Kæru vinir!
Vefur Rope Yoga Setursins hefur fengið upplyftingu, ég hvet fólk til að skoða betra útlit og aðgengi að efni síðunnar.
Við verðum með áhugaverða atburði og nýjungar í vetur. Fylgist með í fréttabréfinu og á vefsíðunni okkar. Ný námskeið fara að hefjast.
Nánari upplýsingar og skráning á heimasíðunni RopeYogaSetrid.is og í síma 535-3800.
Með kærleikskveðju og þakklæti, Guðni Gunnarsson Rope Yoga Setrið
|
Guðni talar um markmið
- Markmið eru eins og leiðarvísir og verða að hafa tilgang
 "Markmið eru yfirlýsingar um áfanga sem eru njörvaðir niður með tímasetningu og umgjörð. Markmiðið er nánast alltaf geranlegt og framkvæmanlegt, sérstaklega þegar maður heitbindur sig. Markmiðin eru eins og teikningar eða nákvæmur leiðarvísir að velgengni. Hins vegar er gríðarlegur munur á markmiðum sem eru byggð á tilgangi og þeim sem ekki eru byggð á tilgangi, þ.e. markmið sem eru "þegar markmið". Markmið byggð á tilgangi gerast í augnablikinu, maður uppsker velsæld þá þegar. Tilgangurinn er kjölfesta tilverunnar, forsenda innblásturs og ástríðu. Hann er jafnframt sökkull hamingjunnar, það er ekki hægt að viðhalda hamingju og velsæld nema maður hafi yfirlýstan tilgang. Markmiðin verða jafnframt að vera mælanleg, framkvæmanleg, veruleg og tímasett. Markmið sem ekki eru byggð á tilgangi eru oft forsenda fjarverunnar og yfirlýsing um skort og höfnun í líki þess að maður ætli að verða hamingjusamur þegar maður nær markmiðunum. Sá sem hefur markmið sem eru ekki byggð á tilgangi er eins og hundur að elta á sér skottið, eina niðurstaðan er sú að þegar maður loksins nær í skottið á sér, þarf maður að sleppa því til þess að geta byrjað að elta það aftur. Þegar maður setur sér markmið þarf maður að gera sér grein fyrir því að ef þau eru ekki byggð á þessari kjölfestu, með tilgangi, þá er maður að næra "þegar veikina" og telja sér trú um að maður verði hamingjusamur þegar markmiðunum er náð og ver þannig gríðarlegri orku í að viðhalda skortinum og höfnuninni þangað til." Smelltu hér til að sækja Lífsráðgjafann endurgjaldslaust, þar getur þú lesið um þrepin sjö til velsældar!! |
Gló Motion basic hefst 26. október
Ekki fresta skráningu, kláraðu málið á netinu núna!
|
Málmar viðhalda orkujafnvægi líkamans
Þeir eru sérstaklega mikilvægir fyrir þá sem eru að létta sig
 Niðurstöður rannsóknar á fjölvítamínum með málmum benda til þess að málmarnir hjálpi fólki að stjórna betur fæðuinntöku og þ.a.l. léttast hraðar en þeir sem taka ekki fjölvítamín með málmum. Rannsóknin var gerð með u.þ.b. 600 þátttakendum og benda niðurstöðurnar til þess að málmarnir hafi áhrif á framleiðslu peptíða, leptíns og kortison sem stjórna orkujafnvægi líkamans. Þessar niðurstöður eru í takt við aðrar rannsóknir sem hafa verið gerðar á orkujafnvægi líkamans með tilliti til leiðni bætiefna. Það er því mikilvægt fyrir alla að taka inn fjölvítamín með málmum til þess að viðhalda eðlilegu orkujafnvægi í líkamanum, sérstaklega fólk sem er að breyta um lífsstíl, létta sig og koma líkama og sál í betra jafnvægi. Heimild: British Journal of Nutrition
|
Gló hefur opið á laugardögum í vetur
Komdu við í hádeginu og nærðu velsæld
Veitingastaðurinn Gló í Listhúsi býður upp á ljúffenga og holla rétti úr úrvals hráefni. Þegar þú kemur á Gló færðu hlýjar mótttökur brosandi starfsfólks sem tekur sér tíma til þess að aðstoða þig við að velja rétti sem henta þér hverju sinni. Þú færð alltaf hollt og gott að borða hjá okkur.
Lögð er áhersla á góða þjónustu og notalegt umhverfi á meðan þú borðar eftirlætis heilsuréttinn þinn. Skoðaðu heimasíðu Gló þar sem þú finnur m.a. matseðil dagsins.
Ef þú ert á hraðferð getur þú tekið kræsingarnar með þér.
Smelltu hér til þess að skoða Glo.is
|
Rope Yoga kennarar
Góður hópur hjá Rope Yoga Setrinu
Kennarar Rope Yoga Setursins eru áhugaverðir einstaklingar sem koma úr ýmsum áttum okkar ágæta samfélags. Þau eiga það öll sameiginlegt að vera hress og full af orku og lífsgleði. Það sem einkennir flesta Rope Yoga kennara er áhuginn á heilbrigðum lífsstíl. Þau eiga þess vegna góð ráð fyrir þátttakendur á námskeiðunum og við hvetjum ykkur til þess að vera virk og óhrædd við að spyrja og leita ráða um heilbrigðan lífsstíl. Framvegis munum við kynna þetta ágæta fólk fyrir lesendum fréttabréfsins!
|
Ásta Agnarsdóttir er Rope Yoga kennari
Hún kennir Rope Yoga námskeið í Rope Yoga Setrinu

Ég heiti Ásta Agnarsdóttir. Ég hef stundað Rope yoga í sjö
ár og fannst mér það strax besta hreyfing sem ég hef iðkað. Fór þá að kynna mér
heimspekina á bak við þetta kerfi og ákvað í kjölfar þess að fara í
kennaranámið. Síðan ég lauk námi hef ég kennt Rope yoga í fjögur ár. Kerfið er
í stöðugri þróun og er ég því alltaf að læra meira um líkamann og hvað hægt er
að gera betur. Einnig er þetta yndisleg leið til að kynnast sjálfum sér betur
og öðlast betra líf. Get ég með sanni sagt að ég hef eignast nýtt og betra líf
síðan ég komst í þann heim.
Rope yoga kennslan er yndislegt starf og mjög gefandi .
Gaman að sjá iðkendur öðlast meiri líkamsvitund, slaka á spennu og vera í
kærleika og virðingu.
Ég er leikskólakennari og vann við það í nokkur ár. Var það
gefandi að vera með í mótun barnanna sem ég vann með. Næst fór ég að læra nudd,
lærði líkamsnudd og svæða- og viðbragðafræði. Þar eftir fór ég að læra um
ilmkjarnaolíur og útskrifaðist sem ilmolíufræðingur. Í dag vinn ég því sem nuddari og ilmolíufræðingur
með Rope yoga kennslunni.
Helstu áhugamál mín tengjast heilbrigðu lífi, náttúrulækningum
og hreyfingu. Hjóla yfir sumarið og fer
í gönguferðir og sund. Einnig hef ég áhuga á óspilltri náttúru , er mikil
fjallageit, tíni grös yfir sumarið og svo á haustin fer ég til berja eins mikið
og ég get. Að vera úti í náttúrunni er einhver besta upplifun sem völ er á.
Eitt af því sem mér finnst skipta máli varðandi heilbrigðan
lífsstíl er næringin sem við veljum okkur.
Er ég því stöðugt að læra meira
um næringu og skoða hvernig ég næri líkama minn.
Framtíðarplön mín eru að halda áfram á þessari braut sem ég
er komin á, halda áfram að læra og vera í kærleika og virðingu við sjálfa mig
og aðra.
|
Vefur Setursins gerður aðgengilegri
Skoðaðu bættan vef á ropeyogasetrid.is
Vefsíðan ropeyogasetrid.is hefur fengið andlitslyftingu, búið er að gera hana aðgengilegri og þægilegri fyrir gesti síðunnar. Framsetning námskeiða og fyrirlestra er nú mun skýrari en áður, eins er tengill á greinar og mola um bætiefni og nýjasta eintak fréttabréfsins er aðgengilegt á forsíðunni. Mikið af efni er á vefnum, upplýsingar um heimspekina sem liggur að baki Rope Yoga og Gló Motion, eins er hægt að lesa allt um skrefin sjö til velsældar.
|
Æðisleg og sprelllifandi Sólblómakæfa
Uppskrift frá Ásgerði Óskarsdóttur Rope Yoga kennara
 Þessa á ég alltaf til í ísskápnum og nota hana á kex eða inní Noriblöð ásamt alfaalfa-spírum og kóríander. 1 bolli sólblómafræ (ég blanda oft sólblóma- og sesam- og graskersfræum), lögð í bleyti í 4-8 klst, skoluð og þerruð 4 msk sítrónusafi 1 sellerístöngull í bitum 3 litlir vorlaukar, saxaðir 1/2 rauð paprika, smátt söxuð 1/2 búnt ferskt grænt krydd (ég nota oftast kóríander, basil líka gott) 1 msk tamarí sósa 1/2 tsk Himalaya salt Dass af cayennepipar (oftast aðeins meira enn dass hjá mér, elska þegar kæfan er vel "hot") 2-3 msk hvítt Tahini Vatn, ef vill til að þynna Allt
sett í matvinnsluvél eða blandara og maukað. Svo getur maður leikið sér
með þetta og sett t d kasjúhnetur til helminga á móti fræjunum. Leggið
þá kasjúhneturnar í bleyti í 2-3 klst Kær kveðja, Ása Óskarsdóttir
|
Endurmenntun Rope Yoga kennara
Námskeið var haldið sunnudaginn 18. október s.l.
 Guðni Gunnarsson hélt endurmenntunarnámskeið fyrir Rope Yoga kennara sunnudaginn 18. október í Rope Yoga Setrinu. 15 manns tóku þátt að þessu sinni og var Rope Yoga stundað af mikilli list. Hlustað var á fyrirlestra og horft á fræðslumynd, ásamt því að ræða um heimspekina og fræðin að baki æfingunum. Næsta endurmenntunarnámskeið verður haldið snemma á nýju ári og næsta kennaranámskeið á vormánuðum. |
David Wolfe heldur fyrirlestra um ofurfæðu
Rope Yoga Setrinu 7. og 8. nóvember frá 14-17
Árangur David "Avocado" Wolfe síðuasta áratug á sviði hráfæðis, ofurfæðis, jurta og kakóbauna hefur verið kraftaverki líkast. Nú hefur þú tækifæri til þess að uppgötva leyndardóminn sem gert hefur David einn þann fremsta í heiminum á sviði lífræns fæðis. David mun fara náið í uppgvötanir sínar á mataræði með ofurfæði og athuganir á fæði sem eykur líkurnar á langlífi. David er þekktur fyrir frumkvöðlastarf sitt í athugunum á mataræði til þess að takast á við candida sýkingar, stuðla að sterkari beinum, heilbrigðari liðum, auka þyngdartap, betri geðheilsu og vellíðan og hægja á öldrun, svo eitthvað sé nefnt. David verður með fyrirlestra í Rope Yoga Setrinu, Listhúsi í Laugardal 7. - 8. nóvember 2009 frá kl. 14-17 á vegum Raw Solla og Rope Yoga Setursins. Verð aðeins 2.990 kr. Wolfe mun m.a. fjalla um ofurfæði sem fæðu framtíðarinnar, hvernig á að viðhalda heilsu, hamingju og kjörþyngd fyrir lífstíð. Hann mun sýna fram á einfaldar aðferðir til þess að útbúa bestu næringu sem völ er á með notkun blandara og hreinna náttúruafurða. Hann mun einnig fjalla um notkun ofurfæðis til þess að takast á við sjúkdóma. Á meðal þess ofurfæðis sem Wolf mun fjalla um er Goji ber, kakóbaunin (hrátt súkkulaði), maca rótin, þörungar, aloa vera, þari, spírulína, blá-grænir þörungar, chlorella, acai, bee pollen, hampur og camu camu ber. |
The Living Matrix - heimildarmynd
Umfjöllun um óhefðbundnar lækningar og heilun
The Living Matrix er mynd sem áhugafólk um óhefðbundnar lækningar ætti að sjá. Hún opnar hugann fyrir möguleikanum á lækningaraðferðum sem hefðbundnar lyflækningar notast ekki við. Myndin hefur farið eins og eldur í sinu um heiminn og eftirspurn eftir myndinni hefur verið mikil þar sem hún hefur verið sýnd, sem ber merki um að fólk hefur áhuga á að kynna sér óhefðbundnar lækningar og kenningar sem byggja á því að við séum orka og þurfum að lækna okkur út frá þeirri hugmyndafræði. Hægt er að horfa á sýnishorn af myndinni með því að smella hé
|
Ásetningur okkar
Við hjá Rope Yoga Setrinu höfum eftirfarandi að leiðarljósi
Það er einlægur ásetningur starfsmanna Rope Yoga setursins að móta heilnæma og friðsæla umgjörð um hug og heilsurækt, þar sem hver einstaklingur upplifir þá kærleiksríku hvatningu og innblástur sem hann þarf til að kynnast sínum innsta kjarna. Skapa andrúmsloft þar sem þátttakandinn vaknar til vitundar, tekur ábyrgð og tileinkar sér eiginleika leiðtogans með heildrænni lífssýn. Við leggjum áherslu á að rækta hugarástand þakklætis með starfsemi okkar og teljum að með því að laða fram og birta það dýrmæta og fallega í hverjum iðkanda séum við að inna af hendi mikilvæga þjónustu til handa samfélagi okkar allra. Það sem við sjáum og upplifum er sá raunveruleiki sem við sköpum og ræktum. Reynslan hefur kennt okkur að viljum við breyta aðstæðum þá þurfum við fyrst að breyta eigin viðhorfum og viðmóti. Í þeim einfalda sannleika liggur vissa okkar um virkni Ropeyoga í fegurri og kærleiksríkari heimi. Lifandi Næring með lífræna næringu og umhverfisvænan varning sem nærir og styður ásetning viðskiptavina. Við leggjum áherslu á náttúruleg efni og endurvinnslu.
|
Rope Yoga Setrið
Engjateigi 17-19, 105 Reykjavík, Rope Yoga Setrið 535-3800 | |
Skráðu þig á námskeið! |
Smelltu hér!
|

Opið á laugardögum
Skoðaðu matseðil dagsins á glo.is |
|
|