Kæru vinir!
Nú er allt að fara á fullt í Rope Yoga Setrinu eftir yndislegt sumar. Í dag hefst GlóMotion Basic námskeið og þann 1. september hefst 6 vikna orku- og aðhaldsnámskeið. Mig langar að vekja sérstaka athygli á krakkajóga sem er nýtt námskeið fyrir börn og hefst 29. ágúst.
Nánari upplýsingar eru á heimasíðunni RopeYogaSetrid.is
Með kærleikskveðju og þakklæti, Guðni Gunnarsson Rope Yoga Setrið
|
Ný námskeið hefjast í dag
Krakkajóga hefst 29. ágúst
|
Árstíðaskiptin eru tjáning tilverunnar
- Guðni fjallar um skammdegið og árstíðaskiptin
 "Það sem skiptir mestu máli með haustið og skammdegið er viðhorf okkar til náttúrunnar og breytinga árstíðanna. Hér á Íslandi eru árstíðirnar mjög afgerandi, sumrin eru hlý og bjart allan sólarhringinn, veturnir eru frekar kaldir og dimmir. Á vorin lifnar gróðurinn við, litirnir byrja að koma til og það sama gerist á haustin, gróðurinn kveður að sinni og litirnir dofna og allt fölnar. Þó er allt þetta ferli árstíðabreytinga hreint kraftaverk og hvert augnablik dýrmætt. Skammdegi sem þýðir skemmri dagur og minni birta er viðhorf. Í hverju einasta augnabliki er kraftaverk lífsins, hver einasta árstíð býr yfir sínum galdri. Árstíðaskiptin eru bara tjáning eða sinfónía tilverunnar. Orðið skammdegi hefur mismunandi merkingu hjá fólki, ef það merkir eitthvað neikvætt hjá fólki, þá er fólk skammsýnt og þröngsýnt og er í raun og veru að vorkenna sjálfu sér og í viðnámi við tilveruna. Líkt og áhyggjur sem eru bænir, þá eru þær svipaðar og önnur viðhorf til tilverunnar og allra hluta, allt sem við leitum að finnum við, allt sem við veitum athygli vex og dafnar. Ef maður er í viðnámi gagnvart haustinu og vetrinum, gagnvart skammdeginu, þá ver maður mjög mikilli orku í þetta viðnám. Þá verður maður þreklítill til annarra hluta og skammsýnn. Þá hættum við að sjá galdra náttúrunnar, við leyfum okkur ekki að vera í samhljómi við tilveruna í haustinu og vetrinum. Þá er komið skammdegi í okkar eigin sál. Þetta eru allt saman viðhorf og afstöður. Hvað viljum við finna? Hverju viljum við veita athygli? Það er galdur í hverju einasta augnabliki ef maður leyfir sér að vera og upplifa, allar árstíðirnar hafa sinn sjarma. Ef við erum í samhljóm þá erum við í fullum skilningi og dásemd augnabliksins hvernig sem náttúran birtist okkur. Til þess að undirbúa sig fyrir árstíðaskiptin, mæli ég með að fólk stundi útivist, hreyfi sig reglulega, fari í berjatínslu og sæki þær afurðir náttúrunnar sem gefa einna mesta næringu andoxunarefna og vítamína, berin. Einnig er gott að fara í gönguferðir, tína jurtir og vera í náttúrunni á meðan haustið er að taka við. Njóttu augnabliksins til fulls, farðu inn í skammdegið með athygli, sjáðu ljósaskiptin og litina í náttúrunni breytast dag frá degi. Njóttu þín í stað þess að vorkenna þér yfir því sem er náttúrulegt og óumflýjanlegt á Íslandi. Ef þú fylgir náttúrunni inn í haustið, þá verður ekkert skammdegi í þinni sál. Að lokum aðeins um tilgang þinn í lífinu. Þeir sem hafa ekki tilgang eru alltaf í skammdegi. Ef þú telur líf þitt ekki hafa tilgang, þá er kjörið tækifæri fyrir þig til þess að gera breytingar á lífi þínu núna strax. Hægt er að sækja lífsráðgjafann endurgjaldslaust og lesa sér til um þrepin sjö til velsældar. Einnig mæli ég með Gló Motion þar sem farið er í gegnum æfingar, heimspeki og mataræði. Rope Yoga Setrið býður upp á námskeið sem veita þér aðhald til þess að takast betur á við lífið og tilveruna og gerast skapari í þínu lífi í stað þess að vera alltaf að bregðast við eða sitja föst í viðnámi." Smelltu hér til að sækja Lífsráðgjafann endurgjaldslaust, þar getur þú lesið um þrepin sjö til velsældar!! |
Holl fæða lykillinn að vellíðan
Mikilvægt að borða næringarríka fæðu í vetur
Mikilvægt er að borða holla og næringarríka fæðu þegar skammdegið tekur við birtu og sólaryl sumarsins. Til þess að búa sig betur undir haustið og veturinn er mikilvægt að auka inntöku D-vítamíns og Omega 3 andoxunarefna. Þú getur slegið tvær flugur í einu höggi með því að taka Þorskalýsi sem er ríkt af A og D vítamíni auk fjölda fjölómettaðra fitusýra.
B vítamín eru þekkt fyrir að hafa góð áhrif á líðan okkar og þess vegna er mælt með því að borða grænmeti reglulega, grænsalat, sólblómafræ, sojabaunir og soja afurðir, rófur og appelsínur.
Kolvetni geta oft gefið manni aukna orku og stundum þarf maður smá orkuskot í lok vinnudags, en þá er mikilvægt að fara ekki í nammiát og gosdrykkju til þess að fá aukna orku, vegna þess að blóðsykur líkamans hækkar mjög ört og hríðfellur síðan skömmu eftir inntöku. Líkaminn á jafnframt erfiðara með að melta unnin kolvetni eins og eru í sælgæti og gosdrykkjum heldur en náttúruleg kolvetni. Því er mælt með því að fólk borði frekar sæta ávexti, döðlur og ber.
Magnesíum getur gert góða hluti fyrir líkamann, bæði fyrir vöðvana eftir góða stund í Rope Yoga og taugafrumur sem tryggja flæði taugaboðefna og hafa þar með áhrif á andlega líðan okkar. Það er tilvalið að taka kalk og magnesíum inn í einu, oft eru þessi bætiefni seld saman.
|
Geta möndlur og jarðarber hægt á öldrun?
Moli um C og E vítamín ríka fæðu sem telst hægja á öldrun
Nýjar rannsóknir sýna að öldrun á sér stað þegar frumur hætta að fjölga sér og það byrjar að hægja á endurnýjun líkamans. Frumur hafa litningaenda (telomeres) sem styttast með aldrinum. Við það að litningaendarnir styttast byrjar að hægja á frumuendurnýjun þar til hún hættir alveg og frumurnar deyja. Nýjar rannsóknir sýna að e-vítamín rík fæða geti aukið endingu og líftíma litningaendanna og þar með hægt á öldrun.
Bæði C og E vítamín rík fæða er talin hjálpa við að hægja á öldrun þar sem sýkingar og stress getur minnkað virkni og líftíma litningaendanna. Dæmi um C vítamín ríka fæðu eru jarðarber, sólber, appelsínur, tómatar og paprika. E-vítamín rík fæða er jarðhnetur, möndlur, fræ, jurtaolía, brokkolí og eggjarauða svo eitthvað sé nefnt.
|
Einfaldur, hollur og fljótlegur morgunmatur
Hafragrautur með bragðbæti
 Hver kannast ekki við gamla góða hafragrautinn. En hann þarf ekki að vera bragðlaus, hér kemur einföld og fljótleg uppskrift að bragðbættum og hollum hafragraut í morgunsárið.
Sjóðið tvo bolla af vatni og bætið við smá sjávarsalti. Minnkið hitann við suðu og bætið við einum bolla af höfrum, helst lífrænum og hrærið saman við vatnið þangað til blandan er orðin temmilega þykk. Bætið einni teskeið af hörfræjum, þremur matskeiðum af söxuðum valhnetum og hálfri teskeið af kanil, hrærið þessu öllu saman. Slökkvið á hellunni og látið malla í 5 mínútur. Borðið svo grautinn með sojamjólk, þá eruð þið komin með dýrindis máltíð í morgunsárið.
|
Lærðu að lifa lífinu til fulls!
6 vikna Orku- og aðhaldsnámskeið hefst 1. september
 "Þetta námskeið gengur út á að leysa úr læðingi orkuna sem þú býrð nú þegar yfir. Við kennum fólki að búa til orku og viðhalda henni með því að velja orkuríka fæðu, létta á okkur og hreinsa líkamann andlega, líkamlega og tilfinningalega. Við leyfum okkur ekki að vera upptendruð og lifa lífinu til fulls. Við kunnum ekki að fara með orkuna. Við skiljum ekki að við getum varið henni á mismunandi hátt, við getum valið hvort við verjum orkunni í velsæld eða vansæld. Þetta er í rauninni kraftaverkanámskeið, þú getur gert nákvæmlega allt sem þú vilt með líf þitt. Það eina sem þú þarft að gera er að virkja orkuna sem þú býrð yfir. Hluti af tilfinningalegu hreinsuninni sem við förum í er fyrirgefning. Við verjum gífurlegri orku í höfnun, vonbrigði og eftirsjá. Við kennum þátttakendum að verja þeirri orku í þann farveg sem það vill. Hvort sem fólk vill grenna sig, létta sig eða vera orkumeira og hressara, þá þurfum við að læra að gera það markvisst, þannig gerast undur og kraftaverk." Námskeiðið hefst þriðjudagskvöldið 1. september og fer fram í Listhúsinu Laugardal næstu sex þriðjudagskvöld frá kl. 19.00 til 22.00 Skráðu þig núna, smelltu hér!
|
Er meltingin ekki í lagi?
Nokkur hollráð til þess að bæta meltinguna
Orksakir meltingartruflana geta verið af ýmsum toga. Ef þú færð einstaka sinnum meltingartruflanir, hægðatregðu, vindverki eða önnur einkenni, þá getur breytt mataræði skipt sköpum og hvernig þú bregst við álagi. Auk þess getur verið skynsamlegt að prufa bætiefni til þess að koma jafnvægi á meltinguna.
Mjólkurgerlar (acidophilus) finnast m.a. í AB mjólk en einnig er hægt að kaupa þá í hylkjum í verslunum. Þeir stuðla að heilbrigðri magaflóru, innihalda vinveitta gerla sem nýtast magaflórunni við meltinguna.
Ananas inniheldur einsímið bromelain sem hjálpar til við niðurbrot á ýmsum næringarefnum.
Þurrkaður ætiþistill getur hjálpað til við meltinguna þar sem hann eykur niðurbrot á fitum.
Óþol fyrir ýmsum fæðutegundum getur valdið meltingartruflunum, glútein ofnæmi er þekkt vandamál, nýjar rannsóknir sýna að það getur haft ýmis skaðleg áhrif á líkamann. Glútein er algengt í brauði og öðru bakkelsi. Ef grunur er um mjólkuróþol er hægt að prufa að sneiða hjá öllum mjólkurvörum til þess að athuga hvort meltingin batni.
Ef þú finnur fyrir síendurteknum verkjum í meltingarveginum ættir þú að leita til sérfræðings.
|
Sumartilboð á Gló
Tilboðin gilda á milli kl. 14 og 17 alla virka daga
 Ilmandi súpa dagsins með heimabökuðu brauði og hummus á 650 kr. Nærandi kjúklinga- eða grænmetisvefja með salati á 980 kr.
Nýbakaðar kökur og kaffi á 760 kr. Komdu og borðaðu holla og ljúffenga rétti í hádeginu sem eru matreiddir af alúð úr úrvals hráefni. Það er alltaf notaleg stemmning á Gló. Opið alla virka daga frá 11-17, lokað um helgar í sumar. Nánari upplýsingar og matseðill dagsins á Glo.is
|
Rope Yoga DVD diskur
DVD diskurinn með æfingakerfum Rope Yoga fæst í Hreysti
 Sérstaklega vandaður DVD diskur með ítarlegum leiðbeiningum um
notkun á Rope Yoga kerfinu. Allar æfingar sýndar frá mörgum hliðum á
réttum hraða undir leiðsögn Guðna Gunnarssonar (höfundar kerfisins).
Myndataka fór fram í Los Angeles á strönd sem heytir Syccamore og er nokkrar mílur vestan við Malibu ströndina.
Framleiðandi er Guðlaug Pétursdóttir, leikstjóri Ron Hamad, tónlist
er eftir Atla Örvarsson og klippingu annaðist Elf produtions.
Verð aðeins 2.995 kr.
Smelltu hér til þess að kaupa á hreysti.is
|
Ásetningur okkar
Við hjá Rope Yoga Setrinu höfum eftirfarandi að leiðarljósi
Það er einlægur ásetningur starfsmanna Rope Yoga setursins að móta heilnæma og friðsæla umgjörð um hug og heilsurækt, þar sem hver einstaklingur upplifir þá kærleiksríku hvatningu og innblástur sem hann þarf til að kynnast sínum innsta kjarna. Skapa andrúmsloft þar sem þátttakandinn vaknar til vitundar, tekur ábyrgð og tileinkar sér eiginleika leiðtogans með heildrænni lífssýn.
Við leggjum áherslu á að rækta hugarástand þakklætis með starfsemi okkar og teljum að með því að laða fram og birta það dýrmæta og fallega í hverjum iðkanda séum við að inna af hendi mikilvæga þjónustu til handa samfélagi okkar allra.
Það sem við sjáum og upplifum er sá raunveruleiki sem við sköpum og ræktum. Reynslan hefur kennt okkur að viljum við breyta aðstæðum þá þurfum við fyrst að breyta eigin viðhorfum og viðmóti. Í þeim einfalda sannleika liggur vissa okkar um virkni Ropeyoga í fegurri og kærleiksríkari heimi.
Lifandi Næring með lífræna næringu og umhverfisvænan varning sem nærir og styður ásetning viðskiptavina. Við leggjum áherslu á náttúruleg efni og endurvinnslu. |
Rope Yoga Setrið
Engjateigi 17-19, 105 Reykjavík, Rope Yoga Setrið 535-3800 | |
Skráðu þig á námskeið! |
Smelltu hér!
|
Nýr vefur! Nýtt útlit!
Skoðaðu matseðil dagsins á glo.is |
 |
|