Kæru vinir!
Senn líður að jólum, við hvetjum ykkur til þess að halda áfram að hugsa vel um sál og líkama í jólaösinni framundan. Jólin eru tími velsældar og hamingju, tryggðu að þú gefir þínum nánustu ást og umhyggju með því að vera til staðar.
Ég vil hvetja ykkur til þess að taka þátt í könnun um tímasetningar námskeiða o.fl. Skráning á námskeið fer fram á heimasíðunni RopeYogaSetrid.is og í síma 535-3800.
Munið að skrá ykkur á námskeið áður en þið mætið!
Með kærleikskveðju og þakklæti, Guðni Gunnarsson Rope Yoga Setrið
|
Ný námskeið hefjast strax á nýju ári
Ekki fresta skráningu, kláraðu málið á netinu núna!
|
Guðni, hvað þýðir einlægni og af hverju er hún mikilvæg?
 "Einlægni þýðir nánd, að koma fölskvalaust fram, vera sannur og segja satt. Einlægni í öllu sínu veldi þýðir að vera uppljómaður, það er fölskvalaus ást, að vera fullkomlega til staðar í augnablikinu án væntinga eða verkefnis. Þetta er mjög misskilið. Við búum í samfélagi þar sem fólk skilur varla íslensku þegar kemur að ákveðnum orðatiltækjum. Fólk skilur ekki að höfnun þýðir að vera fjarverandi, að afneita augnablikinu og sjálfum sér, neita sér um ást og einlægni og kærleika og blíðu. Þegar maður talar um ást við fólk verður það oft á tíðum skelkað. Það skilur ekki að ást er blíða, nánd, kærleikur, umhyggja og fyrst og fremst virðing gagnvart sjálfum sér á því augnabliki. En til þess að maður geti upplifað ást almennt þarf maður að hafa valið að elska og rækta það blóm eða ljós. Þegar maður skoðar einlægni þá er gott að horfa á orðið nánd. Nánd þýðir að vera í nálægð við hjartað og sálina, þegar maður leyfir sér að vera algjörlega opinberaður án þess að taka afstöðu eða vera gagnrýninn, þá er maður í augnabliki sem maður kallar uppljómun. Maður getur hins vegar aldrei farið inn í nánd með öðrum ef maður getur ekki leyft sér nánd með sjálfum sér. Við erum alltaf fordæmið, við þurfum að vera farartæki augnabliksins. Þú getur aldrei fengið neitt annað en þú getur skapað sjálfur. Ef þú ætlast til að aðrir búi til einlægni og nánd gagnvart þér, þá ertu farinn að gera væntingar sem fá ekki staðist. Þá ertu farinn að gera kröfur og það eina sem þú upplifir eru kröfur á móti. Fólk sækir í sjálft sig í öðrum, það laðar að sér þá tíðni sem það er á, það er ekkert rétt eða rangt. Það eru bara viðhorf og afstöður. Skoðum mann sem hefur ekki áttað sig á því að hann er ekki hugsanir sínar, lifir í efa, ótta, höfnun og kvíða frá morgni til kvölds. Þegar maður segir honum í fyrsta skiptið að hann hafni sér 800 sinnum á dag fer hann í vörn og afneitun. Sársaukinn sem við þekkjum er miklu þægilegri en sársaukinn sem við óttumst. Stöðugi efinn og kvíðinn er höfnun, þegar maður efast, þá treystir maður ekki og þá er maður að hafna. Svo þegar hann áttar sig á þessu og byrjar að elska í stað þess að hafna, þá sér hann hvað hann hefur lifað í mikilli lygi. Fólk skrökvar að sjálfu sér og öðrum að meðaltali 17 sinnum á klukkustund. Hvernig fer það með okkur þegar við segjum ekki satt og erum ekki í einlægni gagnvart sjálfum okkur? Vissulega erum við að vinna að því að vera alltaf einlæg, að vera ekki að ljúga eða blekkja sjálfan sig og umhverfið um hver maður er. Allt sem þú veitir athygli vex og dafnar. Ef þú hefur áhyggjur af börnunum þínum, þá ertu að næra óttann. Flest okkar erum að hugsa um það sem við viljum ekki. Byrjunin er að elska sig samt, ég byrja alltaf á því að elska mig samt þegar ég stend mig að því að vera ekki til staðar." Smelltu hér til þess að fá bókina Lífsráðgjafann án endurgjalds! Þú getur lesið allt um skrefin 7 til velsældar |
Taktu þátt í könnun Rope Yoga Setursins
Þrír heppnir fá málsverð á veitingastaðnum Gló
 Við viljum bæta þjónustuna við ykkur kæru vinir með því að gefa ykkur kost á því að segja okkur á hvaða tímum ykkur hentar að mæta. Eins erum við með hugmyndir um ný námskeið, nýtt ár mun verða skemmtilegt og spennandi í Setrinu. Smelltu hér til þess að taka þátt eða afritaðu neðangreinda slóð inn í vafrann þinn http://survey.constantcontact.com/survey/a07e2n0fj84g2db7dxz/start
|
Tor Einar Olaisen heldur fyrirlestur um pH kraftaverkið í Rope Yoga Setrinu
Fer fram 1. desember kl. 20 - aðgangur er gjaldfrjáls
Þann 1. des. kl. 20.00 heldur Tor Einar Olaisen, norskur
blóðgreinir (bloodanalyser) fyrirlestur um blóðgreiningu og pH
kraftaverkið. Ef þú þjáist af þreytu,
leti, veikindum,orkuleysi,eða offitu þá gæti þetta verið áhugavert fyrir þig.
Tor Einar er lærður microchopist og næringarráðgjafi frá Dr.
Robert Young, The pH Miracle Center.
Dr. Young er örveru og lífefnafræðingur og höfundur "The New
Biology"® Hann hefur rannsakað áhrif sýrumyndandi og basísktmyndandi fæðu á mannslíkamann í
u.þ.b 30 ár.
Hvað ef upphaf allra sjúkdóma er of hátt sýrustig? Hvað ef heilbrigði felst í því að lækka
sýrustigið?
Fyrirlesturinn verður haldin í stóra sal Rope Yoga setursins
1.des. nk. Kl. 20.00
Skráning: Sendið tölvupóst með nafni og símanúmeri á
netfangið: phlifstill@gmail.com
Verð: Fyrirlesturinn
er gjaldfrjáls.
Hægt
verður að skrá sig í blóðgreiningu hjá Tor Einari á fyrirlestrinum eða í síma
864 3580. |
Gló hefur opið á laugardögum í vetur
Komdu við í hádeginu og nærðu velsæld
Veitingastaðurinn Gló í Listhúsi býður upp á ljúffenga og holla rétti úr úrvals hráefni. Þegar þú kemur á Gló færðu hlýjar mótttökur brosandi starfsfólks sem tekur sér tíma til þess að aðstoða þig við að velja rétti sem henta þér hverju sinni. Þú færð alltaf hollt og gott að borða hjá okkur.
Lögð er áhersla á góða þjónustu og notalegt umhverfi á meðan þú borðar eftirlætis heilsuréttinn þinn. Skoðaðu heimasíðu Gló þar sem þú finnur m.a. matseðil dagsins.
Ef þú ert á hraðferð getur þú tekið kræsingarnar með þér.
Smelltu hér til þess að skoða Glo.is
|
Molar um ofurfæðu frá Sollu hjá himnesk.is
Það er mikilvægt að næra sig af ást og umhyggju
 Ofurfæða er fæða framtíðarinnar. Það sem ofurfæða hefur framyfir aðra fæðu er að hún er náttúruafurð, inniheldur margfalt magn næringarefna á við aðrar náttúruafurðir og er einstaklega holl fyrir líkamann. Solla er með nokkra punkta um næringarríkustu afurðir náttúrunnar. Gojiber = Þetta eru lítil rauð
ílöng ber. Margir vilja meina að þetta séu lang næringarríkustu berin.
Þau eru mjög bragðgóð og stútfull af andoxunarefnum.
Kakóbaunin + Kakó"nibs" =
Kakóbaunin var af Maya Indíánum og Aztecum notuð sem gull í staðin
fyrir peninga. Baunin er full af frábærri næringu fyrir kroppinn s.s.
andoxunarefnum, magnesium, járni, krómi, zinki, kopar, c-vítamíni,
omega 6 fitusýrum, tryptophan, serotonin, trefjum o.fl.
Maca rótin = Þekktust þegar
búið er að mala hana og er hún þá ljósdrappað duft. Hún eykur frjósemi,
hjálpar konum á breytingarskeiðinu og gefur sérlega mikla og jafna orku.
Chlorella og spirulina = Eru
oftast í grænu dufti eða litlum grænum töflum. Sérlega mikið af
andoxunarefnum, inniheldur jafn mikið járn og rautt kjöt, styrkir
blóðið og bústar upp ónæmiskerfið.
Bee Pollen = Lítil gul og
brúnleit korn. Eru talin vera best faldi fjársjóður náttúrunnar. Það
hafa verið skrifaðar heilu bækurnar og kverin um þetta undra efni. Oft
er talað um Bee Pollenið sem hina fullkomnu næringu. Það inniheldur
alla þá næringu sem kroppurinn þarf á. Þau eru sagður einn besti
B-vítamíngjafi sem völ er á.
|
Rope Yoga kennarar
Góður hópur hjá Rope Yoga Setrinu
Kennarar Rope Yoga Setursins eru áhugaverðir einstaklingar sem koma úr ýmsum áttum okkar ágæta samfélags. Þau eiga það öll sameiginlegt að vera hress og full af orku og lífsgleði. Það sem einkennir flesta Rope Yoga kennara er áhuginn á heilbrigðum lífsstíl. Þau eiga þess vegna góð ráð fyrir þátttakendur á námskeiðunum og við hvetjum ykkur til þess að vera virk og óhrædd við að spyrja og leita ráða um heilbrigðan lífsstíl.
|
Ásgerður Sveins er Rope Yoga kennari
Hún kennir Rope Yoga byrjendanámskeið hjá Elin.is

Ég heiti Ásgerður
Sveinsdóttir og er 45 ára íslenskufræðingur. Ég lauk kennaranámskeiði í Rope Yoga síðastliðinn
vetur og hef verið að kenna síðan þá. Í sumar kenndi ég byrjendanámskeið í Rope
Yoga hjá Elínu.is og kenni þar núna á hverjum degi. Ég starfa einnig í
Tækniskólanum á skrifstofu skólans og síðasta vetur hóf ég meistaranám í Háskóla
Íslands í ritstjórn og útgáfu.
Fyrir utan sívaxandi áhuga
minn á jóga og öllu sem því tengist hef ég mikinn áhuga á útvist og veiði. Ég
stunda stangveiðar og er að byrja að kynnast skotveiðinni. Ég á veiðihund sem
verið er að þjálfa til fuglaveiða og eyði því miklum tíma úti í náttúrunni uppi
á heiði. Ég hef líka mjög gaman af fjallgöngum og gönguferðum almennt, hvort
sem er vopnuð eða óvopnuð. Umhverfismál skipta mig miklu máli og á síðustu árum
hef ég breytt um lífstíl í átt til umhverfisvænna lífs með litlu átaki en
miklum árangri.
Mataræði mitt samanstendur
af fjölbreyttum mat en áherslurnar eru á ávexti og grænmeti og allt sem talist
getur lífrænt, ferskt og nýtt. Fátt þykir mér betra á morgnana en að fá mér
ávaxtadrykk (smothie) sem ég bý til sjálf í mixaranum mínum. Vegna Rope Yoga þá
breyttust lífshættir mínir sem gerðist vegna þess að ég vil sjálfri mér vel og
hef hugsað mér að axla þá ábyrgð að koma vel fram við sjálfa mig. En ég hef líka lært að setja mér markmið og
þess vegna er alltaf eitthvað spennandi framundan.
Ég sé fyrir mér í
framtíðinni að helga mig kennslu í jóga og stefni á að stuðla að útgáfu bóka um
jóga og annað sem getur gefur betri líðan og bætt umhverfi. Rope yoga hefur haft mikil áhrif á líf mitt, líkama
og huga og ég er betur á mig komin en ég hef nokkru sinni verið.
|
Hundruð milljónir evra í lífræna ræktun
Evrópuráðið veitir 700 milljónum í rannsóknir
Niðurstöður viðamikillar könnunar á vegum Evrópuráðsins sýna að rannsóknir í lífrænum matvælaiðnaði skila okkur betri fæðu. Niðurstöður rannsóknanna styðja fyrri rannsóknir um að lífrænt ræktaðar afurðir eru næringarríkari en hefðbundin "ólífræn" ræktun. Eins kemur fram að verið er að bæta aðbúnað dýra sem alin eru til framleiðslu afurða, ekki eingöngu vegna kröfu neytenda, heldur til þess að fá betri afurðir. Meira en 700 milljónum evra hefur verið varið í rannsóknir á lífrænni ræktun, fiskeldi og aðbúnaði dýra. Með þessari fjárveitingu er Evrópuráðið að tryggja neytendum betri afurðir. Mynd er af bónda sem stundar lífræna ræktun í Evrópu. Hægt er að kaupa lífrænt ræktað beint af akrinum með því að smella hér. |
Himnesk uppskrift frá Sollu
Glútenlaus kaka m/súkkulaðikremi - sjáðu fleiri á himnesk.is

1 b sojamjólk 1/3 b kaldpressuð kókosolía* 3/4 b agave sýróp* 2 tsk vanilluduft* 1/4 tsk möndludropar 1/4 b tapioka mjöl 2 msk möluð hörfræ* 1/3 b maísmjöl 1/3 b möndlumjöl* (mjög fínt malaðar möndlur í matvinnsluvélinni) 1/2 b hrísgrjónamjöl 1/2 b kínóamjöl (þú getur malað kínóa sjálf í kaffikvörn) 2 1/2 tsk vínsteinslyftiduft* 1/4 tsk himalaya eða sjávarsalt hitið ofninn í 180*C
setjið sojamjólk, kókosolíu, agavesýróp, vanilluduft og möndludropa í matvinnsluvél eða hrærivél og blandið vel saman blandið þurrefnunum saman í skál og bætið varlega útí hina blönduna. Setjið í smurt kökuform eða í muffinsform og bakið í 20 - 25 mín við 180*C eða þar til þetta er orðið alveg gegnum bakað
súkkulaðikrem: 1 dl hreint kakóduft* 1 dl kaldpressuð kókosolía* 1/2 dl agavesýróp*
Hrærið öllu saman í skál eða matvinnsluvél og hellið yfir kökuna (muffins) þegar hún er orðin alveg köld
Við þökkum Sollu kærlega fyrir þessa uppskrift og hvetjum ykkur að skoða fleiri á himnesk.is |
Ásetningur næringar - hámarks brennsla
Fyrirlestur 20. janúar 2010
 Guðni Gunnarsson heldur fyrirlestur um ásetning næringar og hvernig þú getur tryggt hámarks brennslu og orku. Fyrirlesturinn fjallar meðal annars um hvernig við veljum næringu sem þjónar ásetningi okkar meðvitað eða ómeðvitað.
Námskeiðið hefst miðvikudagskvöldið 20. janúar kl. 19.10 og fer fram í Rope Yoga Setrinu, Listhúsi við Engjateig 17 í Laugardal.
|
Horfið á fyrirlestur Guðna á TEDx
Fyrirlestur á Youtube um ábyrgð og athygli
 TEDx Reykjavík fór fram á dögunum þar sem Guðni Gunnarsson var á meðal fyrirlesara. Hann talaði m.a. um ábyrgð, af hverju við höfnum okkur 800 sinnum á dag, "þegar veikina" og mikilvægi þess að elska sjálfan sig. Af hverju efumst við og höfnum okkur 800 sinnum á dag? Af hverju þjáumst við af þráhyggju og kvíða? Af hverju erum við alltaf að bregðast við, í stað þess að velja viðbragð?
Guðni talaði líka um kreppuna og mikilvægi viðhorfa á þeim tímum sem við erum að ganga í gegnum. Fyrirlestur Guðna er um 17 mínútur og hvetjum við alla til þess að skoða viðtalið og gefa því einkunn á Youtube. Smellið á slóðina hér fyrir neðan til þess að horfa.
|
Ásetningur okkar
Við í Rope Yoga Setrinu höfum eftirfarandi að leiðarljósi
Það
er einlægur ásetningur starfsmanna Rope Yoga setursins að móta heilnæma
og friðsæla umgjörð um hug og heilsurækt, þar sem hver einstaklingur
upplifir þá kærleiksríku hvatningu og innblástur sem hann þarf til að
kynnast sínum innsta kjarna. Skapa andrúmsloft þar sem þátttakandinn
vaknar til vitundar, tekur ábyrgð og tileinkar sér eiginleika
leiðtogans með heildrænni lífssýn.
Við
leggjum áherslu á að rækta hugarástand þakklætis með starfsemi okkar og
teljum að með því að laða fram og birta það dýrmæta og fallega í
hverjum iðkanda séum við að inna af hendi mikilvæga þjónustu til handa
samfélagi okkar allra.
Það sem
við sjáum og upplifum er sá raunveruleiki sem við sköpum og ræktum.
Reynslan hefur kennt okkur að viljum við breyta aðstæðum þá þurfum við
fyrst að breyta eigin viðhorfum og viðmóti. Í þeim einfalda sannleika
liggur vissa okkar um virkni Ropeyoga í fegurri og kærleiksríkari heimi.
Lifandi
Næring með lífræna næringu og umhverfisvænan varning sem nærir og
styður ásetning viðskiptavina. Við leggjum áherslu á náttúruleg efni
og endurvinnslu.
|
Rope Yoga Setrið
Engjateigi 17-19, 105 Reykjavík, Rope Yoga Setrið 535-3800 | |
Skráðu þig á námskeið! |
Smelltu hér!
|

Opið á laugardögum
Skoðaðu matseðil dagsins á glo.is |
|
|