NewHeader09
Kæru vinir!

Ný námskeið eru að hefjast í þessari viku, nú er rétti tíminn til að skrá sig og veita líkama og sál athygli. Við hlökkum til að sjá þig og hvetja til dáða!

Nánari upplýsingar og skráning á heimasíðunni RopeYogaSetrid.is

Með kærleikskveðju og þakklæti,
Guðni Gunnarsson
Rope Yoga Setrið
 
Ný námskeið hefjast 28. og 29. september
Það er einfalt að skrá þig, kláraðu málið á netinu núna!

rauð á hliðGló Motion Flex hefst 28. og 29. september.

Þinn tími er kominn! Nýtt helgarnámskeið með Þorvaldi Þorsteinssyni rithöfundi fer fram 2.-4. október í Rope Yoga Setrinu.

Gló Motion Basic byrjendanámskeið hefst 5. og 6. október.

Sex vikna Orku og aðhaldsnámskeið - Hámarks Brennsla og Orka - hefst 13. október.

Skapandi skrif byrjar 10. til 20. október.

Við leggjum kapp á góða þjónustu og notalega aðstöðu. Skráðu þig strax!
 
Líkaminn er farartæki sálarinnar
- Guðni talar um sjálfbæra persónulega orku
 
Guðni Gunnarsson"Frá því að við fæðumst erum við að umbreyta orku. Við eigum kost á því að vera í orkulegu jafnvægi eða einingu, samhljóm með tilverunni. Orðið universe eða alheimur þýðir eitt vers, það að vera í samhljóm þýðir að vera í jafnvægi með þessari orku. Hvort sem við erum að tala um orku heimsins líkamans eða jarðarinnar, þá verðum við að vera í jafnvægi. Við verðum að vakna upp við það hvernig við ætlum að verja okkar orku. Hvort sem við erum í vitund eða ekki, erum við að verja orkunni með eða á móti.


Líkaminn og líf okkar er orkuumbreyting, farartæki sálarinnar. Þegar við tölum um sjálfbæra persónulega orku, erum við að vísa til líkamans og lífs einstaklingsins. Hver líkami er orkubúskapur, ein orkueining eða orkueiningarstöð. Við þurfum að vakna til vitundar um ábyrgð okkar og vald og hvernig við ætlum að verja þessari orku og viðhalda henni. Það má líkja líkamanum við virkjun, afl hennar stjórnast af flæði, hvort sem það er vatnsafl eða vindafl. Við nærum okkur og við þurfum að nýta næringuna með því að ná sem mestri orku út úr henni og síðan að verja orkunni með nákvæmni og vitund í velsæld. Hinn möguleikinn er að vera ekki í vitund, vera þ.a.l. slys og fórnarlamb, verja orku sinni í vansæld eða sársauka. Hvort sem að við gerum þá þurfum við að bera ábyrgð.

Við erum að hvetja fólk í Gló Motion til þess að bera fulla ábyrgð á sinni tilvist og ná sem mestu út úr virkjuninni, framleiða sem mesta orku, fjarlægja allt viðnám, hvort sem það er andlegt, tilfinningalegt eða huglægt viðnám og þjálfa líkamann þannig að hann verði öflugur og orkuframleiðandi. Við hvetjum líffærin, lungun og sogæðakerfið í mýkt og flæði.

Ef til staðar er viðnám eða stíflur sem eru ráðstöfuð orka, meðvitað eða ómeðvitað, verjum við orkunni í viðnám sem er byggt á ótta. Það eru gjörólíkar forsendur flæðis þegar maður elskar eða lifir í ótta. Eins og ég hef sagt áður er meðalmanneskjan að hafna sér 800 sinnum á dag og er þ.al. að verja gríðarlegri orku í viðnám og höfnun á augnablikinu. Vonbrigði, ákvarðanaleysi, sjálfsblekking, frestun, alls konar niðurrif og ofbeldi gagnvart sjálfum sér er ein leið til þess að verja orku sinni í vansæld. Hin leiðin er mun öflugri og krefst minna afls, en margfaldar afköstin, er ást, kærleikur og velsæld, segja sannleikann, vera í örlæti, iðka ljós og lifa í velsæld.

Eins og heyrist þá er nokkuð ljóst að ást og kærleikur eykur flæðið á sama tíma og höfnun og vansæld dregur úr flæðinu. Það má líkja því saman við hamingju og þunglyndi. Í þunglyndinu dregur úr súrefnisflæði og ástríðu, sem leiðir til áhugaleysis og orkuskorts sem er samsvörun hugleysis. Það má vísa til þess að ástríða og áhugi er afl og orka sem er ávísun á hugrekki.

Gló Motion er heildrænt verkfæri til að halda rekstri orkueiningarinnar í fullkomnu jafnvægi til þess að við getum látið ljós okkar skína með fullum straumi og verið þ.a.l. ljómi og ljós fyrir okkur sjálf og okkar umhverfi."

Smelltu hér til að sækja Lífsráðgjafann endurgjaldslaust, þar getur þú lesið um þrepin sjö til velsældar!!
Þinn tími er kominn!
Nýtt námskeið með Þorvaldi Þorsteinssyni rithöfundi

Guðni Gunnarsson
Frá barnsaldri höfum við flest verið þjálfuð í að fresta sjálfum okkur; láta innstu langanir okkar, áhugasvið og sjálfsprottnar hugmyndir bíða á hliðarlínunni á meðan annað sem talið er mikilvægara, ss. skyldunám, launavinna, skattskýrslugerð, skuldasöfnun og nú síðast samfelld tölvupósts- og símsvörun, er sett í forgang.

Á snörpu helgarnámskeiði - frá föstudagskvöldi til sunnudagseftirmiðdags - leiðir Þorvaldur Þorsteinsson rithöfundur  og myndlistamaður vekjandi og uppbyggilegar samræður og verkefni sem miða að því að opna nýja sýn á eiginlegt erindi þitt í lífinu og gefa þér jafnframt færi á að meta eigin áhugasvið, reynslu og lífssýn sem sönn verðmæti í samtímanum.
Þetta er kærkomið námskeið fyrir alla sem langar að kynnast sjálfum sér frá nýju sjónarhorni og njóta betur þess ókannaða sem inni fyrir býr, jafnt í leik og starfi. Með öðrum orðum; fá aukna meðvitund um eigin lífsgildi, endurmeta hlutverk sín og raunverulegt samhengi.

Ef þér sýnist þetta námskeið tengjast þér á einhvern hátt ættirðu ekki að fresta því að skrá þig hér. Þinn tími er kominn.

Tími:
Föstudagskvöldið 2. október kl. 18.00 - 21.00
Laugardagurinn 3. október kl. 10.00 - 16.00
Sunnudagurinn 4. október kl. 11.00 - 14.00
 
Samtals 12 klst.
 
Námskeiðsgjald  32.000 kr.

Smelltu hér til þess að skrá þig!

Verum meðvituð um neyslu okkar
Gerum allt sem hægt er til þess að verja jörðina ágangi

Verndum umhverfiðVissir þú:

Að fyrir hvert tonn af pappír sem er endurunninn sparast 28 tonn af vatni, 1500 lítrar af olíu og næg orka til þess að halda einu heimili gangandi í 6 mánuði.

Að þú getur horft á sjónvarpið í 6 klukkustundir fyrir rafmagnið sem sparast við það að endurvinna eina áldós.

Að með því að endurvinna eina plastflösku sparar þú nægilegt magn af rafmagni til þess að halda 100 watta ljósaperu lýsandi í margar klukkustundir.

Að við erum að menga jarðveginn með öllum þeim úrgangi og tækjum sem við hendum frá okkur, því er gríðarlega mikilvægt að endurvinna allt sem hægt er og skila til Sorpu öllum úrgangi sem mengar.

Að með því að slökkva ljósið þegar þú ferð á milli herbergja sparast umtalsverð orka. Fylgstu með rafmagnsreikningnum þínum og gerðu átak í orkusparnaði.
C-vítamín ver líkamann eiturefnum
Hjálpar til við að draga úr áhrifum rotvarnarefna

Gul paprika er full af C-vítamíniMargir vita ekki um alla kosti þess að taka inn C-vítamín, sem viðheldur m.a. endurnýjun og viðgerð á vefjum líkamans, ver líkamann fyrir hjartasjúkdómum, eykur upptöku járns, kemur í veg fyrir skyrbjúg og minnkar hlutfall slæms kólesteróls í líkamanum. Nýjar rannsóknir sýna að C-vítamín geti mögulega varið líkamann fyrir ýmsu krabbameini með því að veita eiturefnum mótvægi og draga úr áhrifum rotvarnarefna sem er algengur í pakkamat og öðrum framleiddum matvælum. Það er jafnframt talið geta dregið úr einkennum og líftíma pesta eins og kvefs og flensu og styrkt ónæmiskerfið.

Einkenni um skort á C-vítamíni eru t.d. blæðandi tannhold, þreyta, eymsli í vöðvum og liðum.

Læknar hafa ráðlagt reykingarmönnum að taka lágmark 1000 mg á dag af C-vítamíni til þess að veita eiturefnum mótvægi í líkamanum.

Það er auðvelt að fá C-vítamín úr fæðu, grænmeti og ávextir eins og sítrónur, appelsínur, ber, gul paprika, kál, melónur, brokkolí, kiwi, kartöflur og tómatar er allt saman pakkfullt af C-vítamíni.
Gló Motion Plús - Ný varanleg lausn
Stundaðu Gló Motion og farðu á orku- og aðhaldsnámskeið

Æfingar með lóðumVið bjóðum nú upp á nýjan valkost fyrir iðkendur í Gló Motion Flex og Basic. Með því að skrá þig í Gló Motion Plús ferðu  á 6 vikna orku- og aðhaldsnámskeið á sama tíma eða í beinu framhaldi af ástundun í Gló Motion. Þetta er tilvalinn kostur fyrir þá sem vilja taka æfingarnar föstum tökum og fá ríkulegan stuðning og fræðslu í mataræði og næringarsálfræði.

Skráðu þig strax á Gló Motion Plús 90 mín. námskeið sem hefst 28. september, eða Gló Motion Basic Plús 70 mín sem hefst 5. 0g 6.október.
 
Borðar þú lífrænt - beint af akrinum?
Þú getur fengið uppskeru sumarsins í Græna hlekknum

Græni hlekkurinn
Viðskiptavinir Græna Hlekksins eiga þess kost að fá sérpakkaða lífræna ávexti og grænmeti, sent beint heim eða á vinnustað.

Fyrir utan þessar grunnvörur getur þú líka pantað brauð, jógúrt, pasta, kornvörur, súkkulaði og margt fleirra.

Markmið Græna hlekksins er að viðhalda grasrótartengslunum milli framleiðenda og neytenda.

Það er einfalt að panta á netinu, smelltu hér og fáðu uppskeru sumarsins beint heim í eldhús. Borðaðu íslenskt lífrænt ræktað grænmeti og ávexti beint af akrinum!
Uppskrift frá Sollu hjá Himnesk.is
Kjúklingabauna- og möndlusalat - Frábært með öllum mat

Kjúklingabauna- og möndlusalat
Kkjúklingabauna- & möndlusalat

1 dós soðnar kjúklingabaunir
2 dl möndlur*, lagðar í bleyti í 12 klst
½ bunt ferskur kóríander
½ bunt ferskt basil
smá fersk mynta
½ rauðlaukur, skorin í þunna strimla
50 g geitaostur, chevré
sítrónuólífuolía frá LaSelva
balsam krem fyrir þá sem eru háðir því

Skolið kjúklingabaunirnar & setjið í skál, afhýðið möndlurnar & setjið útí, smáttsaxið kóríander, myntu & basil & bætð útá, skerið rauðlaukinn í þunna strimla & bætið útá ásamt geitaostinum, hellið að lokum sítrónuólífuolíu yfir salatið & berið fram. Frábært með öllum mat.x

Við þökkum Sollu kærlega fyrir og hvetjum lesendur til þess að skoða heimasíðuna Himnesk.is þar sem er að finna fjölda dásamlegra uppskrifta
Nærðu líkama og sál á Gló
Komdu við í hádeginu og nærðu velsæld

Veitingastaðurinn Gló í Listhúsi býður upp á ljúffenga og holla rétti úr úrvals hráefni. Þegar þú kemur á Gló færðu hlýjar mótttökur brosandi starfsfólks sem tekur sér tíma til þess að aðstoða þig við að velja rétti sem henta þér hverju sinni. Þú færð alltaf hollt og gott að borða hjá okkur.

Lögð er áhersla á góða þjónustu og notalegt umhverfi á meðan þú borðar eftirlætis heilsuréttinn þinn. Skoðaðu heimasíðu Gló þar sem þú finnur m.a. matseðil dagsins.

Ef þú ert á hraðferð getur þú tekið kræsingarnar með þér.

Smelltu hér til þess að skoða Glo.is
 
Heimsklukkan - Veistu hvert við stefnum?
Flott tölfræði sem sýnir m.a. fjölda fæðinga og fóstureyðinga
gratitude
Á World Clock vefnum er að finna lifandi tölfræði um stöðu mannkyns, fjölda fólks, tíðni fólksfjölgunar, fjölda fæðinga, andláta, fóstureyðinga, útgjalda til hernaðar, fjölda olíutunna sem pumpað er upp úr jörðinni og margt fleira. Þetta er áhugaverður vefur fyrir þá sem vilja fá tilfinningu fyrir því hvert jörðin stefnir.

Um 2050 er talið að jörðin nái hámarki í þeim fólksfjölda sem hún getur mögulega borið, þá verður fjöldi fólks á jörðinni um 9 milljarðar. Við erum í dag á bilinu 6,7-6,8 milljarðar og fer ört fjölgandi. Um leið og mönnum fjölgar göngum við meira á orkuforða jarðarinnar, hvort sem um er að ræða uppskeru eða aðrar auðlindir jarðar.

Tökum ábyrgð, veljum í fullri vitund hvernig við förum með jörðina, borðum lífrænt ræktað grænmeti og spörum orku og vatn.

http://www.peterrussell.com/Odds/WorldClock.php
Rope Yoga kennarar
Góður hópur hjá Rope Yoga Setrinu

logo
Kennarar Rope Yoga Setursins eru áhugaverðir einstaklingar sem koma úr ýmsum áttum okkar ágæta samfélags. Þau eiga það öll sameiginlegt að vera hress og full af orku og lífsgleði. Það sem einkennir flesta Rope Yoga kennara er áhuginn á heilbrigðum lífsstíl. Þau eiga þess vegna góð ráð fyrir þátttakendur á námskeiðunum og við hvetjum ykkur til þess að vera virk og óhrædd við að spyrja og leita ráða um heilbrigðan lífsstíl.
 
Fáðu fituna úr plönturíkinu
Avokado er fituríkur en náttúrulega heilbrigður

Engifer rót
Í 6 ára rannsóknum á hálfri milljón manna þar sem tekið var m.a. fyrir fylgni fæðuvals og sjúkdóma eins og krabbameins kemur í ljós að þeir sem borða mikið kjöt og lítið grænmeti og ávexti eru í meiri áhættu til þess að fá krabbamein í bris heldur en hinir sem borða meira grænt og minna kjöt.

Þá kemur fram að þeir sem fá fituna sína úr ávöxtum og grænmeti eru ekki í áhættu á því að þróa með sér fyrrgreint krabbamein. Avokadó er mjög fituríkur og góður fyrir líkamann.
Ásetningur okkar
Við hjá Rope Yoga Setrinu höfum eftirfarandi að leiðarljósi
 
Það er einlægur ásetningur starfsmanna Rope Yoga setursins að móta heilnæma og friðsæla umgjörð um hug og heilsurækt, þar sem hver einstaklingur upplifir þá kærleiksríku hvatningu og innblástur sem hann þarf til að kynnast sínum innsta kjarna. Skapa andrúmsloft þar sem þátttakandinn vaknar til vitundar, tekur ábyrgð og tileinkar sér eiginleika leiðtogans með heildrænni lífssýn.
 
Við leggjum áherslu á að rækta hugarástand þakklætis með starfsemi okkar og teljum að með því að laða fram og birta það dýrmæta og fallega í hverjum iðkanda séum við að inna af hendi mikilvæga þjónustu til handa samfélagi okkar allra.
 
Það sem við sjáum og upplifum er sá raunveruleiki sem við sköpum og ræktum. Reynslan hefur kennt okkur að viljum við breyta aðstæðum þá þurfum við fyrst að breyta eigin viðhorfum og viðmóti. Í þeim einfalda sannleika liggur vissa okkar um virkni Ropeyoga í fegurri og kærleiksríkari heimi.

Lifandi Næring með lífræna næringu og umhverfisvænan varning sem nærir og styður ásetning viðskiptavina. Við leggjum áherslu á náttúruleg efni og  endurvinnslu.

 
Rope Yoga Setrið
 
Engjateigi 17-19,
105 Reykjavík,
Rope Yoga Setrið
535-3800
Í þessu fréttabréfi...
Ný námskeið hefjast í dag!
Guðni talar um sjálfbæra orku
Nýtt námskeið - Þinn tími er kominn!
Verjum jörðina ágangi, spörum orku!
C-vítamín ver líkamann
Nýtt! Gló Motion Plús
Fáðu lífrænt grænmeti beint af akrinum!
Ljúffengt salat frá Sollu
Gló í hádeginu
Góður hópur kennara
Avokado veitir þér holla fitu
Ásetningur okkar
Skráðu þig á námskeið!
Smelltu hér!

Gló ný heimasíða 1

Skoðaðu matseðil dagsins á glo.is

 glo logo

Fékkstu þennan póst sendan frá öðrum? Skráðu þig á póstlistann okkar núna. Smelltu hér!


Sparaðu 10% á Gló
Allir sem stunda Rope Yoga eða Gló Motion í Rope Yoga Setrinu við Engjateig fá 10% afslátt af réttum dagsins alla daga á Gló. Með þessu er verið að ýta undir heilbrigðan lífstíl iðkenda Rope Yoga. Nýttu þér afsláttinn og komdu á Gló í hádeginu til þess að gæða þér á ljúffengum réttum og lifðu í velsæld.