Kæru vinir!
Mig langar að minna ykkur á fyrirlestur á miðvikudagskvöldið þar sem við förum í ásetning næringar og hvernig þú nærð fram hámarks brennslu.
Ný námskeið eru að hefjast í næstu viku, nú er rétti tíminn til að skrá sig og veita líkama og sál athygli. Við hlökkum til að sjá þig og hvetja til dáða!
Nánari upplýsingar og skráning á heimasíðunni RopeYogaSetrid.is
Með kærleikskveðju og þakklæti, Guðni Gunnarsson Rope Yoga Setrið
|
Ásetningur næringar - hámarks brennsla
Fyrirlestur á miðvikudagskvöldið, verð aðeins 1.950 kr.
 Guðni Gunnarsson heldur fyrirlestur 23. september, kl. 19.10 um
ásetning næringar og hvernig þú getur tryggt hámarks brennslu og orku.
Fyrirlesturinn fjallar meðal annars um hvernig við veljum næringu sem
þjónar ásetningi okkar meðvitað eða ómeðvitað. Námskeiðið hefst þriðjudagskvöldið 23. september og fer fram í Rope Yoga Setrinu, Listhúsi við Engjateig 17 í Laugardal. Skráðu þig núna, smelltu hér!
|
Ný námskeið hefjast 28. og 29. september
Það er einfalt að skrá þig, kláraðu málið á netinu núna!
|
Hvernig Rope Yoga er frábrugðið öðru yoga
- Guðni fjallar um hvernig Rope Yoga er heildrænt kerfi
 "Frá upphafi hefur Rope Yoga verið hugsað sem heildrænt kerfi sem veitir iðkandanum þann stuðning og þau verkfæri sem hann vill nýta sér til fullkominnar velsældar. Það er byggt á kenningum Hatha yoga en er með sjálfstæða heimspeki. Yoga þýðir eining og markmiðið með yoga er að ná jafnvægi milli líkama, hugar, tilfinninga og sálar. Mismunandi tegundir yoga beita mismunandi aðferðafræði. T.d. gengur Bhakti yoga út á tilbeiðslu hjartans. Karma yoga gengur út á orsakafræði, að taka ábyrgð á sinni tilvist og vita að orsök og afleiðing eru samverkandi þættir. Raja yoga gengur út á að rækta hugann með hugleiðslu, ná stjórn á hugarbylgjunum og öðlast frelsi. Rope Yoga er samtvinnað þessum nálgunum í yoga, þar sem bestu þættir þessara iðkana hafa verið settir fram í einu kerfi. Það sem aðgreinir Rope Yoga sérstaklega frá Hatha yoga er þessi beina kviðnálgun. Hreyfingarfræðin eru önnur, vegna þess að ég gerði mér grein fyrir því að nútíma maðurinn á mjög erfitt með að virkja kviðinn. Ef við tökum fyrir þessar hefðbundnu kviðæfingar sem fólk iðkar reglulega, t.d. uppsetur þar sem fólk rykkir í hálsvöðvana þegar höfuðið fer á undan, hálsvöðvarnir rykkja í bakvöðvana og á sama tíma er vogarafli beitt sem tekur á fótleggjum og mjaðmagrindarvöðvum. Öll þessi hreyfing rykkir síðan í neðra bakið. Þar sem yoga þýðir eining, vildi ég búa til kerfi sem vinnur úr innsta kjarna manneskjunnar andlega, líkamlega, huglægt og tilfinningalega. Ég vildi búa til kerfi sem væri ekki að rykkja í vöðva og stoðkerfi líkamans, heldur vinna með líkamann í flæði, styrkja hann og efla. Með því að njóta aðstoðar bandanna þá getur maður byrjað að læra að sleppa fótleggjunum sem eru undirstaða okkar tilvistar líkt og stofninn sem stendur undir trénu. Um leið og við byrjum að slaka á fótleggjunum komumst við fram hjá mjaðmagrindarvöðvunum og inn í kviðinn. Þannig sleppum við því að virkja bakið og aðra stoðvöðva eins og háls og herðar. Þetta gefur iðkandanum möguleika á að ná djúpt inn í kviðinn og efla virkni í kviðvöðvunum. Þessi iðkun með kviðvöðvana örvar meltingu og úrvinnslu á næringarefnum sem veitir líkamanum meiri orku, auk þess þjálfast öll líffæri og við styrkjum sogæðakerfið og þindina. Í kringum þessi líffæri og vöðva eru allar forsendur orkumyndunar í líkamanum. T.d. er sogæðakerfið holræsakerfi líkamans og með því að örva virkni þess með djúpöndun og vöðvasamdrætti erum við að gera það mun skilvirkara. Það er jafn mikilvægt að losa og að innbyrða. Bæði þvagfæri og ristill verða fyrir mikilli örvun og hvatningu og öll losun verður skilvirkari, þar með öll orku- og hringrásarvinnsla líkamans. Í Rope Yoga eru böndin fyrsta stig nálgunar. Í framhaldi af þeim förum við í flæðisæfingar sem leggja áherslu á kjarna líkamans. Því næst er farið í öndunaræfingar sem eru sérstaklega hannaðar með þennslu og útvíkkun lungna í huga. Gerðar eru stöðuæfingar og superbrain yoga æfingar og loks er áhersla lögð á teygjur eftir að kviðæfingum lýkur. Líkamlega er þetta önnur nálgun vegna þess að við njótum aðstoðar bandanna. En Rope Yoga er með heimspeki sem byggir á sjö skrefum. Þau nefnast skrefin sjö til velsældar þar sem iðkandanum er gerð grein fyrir persónulegri ábyrgð í tilverunni og vísar til þess að við getum lært að vera leiðtogar eða slys. Rope Yoga gefur m.a. þann skilning að það er engin spenna í meðvitundarlausum manni. Það þýðir að enginn ótti, samdráttur eða sársauki er í holdi nema það séu viðhorf eða skoðun að baki. Þetta er það sem við erum fyrst og fremst að vinna með, viðhorf okkar og skoðanir. Rope Yoga er hannað þannig að það er virðing fyrir því að þú ert fullkomin(n) eins og þú ert núna. Til þess að viðhalda þeirri einingu, þá þurfum við að veita öllum þáttum okkar tilvistar sömu athygli, alúð og virðingu. Þú ert orka og ræður því hvernig þú ferð með hana." Smelltu hér til að sækja Lífsráðgjafann endurgjaldslaust, þar getur þú lesið um þrepin sjö til velsældar!! |
Marie Diamond Feng Shui meistari á Íslandi
Fyrirlestur 1. okt og námsstefna 3. okt - www.fengshui.is
|
Hörfræ með morgunmatnum - Súperfæða
Pakkfull af næringu og andoxunarefnum
 Þrátt fyrir að hörfræin séu lítil og nett, þá eru þau gríðarlega næringarrík. Þau eru pakkfull af næringu og eflaust næringarríkasta fæða sem þú finnur í náttúrunni ef miðað er við stærð fræjanna. Hörfræ innihalda mikið af trefjum, vítamínum, andoxunarefnum og Omega 3 fitusýrum en mjög lítið af kolvetnum. Þess vegna eru hörfræ tilvalin fyrir þá sem eru að takmarka kolvetnisneyslu, auka trefjaríka og andoxunarríka fæðu. Trefjarnar eru sérstaklega góðar fyrir ristilinn og örva þar með meltinguna til muna og hjálpa til við losun fæðunnar úr líkamanum. Auk þess eru hörfræ saðsöm, því er algengt að þau sem eru að grenna sig finnist hörfræ minnka hungurtilfinningu. |
Gló Motion Plús - Ný varanleg lausn
Stundaðu Gló Motion og farðu á orku- og aðhaldsnámskeið
 Við bjóðum nú upp á nýjan valkost fyrir iðkendur í Gló Motion Flex og Basic. Með því að skrá þig í Gló Motion Plús ferðu á 6 vikna orku- og aðhaldsnámskeið á sama tíma eða í beinu framhaldi af ástundun í Gló Motion. Þetta er tilvalinn kostur fyrir þá sem vilja taka æfingarnar föstum tökum og fá ríkulegan stuðning og fræðslu í mataræði og næringarsálfræði. Skráðu þig strax á Gló Motion Plús 90 mín. námskeið sem hefst 28. september, eða Gló Motion Basic Plús 70 mín sem hefst 14 september.
|
Hvernig er sýrustig líkamans?
Bakteríur þrífast ekki í líkama með ph gildið í jafnvægi
Dr. Robert O. Young hefur framkvæmt ítarlegar rannsóknir á ph gildi þeirrar fæðu sem við neytum í daglegu lífi. Hann telur að orsök sjúkdóma felist í ójafnvægi á sýrustigi líkamans, þ.e. að of hátt sýrustig sé skaðvaldur. Dr. Young heldur því fram að hefðbundin líffræði sem byggir m.a. á kenningum Louis Pasteur frá 18. öld gangi út á að sjúkdómar orsakist af bakteríum sem koma inn í líkamann okkar. Dr. young hefur hins vegar komist að því að þegar sýrustig líkamans er í jafnvægi, þá þrífast bakteríur ekki og ná ekki fótfestu í líkamanum. Hann telur jafnframt að sýrustigið hafi áhrif á hverja einustu frumu líkamans, sem veldur eyðileggingu m.a. á blóðrásar- og taugakerfinu svo dæmi séu tekin. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um rannsóknir og lausnir Dr. Young á netinu. Vefsíða Dr. Robert O. Young er phmiracleliving.com
|
Uppskrift frá Sollu hjá Himnesk.is
Engifer- og apríkósuhristingur er næringarríkur og hollur

Þessi hristingur er sérstaklega örvandi fyrir meltinguna.
100 g apríkósur vatn 2 cm biti af afhýddri engiferrót 1/4 tsk. malaður kanill 1/4 tsk. malaðar kardimommur 1 negulnagli 250 ml engiferdrykkur, úr heilsuhillunni 1 tsk. sítrónusafi
Setjið apríkósurnar í pott og látið vatnið rétt fljóta yfir og
setjið síðan engiferrótina heila og afhýdda útí ásamt kanil,
kardimommum og negulnagla. Sjóðið í 15 mín. Þegar apríkósurnar eru
soðnar fjarlægið þið negulnaglann og engiferrótina, hellið vatninu af
og geymið það en setjið apríkósurnar í matvinnsluvélina og maukið.
Bætið engiferdrykknum rólega útí ásamt sítrónusafa og þynnið. Ef þið
viljið þynna hristinginn meira er gott að nota vatnið af apríkósunum
eða aðeins meira af engiferdrykk.
Við þökkum Sollu kærlega fyrir og hvetjum lesendur til þess að skoða heimasíðuna Himnesk.is þar sem er að finna fjölda dásamlegra uppskrifta |
Nærðu líkama og sál á Gló
Komdu við í hádeginu og nærðu velsæld
Veitingastaðurinn Gló í Listhúsi býður upp á ljúffenga og holla rétti úr úrvals hráefni. Þegar þú kemur á Gló færðu hlýjar mótttökur brosandi starfsfólks sem tekur sér tíma til þess að aðstoða þig við að velja rétti sem henta þér hverju sinni. Þú færð alltaf hollt og gott að borða hjá okkur.
Lögð er áhersla á góða þjónustu og notalegt umhverfi á meðan þú borðar eftirlætis heilsuréttinn þinn. Skoðaðu heimasíðu Gló þar sem þú finnur m.a. matseðil dagsins.
Ef þú ert á hraðferð getur þú tekið kræsingarnar með þér.
Smelltu hér til þess að skoða Glo.is
|
Rope Yoga kennarar
Góður hópur hjá Rope Yoga Setrinu
Kennarar Rope Yoga Setursins eru áhugaverðir einstaklingar sem koma úr ýmsum áttum okkar ágæta samfélags. Þau eiga það öll sameiginlegt að vera hress og full af orku og lífsgleði. Það sem einkennir flesta Rope Yoga kennara er áhuginn á heilbrigðum lífsstíl. Þau eiga þess vegna góð ráð fyrir þátttakendur á námskeiðunum og við hvetjum ykkur til þess að vera virk og óhrædd við að spyrja og leita ráða um heilbrigðan lífsstíl. Framvegis munum við kynna þetta ágæta fólk fyrir lesendum fréttabréfsins!
|
Ásgerður Sveinsdóttir er Rope Yoga kennari
Hún kennir Rope Yoga hjá Elín.is
 Ásgerður Sveinsdóttir er Rope Yoga kennnari og íslenskufræðingur og hefur stundað Rope Yoga síðan árið 2006 og einnig kynnt sér aðrar tegundir yoga. Hún hefur kennt Rope Yoga hjá Elínu.is og hefur mikla og góða reynslu af að vinna með fólki, meðal annars með blindum og sjónskertum einstaklingum. Ásgerður er mikil áhugamanneskja um útvist, fjallgöngur, nátturuvernd og veiði. |
Halldóra Geirharðsdóttir leikkona "fann frelsi"
... til að vera samferða sjálfri sér og mæta kvíðalaus!

Í gegnum tíðina hef ég verið líkamsræktar og leikfimi drop-out, af því ég hef alltaf gert allt með slíku offorsi að ég keyri mig í klessu, stenst aldrei eigin kröfur og er stöðugt óánægð með að gera ekki MEIRA. Í Ropeyoganu hef ég fundið frelsi til að vera samferða sjálfri mér, mæti kvíðalaust í alla tíma... og mig langar!!! (það er nýtt)
Ég fann strax að á bakvið æfingarnar lá heillandi heimspeki eða lífssýn, því fór ég á námskeið hjá Guðna sem heitir Lífsfærni. Ofsalega fannst mér gaman, ég fylltist bjartsýni, fékk andlegan kraft, sem nýttist strax inní líf mitt og gerði Ropeyoga æfingarna dýpri, þær urðu partur af miklu stærra samhengi.
Að finna tilgang alls sem ég geri, þá á ég eldsneiti sama hvað kemur uppá. Að vera minn besti vinur. Að átta mig á hvar ég er að ýta á "snús" takkann í lífi mínu.. hverju er ég að slá á frest.. langar mig að fara á fætur.. ? Ef ég veit tilhvers, hef tilgang, þá er ekkert mál "að vakna". Ég mæli hiklaust með þessari líkamlegu og andlegu uppbyggingu.
Mjúkt og kærleiksríkt. Halldóra Geirharðsdóttir leikkona.
|
Ásetningur okkar
Við hjá Rope Yoga Setrinu höfum eftirfarandi að leiðarljósi
Það er einlægur ásetningur starfsmanna Rope Yoga setursins að móta heilnæma og friðsæla umgjörð um hug og heilsurækt, þar sem hver einstaklingur upplifir þá kærleiksríku hvatningu og innblástur sem hann þarf til að kynnast sínum innsta kjarna. Skapa andrúmsloft þar sem þátttakandinn vaknar til vitundar, tekur ábyrgð og tileinkar sér eiginleika leiðtogans með heildrænni lífssýn.
Við leggjum áherslu á að rækta hugarástand þakklætis með starfsemi okkar og teljum að með því að laða fram og birta það dýrmæta og fallega í hverjum iðkanda séum við að inna af hendi mikilvæga þjónustu til handa samfélagi okkar allra.
Það sem við sjáum og upplifum er sá raunveruleiki sem við sköpum og ræktum. Reynslan hefur kennt okkur að viljum við breyta aðstæðum þá þurfum við fyrst að breyta eigin viðhorfum og viðmóti. Í þeim einfalda sannleika liggur vissa okkar um virkni Ropeyoga í fegurri og kærleiksríkari heimi.
Lifandi Næring með lífræna næringu og umhverfisvænan varning sem nærir og styður ásetning viðskiptavina. Við leggjum áherslu á náttúruleg efni og endurvinnslu. |
Rope Yoga Setrið
Engjateigi 17-19, 105 Reykjavík, Rope Yoga Setrið 535-3800 | |
Skráðu þig á námskeið! |
Smelltu hér!
|

Skoðaðu matseðil dagsins á glo.is |
 |
|