Kæru vinir!
Rope Yoga Setrið verður með áhugaverða atburði og nýjungar í vetur. Fylgist með í fréttabréfinu og á vefsíðunni okkar. Ný Gló Motion námskeið hefjast í dag og á morgun. Nýtt orku- og aðhaldsnámskeið hefst á þriðjudaginn. Skráning stendur yfir á netinu og í síma 535-3800.
Nánari upplýsingar og skráning á heimasíðunni RopeYogaSetrid.is
Með kærleikskveðju og þakklæti, Guðni Gunnarsson Rope Yoga Setrið
|
Guðni talar um tilgang - hefur þú tilgang?
- Við erum orka, hvernig við deilum henni er stóra málið
 "Á undanförnum árum hefur velgengni verið skilgreind í veraldlegum verðmætum, við höfum keppst við það að eiga flott hús, dýra bíla og lifa hratt. Hálaunafólki og þotuliðinu fjölgaði í góðærinu sem sumir myndu kalla uppa. Hins vegar er kómískt að benda á að enginn munur er á rónanum og uppanum, niðranum og uppanum. Uppinn býr á hæðinni, á flotta stóra húsið og keyrir um á BMW, róninn býr í ræsinu og á ekki stórt hýbýli, en það sem sameinar þá er að báðir nota þeir boss. Róninn drekkur það en uppinn úðar því á sig. Báðir eru jafn fjarverandi, báðir í sinni neyslu, uppinn upptekinn af því að lifa hratt í veraldlegum gæðum og róninn upptekinn við að flýja velsældina, staðnaður í ræsinu, kominn á botninn. Við höfum verið að átta okkur á því að veraldlegu gæðin skilja ekkert eftir sig, til þess að geta gert þessu almennileg skil verðum við að tala um tilganginn. Hver er forsenda þinnar tilvistar? Hvaða hlutverki gegnir þú í dag? Hvaða hlutverki viltu gegna? Tilgangurinn er kjölfesta hamingjunnar, forsenda innblásturs og ástríðu. Við þurufm ekki að leita að tilganginum, heldur ekki að finna hann, en við getum á hvaða augnabliki sem er ákveðið tilgang okkar. Oft hef ég talað um það að tilgangur mannkyns í heild sinni sé að uppgötva eða að taka fulla ábyrgð á frjálsum vilja, þ.e. að mæta til fulls og vera máttugir. En tilgangur einstaklingsins er alltaf sá sami þó það megi klæða hann á mismunandi máta. Þ.e. umbúðirnar geta verið misjafnar, en innihald tilgangsins er alltaf það sama og það er að elska. Hvert okkar verður að velja hvernig við ætlum að elska, hvernig við ætlum að hafa áhrif á okkar umhverfi. Af hverju eru þá svona margir týndir og alltaf að leita að þessum tilgangi? Þegar þú ert að leita ertu sjálfur týndur. Það er ekki að neinu að leita nema sjálfum sér. ef það er skortur í okkar tilvist, þá erum við skorturinn, ef það er vöntun, þá er það af því að þig vantar. Ef þig vantar, þá ert það þú sem þig vantar. Það er spennandi að vera mættur, þegar maður er vaknaður til vitundar er maður máttugur og getur valið að taka ábyrgð á sinni tilvist, þ.a.l. er maður tilbúinn að fyrirgefa sér og leysir þar með úr læðingi orkuna sem maður hefur verið að verja í syndir gærdagsins. Þá endurheimtir maður orkuna og getur ráðstafað henni í núið og þann tilgang sem maður velur, hvernig ætlar maður að verja orkunni í þessari tilvist. Við erum bara orka, sál, ljós, kærleikur, hvernig við deilum henni er stóra málið." Smelltu hér til að sækja Lífsráðgjafann endurgjaldslaust, þar getur þú lesið um þrepin sjö til velsældar!! |
Orka og aðhald hefst 13. og 14. október
Ekki fresta skráningu, kláraðu málið á netinu núna!
|
Nýtt orku- og aðhaldsnámskeið hefst 13. okt
6 vikna Orku- og aðhaldsnámskeið veitir þér styrk og aðhald
 "Þetta námskeið gengur út á að leysa úr læðingi orkuna sem þú býrð nú þegar yfir. Við kennum fólki að búa til orku og viðhalda henni með því að velja orkuríka fæðu, létta á okkur og hreinsa líkamann andlega, líkamlega og tilfinningalega. Við leyfum okkur ekki að vera upptendruð og lifa lífinu til fulls. Við kunnum ekki að fara með orkuna. Við skiljum ekki að við getum varið henni á mismunandi hátt, við getum valið hvort við verjum orkunni í velsæld eða vansæld. Þetta er í rauninni kraftaverkanámskeið, þú getur gert nákvæmlega allt sem þú vilt með líf þitt. Það eina sem þú þarft að gera er að virkja orkuna sem þú býrð yfir. Hluti af tilfinningalegu hreinsuninni sem við förum í er fyrirgefning. Við verjum gífurlegri orku í höfnun, vonbrigði og eftirsjá. Við kennum þátttakendum að verja þeirri orku í þann farveg sem það vill. Hvort sem fólk vill grenna sig, létta sig eða vera orkumeira og hressara, þá þurfum við að læra að gera það markvisst, þannig gerast undur og kraftaverk." Námskeiðið hefst þriðjudagskvöldið 13. október og fer fram í Listhúsinu Laugardal næstu sex þriðjudagskvöld frá kl. 19.00 til 22.00 Skráðu þig núna, smelltu hér!
|
Allt sem við borðum fer um ristilinn
Viðheldur þú heilbrigðum ristli með trefjaríku mataræði?
 Ristillinn sér um uppsog efna úr allri þeirri fæðu sem þú lætur ofan í þig, hvort sem um holla fæðu eða óholla er að ræða. Sumt sem maður borðar er lengur á leiðinni í gegnum meltingarveginn, annað festist í totunum á ristlinum og sumt fer beinustu leið í gegn vegna þess að líkaminn vill ekkert með það hafa. Ef þú borðar trefjaríka fæðu viðheldur þú heilbrigðari ristli. Trefjarnar virka eins og sandpappír, þær skrapa ristilinn að innan og hreinsa toturnar sem annars geta bólgnað vegna fæðuleifa sem festast í þeim. Þar með koma þær í veg fyrir hægðatregðu og óþægindi, auk þess sem þær minnka líkurnar á krabbameini í ristli vegna þess að fæðuleifar ná síður að festast í totunum og valda bólgum sem leiðir til myndunar óæskilegra vefja í ristlinum. Allt grænmeti og ávextir eru trefjarík og full af vítamínum.
|
Gló hefur opið á laugardögum í vetur
Komdu við í hádeginu og nærðu velsæld
Veitingastaðurinn Gló í Listhúsi býður upp á ljúffenga og holla rétti úr úrvals hráefni. Þegar þú kemur á Gló færðu hlýjar mótttökur brosandi starfsfólks sem tekur sér tíma til þess að aðstoða þig við að velja rétti sem henta þér hverju sinni. Þú færð alltaf hollt og gott að borða hjá okkur.
Lögð er áhersla á góða þjónustu og notalegt umhverfi á meðan þú borðar eftirlætis heilsuréttinn þinn. Skoðaðu heimasíðu Gló þar sem þú finnur m.a. matseðil dagsins.
Ef þú ert á hraðferð getur þú tekið kræsingarnar með þér.
Smelltu hér til þess að skoða Glo.is
|
Rope Yoga kennarar
Góður hópur hjá Rope Yoga Setrinu
Kennarar Rope Yoga Setursins eru áhugaverðir einstaklingar sem koma úr ýmsum áttum okkar ágæta samfélags. Þau eiga það öll sameiginlegt að vera hress og full af orku og lífsgleði. Það sem einkennir flesta Rope Yoga kennara er áhuginn á heilbrigðum lífsstíl. Þau eiga þess vegna góð ráð fyrir þátttakendur á námskeiðunum og við hvetjum ykkur til þess að vera virk og óhrædd við að spyrja og leita ráða um heilbrigðan lífsstíl. Framvegis munum við kynna þetta ágæta fólk fyrir lesendum fréttabréfsins!
|
Sigurjón Friðjónsson er Rope Yoga kennari
Hann kennir Rope Yoga námskeið í Rope Yoga Setrinu

Ég heiti Sigurjón Arthur Friðjónsson og er 48 ára. Ég hef
kennt Rope Yoga byrjendanámskeið og ástundun í eitt og hálft ár. Auk þess vinn
ég sem markaðsfulltrúi hjá Ríkisútvarpinu. Það sem mér finnst best við
kennsluna er að fylgjast með framförum nemenda og ekki síður gaman að sjá oft á
tíðum þær breytingar sem verða á fólki fyrir og eftir tímann, það er mjög gefandi.
Fyrir utan að vinna og kenna Rope Yoga, þá er ég mikill
fjölskyldumaður.
Fjölskyldan er í fyrsta, öðru og þriðja sæti. Rope Yoga
er auðvitað stórt áhugamál hjá mér og allt sem viðkemur þeirri heimspeki sem
Guðni Gunnarsson kennir. Stangveiðin er smátt og smátt að koma sterkar inn með
hverju sumrinu og svo hef ég sett mér það sem markmið að skoða enn fleiri
fallega staði á Íslandi.
Það sem skiptir mig mestu máli við heilbrigðan lífsstíl
er blanda af hug- og heilsurækt og að næra velsæld þegar við neytum matar.
Undanfarnar vikur hef ég yfirleitt borðað hafragraut á morgnana eða
heimatilbúið búst gert úr ávöxtum og haframjólk með lífrænt ræktuðu spelt múslí
frá Sollu.
Helstu framtíðarplön mín eru að vera til staðar í núinu!!
|
Hversu umhverfisvæn/n ertu?
Nokkur ráð fyrir þig til þess að fara betur með umhverfið
 Keyptu sparperur, þær endast mörgum sinnum lengur en hefðbundnar ljósaperur og nýta raforkuna mun betur. Þær eru dýrari en hefðbundnar ljósaperur en borga sig til lengri tíma litið.
Sparaðu vatnið með því að skrúfa fyrir kranann á meðan þú burstar tennurnar, þú gætir sparað marga lítra af vatni með því að skrúfa fyrir á milli þess sem þú skolar tannburstann.
Notaðu umhverfisvænt sjampó fyrir hárið og sápu fyrir líkamann.
Notaðu umhverfisvænar hreinlætisvörur, margar hreinlætisvörur eru skaðlegar bæði þér og umhverfinu.
Notaðu sturtuhausa sem gefa meiri vatnsþrýsting með minni vatnsnotkun, eins og fram hefur komið höfum við ekki aðgang að heitu vatni og ferskvatni um ókomin ár.
Losaðu þig við gamla ísskápinn og gömlu frystikistuna ef þau eru orðin 10 ára eða eldri og keyptu umhverfisvæn heimilistæki í staðinn. Heimilistæki nýta um eða yfir 20% af raforku heimilisins, umhverfisvæn heimilistæki menga minna og spara raforku.
Vertu viss um að pappírinn í prentarann sé endurunninn... og wc pappírinn líka.
Mundu að draga úr notkun plastíláta og skila plast- og álumbúðum í Endurvinnsluna.
Hversu djúp fótspor skilur þú eftir þig í umhverfinu?
|
Næringarríkur hristingur í upphafi dagsins
Uppskrift frá Ásgerði Óskarsdóttur Rope Yoga kennara
Eiturgrænn Djús Þennan drekk ég á morgnana áður en ég segi Góðan
daginn! Ég blanda hann saman við Kókosvatn svona u þ b að 1/3 á móti 2/3
djús í meðalstórt vatnsglas. Þessi uppskrift dugar í rétt rúmlega 2
skammta, en þennan djús má geyma í ísskáp í tvo sólarhringa. 2 stönglar sellerí, með laufum ef það er til 1 gúrka 2 stilkar grænkál 1/2 sítróna, með berki Vænn biti engifer, eða eftir smekk Mynta Allt lífrænt ef þess er kostur. Allt
sett í djúsvél. Einnig er hægt að setja þetta í blandara og hella því
síðan í spírupoka og sigta. Þá er líka hægt að bæta við
avókadó, sem er mjög gott. Málið er bara að blanda saman öllu því sem er grænt og manni finnst gott og renna því í gegnum djúsvélina :-) Kær kveðja, Ása Óskarsdóttir |
Rotvarnarefni eyða glerungi tanna
Hefur verið tengt við gosdrykkju samkvæmt rannsóknum
 Sítrónusýra og fosfórsýra sem algengar eru í gosdrykkjum eyða glerungi tanna samkvæmt niðurstöðum rannsóknar tannlæknanema við Háskóla Íslands. Það á ekki aðeins við um kóladrykki heldur orkudrykki og bragðbætt sódavatn. Þetta kemur m.a. fram í grein Heiðdísar Halldórsdóttur á vef Félags íslenskra tannlæknanema. Ljóst er að mestur skaði verði af gosdrykkjum þegar sífellt er verið að drekka þá, en sódavatn án bragðefna veldur ekki skemmdum á glerungi, þá er hægt að sötra yfir daginn án þess að hafa áhyggjur af tönnunum. Vertu viss um að viðhalda sterkum og fallegum tönnum með því að lesa innihaldslýsingar þess sem þú drekkur mest, nema það sé íslenska kranavatnið. Lestu nánar í grein Heiðdísar Halldórsdóttur á vef FÍT |
David Wolfe heldur fyrirlestra um ofurfæðu
Rope Yoga Setrinu 7. og 8. nóvember frá 14-17
Árangur David "Avocado" Wolfe síðuasta áratug á sviði hráfæðis, ofurfæðis, jurta og kakóbauna hefur verið kraftaverki líkast. Nú hefur þú tækifæri til þess að uppgötva leyndardóminn sem gert hefur David einn þann fremsta í heiminum á sviði lífræns fæðis. David mun fara náið í uppgvötanir sínar á mataræði með ofurfæði og athuganir á fæði sem eykur líkurnar á langlífi. David er þekktur fyrir frumkvöðlastarf sitt í athugunum á mataræði til þess að takast á við candida sýkingar, stuðla að sterkari beinum, heilbrigðari liðum, auka þyngdartap, betri geðheilsu og vellíðan og hægja á öldrun, svo eitthvað sé nefnt. David verður með fyrirlestra í Rope Yoga Setrinu, Listhúsi í Laugardal 7. - 8. nóvember 2009 frá kl. 14-17 á vegum Raw Solla og Rope Yoga Setursins. Verð aðeins 2.990 kr. Wolfe mun m.a. fjalla um ofurfæði sem fæðu framtíðarinnar, hvernig á að viðhalda heilsu, hamingju og kjörþyngd fyrir lífstíð. Hann mun sýna fram á einfaldar aðferðir til þess að útbúa bestu næringu sem völ er á með notkun blandara og hreinna náttúruafurða. Hann mun einnig fjalla um notkun ofurfæðis til þess að takast á við sjúkdóma. Á meðal þess ofurfæðis sem Wolf mun fjalla um er Goji ber, kakóbaunin (hrátt súkkulaði), maca rótin, þörungar, aloa vera, þari, spírulína, blá-grænir þörungar, chlorella, acai, bee pollen, hampur og camu camu ber. |
Ertu með of háan blóðþrýsting? Ráð fyrir þig
Gerðu einfaldar breytingar á fæðuvali og lífsstíl
Borðaðu hnetur á hverjum degi. Minnkaðu kjötneyslu eins og kostur er og borðaðu meira grænmeti og lífræna fæðu. Bættu ferskum hvítlauk í matinn eins oft og þú getur. Drekktu grænt te daglega. Borðaðu trefjaríkan mat. Haltu kolvetnisríkri fæðu í lágmarki, slepptu gosdrykkjum, kökum, kexi og sælgæti, fáðu þér náttúrulega sætt snakk í staðinn (t.d. döðlur, rúsínur og sveskjur). Forðastu transfitu (franskar, djúpsteiktan kjúkling, skyndibita og annað ruslfæði). Dragðu úr streitu og hugsaðu vel um geðheilsuna. Borðaðu vítamín á hverjum degi og taktu inn lýsi. Drekktu íslenskt vatn í hvert mál. Æfðu þig reglulega eða farðu út að ganga 5-7 sinnum í viku, að viðhöfðu læknisráði ef ástand þitt er alvarlegt.
|
Ásetningur okkar
Við hjá Rope Yoga Setrinu höfum eftirfarandi að leiðarljósi
Það er einlægur ásetningur starfsmanna Rope Yoga setursins að móta heilnæma og friðsæla umgjörð um hug og heilsurækt, þar sem hver einstaklingur upplifir þá kærleiksríku hvatningu og innblástur sem hann þarf til að kynnast sínum innsta kjarna. Skapa andrúmsloft þar sem þátttakandinn vaknar til vitundar, tekur ábyrgð og tileinkar sér eiginleika leiðtogans með heildrænni lífssýn. Við leggjum áherslu á að rækta hugarástand þakklætis með starfsemi okkar og teljum að með því að laða fram og birta það dýrmæta og fallega í hverjum iðkanda séum við að inna af hendi mikilvæga þjónustu til handa samfélagi okkar allra. Það sem við sjáum og upplifum er sá raunveruleiki sem við sköpum og ræktum. Reynslan hefur kennt okkur að viljum við breyta aðstæðum þá þurfum við fyrst að breyta eigin viðhorfum og viðmóti. Í þeim einfalda sannleika liggur vissa okkar um virkni Ropeyoga í fegurri og kærleiksríkari heimi. Lifandi Næring með lífræna næringu og umhverfisvænan varning sem nærir og styður ásetning viðskiptavina. Við leggjum áherslu á náttúruleg efni og endurvinnslu.
|
Rope Yoga Setrið
Engjateigi 17-19, 105 Reykjavík, Rope Yoga Setrið 535-3800 | |
Skráðu þig á námskeið! |
Smelltu hér!
|

Opið á laugardögum
Skoðaðu matseðil dagsins á glo.is |
|
|