Kæru vinir!
Vefur Rope Yoga Setursins hefur fengið upplyftingu, ég hvet fólk til að skoða betra útlit og aðgengi að efni síðunnar.
Við verðum með áhugaverða atburði og nýjungar í vetur. Fylgist með í fréttabréfinu og á vefsíðunni okkar. Ný námskeið fara að hefjast.
Nánari upplýsingar og skráning á heimasíðunni RopeYogaSetrid.is og í síma 535-3800.
Með kærleikskveðju og þakklæti, Guðni Gunnarsson Rope Yoga Setrið
|
Gló Motion flex hefst 9. nóvember
Ekki fresta skráningu, kláraðu málið á netinu núna!
|
Guðni talar um sambönd
Eðlileg og falleg ástarsambönd ganga út á örlæti
 "Það eru engin vandamál í lífi fólks, aðeins tækifæri. Stærsta tækifærið í sambúð eða samböndum fólks er nánd. Í einfaldleikanum, þrátt fyrir að það sé ekki alltaf eins auðvelt, ef við erum ekki að vinna að nánd, þá erum við að vinna að sundrung. Það er enginn millivegur. Tækifærið er að vera breytingin sem maður vill að aðrir séu. Það eru engin vandamál nema okkar eigin upplifun. Það sem við sjáum í fari annarra sem við teljum að megi betur fara, það er í raun og veru okkar eigið viðnám. Ef það er eitthvað að, þá er það að mér. Hvað er það sem maður ætlar að leggja sambandinu til, ekki hvað ætlar maður að fá út úr því. Ef sambandið sem maður hefur stofnað til er viðskiptasamningur þar sem maður ætlast til þess að maður fái þetta eða hitt af því að maður gerir eitt og annað, þá er maður í raun og veru í skilyrtu sambandi þar sem að það væri eðlilegra að búa til kaupmála. Eðlileg og falleg ástarsambönd ganga út á það að vera í örlæti og vera alltaf að leggja sig fram við að gera sambandið betra og fallegra án áhengju. Þegar maður telur sig vera tilbúinn til þess að vera í sambandi þar sem aðal tilgangurinn er að gefa af sér skilyrðislaust, þ.e. að vera ást og örlæti, þá blómstrar allt. Ef við hins vegar förum inn í samband þar sem við teljum að okkar skortur verði uppfylltur, þá erum við að búa til ferli vanmáttar og blekkingar þar sem að væntingar og kröfur eru verðmerktar. Ef að samband á að blómstra þá þarf maður að sinna því af einlægni og alúð. Maður þarf að vinna stöðugt að því að gera blómið sitt fallegra, koma fram við sína nánustu og umhverfi sitt eins og maður vill að komið sé fram við mann sjálfan. Gera alltaf sitt besta og koma fram af einlægni og af ást, án skilyrða. Maður fær bara til baka það sem maður gefur og við vitum öll að þegar maður gefur af sér í einlægni er maður að þiggja og það er sönn velsæld." Smelltu hér til þess að fá bókina Lífsráðgjafann án endurgjalds! Þú getur lesið allt um skrefin 7 til velsældar
|
Nálastungumeðferð dregur úr bakverkjum
Rannsókn bendir til þess að nálastungur hafi jákvæð áhrif
 Niðurstöður rannsóknar á nálastungumeðferð við bakverkjum bendir til þess að nálastungur og aðferðir í takt við nálastungumeðferð virki til þess að draga úr verkjum. Rannsókn var gerð á yfir 600 einstaklingum sem höfðu ekki prufað nálastungumeðferð áður. Hópnum var skipt í 4 hópa, einn hóp sem fékk engar nálastungur, annan sem fékk nálastungur án þess að nálin færi í gegnum húðina, í þriðja hópnum fékk fólk nálastungumeðferð og í fjórða hópnum fékk fólk mjög öfluga nálastungumeðferð. Allir þrír hóparnir sem fengu meðferð sýndu bata og benda niðurstöðurnar til þess að nálastungur dragi úr bakverkjum. Könnun leiddi í ljós að 17% Bandaríkjamanna nota óhefðbundnar lækningar til þess að draga úr bakverkjum, þar af notuðu 5% nálastungumeðferð. Heimild: National Center for Complementary and Alternative Medicine
|
Horfið á fyrirlestur Guðna á TEDx
Fyrirlestur á Youtube um ábyrgð og athygli
 TEDx Reykjavík fór fram á dögunum þar sem Guðni Gunnarsson var á meðal fyrirlesara. Hann talaði m.a. um ábyrgð, af hverju við höfnum okkur 800 sinnum á dag, "þegar veikina" og mikilvægi þess að elska sjálfan sig. Af hverju efumst við og höfnum okkur 800 sinnum á dag? Af hverju þjáumst við af þráhyggju og kvíða? Af hverju erum við alltaf að bregðast við, í stað þess að velja viðbragð?
Guðni talaði líka um kreppuna og mikilvægi viðhorfa á þeim tímum sem við erum að ganga í gegnum. Fyrirlestur Guðna er um 17 mínútur og hvetjum við alla til þess að skoða viðtalið og gefa því einkunn á Youtube. Smellið á slóðina hér fyrir neðan til þess að horfa.
|
Gló hefur opið á laugardögum í vetur
Komdu við í hádeginu og nærðu velsæld
Veitingastaðurinn Gló í Listhúsi býður upp á ljúffenga og holla rétti úr úrvals hráefni. Þegar þú kemur á Gló færðu hlýjar mótttökur brosandi starfsfólks sem tekur sér tíma til þess að aðstoða þig við að velja rétti sem henta þér hverju sinni. Þú færð alltaf hollt og gott að borða hjá okkur.
Lögð er áhersla á góða þjónustu og notalegt umhverfi á meðan þú borðar eftirlætis heilsuréttinn þinn. Skoðaðu heimasíðu Gló þar sem þú finnur m.a. matseðil dagsins.
Ef þú ert á hraðferð getur þú tekið kræsingarnar með þér.
Smelltu hér til þess að skoða Glo.is
|
Ármann Kojic er Rope Yoga kennari
Hann kennir Rope Yoga byrjendanámskeið í Setrinu
 Ármann Kojic er fyrrum afreksmaður í ólympískum
kappróðri og siglingum. Hann byrjaði að æfa RopeYoga fyrir 4 árum út í Los
Angeles og tók kennaranám á síðasta ári. Hann stundar einnig Ashtanga Yoga og
hugleiðslu af kappi. Hann er mikill áhugamaður um kenningarnar á bak við
RopeYoga og er heillaður af heimspekinni og næringarhlutanum á bak við
RopeYoga. "Það sem er svo yndislegt að átta sig á er að það er ekkert aðskilið
og þegar fólk kemur til okkar og vill taka á einhverjum einum þætti í lífi sínu
sér það fljótt árangur á öllum sviðum. Þetta er sannarlega hug og heilsurækt."
Ármann á að baki Norðurlandameistaratitil í kappróðri,
3 heimsmeistaramót í Kappróðri þar sem hann náði lengst að komast í
undanúrslit. Hann er einnig fyrrrum kennari í siglingum og vatnaíþróttum hjá
Íþrótta- og tómstundaráði. Ármann er einnig grafískur hönnuður og
markaðsfræðingur og vinnur að því að koma Rope Yoga og Gló Motion á framfæri
bæði út frá einkaþjálfun, hönnun á útliti og markaðssetningu. Auk þess vinnur
hann sem markaðsstjóri hjá Íslenskri Erfðagreiningu.
"Mér finnst frábært að fá mér grænan orkushake á
morgnanna annaðhvort með uppskrift frá Sollu þar sem ég nota agúrku, sellerí,
engifer og lime. Stundum fer ég líka í Alkalive ph grænt duft blandað með
hörfræum, bee pollen og banana. Maður finnur alveg frábæra orku sem endist
allan daginn." |
Nudd hefur góð áhrif á andlega líðan
Auk þess að draga úr eymslum vegna gigtar og vöðvabólgu
 Nudd hefur góð áhrif á líkama og sál. Snertingin verður til þess að líkaminn dælir endorfínum út í blóðrásina, eykur framleiðslu serótóníns sem verður til þess að draga úr stressi og lækka blóðþrýstinginn. Þetta framkallar afslöppun og vellíðunartilfinningu, svo ekki sé talað um orkuflæði líkamans sem eykst til muna. Rannsóknir benda til þess að nudd hafi jákvæð áhrif á þá sem þjást af ýmsum andlegum kvillum, s.s. kvíða, þunglyndi eða átröskun. Fyrir þá sem þora, þá er fótanudd sérstaklega streitulosandi. Margir eiga í hatursfullu sambandi við tærnar á sér, lykillinn er hins vegar að elska tærnar og hugsa vel um þær. Fæturnir eru fullir af næmum svæðum sem eru jafnan örvuð í svæðanuddi. Margir finna sársauka þegar þessi svæði eru örvuð, en við það slaknar á vöðvum líkamans. Verðu tíma til þess að nudda tærnar eða bakið á einhverjum sem þér þykir vænt um og hjálpaðu til við að losa um streitu, tilfinningaflækjur og líkamleg óþægindi.
|
Himnesk uppskrift frá Sollu
Súpan góða, skoðaðu fleiri uppskriftir á himnesk.is
2 msk kaldpressuð kókosolía 1 púrra, smátt skorin 2 hvítlauksrif 2 msk curry paste (ég nota frá Pataks = mild currypaste coriander & cumin - fæst í Hagkaup Kringlunni) 2 msk gott mangó chutney (ég nota Geetas sem fæst í Hagkaup) 1 msk tómatpúrra 5-700gr niðurskorið allskonar grænmeti (1 sæt kartafla + 1 gulrót + smá blómkál + smá sellerírót + nokkrar kartöflur) 2 dósir kókosmjólk 600ml vatn smá biti fersk engiferrót, afhýdd (2-3 cm) 2 limelauf (fæst í Hagkaup) 10 cm biti sítrónugras (fæst í Hagkaup) smá biti ferskur chili - stærð fer eftir því hvað þú vilt hafa súpuna sterka/milda 1 tsk grænmetiskraftur smá salt 1 búnt ferskur kóríander
- setjið kókoolíu í pott & bætið púrru + hvítlauk + currypasteinu útí & látið mýkjast í 2-3 mín - bætið grænmetinu + tómatpúrru + mangó chutney útí - hellið kókosmjólkinni & vatninu útí ásamt grænmetiskrafti + engifer + limlauf + sítrónugrasi + ferskur chili útí - látið sjóða í 15-20 mín - smakkið til með salti & klippið ferskan kóríander yfir
|
D vítamín eykur upptöku kalks
Kalk er líkamanum nauðsynlegt að mörgu leyti
 Kalk er nauðsynlegt fyrir líkamann, það styrkir hjarta- og blóðrásarkerfið, vöðvana og taugakerfið. Með því að sjá líkamanum fyrir kalki kemur þú í veg fyrir beinþynningu sem er bein afleiðing kalkskorts. Margar rannsóknir vestan hafs sýna fram á fylgni milli beinþynningar, hærra hlutfalls beinbrota og skorts á kalki. Aðrar rannsóknir hafa leitt í ljós að flestir fá ekki það magn kalks sem líkaminn þarfnast. Fólk á milli 20 og 50 ára þurfa 1.000 mg á dag og 50 ára og eldri þurfa 1200 mg á dag.
D vítamín eykur upptöku líkamans á kalki, en án D vítamíns getur líkaminn ekki myndað hormónið calcitrol og gengur á kalkforðann í beinum líkamans. Það veikir beinin og kemur í veg fyrir að ný bein fái fullan styrk hjá ungu fólki. D vítamín framkallast í líkamanum þegar sólargeislar lenda á húðinni og það hefur verið talað um að 15 mínútur á dag í sólbaði veiti líkamanum nauðsynlegt magn D vítamíns. Þar sem við Íslendingar stundum ekki sólbað reglulega á þessum tíma, getur verið nauðsynlegt að taka meira D-vítamín ef maður borðar lítið af eggjum, fiski og mjólkurvörum.
Kornsýra sem er notuð í suma gosdrykki veldur því að kalklosun verður í beinvefjum líkamans. Það skiptir því verulegu máli hvernig þú nærir líkamann. Það er mikilvægt að hugsa ekki aðeins um ellilífeyrinn, heldur hvernig heilsan verður þegar sígur á seinni hlutann og hægir á starfseminni.
Athugið að hægt er að taka of mikið af D-vítamíni, því er ráðlegt að ræða við næringarfræðing eða sérfræðing í verslun um ráðlagðan dagsskammt. Heimild: National Institute of Arthritis and Musculoskeletal and Skin Diseases
|
Yfir 200 manns ætla að sjá David Wolfe
Uppselt í Rope Yoga Setrinu 7. og 8. nóvember frá 14-17
Yfir 200 manns hafa skráð sig á fyrirlestra David Wolfe sem fara fram í Rope Yoga Setrinu 7. og 8. nóvember n.k. Uppselt er á fyrirlestrana en ógreidd sæti verða seld í lok vikunnar. Árangur David "Avocado" Wolfe síðasta áratug á sviði hráfæðis, ofurfæðis, jurta og kakóbauna hefur verið kraftaverki líkast. Nú hefur þú tækifæri til þess að uppgötva leyndardóminn sem gert hefur David einn þann fremsta í heiminum á sviði lífræns fæðis. David mun fara náið í uppgvötanir sínar á mataræði með ofurfæði og athuganir á fæði sem eykur líkurnar á langlífi. David er þekktur fyrir frumkvöðlastarf sitt í athugunum á mataræði til þess að takast á við candida sýkingar, stuðla að sterkari beinum, heilbrigðari liðum, auka þyngdartap, betri geðheilsu og vellíðan og hægja á öldrun, svo eitthvað sé nefnt. David verður með fyrirlestra í Rope Yoga Setrinu, Listhúsi í Laugardal 7. - 8. nóvember 2009 frá kl. 14-17 á vegum Raw Solla og Rope Yoga Setursins. Verð aðeins 2.990 kr. Wolfe mun m.a. fjalla um ofurfæði sem fæðu framtíðarinnar, hvernig á að viðhalda heilsu, hamingju og kjörþyngd fyrir lífstíð. Hann mun sýna fram á einfaldar aðferðir til þess að útbúa bestu næringu sem völ er á með notkun blandara og hreinna náttúruafurða. Hann mun einnig fjalla um notkun ofurfæðis til þess að takast á við sjúkdóma. Á meðal þess ofurfæðis sem Wolf mun fjalla um er Goji ber, kakóbaunin (hrátt súkkulaði), maca rótin, þörungar, aloa vera, þari, spírulína, blá-grænir þörungar, chlorella, acai, bee pollen, hampur og camu camu ber. |
Vefur Setursins gerður aðgengilegri
Skoðaðu bættan vef á ropeyogasetrid.is
Vefsíðan ropeyogasetrid.is hefur fengið andlitslyftingu, búið er að gera hana aðgengilegri og þægilegri fyrir gesti síðunnar. Framsetning námskeiða og fyrirlestra er nú mun skýrari en áður, eins er tengill á greinar og mola um bætiefni og nýjasta eintak fréttabréfsins er aðgengilegt á forsíðunni. Mikið af efni er á vefnum, upplýsingar um heimspekina sem liggur að baki Rope Yoga og Gló Motion, eins er hægt að lesa allt um skrefin sjö til velsældar.
|
Rope Yoga Setrið
Engjateigi 17-19, 105 Reykjavík, Rope Yoga Setrið 535-3800 | |
Skráðu þig á námskeið! |
Smelltu hér!
|

Opið á laugardögum
Skoðaðu matseðil dagsins á glo.is |
|
|