu á Hreysti.is
Rope Yoga ferðasett
Verð 24.900 kr.
Grunnbúnaður
Rope Yoga kerfisins, inniheldur tvær fótalykkjur, tvö handföng og
einfalt vogarkerfi fest á klafa til búa til jafnvægistæki sem knúið er
orku mannslíkamans. Æfingakerfi, kenningar og DVD diskur fylgja með.
KAUPA VÖRU |
|
Himnesk uppskrift frá Sollu
Bananapizza með súkkulaði - meira á himnesk.is
 botn:
250 g spelt, hægt að nota fínt og gróft til helminga 3-4 tsk vínsteinslyftiduft 1 msk kanilduft 1/2 tsk sjávarsalt 1-2 msk agave sýróp 1-2 msk græn lífræn ólífuolía, 125 ml heitt vatn
1 forbakaður pítsabotn 4 bananar 1 tsk kanill 1 dl kaldpressuð lífræn kókosolía 1 dl hreint lífrænt kakóduft ½ dl agavesýróp
Skerið bananana í bita og raðið oná pítsubotninn og stráið smá kanil
yfir. Hrærið saman kókosolíu + agave + kakódufti og hellið helmingnum
yfir pítsuna. Bakið við 180°C í 5-7 mín. Hellið restinni af
súkkulaðinu yfir og berið fram t.d. með þeyttum rjóma eða sojarjóma.
Við þökkum Sollu kærlega fyrir þessa uppskrift og hvetjum ykkur að skoða fleiri á himnesk.is |
|
Nýtt orku- og aðhaldsnámskeið hefst 12. janúar
6 vikna Orku- og aðhaldsnámskeið veitir þér styrk og aðhald
"Þetta
námskeið gengur út á að leysa úr læðingi orkuna sem þú býrð nú þegar
yfir. Við kennum fólki að búa til orku og viðhalda henni með því að
velja orkuríka fæðu, létta á okkur og hreinsa líkamann andlega,
líkamlega og tilfinningalega. Við leyfum okkur ekki að vera upptendruð
og lifa lífinu til fulls. Við kunnum ekki að fara með orkuna. Við
skiljum ekki að við getum varið henni á mismunandi hátt, við getum
valið hvort við verjum orkunni í velsæld eða vansæld.
Þetta er í
rauninni kraftaverkanámskeið, þú getur gert nákvæmlega allt sem þú vilt
með líf þitt. Það eina sem þú þarft að gera er að virkja orkuna sem þú
býrð yfir. Hluti af tilfinningalegu hreinsuninni sem við förum í er
fyrirgefning. Við verjum gífurlegri orku í höfnun, vonbrigði og
eftirsjá. Við kennum þátttakendum að verja þeirri orku í þann farveg
sem það vill. Hvort sem fólk vill grenna sig, létta sig eða vera
orkumeira og hressara, þá þurfum við að læra að gera það markvisst,
þannig gerast undur og kraftaverk."
Námskeiðið hefst
þriðjudagskvöldið 12. janúar og fer fram í Listhúsinu Laugardal næstu
sex þriðjudagskvöld frá kl. 19.00 til 22.00
Skráðu þig núna, smelltu hér!
|
|
Krakkajóga hefst 16. janúar
Öðruvísi reynsla, skapandi æfingar og félagsleg tengsl
Skemmtilegt yoganámskeið fór af stað s.l. haust fyrir öll
börn sem finnst gaman að prófa nýja hluti. Þau fá að njóta sín á eigin
forsendum í skemmtilegum leikjum þar sem farið er í jógastöður, slökun,
teygjur, öndunaræfingar, samhæfingarleiki, dans og margt fleira.
Börnin læra að vinna saman, þekkja mun á spennu og slökun, vanlíðan og
vellíðan, ró og hraða og hvernig þau geta haft áhrif á líðan og umhverfi.Námskeiðið hefur slegið í gegn! Tryggðu þínu barni pláss á næsta námskeið.
Nánari upplýsingar og skráning í Rope Yoga Setrinu við Engjateig.
|
|
Ásetningur næringar - hámarks brennsla
Fyrirlestur 20. janúar 2010
 Guðni Gunnarsson heldur fyrirlestur um ásetning næringar og hvernig þú getur tryggt hámarks brennslu og orku. Fyrirlesturinn fjallar meðal annars um hvernig við veljum næringu sem þjónar ásetningi okkar meðvitað eða ómeðvitað.
Námskeiðið hefst miðvikudagskvöldið 20. janúar kl. 19.10 og fer fram í Rope Yoga Setrinu, Listhúsi við Engjateig 17 í Laugardal.
|
|
Tilvalið fyrir þá sem búa úti á landi
Þú getur pantað Rope Yoga vörurnar á netinu á Hreysti.is
Rope Yoga æfingastöð, þjálfunarleiðbeiningar, rit um heimspeki kerfisins og kennslumynddiskur.Verð 69.800 kr. Rope Yoga æfingastöðin er auðflytjanleg,
knýr sig sjálf, og þarf ekkert viðhald. Stöðin inniheldur tvær
fótalykkjur, tvö handföng og einfalt vogarkerfi fest á klafa til búa
til jafnvægistæki sem knúið er orku mannslíkamans. Á þann hátt þjálfar
tækið kviðinn, án þess að neðri hluti bakvöða og mjaðmavöðva komi þar
nærri. Hönnunin miðar að því að hvetja notandann
og að gera honum kleift að nota grunnvöðva kviðarins til fullnustu við
æfingarnar. Tækin eru þannig gerð að þau veita strax svörun frá iðrum
við æfingarnar. Pallurinn er þægilegur, stendur stöðugur og auðveldar
teygjur og nálgun við stóru vöðvahópa líkamans, til að rækta valið
viðbragð í stað ósjálfráðra. Stöðin er úr stáli og mótuðu plasti
og framleidd eftir ströngustu gæðakröfum. Fólk vill í síauknum mæli
geta sinnt líkamsrækt sinni heima fyrir og samfara fjölbreyttu framboði
á hentugum tækjum til þess, þá er ljóst að Rope Yoga er þar fremst í
flokki, því stöðin er einföld, ódýr og skilar hámarks árangri. Stöðin hentar sérstaklega vel einstaklingum
í sérhæfðum störfum, sem hreyfa sig lítið, brenna litlu, og hafa því
áhyggjur af þyngd sinni. Fest viljum við viðhalda eigin vöðvastyrk og
ef við höfum almennan skilning á gagnsemi líkamsræktar fyrir aukinni
orku, þá átta flestir sig strax á því að Ropeyoga kerfið skilar
umtalsverðum árangri á skömmum tíma. Árangurinn skilar sér helst í
auknum krafti og vellíðunarkennd, sem samfara góðu líkamsástandi
skapast af reglulegri þjálfun. KAUPA VÖRU
|
|
Rope Yoga kennarar
Góður hópur hjá Rope Yoga Setrinu
Kennarar Rope Yoga Setursins eru áhugaverðir einstaklingar sem koma úr ýmsum áttum okkar ágæta samfélags. Þau eiga það öll sameiginlegt að vera hress og full af orku og lífsgleði. Það sem einkennir flesta Rope Yoga kennara er áhuginn á heilbrigðum lífsstíl. Þau eiga þess vegna góð ráð fyrir þátttakendur á námskeiðunum og við hvetjum ykkur til þess að vera virk og óhrædd við að spyrja og leita ráða um heilbrigðan lífsstíl.
|
|
Horfið á fyrirlestur Guðna á TEDx
Fyrirlestur á Youtube um ábyrgð og athygli
 TEDx Reykjavík fór fram á dögunum þar sem Guðni Gunnarsson var á meðal fyrirlesara. Hann talaði m.a. um ábyrgð, af hverju við höfnum okkur 800 sinnum á dag, "þegar veikina" og mikilvægi þess að elska sjálfan sig. Af hverju efumst við og höfnum okkur 800 sinnum á dag? Af hverju þjáumst við af þráhyggju og kvíða? Af hverju erum við alltaf að bregðast við, í stað þess að velja viðbragð?
Guðni talaði líka um kreppuna og mikilvægi viðhorfa á þeim tímum sem við erum að ganga í gegnum. Fyrirlestur Guðna er um 17 mínútur og hvetjum við alla til þess að skoða viðtalið og gefa því einkunn á Youtube. Smellið á slóðina hér fyrir neðan til þess að horfa.
|
|
Ásetningur okkar
Við í Rope Yoga Setrinu höfum eftirfarandi að leiðarljósi
Það
er einlægur ásetningur starfsmanna Rope Yoga setursins að móta heilnæma
og friðsæla umgjörð um hug og heilsurækt, þar sem hver einstaklingur
upplifir þá kærleiksríku hvatningu og innblástur sem hann þarf til að
kynnast sínum innsta kjarna. Skapa andrúmsloft þar sem þátttakandinn
vaknar til vitundar, tekur ábyrgð og tileinkar sér eiginleika
leiðtogans með heildrænni lífssýn.
Við
leggjum áherslu á að rækta hugarástand þakklætis með starfsemi okkar og
teljum að með því að laða fram og birta það dýrmæta og fallega í
hverjum iðkanda séum við að inna af hendi mikilvæga þjónustu til handa
samfélagi okkar allra.
Það sem
við sjáum og upplifum er sá raunveruleiki sem við sköpum og ræktum.
Reynslan hefur kennt okkur að viljum við breyta aðstæðum þá þurfum við
fyrst að breyta eigin viðhorfum og viðmóti. Í þeim einfalda sannleika
liggur vissa okkar um virkni Ropeyoga í fegurri og kærleiksríkari heimi.
Lifandi
Næring með lífræna næringu og umhverfisvænan varning sem nærir og
styður ásetning viðskiptavina. Við leggjum áherslu á náttúruleg efni
og endurvinnslu.
|
| Rope Yoga Setrið
Engjateigi 17-19, 105 Reykjavík, Rope Yoga Setrið 535-3800 | |
| Skráðu þig á námskeið! |
Smelltu hér!
|
|

Opnar 11. janúar á nýju ári
Sjá meira á glo.is |
| |
|