NewHeader09
Kæru vinir!

September er hálfnaður og aldrei fyrr hefur verið jafn mikilvægt og nú að stunda heildræna líkamsrækt og taka haustinu með opnum örmum. Starfsemin blómstrar og við tökum á móti þér og veitum þér umhyggju og aðhald við æfingarnar.

Nánari upplýsingar og skráning á heimasíðunni RopeYogaSetrid.is

Með kærleikskveðju og þakklæti,
Guðni Gunnarsson
Rope Yoga Setrið
 
Ný námskeið hefjast í dag 14. september
Ekki fresta skráningu, kláraðu málið á netinu núna!

rauð á hliðGló Motion basic námskeið fyrir byrjendur hefst 14. september

Gló Motion Flex hefst 28. og 29. september.

Fyrirlesturinn Ásetningur næringar, hámarks brennsla hefst 23. september.

Sex vikna Orku og aðhaldsnámskeið - Hámarks Brennsla og Orka - hefst 13. október.

Skapandi skrif II - framhald hefst 28. september.

Skapandi skrif byrjar 10. til 20. október.

Við leggjum kapp á góða þjónustu og notalega aðstöðu. Skráðu þig strax!
 
Guðni segir frá því besta sem er í boði
- Þú heldur þér í toppformi með Gló Motion og O&A
 
Guðni Gunnarsson"Þegar ég setti saman Gló Motion 90 mínútna námskeiðið var ég að hugsa um hvað væri árangursríkast ef ég vildi sjálfur halda mér í toppformi. Ég bjó þessar æfingar til þegar ég var að þjálfa afreksfólk á árum mínum í Bandaríkjunum en í þeirri þjálfun hafði maður oft rýmri tíma. Ég ákvað að taka það besta úr æfingunum og setja saman í Gló Motion og nýtti tímann til fulls, hver mínúta er skipulögð.

Orku- og aðhaldsnámskeið kemur til þannig að mörgum viðskiptavina okkar líkar svo vel við Gló Motion námskeiðið að þeir keyptu sér árskort, við tókum svo eftir því að fólk vildi meira, sérstaklega vildi fólk fara dýpra inn í ásetning næringar og hugmyndafræði Rope Yoga.

Þeir sem fylgja leiðbeiningum á Flex námskeiðunum ná gríðarlegum árangri á 6 vikum. Flestir eru sammála um að þeir hafi aldrei uppskorið eins mikið á jafn skömmum tíma og þegar farið er samtímis á Orku- og aðhaldsnámskeiðið. Þá gerist eitthvað sem gefur manni dýpri skilning og tengingu við það vald sem við búum yfir sjálf og tilveran verður aldrei söm aftur. Þeir sem hafa tekið bæði námskeiðin saman segjast hreinlega hafa öðlast frelsi.

Gló Motion basic hefst í fyrramálið og það eru laus pláss. Takmarkaður fjöldi er á námskeiðunum sem gerir þjálfunina og æfingarnar persónulegri og meira í líkingu við einkaþjálfun. Aðeins 7 manns eru á Flex námskeiðum og 10 á basic námskeiðum. Þeir sem taka Gló MOtion Basic, Flex eða Plús fá 50% afslátt á Orku- og aðhaldsnámskeiðið."

Smelltu hér til að sækja Lífsráðgjafann endurgjaldslaust, þar getur þú lesið um þrepin sjö til velsældar!!
Hvað er Gló Motion?
Guðni segir okkur frá því hvernig námskeiðið fer fram
Skyndibiti
"Þetta eru þrjú skipti í viku, mánudaga, miðvikudaga og föstudaga/laugardaga 90 mínútur í senn. Á mánudögum byrjum við alltaf á að taka öll böndin sem er undirstaðan í Gló Motion. Því næst förum við í stöðuæfingar, en þær hafa tvenns konar hlutverk. Þær eru mjög styrkjandi og örva vöðva líkamans, auk þess hafa þær áhrif á orkustöðvarnar og allt flæði. Síðan hafa þær gríðarleg áhrif á þol og úthald vegna endurtekninga þeirra. Við byrjum með 7 endurtekningar og endum í 21 í síðustu viku námskeiðsins. Við gerum alltaf eina superbrain yoga æfingu í hvert skipti.

Á miðvikudögum tökum við hálf bönd og svo er farið í Gló Slow æfingar. Þá erum við að lyfta í fullri vitund, löturhægt og áhrifin á líkamann eru aukið úthald og þol gagnvart mótstreymi og vöðvaafl líkamans eykst meira heldur en við aðra tegund lyftinga. Í framhaldinu förum við svo í öndunaræfingar sem eru byggðar til þess að auka rými og rúmmál lungnanna með því að opna þindina og um leið líkamann þannig að allt rúmmál lungna og þindar sé nýtt til fulls.

Á föstudögum/laugardögum eru hálf böndin tekin og svo er farið í djúpteygjur, en það eru teygjur sem vinna að því að opna bakið, fótleggi og mjaðmir á sama tíma. Í framhaldi er farið í flæðisæfingar sem eru sérstaklega hannaðar til að vinna í djúpkviðnum. Þær hafa áhrif á þindina, meltingu og sogæðakerfi líkamans.

Á þessum námskeiðum er þema í hverri viku í kringum þrepin sjö í Lífsráðgjafanum. Einnig er farið í mataræði og ásetning næringar. Það sem námskeiðin ganga út á er að opinbera fyrir okkur hvort við erum að næra velsæld eða vansæld."

Smelltu hér til að sækja Lífsráðgjafann endurgjaldslaust, þar getur þú lesið um þrepin sjö til velsældar!!
Hvítlaukur - það besta sem þú færð við kvefi
Bakteríudrepandi, styrkir hjartað og blóðrásarkerfið

HvítlaukurHvítlaukur er eitt það besta sem líkaminn fær. Fyrir utan að vera það besta sem þú færð við kvefi, þá styrkir hann ónæmiskerfi líkamans og berst við vírusa og bakteríur. Ef þú telur þig vera að kvefast eða fá flensu, þá er gott að borða tvö lauf af hvítlauk. Skerðu niður eða pressaðu tvö lauf af hvítlauk til þess að opna hann og leysa úr læðingi næringarefni sem styrkir ónæmiskerfið. Settu hvítlaukinn í matinn þinn eða gleyptu hann með eplamauki.
Gló Motion Plús - Ný varanleg lausn
Stundaðu Gló Motion og farðu á orku- og aðhaldsnámskeið

Æfingar með lóðumVið bjóðum nú upp á nýjan valkost fyrir iðkendur í Gló Motion Flex og Basic. Með því að skrá þig í Gló Motion Plús ferðu  á 6 vikna orku- og aðhaldsnámskeið á sama tíma eða í beinu framhaldi af ástundun í Gló Motion. Þetta er tilvalinn kostur fyrir þá sem vilja taka æfingarnar föstum tökum og fá ríkulegan stuðning og fræðslu í mataræði og næringarsálfræði.

Skráðu þig strax á Gló Motion Plús 90 mín. námskeið sem hefst 28. september, eða Gló Motion Basic Plús 70 mín sem hefst 14 september.
 
Salt er enn mikilvægara en talið var
Óunnið salt fullt af náttúrulegum bætiefnum er orka

Dr. Young með salt tilraun
Rannsóknir Dr. Young á náttúrulegu, óunnu salti hafa leitt í ljós hve mikilvægt þetta umdeilda efni er fyrir líkamann. Salt er orkugjafi sem líkaminn þarf á að halda, vegna þess að líkaminn gengur fyrir orku en ekki kaloríum.

Salt og önnur bætiefni innihalda elektrónur sem næra líkamann orku sem hann þarfnast dags daglega. Í myndbandi á Youtube sýnir Dr. Young hvernig sykur drepur orkuna sem saltið veitir.

Hægt er að lesa meira um rannsóknir Dr. Young á vefnum phmiracleliving.com og þú getur séð myndbandið á youtube með því að smella hér.
Nærðu sál og líkama á Gló
Komdu við í hádeginu og nærðu velsæld

Veitingastaðurinn Gló í Listhúsi býður upp á ljúffenga og holla rétti úr úrvals hráefni. Þegar þú kemur á Gló færðu hlýjar mótttökur brosandi starfsfólks sem tekur sér tíma til þess að aðstoða þig við að velja rétti sem henta þér hverju sinni. Þú færð alltaf hollt og gott að borða hjá okkur.

Lögð er áhersla á góða þjónustu og notalegt umhverfi á meðan þú borðar eftirlætis heilsuréttinn þinn. Skoðaðu heimasíðu Gló þar sem þú finnur m.a. matseðil dagsins.

Ef þú ert á hraðferð getur þú tekið kræsingarnar með þér.

Smelltu hér til þess að skoða Glo.is
 
Uppskrift frá Sollu hjá Himnesk.is
Möndlujógúrt er tilvalið í morgunmatinn

Möndlujógúrt1 b lífrænar möndlur, lagðar í bleyti yfir nótt og afhýddar
1 b vatn, eða eins og þarf
1 msk sítrónusafi

Allt sett í blandara og blandað vel saman.
Láttu þetta standa við stofuhita í um 8 klst.
(það er frábært að setja möndlurnar í bleyti að morgni, afhýða þær að
kvöldi og setja allt í blandarann og láta þetta standa yfir nóttina svo
það sé tilbúið daginn eftir).
Einnig er hægt að blanda með 1-2 hylkjum af asidophylus útí blönduna og
þá þarf þetta bara að standa í um 1/2 klst.
Það er síðan mjög sniðugt að geyma 1-2 msk í kælinum og setja út í næstu
lögun og þá er maður komin með "startara" sem er alltaf til í ísskápnum
fyrir nýja lögun - þá er þetta orðið soldið "ekta" eða "professionalt".
Síðan setur þú út í jógúrtina það sem þig langar, t.d. ferskt eða
frosið mangó eða aðra ávexti eða ber, sykurlausa sultu, múslí....
o.s.frv.

Við þökkum Sollu kærlega fyrir og hvetjum lesendur til þess að skoða heimasíðuna Himnesk.is þar sem er að finna fjölda dásamlegra uppskrifta
Stuðningur - næringarsálfræði - fræðsla
6 vikna Orku- og aðhaldsnámskeið hefst 13. október

gudni blar litil "Þetta námskeið gengur út á að leysa úr læðingi orkuna sem þú býrð nú þegar yfir. Við kennum fólki að búa til orku og viðhalda henni með því að velja orkuríka fæðu, létta á okkur og hreinsa líkamann andlega, líkamlega og tilfinningalega. Við leyfum okkur ekki að vera upptendruð og lifa lífinu til fulls. Við kunnum ekki að fara með orkuna. Við skiljum ekki að við getum varið henni á mismunandi hátt, við getum valið hvort við verjum orkunni í velsæld eða vansæld.

Þetta er í rauninni kraftaverkanámskeið, þú getur gert nákvæmlega allt sem þú vilt með líf þitt. Það eina sem þú þarft að gera er að virkja orkuna sem þú býrð yfir. Hluti af tilfinningalegu hreinsuninni sem við förum í er fyrirgefning. Við verjum gífurlegri orku í höfnun, vonbrigði og eftirsjá. Við kennum þátttakendum að verja þeirri orku í þann farveg sem það vill. Hvort sem fólk vill grenna sig, létta sig eða vera orkumeira og hressara, þá þurfum við að læra að gera það markvisst, þannig gerast undur og kraftaverk."

Námskeiðið hefst þriðjudagskvöldið 13. október og fer fram í Listhúsinu Laugardal næstu sex þriðjudagskvöld frá kl. 19.00 til 22.00

Skráðu þig núna, smelltu hér!
Rope Yoga kennarar
Góður hópur hjá Rope Yoga Setrinu

frettabref76.png
Kennarar Rope Yoga Setursins eru áhugaverðir einstaklingar sem koma úr ýmsum áttum okkar ágæta samfélags. Þau eiga það öll sameiginlegt að vera hress og full af orku og lífsgleði. Það sem einkennir flesta Rope Yoga kennara er áhuginn á heilbrigðum lífsstíl. Þau eiga þess vegna góð ráð fyrir þátttakendur á námskeiðunum og við hvetjum ykkur til þess að vera virk og óhrædd við að spyrja og leita ráða um heilbrigðan lífsstíl. Framvegis munum við kynna þetta ágæta fólk fyrir lesendum fréttabréfsins!
 
Steinunn Steinþórs er Rope Yoga kennari
Hún kennir ástundunarnámskeið í Rope Yoga Setrinu
 
Steinunn SteinþórsdóttirÉg heiti Steinunn Steinþórsdóttir og bý í Mosfellsbæ. Ég er 57 ára unglingur og lauk Rope Yoga kennaranámi sl. vor. Ég byrjaði að kenna ástundunarnámskeið 1. september s.l. Ég hef sjálf upplifað magnaða breytingu á líkama og sál eftir að ég kynntist Rope Yoga. Að miðla og kenna Rope Yoga og sjá breytingarnar á allri líðan fólks er upplifun sem er bæði gefandi og skemmtileg.

Eitt af mörgum gullkornum í Rope Yoga er að þú lærir að þykja vænt um þig og fara vel með þig, þá fer það að skipta þig máli að lifa heilbrigðum lífsstíl. Það fer að skipta máli hvað og hvernig þú borðar og nærir þig og þína. Þú hlúir að þér og þú dafnar, þú ferð að skilja orðið tilgangur.

Morgunverðurinn minn er hafragrautur, einhver ávöxtur og vítamínin mín.

Ég lauk leiðsögumanna námi vorið 2005. Ég vinn hjá Þjóðskjalasafni Íslands og á sumrin vinn ég líka við ferðamennsku. Áhugamálin eru, ferðalög á fjöllum og  kynnast landinu okkar og sögu þess, góðar gönguferðir, glervinnustofan mín og auðvitað Rope Yoga sem hefur breytt öllu mínu lífsmati.

Framtíðarplönin eru þau helst að ferðast meira, komast dýpra inn í heimspeki Rope Yoga og miðla því sem ég læri. Hlúa að sjálfri mér og öllum umhverfis mig, þá dafna ég og verð tilbúin að taka því með æðruleysi og opnu hjarta sem lífið býður mér, því lífið er eins og Rope Yoga, ferðalag en ekki endastöð.
Engifer er ómissandi í teið eða seiðið
Bættu við hvítlauk og þá ertu komin með allt sem þarf!

Engifer rót
Engifer vinnur gegn sýkingum og kemur í veg fyrir ógleði. Te með engiferrót hjálpar til við að létta á þrýstingi í höfði og lungum þegar maður er kvefaður, er slímlosandi og hjálpar manni að losna við flensu og kverkaskít.

Ef þú kvefast í vetur er eftirfarandi seiði tilvalið til góðra verka. Gott er að sjóða eins og þumlung af niðurskorinni engiferrót í vatni, leyfa suðunni að koma upp og krauma í nokkrar mínútur. Bættu við dassi af rauðum cayenne pipar og hrærðu í pottinum. Taktu svo hitann af, kreistu hálfa sítrónu yfir, bættu tveimur laufum af söxuðum eða pressuðum hvítlauk út í og hunang til að bragðbæta.

Ásetningur okkar
Við hjá Rope Yoga Setrinu höfum eftirfarandi að leiðarljósi
 
Það er einlægur ásetningur starfsmanna Rope Yoga setursins að móta heilnæma og friðsæla umgjörð um hug og heilsurækt, þar sem hver einstaklingur upplifir þá kærleiksríku hvatningu og innblástur sem hann þarf til að kynnast sínum innsta kjarna. Skapa andrúmsloft þar sem þátttakandinn vaknar til vitundar, tekur ábyrgð og tileinkar sér eiginleika leiðtogans með heildrænni lífssýn.
 
Við leggjum áherslu á að rækta hugarástand þakklætis með starfsemi okkar og teljum að með því að laða fram og birta það dýrmæta og fallega í hverjum iðkanda séum við að inna af hendi mikilvæga þjónustu til handa samfélagi okkar allra.
 
Það sem við sjáum og upplifum er sá raunveruleiki sem við sköpum og ræktum. Reynslan hefur kennt okkur að viljum við breyta aðstæðum þá þurfum við fyrst að breyta eigin viðhorfum og viðmóti. Í þeim einfalda sannleika liggur vissa okkar um virkni Ropeyoga í fegurri og kærleiksríkari heimi.

Lifandi Næring með lífræna næringu og umhverfisvænan varning sem nærir og styður ásetning viðskiptavina. Við leggjum áherslu á náttúruleg efni og  endurvinnslu.

 
Rope Yoga Setrið
 
Engjateigi 17-19,
105 Reykjavík,
Rope Yoga Setrið
535-3800
Í þessu fréttabréfi...
Ný námskeið í dag!
Guðni segir frá því besta!
Hvað er Gló Motion?
Hvítlaukur - Ofurfæða
Nýtt! Gló Motion Plús
Mikilvægi salts
Gló í hádeginu
Uppskrift frá Sollu
6 vikna orku- og aðhaldsnámskeið
Góður hópur kennara
Steinunn Steinþórs
Engifer er ómissandi í seiðið
Ásetningur okkar
Skráðu þig á námskeið!
Smelltu hér!

Nýr vefur! Nýtt útlit!

Skoðaðu matseðil dagsins á glo.is

 glo logo

Fékkstu þennan póst sendan frá öðrum? Skráðu þig á póstlistann okkar núna. Smelltu hér!


Sparaðu 10% á Gló
Allir sem stunda Rope Yoga eða Gló Motion í Rope Yoga Setrinu við Engjateig fá 10% afslátt af réttum dagsins alla daga á Gló. Með þessu er verið að ýta undir heilbrigðan lífstíl iðkenda Rope Yoga. Nýttu þér afsláttinn og komdu á Gló í hádeginu til þess að gæða þér á ljúffengum réttum og lifðu í velsæld.