NewHeader09
Kæru vinir!

Við kynnum nýjung í Rope Yoga Setrinu. Nú bjóðum við upp á frábæra viðbót við Gló Motion Basic og Gló Motion Flex sem nefnist Gló Motion Plús. Þá fá þátttakendur 6 vikna Orku- og aðhaldsnámskeið á frábærum kjörum að auki. Þessi blanda er einstök á Íslandi þar sem þú færð stuðning, ráðgjöf og aðhald á öllum vígstöðvum.

Nánari upplýsingar og skráning á heimasíðunni RopeYogaSetrid.is

Með kærleikskveðju og þakklæti,
Guðni Gunnarsson
Rope Yoga Setrið
 
Ný námskeið hefjast 14. september
Ekki fresta skráningu, kláraðu málið á netinu núna!

rauð á hliðGló Motion basic námskeið fyrir byrjendur hefst 14. september

Gló Motion Flex hefst 28. og 29. september.

Fyrirlesturinn Ásetningur næringar, hámarks brennsla hefst 23. september.

Sex vikna Orku og aðhaldsnámskeið - Hámarks Brennsla og Orka - hefst 13. október.

Skapandi skrif II - framhald hefst 28. september.

Skapandi skrif byrjar 10. til 20. október.

Við leggjum kapp á góða þjónustu og notalega aðstöðu. Skráðu þig strax!
 
Árstíðabundnir verkir og sjúkdómseinkenni
- Guðni fjallar um samband viðhorfa og verkja ... og lausnir!
 
Guðni Gunnarsson"Flæðisskortur er m.a. orsökin fyrir því að þessi sjúkdómseinkenni gera vart við sig á haustin og veturna. Þegar kólnar og dimmir fer fólk ósjálfrátt í viðnám. Ljósið, sumarið veldur því að það er miklu léttara yfir fólki. Okkur hefur verið kennt að tengja sumarið og sólina við meiri gleði. Það er enn í tísku að kvíða haustinu og vetrinum. Það er algengt að fólk líti á haustið sem vandamál en ekki tækifæri. Þegar kólnar þá verður líkaminn stífari, það verður samdráttur, alveg eins og hiti veldur útvíkkun veldur kuldi samdrætti. Þegar kólnar verður samdráttur í holdinu, þá myndast þrengingar í vefjum. Það skiptir ekki máli hvað það er, þetta er spenna af völdum viðhorfa og skoðana, afstöðu, ótta, efa og kvíða.

Ef það er traust og bjartsýni, ástríða eða eldur, þá eru sömu einkennin fjarverandi. Það sem við verðum að skilja í þessu samhengi, er að við verðum að skilgreina okkar tilvist, allt sem við veitum athygli vex og dafnar. Þegar verkirnir koma upp á yfirborðið þurfum við að veita athygli en ekki viðnám. Þegar þrautirnar koma upp á yfirborðið eru það samskiptin sem skipta máli, hlusta á líkamann. Við verðum á einhverjum tímapunkti að skilja að ef við eigum að hafa áhrif á eigin heilsu þá verðum við að breyta líkama okkar þannig að hann verði orkumeiri, að hægt sé að greiða úr þeim flækjum sem valda sársaukanum. Sársaukinn sem er í hjartanu eða í huganum er sársaukinn sem er í líkamanum meðvitað eða ómeðvitað. Allur sársauki og spenna í líkamanum er vísbending um ójafnvægi, ókyrrð eða ótta. Ábending um að það sé verið að halda of fast hér eða þar og viðhorfin eru að hafa áhrif á líkamann með þeim hætti að þau valda sársauka og sjúkdómum.

Hvað er til ráða? Rope Yoga, yoga, flæðisæfingar. Allt sem kemur gleði eða flæði á í líkamanum. Gott er að fara í heitt bað, setja epsom salt og eplaedik út í baðkarið til þess að hjálpa líkamanum að losa sig. Ekkert er eins öflugt við að losa sársauka í líkamanum eins og að drekka vatn, vegna þess að vatn og vökvi jafngildir flæði á sama hátt og að sársauki og samdráttur er flæðisskortur. Margir þjást af vatnsskorti og við Íslendingar eigum auðvelt með að takast á við þann skort, vatnið rennur tandurhreint úr krananum og á greiða leið í kroppinn þinn. Vert er að minnast á að öll hreinsun fer fram í sogæðakerfinu. Til þess að auka virkni þess gerum við ýmsar öndunaræfingar, flæðisæfingar og samdráttaræfingar til þess að nudda og virkja líffærin. Allt er þetta djúpkviðsvinna til þess að sogæðakerfið geti unnið sitt starf til fulls. Þindin er forsenda sogæðakerfisins eins og hjartað er forsenda æðakerfisins. Öndunin skiptir því gríðarlega miklu máli við alla úrvinnslu í líkamanum, losun og sérstaklega við virkjun sogæðakerfisins.

Ef að þú hefur lesið þetta langt og aðrar greinar um áhrif mataræðis á sjúkdómseinkenni þessara sjúkdóma, þá ættir þú að vita hver næstu skref eru. Ekki hika, skráðu þig á námskeið, fáðu þjálfun, aðhald og upplýsingar og þú munt öðlast nýtt líf.!"

Smelltu hér til að sækja Lífsráðgjafann endurgjaldslaust, þar getur þú lesið um þrepin sjö til velsældar!!
Nærðu sál og líkama á Gló
Komdu við í hádeginu og nærðu velsæld

Veitingastaðurinn Gló í Listhúsi býður upp á ljúffenga og holla rétti úr úrvals hráefni. Þegar þú kemur á Gló færðu hlýjar mótttökur brosandi starfsfólks sem tekur sér tíma til þess að aðstoða þig við að velja rétti sem henta þér hverju sinni. Þú færð alltaf hollt og gott að borða hjá okkur.

Lögð er áhersla á góða þjónustu og notalegt umhverfi á meðan þú borðar eftirlætis heilsuréttinn þinn. Skoðaðu heimasíðu Gló þar sem þú finnur m.a. matseðil dagsins.

Ef þú ert á hraðferð getur þú tekið kræsingarnar með þér.

Smelltu hér til þess að skoða Glo.is
 
Gigt, síþreyta og mígreni
Sjúkdómseinkenni geta stafað af mataróþoli

SkyndibitiEinkenni gigtar, síþreytu og mígrenis geta lamað líf þeirra sem þjást af þeim. Rannsóknir á aspartame, MSG og fleiri bætiefnum sem er að finna í mjög mörgum unnum matvörum og gosdrykkjum sýna að fólk getur þjáðst af ofangreindum einkennum vegna áhrifa þessara efna. Þau eru algeng í skyndibitum og öðru ruslfæði.

Aspartame er sætuefni sem finnst í þúsundum matvörutegunda á markaði í hinum vestræna heimi, m.a. mörgum gosdrykkjum, diet drykkjum, sætuefnum, sælgæti og kexkökum svo eitthvað sé nefnt. Á síðustu árum hafa þúsundir kvartana verið skráðar hjá Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitinu vegna Aspartame og fjöldi aukaverkana sem fólk telur að stafi af neyslu matar og drykkja sem inniheldur Aspartame hleypur á tugum.

MSG (inniheldur glútein) er bragðbætir sem er oft notaður t.d. í pakkamat, pakkasúpur, kex, skyndimáltíðir eins og núðlur, snakk, sósur og salatdressingu svo eitthvað sé nefnt. Algengar aukaverkanir hjá þeim sem hafa óþol fyrir MSG eru höfuðverkur, ógleði og hraður hjartsláttur. Rannsóknir á músaungum sem hafa fengið MSG hafa sýnt fram á að efnið veldur heilaskemmdum í músaungum.

Ótalin eru hin ýmsu gerviefni, rotvarnarefni og litarefni sem finnast í unnum matvörum. Sem dæmi má finna á netinu myndbönd sem sýna frásagnir fólks af hamborgurum sem keyptir hafa verið hjá frægum keðjum og eftir 4 ár eru þeir ekki byrjaðir að rotna. Það á jafnframt við um franskarnar.

Hvað er til ráða? Hætta að borða unnar matvörur og tilbúna rétti, skyndibita og annað ruslfæði. 90% af fæðuvali þínu ætti að innihalda lífrænt ræktað grænmeti og ávexti, fisk (oft í viku), hrísgrjón, baunir, hnetur, fræ og drekka mikið vatn. Við þurfum einungis að borða 10% af kjöti. Þannig fáum við öll nauðsynleg næringarefni sem líkaminn þarf á að halda.
Gló Motion Plús - Ný varanleg lausn
Stundaðu Gló Motion og farðu á orku- og aðhaldsnámskeið

Æfingar með lóðumVið bjóðum nú upp á nýjan valkost fyrir iðkendur í Gló Motion Flex og Basic. Með því að skrá þig í Gló Motion Plús ferðu  á 6 vikna orku- og aðhaldsnámskeið á sama tíma eða í beinu framhaldi af ástundun í Gló Motion. Þetta er tilvalinn kostur fyrir þá sem vilja taka æfingarnar föstum tökum og fá ríkulegan stuðning og fræðslu í mataræði og næringarsálfræði.

Skráðu þig strax á Gló Motion Plús 90 mín. námskeið sem hefst 28. september, eða Gló Motion Basic Plús 70 mín sem hefst 14 september.
 
Stuðningur - næringarsálfræði - fræðsla
6 vikna Orku- og aðhaldsnámskeið hefst 13. október

gudni blar litil "Þetta námskeið gengur út á að leysa úr læðingi orkuna sem þú býrð nú þegar yfir. Við kennum fólki að búa til orku og viðhalda henni með því að velja orkuríka fæðu, létta á okkur og hreinsa líkamann andlega, líkamlega og tilfinningalega. Við leyfum okkur ekki að vera upptendruð og lifa lífinu til fulls. Við kunnum ekki að fara með orkuna. Við skiljum ekki að við getum varið henni á mismunandi hátt, við getum valið hvort við verjum orkunni í velsæld eða vansæld.

Þetta er í rauninni kraftaverkanámskeið, þú getur gert nákvæmlega allt sem þú vilt með líf þitt. Það eina sem þú þarft að gera er að virkja orkuna sem þú býrð yfir. Hluti af tilfinningalegu hreinsuninni sem við förum í er fyrirgefning. Við verjum gífurlegri orku í höfnun, vonbrigði og eftirsjá. Við kennum þátttakendum að verja þeirri orku í þann farveg sem það vill. Hvort sem fólk vill grenna sig, létta sig eða vera orkumeira og hressara, þá þurfum við að læra að gera það markvisst, þannig gerast undur og kraftaverk."

Námskeiðið hefst þriðjudagskvöldið 13. október og fer fram í Listhúsinu Laugardal næstu sex þriðjudagskvöld frá kl. 19.00 til 22.00

Skráðu þig núna, smelltu hér!
Superbrain Yoga
Aðferð sem nærir heilann orku og gerir okkur hæfari

Superbrain Yoga gerir okkur hæfariSuperbrain Yoga veitir heilanum orku og örvar heilastarfsemina, en um leið kemst á jafnvægi í orkunni í hjartanu, hálsinum, enninu og hvirflinum. Þessar æfingar umbreyta orkunni frá lægri orkustöðvunum upp í fínni og hærri tíðni. Þegar efri orkustöðvarnar eru mjög virkar og mikið orkuflæði á sér stað, eykst flæði til heilans sem örvar heilastarfsemina.

Þegar orka frá rótarstöðinni og efnahvatastöðinni streymir upp til orkustöðvar hjartans, umbreytist hún í innri ró. Þegar orkan fer upp í hálsstöðina og anjastöðina umbreytist hún í meiri visku- og sköpunarorku. Þegar hún fer upp í ennisstöðina og hvirfilinn (krónustöðina) umbreytist hún í hærri andlega tíðni. Lægri orkutíðnir umbreytast í þessu ferli í fíngerða orku sem heilinn notar til þess að örva og bæta starfssemina.

Þess vegna hafa sumir upplifað m.a. streitulosun við það að stunda Superbrain Yoga. Aðrir kostir þess að stunda þetta magnaða yoga er bætt geðheilsa og jafnari kynlífslöngun. Ástundun Superbrain Yoga til lengri tíma getur gert þátttakandann hæfari og bætt líf hans og hugræna getu að mörgu leyti.

Superbrain Yoga er ástundað í Gló Motion.
Rope Yoga kennarar
Góður hópur hjá Rope Yoga Setrinu

frettabref76.png
Kennarar Rope Yoga Setursins eru áhugaverðir einstaklingar sem koma úr ýmsum áttum okkar ágæta samfélags. Þau eiga það öll sameiginlegt að vera hress og full af orku og lífsgleði. Það sem einkennir flesta Rope Yoga kennara er áhuginn á heilbrigðum lífsstíl. Þau eiga þess vegna góð ráð fyrir þátttakendur á námskeiðunum og við hvetjum ykkur til þess að vera virk og óhrædd við að spyrja og leita ráða um heilbrigðan lífsstíl. Framvegis munum við kynna þetta ágæta fólk fyrir lesendum fréttabréfsins!
 
Alla Jensen er Rope Yoga kennari
Hún kennir Gló Motion og krakkajóga í Rope Yoga Setrinu
 
Aðalheiður Jensen Rope Yoga kennariÉg heiti Aðalheiður Jensen og verð 34 ára í desember. Ég er Leikskólakennari í leikskólanum Sjálandi í Garðabæ og kenni Glómotion byrjendanámskeið og barnayoga í Setrinu.

Ég Mætti í Rope yoga í september 2008, öll skökk og stíf eftir margra ára strangar æfingar. Ég fann fljótt hvað þetta gerði mér gott og heillaðist algjörlega af þessu. Eftir mitt fyrsta námskeið var ég búin að taka ákvörðun um að læra kennarann og lauk kennaranáminu í Rope Yoga Setrinu í maí 2009 og hef kennt þar síðan. Það er mjög áhugavert og lærdómsríkt að fygjast með fólki og fá að vera þátttakandi í því að það taki breytingum og komi endurnært út úr tímum.

Heilsa og heilbrigði er mér mikilvægt og hefur alltaf verið hluti af mínum lífsstíl þó að áherslurnar hafi breyst með árunum. Áður fyrr fannst mér mikilvægt að æfa helst tvisvar á dag og var fræg fyrir að mæta á undan starfsfólkinu í ræktina á morgnana... en í dag er mér mikilvægt að horfa inn á við og stunda yoga sem og að huga vandlega að því sem ég næri mig með.  

Ég fæ mér oftast ávexti í morgunmat eða nýkreistan ávaxtasafa, helst græn epli og mikið af engifer. Svo er vinsælt að fá sér musli með sojamjólk og smá hunangi.

Mér finnst yndislegt að stunda yoga, vera í góðra vina hópi og vera úti í náttúrunni. Draumurinn er að læra meira yoga og einnig að ferðast og þeir áfangastaðir sem eru efst á óskalistanum eru Indland, Thailand og Ástralía.
Styrkjandi bætiefni í skammdeginu
Við vitum vel að þetta snýst um viðhorf, bætiefnin hjálpa til

Brosandi ung kona
Nú þegar skammdegið skellur á með haustinu er gott að hafa eftirfarandi bætiefni við höndina.
B-fjölvítamín er nauðsynlegt fyrir þá sem finna fyrir geðsveiflum í skammdeginu.

Goji ber eru þekkt fyrir að hafa jákvæð áhrif á serótónín framleiðslu í heilanum. Serótónín er taugaboðefni sem hefur áhrif á andlega líðan fólks og þegar ójafnvægi kemst á framleiðslu þess finnur fólk fyrir depurð eða þunglyndi. Hægt er að kaupa Goji drykk í heilsubúðum og taka ráðlagðan skammt daglega.

Ásamt því að vera gott fyrir beinin og vöðvana, er magnesíum og kalk góð blanda fyrir geðheilsuna. Magnesíum er málmur sem styður við vöðvana og taugakerfið og kalk hefur róandi áhrif og dregur úr kvíða.

Omega 3 sem fæst m.a. með inntöku Lýsis veitir mótspyrnu við þunglyndi. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á ágæti Omega 3 við þunglyndi og rannsóknir á vegum Harvard og annarra virtra stofnana benda til þess að það dragi úr einkennum athyglisbrests (ADHD).

Munið svo að drekka nóg af vatni og minnka koffínneyslu. Regluleg útivist getur gert gæfumuninn þar sem líkaminn fær súrefni og vott af sólarljósi yfir hádaginn.

Ofneysla dýraprótína getur skaðað okkur
Umfangsmiklar rannsóknir hafa verið gerðar á fæðuvali

Borða meira grænmetiUmfangsmiklar rannsóknir sem kallast China studies hafa verið gerðar á fæðuvali fólks þar sem borið er saman fæðuval í Bandaríkjunum  annars vegar og hins vegar í sveitahéruðum Kína. Það sem vekur mesta athygli er fylgni fæðuvals við ýmsa sjúkdóma, m.a. krabbamein, hjarta- og æðasjúkdóma og sykursýki. Það virðist m.a. haldast í hendur neysla kjöts eða dýrapróteina og tíðni krabbameins í brjóstum og blöðruhálskirtli, sykursýki, kransæðasjúkdóma.

Til að útskýra þetta betur valda dýraprótín hærra kólesteróli í blóði sem helst í hendur við fjölmarga sjúkdóma. Í Kína er meðaltalsneysla á kjöti um 7,1 g á dag en í Bandaríkjunum 70 g á dag. Þessi tífaldi munur er talinn skýra m.a. sama mun á tíðni brjóstakrabbameins og annarra sjúkdóma sem talið er upp í bókinni. Þannig eykst neysla Kínverja á dýraprótínum eftir því sem þeir eru efnaðri og tíðni fyrrnefndra sjúkdóma eykst að sama skapi hjá þeim hópi.

Við ættum því að leggja áherslu á að meginuppistaðan í fæðuvali okkar sé grænmeti, ávextir og fiskur, en kjöt verði lítill hluti fæðuvals okkar, ef nokkur.
Krakkajóga í fullum gangi - skemmtilegt
Öðruvísi reynsla, skapandi æfingar og félagsleg tengsl

Krakkayoga er skemmtilegt fyrir alla krakka
Skemmtilegt yoganámskeið fór af stað í haust fyrir öll börn sem finnst gaman að prófa nýja hluti. Þau fá að njóta sín á eigin forsendum í skemmtilegum leikjum þar sem farið er í jógastöður, slökun, teygjur, öndunaræfingar, samhæfingarleiki, dans og margt fleira.

Börnin læra að vinna saman, þekkja mun á spennu og slökun, vanlíðan og vellíðan, ró og hraða og hvernig þau geta haft áhrif á líðan og umhverfi.

Nánari upplýsingar og skráning í Rope Yoga Setrinu við Engjateig.
Ásetningur okkar
Við hjá Rope Yoga Setrinu höfum eftirfarandi að leiðarljósi
 
Það er einlægur ásetningur starfsmanna Rope Yoga setursins að móta heilnæma og friðsæla umgjörð um hug og heilsurækt, þar sem hver einstaklingur upplifir þá kærleiksríku hvatningu og innblástur sem hann þarf til að kynnast sínum innsta kjarna. Skapa andrúmsloft þar sem þátttakandinn vaknar til vitundar, tekur ábyrgð og tileinkar sér eiginleika leiðtogans með heildrænni lífssýn.
 
Við leggjum áherslu á að rækta hugarástand þakklætis með starfsemi okkar og teljum að með því að laða fram og birta það dýrmæta og fallega í hverjum iðkanda séum við að inna af hendi mikilvæga þjónustu til handa samfélagi okkar allra.
 
Það sem við sjáum og upplifum er sá raunveruleiki sem við sköpum og ræktum. Reynslan hefur kennt okkur að viljum við breyta aðstæðum þá þurfum við fyrst að breyta eigin viðhorfum og viðmóti. Í þeim einfalda sannleika liggur vissa okkar um virkni Ropeyoga í fegurri og kærleiksríkari heimi.

Lifandi Næring með lífræna næringu og umhverfisvænan varning sem nærir og styður ásetning viðskiptavina. Við leggjum áherslu á náttúruleg efni og  endurvinnslu.

 
Rope Yoga Setrið
 
Engjateigi 17-19,
105 Reykjavík,
Rope Yoga Setrið
535-3800
Í þessu fréttabréfi...
Ný námskeið - skráðu þig!
Guðni fjallar um verki og lausnir
Gló í hádeginu
Mataróþol getur valdið sjúkdómseinkennum
Nýtt! Gló Motion Plús
6 vikna orku- og aðhaldsnámskeið
Superbrain Yoga
Góður hópur kennara
Aðalheiður Jensen
Styrkjandi bætiefni í skammdeginu
Ofneysla dýraprótína skaðar
Krakkajóga - skapandi sport
Skráðu þig á námskeið!
Smelltu hér!

Nýr vefur! Nýtt útlit!

Skoðaðu matseðil dagsins á glo.is

 glo logo

Fékkstu þennan póst sendan frá öðrum? Skráðu þig á póstlistann okkar núna. Smelltu hér!


Sparaðu 10% á Gló
Allir sem stunda Rope Yoga eða Gló Motion í Rope Yoga Setrinu við Engjateig fá 10% afslátt af réttum dagsins alla daga á Gló. Með þessu er verið að ýta undir heilbrigðan lífstíl iðkenda Rope Yoga. Nýttu þér afsláttinn og komdu á Gló í hádeginu til þess að gæða þér á ljúffengum réttum og lifðu í velsæld.