Kæru vinir!
 Nú eru aðeins réttar tvær vikur til jóla. Ný námskeið hefjast strax á nýju ári, við hefjum dagskrána að nýju þann 4. janúar 2010. Munið að skrá ykkur sem fyrst til þess að tryggja ykkur pláss, athugið að þeir sem eiga árskort þurfa að skrá sig á námskeið. Jólin eru tími velsældar og hamingju, tryggðu að þú gefir þínum nánustu ást og umhyggju með því að vera til staðar. Skráning á námskeið fer fram á heimasíðunni RopeYogaSetrid.is og í síma 535-3800.
Með kærleikskveðju og þakklæti, Guðni Gunnarsson Rope Yoga Setrið
|
Ný námskeið hefjast strax á nýju ári
Ekki fresta skráningu, kláraðu málið á netinu núna!
|
Jólagjöfin í ár fæst í Hreysti
Þú getur pantað Rope Yoga vörurnar á netinu á Hreysti.is
Rope Yoga ferðasett
Verð 24.900 kr.
Grunnbúnaður
Rope Yoga kerfisins, inniheldur tvær fótalykkjur, tvö handföng og
einfalt vogarkerfi fest á klafa til búa til jafnvægistæki sem knúið er
orku mannslíkamans. Æfingakerfi, kenningar og DVD diskur fylgja með.
KAUPA VÖRU |
Hinn sanni andi jólanna er kærleikur og ljós
 "Eru jólin tímamót kaupmannsins og neyslunnar eða stund hjartans? Notum við aðdraganda jólanna til þess að opna hjartað og koma inn í örlæti, eða erum við í skorti yfir því hvað við getum ekki gert eða hvað við fáum ekki gefins? Við minnumst frelsarans, við minnumst þess hvað það þýðir að vera frelsuð frá ánauð og skorti, úr viðjum hugans í kærleika hjartans. Frelsunin á að felast í því að við séum frelsuð frá blekkingu hugans, þeirri tilhugsun að við séum hugsanir og viðhorf en ekki orka og kærleikur. Þess vegna vil ég hvetja fólk til þess að líta inn á við, skoða hvað skiptir mestu máli á þessum tímum vegna þess að við stöndum á tímamótum. Annað hvort höldum við áfram í græðginni, en græðgi þýðir að það grær ekki, eða við förum inn í hjartað og tendrum þar ljós eins og frelsarinn minnti okkur á. Eckhart Tolle bendir okkur á að vera til staðar í núinu, lifa í augnablikinu en ekki í fortíð eða framtíð. Maður getur vanið sig á það með litlum athöfnum, t.d. kveikja á kerti og vera fullkomlega til staðar í ljósinu sem kviknar. Sumir þurfa kannski á því að halda að kveikja á sinni tilvist, eru fjarverandi í kvíðafullum hugsunum. Ég þakka alltaf fyrir þegar ég kveiki og slekk á kerti, þannig minnist ég ljóssins í lífi mínu og upplifi um leið þakklæti fyrir það sem skiptir mig mestu máli. Við tengjumst fjölskyldu, ættingjum og vinum með gjöfum, það eru ekki verðmæti gjafarinnar í vigt gulls sem skipta mestu máli heldur vigt hjartans. Hugarfarið skiptir öllu máli, ásetningurinn að baki gjöfinni og gott er að muna að oft er þakklæti besta gjöfin. Undirbúningur jólanna er tækifæri til þess að njóta samveru við fjölskylduna, tendra jólaljósin, kertin og skreyta hýbýlin. Síðan eru jólaboðin þar sem fólk kemur saman til þess að njóta samverustunda og magna upp anda jólanna. Þetta er tækifæri til þess að veita hjartanu athygli í stað þess að vera alltaf að velta sér upp úr endalausum hugsunum sem eru byggðar á vöntun og skorti. Ég sendi öllum þeim sem eiga um sárt að binda skilaboð um að athuga um hvað þeir eru að binda, af hvaða toga sárindin eru. Það er fullt af fólki sem er að missa stöðu, fjármagn og ímynd. En í samanburði við hvað erum við í sárum? Auðvitað eru mismunandi sárindi, ættvinamissir, veikindi og annað sem veldur fólki sársauka, áhyggjum og kvíða. En engu að síður er mikilvægt að vera til staðar í augnabliki hjartans, því það er minni sársauki í augnablikinu, mesti sársaukinn er í tengslum við ótta framtíðar og fortíðar. Hugurinn framkallar óttann, hjartað veitir hugarró. Við lifum í gjöfulasta landi heims, menn eru mjög víða að vorkenna sér. En ef við berum saman þá þjáningu sem á sér stað úti í heimi þar sem börn eru að deyja úr hungri, þar sem það að eiga um sárt að binda er á allt öðrum mælikvarða heldur en á Íslandi. Fólk hefur ekki einu sinni aðgang að hreinu vatni, hvað þá heldur mat, þá held ég að við eigum að líta í eigin barm, gefa af okkur og hjálpa þeim sem eru í nauðum staddir hér á landi og annars staðar og skilgreina hvað það þýðir að eiga um sárt að binda. Það er ekki algengt að fólk eigi raunverulega um sárt að binda hér á landi, nema þegar um ástvinamissi og erfið veikindi er að ræða. Kannski eigum við að nota tækifærið til þess að taka ábyrgð á því að við getum verið í skorti, vanmætti og græðgi eða við getum verið í velsæld og kærleika með opið hjarta og fagnað þessum jólum með þeim boðskap sem þeim fylgir, huga að því hvernig við ætlum að nýta þetta tímabil sem við erum að ganga í gegnum til þess að verða betri manneskjur." Smelltu hér til þess að fá bókina Lífsráðgjafann án endurgjalds! Þú getur lesið allt um skrefin 7 til velsældar |
Tor Einar Olaisen hélt fyrirlestur um pH kraftaverkið í Rope Yoga Setrinu
Tor Einar settist niður og segir okkur frá basísku mataræði
Ef þú myndir nefna þrjá þætti sem eru mikilvægastir fyrir fólk að breyta í mataræði sínu, hvað myndir þú þá ráðleggja fólki að gera?
"Það mikilvægasta er hugarfarið, ef þú vilt fá fram breytingar í lífi þínu, þá verður þú að gera breytingu. Ef þú ert ekki tilbúinn til þess að gera breytingar á lífi þínu, þá ertu ekki tilbúinn til neins. Þess vegna er hugarfarið það mikilvægasta, vera tilbúinn til þess að breyta. Þar fyrir utan eru nokkur atriði sem eru mjög mikilvæg og vil ég nefna gæði vatnsins sem þú drekkur og neysla græn-metis, grænna plantna. Það er mikilvægast að fá meiri næringu úr plönturíkinu en dýraríkinu og fólk ætti að færa mataræði sitt meira og meira yfir í grænmeti. Þegar ég tala um gæði vatnsins á ég við sýrustig þess.
Við verðum öll að drekka og mikilvægasta breytingin felst í því að hætta að drekka súra drykki eins og gos, kaffi, grænt og svart te. Hreint jurtate er besta teið sem þú færð og ég mæli með því fyrir þá sem kjósa að drekka te á annað borð. Annars er vatn það besta sem þú færð og gerir mest fyrir líkamann.
Líkaminn er basískur frá náttúrunnar hendi og ef þú vilt stuðla að heilbrigðum líkama þá verður þú að gera það með því að veita líkamanum það sem hann þarf samkvæmt uppskrift náttúrunnar. Allur úrgangur líkamans er súr, t.d. vöðvarnir framleiða súran úrgang við áreynslu. En ef þú borðar reglulega súran mat og drekkur súra drykki þá fær líkaminn of mikið af sýru og líkaminn nær ekki að losa sig við súra úrganginn og þá byrjar að safnast fyrir ýmis eiturefni í líkamanum sem veldur veikindum. Lífræn basísk fæða er það besta sem þú færð fyrir líkamann, með henni byggir þú upp líkamann og viðheldur hreysti og verður ekki veik.
Ef þú ert í mjög slæmu líkamlegu ástandi, þá nær líkaminn ekki að hreinsa út úrganginn. Þú færð ekki sykursýki heldur framkallar hana með fæðuvali, þú færð ekki króníska sjúkdóma heldur framkallar þá með fæðuvali. Ef þú vilt heilbrigðan líkama, þá breytirðu forsendunum með réttu fæðuvali. Þetta er mjög einfalt og við höfum rannsóknir Dr. Young sem sýna fram á 100% árangur við að koma í veg fyrir sykursýki með basísku mataræði.
Þeir sem hafa ekki tíma eða getu til þess að borða lífrænan, óunninn mat geta bætt stöðuna að einhverju leyti með því að kaupa sér þurrkaðar grænmetisblöndur í heilsubúðum og önnur bætiefni til þess að auka pH stigið í líkamanum.
Ég hvet fólk til þess að kynna sér hvað basískt mataræði snýst um, lesið á netinu, útvegið bækur og skiljið um hvað þetta snýst".
Tor Einar hyggst koma aftur til Íslands í janúar n.k.
|
Jólagjöfin í ár fæst í Hreysti
Þú getur pantað Rope Yoga vörurnar á netinu á Hreysti.is
Rope Yoga æfingastöð, þjálfunarleiðbeiningar, rit um heimspeki kerfisins og kennslumynddiskur.Verð 69.800 kr. Rope Yoga æfingastöðin er auðflytjanleg,
knýr sig sjálf, og þarf ekkert viðhald. Stöðin inniheldur tvær
fótalykkjur, tvö handföng og einfalt vogarkerfi fest á klafa til búa
til jafnvægistæki sem knúið er orku mannslíkamans. Á þann hátt þjálfar
tækið kviðinn, án þess að neðri hluti bakvöða og mjaðmavöðva komi þar
nærri. Hönnunin miðar að því að hvetja notandann
og að gera honum kleift að nota grunnvöðva kviðarins til fullnustu við
æfingarnar. Tækin eru þannig gerð að þau veita strax svörun frá iðrum
við æfingarnar. Pallurinn er þægilegur, stendur stöðugur og auðveldar
teygjur og nálgun við stóru vöðvahópa líkamans, til að rækta valið
viðbragð í stað ósjálfráðra. Stöðin er úr stáli og mótuðu plasti
og framleidd eftir ströngustu gæðakröfum. Fólk vill í síauknum mæli
geta sinnt líkamsrækt sinni heima fyrir og samfara fjölbreyttu framboði
á hentugum tækjum til þess, þá er ljóst að Rope Yoga er þar fremst í
flokki, því stöðin er einföld, ódýr og skilar hámarks árangri. Stöðin hentar sérstaklega vel einstaklingum
í sérhæfðum störfum, sem hreyfa sig lítið, brenna litlu, og hafa því
áhyggjur af þyngd sinni. Fest viljum við viðhalda eigin vöðvastyrk og
ef við höfum almennan skilning á gagnsemi líkamsræktar fyrir aukinni
orku, þá átta flestir sig strax á því að Ropeyoga kerfið skilar
umtalsverðum árangri á skömmum tíma. Árangurinn skilar sér helst í
auknum krafti og vellíðunarkennd, sem samfara góðu líkamsástandi
skapast af reglulegri þjálfun. KAUPA VÖRU
|
Niðurstöður könnunar Rope Yoga Setursins
Þrír heppnir fengu málsverð á veitingastaðnum Gló
 Við gerðum könnun í síðasta fréttabréfi til þess að sjá hvernig við gætum aukið þjónustuna við viðskiptavini okkar. Þátttaka létt ekki á sér standa, nærri 200 manns tóku þátt og 157 skildu eftir nafn og netfang til þess að eiga kost á því að fá fría máltíð á Gló. Við þökkum ykkur kærlega fyrir þátttökuna. Niðurstöður könnunarinnar
gáfu okkur vísbendingu um hvernig við getum bætt þjónustuna, á hvaða
tímum þið viljið mæta á æfingar og áhuga á nýjum námskeiðum. Eftirtaldar fá rétt dagsins á Gló, þær Anna María Pálsdóttir, Sigrún Benediktsdóttir og Guðrún Ýr Birgisdóttir, við óskum þeim til hamingju með málsverðinn. Munið að skoða rétt dagsins og matseðil vikunnar á glo.isAth. að úrdráttur vinningshafa málsverðar á Gló var gerður með tilviljunarkenndri aðferð með notkun random.org
|
Er þitt mataræði súrt eða basískt?
Hér fyrir neðan eru taldar upp basískar náttúruafurðir
Ef við drekkum eða borðum næringu með lágt pH gildi, þá fer líkaminn á fullt við að jafna sýrustig fæðunnar og gengur á kalkforða líkamans.
Dr. Young heldur því fram að sýrustigið í líkamanum skipti öllu máli til þess að viðhalda heilbrigðum og orkuríkum líkama. Nýjar rannsóknir hans sýna að með basísku mataræði er t.a.m. hægt að koma í veg fyrir einkenni sykursýki, þannig að lyfjagjöf sé óþörf. Unnið er að frekari rannsóknum á öðrum sjúkdómum.
Hér fylgja upplýsingar um nokkrar basískar náttúruafurðir: Fíkjur, þurrkaðar apríkósur, rúsínur, spínat, sojabaunir, þurrkuð ferskja, avokadó, gúrka, gulrót, möndlur, brokkolí, kál, hvítlaukur, grænar baunir, spirulína, tómatar, hveitigras, paprika, laukur.
Nánari upplýsingar um rannsóknir Dr. Young er að finna á vefsíðunni hans.
Nánari upplýsingar um basíska fæðu er að finna t.d. á þessari vefsíðu.
|
Hvað er melting og hver eru stig meltingar?
Segja má að melting fari fram í eftirfarandi skrefum
 1. Velja og borða reglulega fæðu sem er næringarrík af náttúruafurðum. 2. Melting fæðunnar, niðurbrot og efnahvörf í meltingarvegi 3. Upptaka næringarefna 4. Flutningur næringarefnanna til líffæra og fruma 5. Losun úrgangsefna með reglulegu millibili Ofangreindur listi er alls ekki tæmandi, það er hægt að fara mun dýpra í ferli meltingar. Hins vegar er mikilvægt að átta sig á því að það er ekki aðeins mikilvægt að velja rétta fæðu og borða reglulega, heldur þurfum við að melta hana, veita líkamanum möguleika á að vinna úr fæðunni og skila úrgangi með reglulegu millibili. Rope Yoga er góð hreyfing fyrir fólk á öllum aldri sem örvar meltinguna, sogæðakerfið og styrkir líkamann með fjölbreyttum æfingum. |
Rope Yoga kennarar
Góður hópur hjá Rope Yoga Setrinu
Kennarar Rope Yoga Setursins eru áhugaverðir einstaklingar sem koma úr ýmsum áttum okkar ágæta samfélags. Þau eiga það öll sameiginlegt að vera hress og full af orku og lífsgleði. Það sem einkennir flesta Rope Yoga kennara er áhuginn á heilbrigðum lífsstíl. Þau eiga þess vegna góð ráð fyrir þátttakendur á námskeiðunum og við hvetjum ykkur til þess að vera virk og óhrædd við að spyrja og leita ráða um heilbrigðan lífsstíl.
|
Til hvers notar líkaminn ensími?
Ensími eru hvatar sem m.a. auðvelda meltingu

Til þess að líkaminn geti melt fæðuna notar hann ensími sem eru m.a. í meltingarveginum og hvetja efnahvörf í frmum þannig að líkaminn eigi auðveldara með að brjóta niður fæðuna og þau auðvelda upptöku næringarefna. Ensími hjálpa einnig til við að skila úrgangi fæðunnar sem við þurfum ekki á að halda. Ensími eru hvatar sem hraða niðurbroti og upptöku í frumum meltingarvegarins. Ensímin verða að vera til staðar til þess að eðlileg melting eigi sér stað og þurfa vatn til þess að niðurbrot fari fram. Ensími eru til staðar í lífrænni fæðu til þess að hjálpa líkamanum að brjóta hana niður. En um leið og við hitum matinn þá eyðileggjast ensímin. En það er ekki bara hitun matarins sem kemur í veg fyrir að ensímin starfi eðlilega, það eru fleiri þættir sem hafa áhrif á meltinguna eins og streita, borða hratt, tyggja ekki vel, borða óhollan mat og vatnsskortur svo eitthvað sé nefnt. Mælt er með því að fólk borði lífrænan mat reglulega og kaupi sér ensímrík bætiefni til þess að bæta meltinguna og fá meiri orku úr matnum. Meira um ensími: Yfir 3000 mismunandi ensími eru í líkamanum. Þessi 3000 ensími verða að vera til staðar í þeim milljörðum fruma sem eru í líkamanum. B vítamín stuðlar að efnahvörfum ensíma. Mörg ensími verða óvirk við lágt sýrustig (súrt) sem eykur hættu á sjúkdómum og fjölgun baktería.
|
China project og The China Study
Við höldum áfram umfjöllun um þessa viðamiklu rannsókn
 China project er ein viðamesta rannsókn sem gerð hefur verið á sambandi mataræðis og sjúkdóma. Rannsóknina leiddi Dr. Colin Campbell, prófessor við Cornell háskólann en hún var styrkt af bandarískum, breskum og kínverskum yfirvöldum. New York Times kallaði rannsóknina "The Grand Prix of Epidemiology" sem þýðist stórsigur í faraldsfræði. Dr. Campbell skrifaði í kjölfar rannsóknarinnar, ásamt syni sínum, bókina The China Study, en í henni eru m.a. færð rök fyrir því að mataræði tengist sjúkdómum eins og brjósta-, ristils- og blöðruhálskrabbameini, sykursýki, æða- og hjartasjúkdómum, beinþynningu og offitu. Eins halda höfundarnir fram að fylgni sé á milli kólesterólmagns í blóði og mataræðis, sérstaklega neyslu dýrapróteina (kjöt og mjólkurafurðir) og er þar vísað í niðurstöður rannsókna á bæði mönnum og dýrum. Nánari upplýsingar um rannsóknina er að finna á sérstökum vef Cornell háskólans um rannsóknina, en þar er m.a. að finna tilvísanir í fjölda greina, bóka og tengdra rannsókna. Hægt er að kaupa bókina The China Study í bókaverslunum hér á landi eða panta á netinu. Myndin er af Campbell feðgum, höfundum The China Study. |
Himnesk uppskrift frá Sollu
Rauðrófu-ravioli hráfæðisréttur - sjáðu fleiri á himnesk.is

2 rauðrófur, skornar í örþunnar hringlóttar sneiðar, annað hvort með
ótrúlega beittum hníf eða á "mandólíni", líka hægt að nota ostaskerara
marinering: 1 dl appelsínusafi 2 msk lime safi 2 msk kaldpressuð ólífuolía 1 msk tamarisósa 1 msk crema di balsamico 5 cm biti fersk engiferrót, rifin á grófu rifjárni og safinn kreistur úr henni
Skerið rauðrófurnar örþunnt og setjið á fat. Hrærið marineringuna
saman og hellið yfir og látið standa í 1 klst (því lengur sem þær
marinerast því meyrari og flottari verða þær, ég leyfi þeim oft að
vera yfir nótt í ísskápnum)
Fylling:
2 dl furuhnetur, lagðar í bleyti í a.m.k 2 klst 2 dl kasjúhnetur, lagðar í bleyti í a.m.k. 2 klst 1-2 hvítlauksrif 2 vorlaukar 1 búnt ferskt basil ½ msk tamarisósa ½ - ¾ dl sítrónusafi ¼ dl kaldpressuð ólífuolía
Bragðist til með smá himalaya/sjávarsalti og nýmöluðum ferskum pipar. Setjið hnetur + hvítlauk + vorlauk + basil í matvinnsluvél og maukið, bætið restinni af uppskriftinni útí og blandið vel saman. Síðan
setjum við 1 tsk af fyllingu á rauðrófuna og brjótum svo í tvennt,
þannig að þetta verða lítil hálfmána ravioli. Ef rauðrófu sneiðin er
frekar lítil má setja 1 tsk af fyllingu á hverja rauðrófu sneið og loka
svo með því að setja aðra sneið oná
Gerlaust
Glútenlaust
Hráfæði
Mjólkurlaust
Sykurlaust
Við þökkum Sollu kærlega fyrir þessa uppskrift og hvetjum ykkur að skoða fleiri á himnesk.is |
Ásetningur næringar - hámarks brennsla
Fyrirlestur 20. janúar 2010
 Guðni Gunnarsson heldur fyrirlestur um ásetning næringar og hvernig þú getur tryggt hámarks brennslu og orku. Fyrirlesturinn fjallar meðal annars um hvernig við veljum næringu sem þjónar ásetningi okkar meðvitað eða ómeðvitað.
Námskeiðið hefst miðvikudagskvöldið 20. janúar kl. 19.10 og fer fram í Rope Yoga Setrinu, Listhúsi við Engjateig 17 í Laugardal.
|
Horfið á fyrirlestur Guðna á TEDx
Fyrirlestur á Youtube um ábyrgð og athygli
 TEDx Reykjavík fór fram á dögunum þar sem Guðni Gunnarsson var á meðal fyrirlesara. Hann talaði m.a. um ábyrgð, af hverju við höfnum okkur 800 sinnum á dag, "þegar veikina" og mikilvægi þess að elska sjálfan sig. Af hverju efumst við og höfnum okkur 800 sinnum á dag? Af hverju þjáumst við af þráhyggju og kvíða? Af hverju erum við alltaf að bregðast við, í stað þess að velja viðbragð?
Guðni talaði líka um kreppuna og mikilvægi viðhorfa á þeim tímum sem við erum að ganga í gegnum. Fyrirlestur Guðna er um 17 mínútur og hvetjum við alla til þess að skoða viðtalið og gefa því einkunn á Youtube. Smellið á slóðina hér fyrir neðan til þess að horfa.
|
Ásetningur okkar
Við í Rope Yoga Setrinu höfum eftirfarandi að leiðarljósi
Það
er einlægur ásetningur starfsmanna Rope Yoga setursins að móta heilnæma
og friðsæla umgjörð um hug og heilsurækt, þar sem hver einstaklingur
upplifir þá kærleiksríku hvatningu og innblástur sem hann þarf til að
kynnast sínum innsta kjarna. Skapa andrúmsloft þar sem þátttakandinn
vaknar til vitundar, tekur ábyrgð og tileinkar sér eiginleika
leiðtogans með heildrænni lífssýn.
Við
leggjum áherslu á að rækta hugarástand þakklætis með starfsemi okkar og
teljum að með því að laða fram og birta það dýrmæta og fallega í
hverjum iðkanda séum við að inna af hendi mikilvæga þjónustu til handa
samfélagi okkar allra.
Það sem
við sjáum og upplifum er sá raunveruleiki sem við sköpum og ræktum.
Reynslan hefur kennt okkur að viljum við breyta aðstæðum þá þurfum við
fyrst að breyta eigin viðhorfum og viðmóti. Í þeim einfalda sannleika
liggur vissa okkar um virkni Ropeyoga í fegurri og kærleiksríkari heimi.
Lifandi
Næring með lífræna næringu og umhverfisvænan varning sem nærir og
styður ásetning viðskiptavina. Við leggjum áherslu á náttúruleg efni
og endurvinnslu.
|
Rope Yoga Setrið
Engjateigi 17-19, 105 Reykjavík, Rope Yoga Setrið 535-3800 | |
Skráðu þig á námskeið! |
Smelltu hér!
|

Opið á laugardögum
Skoðaðu matseðil dagsins á glo.is |
|
|