NewHeader09
Kæru vinir!

Við erum að undirbúa haustið af fullum krafti í Rope Yoga Setrinu. Þið sem hafið fylgst með og lesið fréttabréfið okkar vitið að ný námskeið eru að hefja göngu sína um miðjan ágúst og við förum af stað með 6 vikna orku- og aðhaldsnámskeið sem hefst 1. september.

Ég vil jafnframt vekja athygli á nýju námskeiði fyrir börn sem hefst 29. ágúst!

Með kærleikskveðju og þakklæti,
Guðni Gunnarsson
Rope Yoga Setrið
 
Sjöunda þrepið - Þakklæti
Þrepin sjö í Lífsráðgjafanum

gratitude
Þegar við lifum í sífelldu þakklæti og njótum okkar sjálfs, óháð öðru eða öðrum, þá erum við uppljómuð. Þetta sjöunda og síðasta þrep er því takmark okkar allra. Að vera uppljómaður þýðir í raun að þú ert ljósið, hinn heilagi guðlegi kjarni sköpunarinnar. Með þá vitneskju lifir þú í augnablikinu og lætur ljós þitt skína jafnt og óháð því sem þú kemur nálægt.

Smelltu hér til að sækja Lífsráðgjafann endurgjaldslaust, þar getur þú lesið um þrepin sjö til velsældar!!
Ástand uppljómunar
Guðni fjallar um sjöunda þrepið - Þakklæti
 
Guðni Gunnarsson"Sjöunda skrefið er í raun og veru einstaklega fallegt, maður nýtur þess að vera til staðar, maður nýtur sjálfs sín, er í stöðugri umhyggju og kærleik. Maður er í ástandi þakklætis, upplifir hvað maður er lánsamur, það eru engin slys, allt sem gerist eru tækifæri og blessun, maður skilur að maður uppsker eins og maður sáir og er nákvæmlega þar sem maður er af því að maður fór þangað og veit að maður getur farið hvert sem er og gert hvað sem er. Maður upplifir sig sem skapara, eða hluta af sköpuninni og maður er leiðtogi sem lifir sem stöðugt fordæmi, bæði fyrir sjálfan sig og allt sitt umhverfi. Maður treystir því að vera alltaf í allsnægtum og maður treystir því einnig að allt sé fullkomið eins og við erum sjálf. Maður upplifir í raun og veru sterka tilfinningu örlætis, þar sem maður gefur stöðugt af sér af öllu hjarta, vitandi það að maður uppsker alltaf eins og maður sáir. Þegar maður er í þakklæti, þá er enginn skortur, bara ljós, þetta er því ástand uppljómunar. Skref númer sjö gengur út á það að vera þetta ljós og glóa."

Smelltu hér til að sækja Lífsráðgjafann endurgjaldslaust, þar getur þú lesið um þrepin sjö til velsældar!!
Lecitín styður við hjartað og blóðrásarkerfið
Moli um Lecithin og áhrif þess á líkamann

Lecitin bætiefni
Lecitín er fituefni sem er framleitt í lifrinni og virkar m.a. sem ýruefni í líkamanum. Það er fosfórlípíð og aðallega samsett úr B vítamínum, fósfórsýru, kólíni og fleiri fituefnum.

Lecitín er byggingarefni frumuhimna og hefur það hlutverk að vernda frumur frá oxun, það er því andoxunarefni. Það kemur einnig í veg fyrir að frumurnar harðni. Það er jafnframt byggingarefni meirihluta himnanna sem umlykur heilann og taugakerfið. Lecitín virkar sem ýruefni sem auðveldar blóðrásarkerfi líkamans að flytja ýmis fituefni, fitusýrur og næringarefni. Það kemur m.a. í veg fyrir að fita og önnur efni setjist inn á æðaveggina. Það lækkar jafnframt LDL kólesteról (slæmt kólesteról) og eykur magn HDL kólesteróls (gott kólesteról) í líkamanum.

Lecitín er talið gott bætiefni til þess að styðja við hjarta- og blóðrásarkerfi og taugakerfi líkamans.

Kólín (choline) er eitt lykilefna í lecitíni. Rannsóknir hafa sýnt fram á að kólín hefur mjög jákvæð áhrif á líkamann. Það stuðlar m.a. að framleiðslu acetylcholine, sem er taugaboðefni sem flytur boð frá taugafrumum til annarra fruma líkamans.

Kólínið í lecitíni stuðlar jafnframt að betri starfsemi lifrarinnar þar sem það kemur í veg fyrir að fita safnist fyrir í lifrinni. Rannsóknir á dýrum og mönnum hafa sýnt fram á að mataræði þar sem kólín eða lecitín vantar leiðir oft til lifrarsjúkdóma eða lifrarskemmda.

Kostir lecitíns:
Gott fyrir hjartað og blóðrásarkerfið
Gott fyrir lifrina
Gott fyrir frumustarfsemi
Gott fyrir flutning fituefna og fituúrvinnslu
Gott fyrir boð milli fruma
Talið gott til að bæta minni, nám og viðbragðstíma
Bætir hárvöxt og heilbrigði húðar

Ókostir lecitíns:
Ef það er tekið í of stórum skömmtum getur það valdið aukaverkunum og meltingartruflunum sem leiða oft til niðurgangs, ógleði, uppkasta, höfuðverks og slappleika.

Lecitín finnst m.a. í sojabaunum og eggjarauðum. Hægt er að fá lecitín í hylkjum og dufti sem fæðubótarefni.
Ný námskeið hefjast 17. ágúst
Skapandi skrif hefst 10. ágúst

rauð á hliðEkki bíða með að skrá þig á námskeið. Rétti tíminn er núna!

Byrjenda og ástundunar námskeið í Rope Yoga hefjast 31. ágúst.

Gló Motion byrjendanámskeið hefjast 17. ágúst.

Gló Motion námskeið hefjast 17. ágúst

Sex vikna Orku og aðhaldsnámskeið - Hámarks Brennsla og Orka - hefst 1. september.

Skapandi Skrif sumarnámskeið hefst 10. ágúst og stendur til 20. ágúst.

Nýtt yoganámskeið fyrir börn hefst 29. ágúst.

Við leggjum kapp á góða þjónustu og notalega aðstöðu.
 
Nýtt námskeið fyrir börn
Krakkajóga hefst 29. ágúst
 
Aðalheiður Jensen Rope Yoga kennari
Aðalheiður Jensen leikskólakennari og Rope Yoga kennari verður með skemmtilegt námskeið fyrir öll börn sem finnst gaman að prófa nýja hluti. Þau fá að njóta sín á eigin forsendum í skemmtilegum leikjum þar sem farið verður í jógastöður, slökun, teygjur, öndunaræfingar, samhæfingarleiki, dans og margt fleira.

Börnin læra að vinna saman, þekkja mun á spennu og slökun, vanlíðan og vellíðan, ró og hraða og hvernig þau geta haft áhrif á líðan og umhverfi.

Nánari upplýsingar og skráning auglýst síðar í Rope Yoga Setrinu við Engjateig.
Lærðu að lifa lífinu til fulls!
6 vikna Orku- og aðhaldsnámskeið hefst 1. september

gudni blar litil "Þetta námskeið gengur út á að leysa úr læðingi orkuna sem þú býrð nú þegar yfir. Við kennum fólki að búa til orku og viðhalda henni með því að velja orkuríka fæðu, létta á okkur og hreinsa líkamann andlega, líkamlega og tilfinningalega. Við leyfum okkur ekki að vera upptendruð og lifa lífinu til fulls. Við kunnum ekki að fara með orkuna. Við skiljum ekki að við getum varið henni á mismunandi hátt, við getum valið hvort við verjum orkunni í velsæld eða vansæld.

Þetta er í rauninni kraftaverkanámskeið, þú getur gert nákvæmlega allt sem þú vilt með líf þitt. Það eina sem þú þarft að gera er að virkja orkuna sem þú býrð yfir. Hluti af tilfinningalegu hreinsuninni sem við förum í er fyrirgefning. Við verjum gífurlegri orku í höfnun, vonbrigði og eftirsjá. Við kennum þátttakendum að verja þeirri orku í þann farveg sem það vill. Hvort sem fólk vill grenna sig, létta sig eða vera orkumeira og hressara, þá þurfum við að læra að gera það markvisst, þannig gerast undur og kraftaverk."

Námskeiðið hefst þriðjudagskvöldið 1. september og fer fram í Listhúsinu Laugardal næstu sex þriðjudagskvöld frá kl. 19.00 til 22.00

Skráðu þig núna, smelltu hér!
Rope Yoga DVD diskur
DVD diskurinn með æfingakerfum Rope Yoga fæst í Hreysti

Rope Yoga DVDSérstaklega vandaður DVD diskur með ítarlegum leiðbeiningum um notkun á Rope Yoga kerfinu. Allar æfingar sýndar frá mörgum hliðum á réttum hraða undir leiðsögn Guðna Gunnarssonar (höfundar kerfisins).

Myndataka fór fram í Los Angeles á strönd sem heytir Syccamore og er nokkrar mílur vestan við Malibu ströndina.

Framleiðandi er Guðlaug Pétursdóttir, leikstjóri Ron Hamad, tónlist er eftir Atla Örvarsson og klippingu annaðist Elf produtions.


Verð aðeins 2.995 kr.

Smelltu hér til þess að kaupa á hreysti.is
Sumartilboð á Gló
Tilboðin gilda á milli kl. 14 og 17 alla virka daga

Gló ný heimasíða 1Ilmandi súpa dagsins með heimabökuðu brauði og hummus á 650 kr.

Nærandi kjúklinga- eða grænmetisvefja með salati á 980 kr.

Nýbakaðar kökur og kaffi á 760 kr.

Komdu og borðaðu holla og ljúffenga rétti í hádeginu sem eru matreiddir af alúð úr úrvals hráefni. Það er alltaf notaleg stemmning á Gló.

Opið alla virka daga frá 11-17, lokað um helgar í sumar.

Nánari upplýsingar og matseðill dagsins á Glo.is
Ásetningur okkar
Við hjá Rope Yoga Setrinu höfum eftirfarandi að leiðarljósi
 
Það er einlægur ásetningur starfsmanna Rope Yoga setursins að móta heilnæma og friðsæla umgjörð um hug og heilsurækt, þar sem hver einstaklingur upplifir þá kærleiksríku hvatningu og innblástur sem hann þarf til að kynnast sínum innsta kjarna. Skapa andrúmsloft þar sem þátttakandinn vaknar til vitundar, tekur ábyrgð og tileinkar sér eiginleika leiðtogans með heildrænni lífssýn.
 
Við leggjum áherslu á að rækta hugarástand þakklætis með starfsemi okkar og teljum að með því að laða fram og birta það dýrmæta og fallega í hverjum iðkanda séum við að inna af hendi mikilvæga þjónustu til handa samfélagi okkar allra.
 
Það sem við sjáum og upplifum er sá raunveruleiki sem við sköpum og ræktum. Reynslan hefur kennt okkur að viljum við breyta aðstæðum þá þurfum við fyrst að breyta eigin viðhorfum og viðmóti. Í þeim einfalda sannleika liggur vissa okkar um virkni Ropeyoga í fegurri og kærleiksríkari heimi.

Lifandi Næring með lífræna næringu og umhverfisvænan varning sem nærir og styður ásetning viðskiptavina. Við leggjum áherslu á náttúruleg efni og  endurvinnslu.

 
Rope Yoga Setrið
 
Engjateigi 17-19,
105 Reykjavík,
Rope Yoga Setrið
535-3800
Í þessu fréttabréfi...
Sjöunda þrepið - Þakklæti
Guðni fjallar um sjöunda þrepið
Moli um Lecitín
Námskeið í boði
Jóga fyrir börn - Nýtt!
6 vikna orku- og aðhaldsnámskeið
Rope Yoga DVD diskur
Sumartilboð á Gló
Skráðu þig á námskeið!
Smelltu hér!

Nýr vefur! Nýtt útlit!

Skoðaðu matseðil dagsins á glo.is

 glo logo

Fékkstu þennan póst sendan frá öðrum? Skráðu þig á póstlistann okkar núna. Smelltu hér!


Sparaðu 10% á Gló
Allir sem stunda Rope Yoga eða Gló Motion í Rope Yoga Setrinu við Engjateig fá 10% afslátt af réttum dagsins alla daga á Gló. Með þessu er verið að ýta undir heilbrigðan lífstíl iðkenda Rope Yoga. Nýttu þér afsláttinn og komdu á Gló í hádeginu til þess að gæða þér á ljúffengum réttum og lifðu í velsæld.