Kæru vinir!
Nú er kominn tími til að hugsa um líkama og sál með því að koma í ástundun. Ný námskeið hefjast í næstu viku í Gló Motion og nýtt orku- og aðhaldsnámskeið fer að hefjast. Skráning stendur yfir á netinu og í síma 535-3800.
Nánari upplýsingar og skráning á heimasíðunni RopeYogaSetrid.is
Með kærleikskveðju og þakklæti, Guðni Gunnarsson Rope Yoga Setrið
|
Gefum meltingunni hvíld á kvöldin
- Guðni talar um kosti þess að borða ekki eftir kl. 18
 "Það tala sumir um að það sé hollt að borða ekki 3-4 tímum áður en maður leggst til hvílu. Höfuðáherslan er að gefa meltingarveginum tækifæri til að hvílast og búa til rými fyrir líkamann þannig að við getum unnið almennilega úr því sem við höfum innbyrgt. Líkaminn er orkuvél, við erum í stöðugri neyslu frá morgni til kvölds og úrvinnslan verður allt öðruvísi þegar maður gefur honum hvíld. Þegar fólk er að neyta matar langt fram á kvöld, þá er það oft fjarverandi. Fólk kann ekki að vera, það leitar að ástæðu til að vera fjarverandi. Í athöfnum okkar tengt áti bælum við tilfinningar okkar, bælum þær í kviðarholi okkar. En ef við hættum kvöldátinu þó ekki sé nema tímabundið, þá skapast rými í líkamanum. Þegar maður hættir að neyta matar á kvöldin, þá hvílist líkaminn allt öðruvísi. Blóðstreymið fer að streyma með öðrum hætti um líkamann og dreifa næringu dagsins sem annars færi í stöðuga upptöku og úrvinnslu fram á nótt. Nýtingin verður allt önnur, nýting líffæranna verður önnur. Við borðum 50-75% meira en við þurfum til þess að viðhalda heilsu. Þegar við breytum þessum neysluháttum, þá fer líkaminn að hvílast á annan máta og nýta næringuna með öðrum hætti. Flestir tala um hvernig þeir sofi betur og vakni hressari. Meltingin verður öflugri og örari, þar sem meltingin getur melt og nýtt til fulls það sem fólk hefur borðað. Ég mæli með að allir prufi þetta, það er allt í lagi að neyta ekki matar eftir kl. 18 í nokkra daga. Þetta breytir svo mörgu, eins og umgengni við næringuna og sjálfan sig. Það skapast rými í samskiptum við fjölskylduna. Við verjum gríðarlegum fjármunum í að kaupa fæðu sem við notum til þess að hafna okkur. Ef við eigum tíma með fjölskyldunni þar sem við erum ekki að skófla í okkur mat fram á kvöld, þá erum við að tala um nýta mikla auðlind fyrir fjölskylduna sem við annars verjum í að kaupa mat og næra fjarveru og sundrungu. Hluti af æfingunni felst í að endurheimta mikla orku úr vansæld og neyslu í velsæld og vitund." Smelltu hér til að sækja Lífsráðgjafann endurgjaldslaust, þar getur þú lesið um þrepin sjö til velsældar!! |
Gló Motion Basic hefst 13. og 14. október
Ekki fresta skráningu, kláraðu málið á netinu núna!
|
Guðni talar á TedX Reykjavík 6. október
Guðni talar um mikilvægi þess að taka ábyrgð á tilvist sinni
 Guðni Gunnarsson mun tala á TedX Reykjavík ráðstefnunni þriðjudaginn 6. október sem fram fer á Hótel Loftleiðum frá kl. 10-18. Þar mun fjöldi fyrirlesara koma fram og hvetja gesti ráðstefnunnar. Aðgangur er gjaldfrjáls, fyrstir koma fyrstir fá! TEDx er viðburður sem er skipulagður til þess að sameina fólk sem vill
deila TED upplifuninni - að deila hugmyndum sem eiga skilið að heyrast.
TedX Reykjavík er skipulagt af Hugmyndaráðuneytinu.
Guðni mun m.a. tala um ábyrgð og mikilvægi þess að axla ábyrgð á sinni tilvist, vera skapari í stað þess að vera slys. Lesendur fréttabréfsins fá smá innsýn inn í það sem Guðni er að tala um. Í stuttu máli, hvað þýðir ábyrgð?
"Það þýðir að maður er mættur í sinni tilvist og skilur að maður er þar sem maður er af því maður fór þangað. Það vill vefjast fyrir fólki að það skilgreinir ábyrgðina í sinni tilvist þannig að það henti því en við berum ábyrgð á öllu, hvar við erum stödd, á hugsunum okkar, á öllu okkar umhverfi og við berum ábyrgð á samfélaginu. Ábyrgðin er einstakt tækifæri til þess að mæta inn í það augnablik sem er og skilja að þegar maður er raunverulega mættur og skilur að maður er skaparinn að þá er maður mættur og þ.a.l. máttugur í stað þess að vera vanmáttugur vegna ábyrgðarleysis og fjarveru. Það að taka ekki ábyrgð þýðir í raun að maður er fjarverandi slys og er ekki tilbúinn til þess að axla ábyrgð á því að valda sinni tilvist sem einstaklings og hafa gríðarleg áhrif á heild okkar sem samfélags. Allt sem við trúum verður staðhæfing í huga okkar, það er því gríðarlega mikilvægt að við skilgreinum hver okkar raunverulega trú er, því hvort sem við veitum því athygli sem við viljum eða viljum ekki, þá erum við að laða það að okkur á sama hraða. Það að taka ábyrgð er upphaf alls.
Forsendan er að fyrirgefa sjálfum sér fjarveruna og höfnunina og ofbeldið sem maður hefur beitt sig með bælingu eða afneitun. Við verðum að skilja að allt sem við veitum athygli vex og dafnar. ef við erum ekki til staðar í ábyrgðinni, þá getum við ekki veitt athygli." Smelltu hér til að sækja Lífsráðgjafann endurgjaldslaust, þar getur þú lesið um þrepin sjö til velsældar!! |
Gúrka er innihaldsrík af vítamínum
Hreinsar lifur, nýru og þvagrás, hvetur meltinguna
 Gúrkur eru 90% vatn og eru þekktar fyrir að vera kælandi vegna vatnsmagns. Löngum hefur verið talað um nærandi eiginleika gúrkunnar fyrir augnlok og kinnar, það er aldagamalt ráð að setja gúrkusneiðar yfir augun til þess að losna við bauga. Þó ekki sé vitað um rannsóknir sem styðja þessa meðferð, er hún notuð daglega víða um heim. Gúrka inniheldur fjölda vítamína og mikilvægra efna sem eru holl fyrir líkamann. T.d. A-vítamín, Níasín, C-vítamín, kalk, járn, fosfór, kalíum og kolvetni. Gúrkan er talin mjög góð fyrir þvagfærin og því góð fyrir þá sem þjást af nýrna- og þvagfærasýkingum. Hún hefur líka mjög góð áhrif á lifrina og briskirtilinn.
Kalíum gera gúrkur sérstaklega góðar fyrir þá sem eru með blóðþrýstinginn í ólagi. Auk þess inniheldur gúrka ensími sem hvetur meltinguna og brýtur m.a. niður prótín. Auk þess er gúrkan góð fyrir tannholdið, húð og neglur.
|
Nýtt orku- og aðhaldsnámskeið hefst 13. okt
6 vikna Orku- og aðhaldsnámskeið veitir þér styrk og aðhald
 "Þetta námskeið gengur út á að leysa úr læðingi orkuna sem þú býrð nú þegar yfir. Við kennum fólki að búa til orku og viðhalda henni með því að velja orkuríka fæðu, létta á okkur og hreinsa líkamann andlega, líkamlega og tilfinningalega. Við leyfum okkur ekki að vera upptendruð og lifa lífinu til fulls. Við kunnum ekki að fara með orkuna. Við skiljum ekki að við getum varið henni á mismunandi hátt, við getum valið hvort við verjum orkunni í velsæld eða vansæld. Þetta er í rauninni kraftaverkanámskeið, þú getur gert nákvæmlega allt sem þú vilt með líf þitt. Það eina sem þú þarft að gera er að virkja orkuna sem þú býrð yfir. Hluti af tilfinningalegu hreinsuninni sem við förum í er fyrirgefning. Við verjum gífurlegri orku í höfnun, vonbrigði og eftirsjá. Við kennum þátttakendum að verja þeirri orku í þann farveg sem það vill. Hvort sem fólk vill grenna sig, létta sig eða vera orkumeira og hressara, þá þurfum við að læra að gera það markvisst, þannig gerast undur og kraftaverk." Námskeiðið hefst þriðjudagskvöldið 13. október og fer fram í Listhúsinu Laugardal næstu sex þriðjudagskvöld frá kl. 19.00 til 22.00 Skráðu þig núna, smelltu hér!
|
Af hverju er vatn mikilvægt fyrir þig?
Vatn er auðlind sem við eigum að þakka fyrir á hverjum degi
 70% af yfirborði Jarðar er vatn, 75% líkamans er vatn, 90% af blóði líkamans er vatn. Af öllu vatni jarðar er 97% í sjónum og 2% í formi íss (jöklar). 1% er ferskvatn, aðeins hluti af því er aðgengilegur og af því er stór hluti notaður í landbúnað og iðnað.
Vatn er ekki eingöngu mikilvægt mönnum, heldur er það forsenda lífs nær allra lífvera. Það er meira plöntu- og dýralíf í vatni heldur en á landi.
Vatn er sérstaklega mikilvægt fyrir okkur. Við þurfum að drekka vatn til þess að lifa og viðhalda heilbrigði. Við þurfum að baða okkur, þrífa og þvo úr vatni. Við þurfum vatn við eldamennsku og vatn kemur í formi mjólkur, ávaxta, grænmetis og fleiri afurða.
Vatn stuðlar að hitatemprun líkamans, ef okkur er of heitt kælir vatnið okkur með svita og þegar okkur er kalt, þá myndar vatnið einangrun í líkamanum. Það stjórnar blóðþrýstingi og myndar munnvatn, svita og tár. Það viðheldur raka í slímhúð, t.d. í augum og munni.
Við getum hreyft okkur jafn liðlega og raun ber vitni vegna þess að liðirnir eru smurðir af vökva, án vatns myndu liðirnir ekki smyrjast eðlilega og nýrun ekki hreinsast eins og nauðsynlegt er. Öll líffærin þurfa vökva til þess að starfa eðlilega, ekki síst heilinn sem er að stórum hluta vatn.
Drekktu vatn næst þegar þú ert þyrst(ur).
|
Gló Motion Plús - Ný varanleg lausn
Stundaðu Gló Motion og farðu á orku- og aðhaldsnámskeið
 Við bjóðum nú upp á nýjan valkost fyrir iðkendur í Gló Motion Flex og Basic. Með því að skrá þig í Gló Motion Plús ferðu á 6 vikna orku- og aðhaldsnámskeið á sama tíma eða í beinu framhaldi af ástundun í Gló Motion. Þetta er tilvalinn kostur fyrir þá sem vilja taka æfingarnar föstum tökum og fá ríkulegan stuðning og fræðslu í mataræði og næringarsálfræði. Skráðu þig strax á Gló Motion Plús 90 mín. námskeið sem hefst 28. september, eða Gló Motion Basic Plús 70 mín sem hefst 14 september.
|
Nærðu sál og líkama á Gló
Komdu við í hádeginu og nærðu velsæld
Veitingastaðurinn Gló í Listhúsi býður upp á ljúffenga og holla rétti úr úrvals hráefni. Þegar þú kemur á Gló færðu hlýjar mótttökur brosandi starfsfólks sem tekur sér tíma til þess að aðstoða þig við að velja rétti sem henta þér hverju sinni. Þú færð alltaf hollt og gott að borða hjá okkur.
Lögð er áhersla á góða þjónustu og notalegt umhverfi á meðan þú borðar eftirlætis heilsuréttinn þinn. Skoðaðu heimasíðu Gló þar sem þú finnur m.a. matseðil dagsins.
Ef þú ert á hraðferð getur þú tekið kræsingarnar með þér.
Smelltu hér til þess að skoða Glo.is
|
Uppskrift frá Sollu hjá Himnesk.is
Næringarríkur hristingur
 Þessi hristingur er máltíð útaf fyrir sig og úr honum fáið þið fullt af góðum efnum í kroppinn. Neðangreint hristist saman með um 300 ml Spirulina. Það má líka nota aðra safa eða þann vökva sem er í mestu uppáhaldi 1 banani ½ epli 1 gulrót ½ avókadó smá grænt kál ½ papaja (má sleppa) e.t.v. smá alfalfa spírur ef þið eigið þær til í ísskápnum Afhýðið
ávextina og grænmetið og skerið í litla bita. Setjið allt í blandara og
blandið þangað til hristingurinn er orðinn samfelldur, án kekkja.
Setjið í flott glös og ummm borðið! Ef svo undarlega vill til að
það verði afgangur þá er upplagt að setja hann í íspinnabox, frysta og
búa þannig til frábæran hollustuís.
Þessi hristingur er: Gerlaus
Glútenlaus
Mjólkurlaus
Sykurlaus Við þökkum Sollu kærlega fyrir og hvetjum lesendur til þess að skoða heimasíðuna Himnesk.is þar sem er að finna fjölda dásamlegra uppskrifta |
Rope Yoga kennarar
Góður hópur hjá Rope Yoga Setrinu
Kennarar Rope Yoga Setursins eru áhugaverðir einstaklingar sem koma úr ýmsum áttum okkar ágæta samfélags. Þau eiga það öll sameiginlegt að vera hress og full af orku og lífsgleði. Það sem einkennir flesta Rope Yoga kennara er áhuginn á heilbrigðum lífsstíl. Þau eiga þess vegna góð ráð fyrir þátttakendur á námskeiðunum og við hvetjum ykkur til þess að vera virk og óhrædd við að spyrja og leita ráða um heilbrigðan lífsstíl. Framvegis munum við kynna þetta ágæta fólk fyrir lesendum fréttabréfsins!
|
Brynjúlfur Jónatans er Rope Yoga kennari
Hann kennir Gló Motion og Rope Yoga í Setrinu

Ég heiti Brynjúlfur Jónatansson
og er yfirleitt kallaður Billi. Ég er 32 ára gamall og hef verið að kenna og
leiðbeina í heilsurækt undanfarin rúmlega 7 ár. Ég lærði ropeyoga og
lifecoaching hjá Guðna Gunnarssyni snemma árs 2002. Á sama tíma fékk ég einnig
kennararéttindi í hefðbundnu jóga frá Kripaluyoga setrinu í Massachussets en ég
dvaldi þar við nám og jógaástundun í nokkra mánuði haustið 2001. Hef lært
einnig mikið í nuddi og þá með mikilli áherslu á tælenskt nudd sem vinnur mikið
í hreyfiteygjum, djúpvefsnuddi og punktanuddi. Ég kláraði yfirgripsmikið nám í
einkaþjálfun frá Íþróttaakademiunni, IAK einkaþjálfaranámið. Ég er núna á öðru
ári að Bs námi í íþróttafræði við Háskólann í Reykjavík.
Ég er einn af þremur fyrstu
ropeyoga kennurum sem hafa verið að kenna ropeyoga frá upphafi kennslu í
núverandi mynd.
Ég hef starfað sem leiðbeinandi
í heilsurækt, einkaþjálfari og jógakennari í fullu starfi undanfarin 5-6 ár og
hef því þúsunda kennslustunda reynslu. Ég kenni glómotion og ropeyoga
grunn- og ástundunartíma í Ropeyogasetrinu. Eitt af því sem mér finnst gaman við
kennsluna er að sjá hvernig fólk lærir smátt og smátt að slaka á spenntum vöðvum,
lærir aukna líkamsvitund og glóir af ánægju að tíma loknum.
Helstu áhugamál mín tengjast
heilbrigðum lífsháttum, náttúrulækningum, jóga og hreyfingu. Þar að auki hef ég
mjög gaman af allri útivist og þá sér í lagi svokölluðu jaðarsporti. Stunda
snjóbretti, fjallgöngur, klifur, kajaksport og fleira í þeim dúr. Að mínu mati
þá tengist öll útivera því að lifa heilbrigðu lífi. Það er mikið jóga í því að
vera staddur í óbyggðum með vindinn í andlitið og ferskt loft í lungum, einn
með sínum hugsunum, líkama og sál.
Mér finnst skipta mestu máli
við heilbrigðan lífstíl að hafa gaman af því sem við erum að gera og flækja
hlutina ekki um of.
Ég borða yfirleitt múslí í
morgunmat, ef ekki það þá ávexti.
Helstu framtíðarplön eru að
halda áfram námi/starfi í nátturulækningum / heildrænni heilsu. Einnig að
stunda meiri útivist og ferðast um heiminn til þess. Lifa fleiri og fleiri
ævintýri.
Bestu kveðjur,
Billi |
Skiptir máli hvenær dagsins æft er?
Líkaminn er heitari síðdegis og á kvöldin, mikilvægt að hita upp á morgnana
Eftir amstur dagsins er líkaminn heitari heldur en snemma á morgnana. Heitari líkami gerir vöðvana og liðina mýkri sem dregur úr líkum á eða kemur í veg fyrir harðsperrur og meiðsl. Ef þú ert hins vegar meira fyrir útivist, minni átök og lengri æfingar, s.s. út að skokka, göngutúra og hjólatúra, þá er morguninn jafnvel betri. Þó er upphitun lykilatriði snemma á morgnana og mikilvægari heldur en síðdegis eða í lok dags, þar sem vöðvarnir eru kaldir og líklegri til að vera stirðari.
|
Ásetningur okkar
Við hjá Rope Yoga Setrinu höfum eftirfarandi að leiðarljósi
Það er einlægur ásetningur starfsmanna Rope Yoga setursins að móta heilnæma og friðsæla umgjörð um hug og heilsurækt, þar sem hver einstaklingur upplifir þá kærleiksríku hvatningu og innblástur sem hann þarf til að kynnast sínum innsta kjarna. Skapa andrúmsloft þar sem þátttakandinn vaknar til vitundar, tekur ábyrgð og tileinkar sér eiginleika leiðtogans með heildrænni lífssýn. Við leggjum áherslu á að rækta hugarástand þakklætis með starfsemi okkar og teljum að með því að laða fram og birta það dýrmæta og fallega í hverjum iðkanda séum við að inna af hendi mikilvæga þjónustu til handa samfélagi okkar allra. Það sem við sjáum og upplifum er sá raunveruleiki sem við sköpum og ræktum. Reynslan hefur kennt okkur að viljum við breyta aðstæðum þá þurfum við fyrst að breyta eigin viðhorfum og viðmóti. Í þeim einfalda sannleika liggur vissa okkar um virkni Ropeyoga í fegurri og kærleiksríkari heimi. Lifandi Næring með lífræna næringu og umhverfisvænan varning sem nærir og styður ásetning viðskiptavina. Við leggjum áherslu á náttúruleg efni og endurvinnslu.
|
Rope Yoga Setrið
Engjateigi 17-19, 105 Reykjavík, Rope Yoga Setrið 535-3800 | |
Skráðu þig á námskeið! |
Smelltu hér!
|
Nýr vefur! Nýtt útlit!
Skoðaðu matseðil dagsins á glo.is |
 |
|