NewHeader09
Kæru vinir!

Eins og þið sjáið þá bjóðum við upp á fréttabréf fullt af fróðleik, upplýsingum um starfsemina okkar og öðrum áhugaverðum molum.

Komið og takið þátt í uppbyggingu líkamans, við leggjum alltaf áherslu á vellíðan og gott fæðuval og þú færð ávalt stuðning og svör frá starfsfólki okkar.

Ekki hafa neinar áhyggjur, þetta verður skemmtilegt og þér mun líða betur, það er öruggt!

Nánari upplýsingar og skráning á heimasíðunni RopeYogaSetrid.is

Með kærleikskveðju og þakklæti,
Guðni Gunnarsson
Rope Yoga Setrið
 
Ný námskeið hefjast í dag
Ekki fresta skráningu, kláraðu málið á netinu núna!

rauð á hliðNýtt krakkajóga námskeið fyrir börn hófst 29. ágúst. Langar þig að bjóða barninu þínu upp á öðruvísi námskeið? Hafðu samband í s: 535-3800.

Gló Motion Flex hefst í dag 31. ágúst kl. 18:45.

Byrjenda og ástundunar námskeið í Rope Yoga hefjast 31. ágúst.

Gló Motion basic námskeið fyrir byrjendur hefst 31. ágúst

Sex vikna Orku og aðhaldsnámskeið - Hámarks Brennsla og Orka - hefst 1. september.

Eftir barnsburð er nýtt námskeið fyrir mæður með nýfædd börn - hefst 1. september.

Við leggjum kapp á góða þjónustu og notalega aðstöðu. Skráðu þig strax!
 
Byrjaðu daginn vel
Hér er ábending um orkuríka næringu, beint frá náttúrunni

Bláber er ofurfæðaÞegar við erum á ferðinni verðum við að vera viss um að vera með eldsneyti á bílnum, inneign á kortinu og símanum. Það sama á við um líkamann, þegar þú ert á ferðinni verður þú að hafa orku til þess að komast í gegnum daginn, hvort sem þú ert að vinna eða í sumarleyfi, úti að ganga eða heima að lesa bók.

Byrjaðu daginn á grænu tei áður en þú færð þér fyrsta kaffibollann. Líkaminn tekur í sig fjölda andoxunarefna, fyrsti skammtur dagsins verður því bæði hressandi og styrkjandi. Græna teið gefur jafnari orku heldur en kaffið sem er þekktara fyrir að valda meiri sveiflum í orkuflæði líkamans.

Ofurfæða beint frá náttúrunni. Nú er rétti tíminn til þess að sækja sér ber í morgunmatinn. Byrjaðu daginn á ferskum berjahristingi og fáðu einn næringarríkasta skammt af hráefnum sem þú getur í þig látið. Gefur mjög mikla orku, styrk og vellíðan. Ber eru auk þess stútfull af andoxunarefnum og líkaminn á mjög auðvelt með að vinna úr þessari náttúruauðlind alla næringuna sem þau innihalda.

Gott er að saxa niður möndlur, hnetur og fræ til þess að blanda saman við berjahristinginn. Trefjarnar í hnetunum bæta meltinguna, hreinsa ristilinn og náttúrulega fitan er auðmelt. Ef þú ert með hnetuofnæmi getur þú fengið trefjarnar úr baunum, höfrum og ávöxtum.
Líkamsrækt er ævistarf að loknum starfsferli
- Guðni fjallar um mikilvægi þess að eldast vel
 
Guðni Gunnarsson"Við erum að eldast frá því við fæðumst. Spurningin er ekki sú hve hratt við eldumst, hún snýst ekki um hve háan aldur við höfum, heldur viðnámið sem við veitum lífinu. Það er til bandarískt orðatiltæki sem segir að á meðan þú ert grænn ertu í vexti, en þegar þú ert orðinn þroskaður byrjarðu að fölna. Að eldast eða þroskast náðuglega byggist á viðhorfum okkar eða afstöðu til tilverunnar. Tilgangurinn er kjölfesta hamingjunnar. Margir kannast við fólk sem sest í helgan stein, lýkur starfsferli sínum og missir sjón á markmiðum eða tilgangi í lífinu. Það byrjar að hrörna og fölna mjög hratt. Það er ekki eins auðvelt að viðhalda hamingju, ástríðu eða áhuga ef það er enginn tilgangur eða raunveruleg djúpstæð ástæða. Þetta á ekki aðeins að snúast um náðuga öldrun, heldur náðugt líf, hamingju og áhuga á því sem maður gerir dags daglega.

Þegar maður lýkur starfsferli sínum eiga æfingar og líkamsrækt að verða nýtt ævistarf. Það eru ekki aðeins þeir sem eldast sem komast að þessari hrörnun, heldur íþróttamenn og fleiri sem stunda líkamlegt þrekvirki af einhverju tagi. Orðatiltækið "If you don't use it, you loose it" á vel við í þessu samhengi. Ef maður notar ekki vöðvana þá rýrna þeir. Líkaminn endurnýjar sig við ertingu, þannig að ef það er engin erting eða áhugi á að erta sig, þá verður engin endurnýjun. Þá gæti einhver spurt, verð ég þá að æfa það sem eftir er? Mig langar að svara þeirri spurningu með annarri: Þarftu að fara út með ruslið á hverjum degi það sem eftir er? Þarftu að borða mat það sem eftir er? Að hugsa um heilsuna er hluti af lífinu, margir hafa hreinlega misst sjónar á þessu mikilvæga hlutverki sem við höfum vegna annarra hlutverka sem ekki verða rakin hér.

Annað sem er mikilvægara en flest annað þegar við hefjum seinni hálfleik og það er næringin. Mikilvægt er að borða næringarríka fæðu, borða fæðu sem styrkir líkamann, styrkir beinin, styrkir hjarta og blóðrásarkerfið, meltinguna og huglæga getu okkar. Dreifðu fæðuvalinu en ekki ummálinu þínu. Þarna kemur ásetningur næringar til sögunnar, erum við að næra ást og umhyggju, tilgang og tækifæri eða skammsýni og skort?

Kínverjar segja að aldurinn sé mældur í sveigjanleika hryggjar, um leið og sveigjanleikinn minnkar byrjar ellin að banka á dyrnar. Þegar við minnumst á hrygginn og stoðkerfið þá er tilvalið að ræða um fæturnar. Þeir eru kjölfesta líkamans, alveg eins og tilgangurinn er kjölfesta lífsins. Það er gríðarlega mikilvægt að viðhalda sveigjanleika fótleggjanna, þar er mesta vöðvamagnið, styrkur og flæði til þess að standa undir tilvist okkar. Við þurfum að vera með öfluga súrefnishæfa vöðva til þess að búa yfir getu til þess að veita okkur þá orku sem við þurfum til þess að fylgja áhuga okkar og gera okkur kleift að fara þær leiðir sem við viljum í lífinu.

Það er á ábyrgð hvers og eins að njóta lífsins, hætta að hugsa um smáatriðin og fara að skoða heildarmyndina. Verðu tíma með vinum og fjölskyldu, vertu í umhverfi sem er lifandi. Taktu áhættu í mannlegum samskiptum, ekki hætta að rétta út höndina, ekki draga þig í hlé, haltu áfram að líta yfir handriðið og sjá útsýnið og tækifærin sem eru allt í kringum þig. Gleðin sem svo margir hafa og sérstaklega börnin okkar, er í okkur öllum. Við höfum barnslega sakleysið innra með okkur og við eigum að leggja alúð og rækt við það, alveg eins og við nærum blómin þurfum við að næra gleði og hamingju.

Að lokum vil ég hvetja fólk til þess að öðlast jafnvægi á milli sálar og líkama. Ég hvet fólk til þess að stunda jóga, tai chi, chi gong, alla hug- og heilsurækt sem er ekki vélræn. Leggið stund á æfingar sem veita ykkur slökun, öndun, teygjur, hugleiðslu, athygli, flæði og sveigjanleika, þar sem allir þættir líkama, hugar og tilfinninga eru þjálfaðir til þess að öðlast djúpa slökun og kyrrð. Svo má ekki gleyma aðalatriðinu sem er Rope Yoga og Gló Motion, en það er fyrir ungt fólk á öllum aldri.!"

Smelltu hér til að sækja Lífsráðgjafann endurgjaldslaust, þar getur þú lesið um þrepin sjö til velsældar!!
Husk bætir meltinguna
Trefjaríkt bætiefni sem viðheldur heilbrigðum ristli

Þistilolía (safflower oil)Algengt er að fólk haldi svo mikið aftur af sér að það fái gyllinæð og önnur sjúkdómseinkenni tengt ristlinum. Við verðum að vera dugleg að sleppa neikvæðum tilfinningum og þráhyggju fyrir ýmsum hlutum og borða næringu sem tryggir að líkaminn sleppi ruslinu sem við þurfum að losa okkur við á hverjum degi. Ristillinn er fullur af litlum totum sem fyllast af fæðu sem blóðrásin umkringir og sýgur upp næringarefnin úr fæðunni áður en hún yfirgefur líkamann. Ef við borðum ekki fjölbreytta fæðu og sér í lagi trefjaríka fæðu, þá losnar ekki fæðan úr þessum totum, heldur festist þar og veldur okkur óþægindum og jafnvel sýkingum ef illa er komið.

Með því að taka inn husk á hverjum degi með morgunmatnum, þá er meltingarvegurinn alltaf með trefjar sem hreinsa og losa um fæðu og úrgang sem annars myndi á endanum geta valdið okkur óþægindum. Husk fæst í öllum heilsubúðum og flestum lágvöruverslunum, hægt er að kaupa huskið í litlum hylkjum og taka eitt til tvö hylki á dag. Athugið að mikilvægt er að taka husk á morgnana og drekka nokkur glös af vatni yfir daginn.
Lærðu að lifa lífinu til fulls!
6 vikna Orku- og aðhaldsnámskeið hefst 1. september

gudni blar litil "Þetta námskeið gengur út á að leysa úr læðingi orkuna sem þú býrð nú þegar yfir. Við kennum fólki að búa til orku og viðhalda henni með því að velja orkuríka fæðu, létta á okkur og hreinsa líkamann andlega, líkamlega og tilfinningalega. Við leyfum okkur ekki að vera upptendruð og lifa lífinu til fulls. Við kunnum ekki að fara með orkuna. Við skiljum ekki að við getum varið henni á mismunandi hátt, við getum valið hvort við verjum orkunni í velsæld eða vansæld.

Þetta er í rauninni kraftaverkanámskeið, þú getur gert nákvæmlega allt sem þú vilt með líf þitt. Það eina sem þú þarft að gera er að virkja orkuna sem þú býrð yfir. Hluti af tilfinningalegu hreinsuninni sem við förum í er fyrirgefning. Við verjum gífurlegri orku í höfnun, vonbrigði og eftirsjá. Við kennum þátttakendum að verja þeirri orku í þann farveg sem það vill. Hvort sem fólk vill grenna sig, létta sig eða vera orkumeira og hressara, þá þurfum við að læra að gera það markvisst, þannig gerast undur og kraftaverk."

Námskeiðið hefst þriðjudagskvöldið 1. september og fer fram í Listhúsinu Laugardal næstu sex þriðjudagskvöld frá kl. 19.00 til 22.00

Skráðu þig núna, smelltu hér!
Eftir barnsburð - fyrir mæður og nýbura
Nýtt námskeið hefst 1. september

  • Eftir barnsburð - fyrir mæður og nýbura
    Stuðlar að andlegri vellíðan eftir barnsburð.
  • Styrkir kvið, bak og grindarbotnsvöðva.
  • Sérstök áhersla á rass og læri.
  • Sérstakar teygjur fyrir mjaðmir og grindarbotn.
  • Örvar orku og flæði andlega og líkamlega.
  • Áhersla á slökun, hvíld og hugarró.
  • Barnið er með  á æfingu.
Nánari upplýsingar og skráning.
Rope Yoga kennarar
Góður hópur hjá Rope Yoga Setrinu

frettabref76.png
Kennarar Rope Yoga Setursins eru áhugaverðir einstaklingar sem koma úr ýmsum áttum okkar ágæta samfélags. Þau eiga það öll sameiginlegt að vera hress og full af orku og lífsgleði. Það sem einkennir flesta Rope Yoga kennara er áhuginn á heilbrigðum lífsstíl. Þau eiga þess vegna góð ráð fyrir þátttakendur á námskeiðunum og við hvetjum ykkur til þess að vera virk og óhrædd við að spyrja og leita ráða um heilbrigðan lífsstíl. Framvegis munum við kynna þetta ágæta fólk fyrir lesendum fréttabréfsins!
 
Ása Óskars er Rope Yoga kennari
Hún kennir byrjendanámskeið í Rope Yoga Setrinu í haust
 
Ása Óskars Rope Yoga kennari
Ég heiti Ásgerður M. Óskarsdóttir, er 43 ára og starfa sem flugfreyja hjá Icelandair. Ég lauk Rope yoga kennaranámskeiði í apríl s.l. og byrja að kenna á byrjendanámskeiði núna í haust og hlakka mikið til!! Sjálf fæ ég mikið út úr því, bæði andlega og líkamlega, að stunda Rope Yoga/Glo Motion og hvet því sem flesta til þess að prufa. Málið er að þetta verður bara betra með árunum, aldrei stöðnun, maður er alltaf að læra e-ð nýtt. Fyrir mér er Rope Yoga og ekki síst Rope Yoga heimpekin punkturinn yfir i-ið varðandi mínar pælingar og lífsstíl, undanfarin mörg ár.

Fyrir utan langvarandi áhuga á heilsu og næringu, andlegri og líkamlegri, og hvernig það tvennt tvinnast saman hef ég mikið yndi af fuglaskoðun,ferðalögum, bæði innlands og utan, fólki og ítölsku.

Í morgunmat verður oftast heimagerð möndlumjólk með frosnum berjum og kími fyrir valinu, matskeið af hörfræolíu og teskeið af grænni súperfæðu.

Haustið og veturinn líta spennandi út hjá mér með kennslu í Rope Yoga og ítölskunámi, bæði hér heima og í Róm, efst á blaði.
Krakkajóga í fullum gangi - skemmtilegt
Enn er opið fyrir skráningu, nokkur pláss laus

frettabref76.png
Aðalheiður Jensen leikskólakennari og Rope Yoga kennari verður með skemmtilegt námskeið fyrir öll börn sem finnst gaman að prófa nýja hluti. Þau fá að njóta sín á eigin forsendum í skemmtilegum leikjum þar sem farið verður í jógastöður, slökun, teygjur, öndunaræfingar, samhæfingarleiki, dans og margt fleira.

Börnin læra að vinna saman, þekkja mun á spennu og slökun, vanlíðan og vellíðan, ró og hraða og hvernig þau geta haft áhrif á líðan og umhverfi.

Nánari upplýsingar og skráning í Rope Yoga Setrinu við Engjateig í síma 535-3800.
 
Svefnskortur eykur streitu
Svefn er lífsnauðsynlegur og hefur áhrif á líðan okkar

Svefnlaus konaNú þegar haustið gengur í garð í öllum sínum ljóma byrja skólarnir á fullu og álag eykst á mörgum vinnustöðum. Því er mikilvægt að fara inn í haustið og veturinn með nokkur atriði í huga. Nýlegar rannsóknir sýna að streita veldur mun meiri svefnröskun heldur en t.d. áfengisneysla, koffínneysla eða önnur misheilbrigð iðkun.

Fylgikvillar svefnröskunar eru m.a. veikara ónæmiskerfi, aukin hætta á hjartasjúkdómum og þyngdaraukning. Þá eru ótaldir aðrir fylgikvillar eins og atvinnuleysi, áfengis- og lyfjaneysla, almenn vanlíðan og vangeta til þess að takast á við verkefni í daglegu lífi.

Hvað er til ráða? Sleppa neyslu koffíndrykkja eftir klukkan fjögur á daginn, stunda líkamsrækt af einhverju taki 2-3 sinnum í viku og fara í göngutúra á hverjum degi. Mikilvægt er að vera ábyrgur í fæðuvali, borða ávexti, grænmeti og drekka vatn. Fyrir þau sem vilja taka vítamín eða bætiefni þá er mjög róandi að taka magnesíum á kvöldin, það er bæði gott fyrir geðheilsuna og slakar á vöðvum líkamans.
Rope Yoga æfingakerfi á DVD
Lærið æfingarnar og verið betur undirbúin á námskeiðum

Sérstaklega vandaður DVD diskur með ítarlegum leiðbeiningum um notkun á Rope Yoga kerfinu. Allar æfingar sýndar frá mörgum hliðum á réttum hraða undir leiðsögn Guðna Gunnarssonar (höfundar kerfisins).

Myndataka fór fram í Los Angeles á strönd sem heytir Syccamore og er nokkrar mílur vestan við Malibu ströndina.

Framleiðandi er Guðlaug Pétursdóttir, leikstjóri Ron Hamad, tónlist er eftir Atla Örvarsson og klippingu annaðist Elf produtions.

Verð aðeins 2.995 kr.

Smelltu hér til þess að kaupa á hreysti.is
 
Ásetningur okkar
Við hjá Rope Yoga Setrinu höfum eftirfarandi að leiðarljósi
 
Það er einlægur ásetningur starfsmanna Rope Yoga setursins að móta heilnæma og friðsæla umgjörð um hug og heilsurækt, þar sem hver einstaklingur upplifir þá kærleiksríku hvatningu og innblástur sem hann þarf til að kynnast sínum innsta kjarna. Skapa andrúmsloft þar sem þátttakandinn vaknar til vitundar, tekur ábyrgð og tileinkar sér eiginleika leiðtogans með heildrænni lífssýn.
 
Við leggjum áherslu á að rækta hugarástand þakklætis með starfsemi okkar og teljum að með því að laða fram og birta það dýrmæta og fallega í hverjum iðkanda séum við að inna af hendi mikilvæga þjónustu til handa samfélagi okkar allra.
 
Það sem við sjáum og upplifum er sá raunveruleiki sem við sköpum og ræktum. Reynslan hefur kennt okkur að viljum við breyta aðstæðum þá þurfum við fyrst að breyta eigin viðhorfum og viðmóti. Í þeim einfalda sannleika liggur vissa okkar um virkni Ropeyoga í fegurri og kærleiksríkari heimi.

Lifandi Næring með lífræna næringu og umhverfisvænan varning sem nærir og styður ásetning viðskiptavina. Við leggjum áherslu á náttúruleg efni og  endurvinnslu.

 
Rope Yoga Setrið
 
Engjateigi 17-19,
105 Reykjavík,
Rope Yoga Setrið
535-3800
Í þessu fréttabréfi...
Ný námskeið - skráðu þig!
Byrjaðu daginn vel
Guðni fjallar um mikilvægi þess að eldast vel
Husk bætir meltinguna
6 vikna orku- og aðhaldsnámskeið
Eftir barnsburð fyrir mæður og nýbura
Góður hópur kennara
Ásgerður M. Óskarsdóttir
Krakkajóga - Nokkur pláss laus!
Svefnskortur eykur streitu
Rope Yoga æfingakerfi
Skráðu þig á námskeið!
Smelltu hér!

Nýr vefur! Nýtt útlit!

Skoðaðu matseðil dagsins á glo.is

 glo logo

Fékkstu þennan póst sendan frá öðrum? Skráðu þig á póstlistann okkar núna. Smelltu hér!


Sparaðu 10% á Gló
Allir sem stunda Rope Yoga eða Gló Motion í Rope Yoga Setrinu við Engjateig fá 10% afslátt af réttum dagsins alla daga á Gló. Með þessu er verið að ýta undir heilbrigðan lífstíl iðkenda Rope Yoga. Nýttu þér afsláttinn og komdu á Gló í hádeginu til þess að gæða þér á ljúffengum réttum og lifðu í velsæld.