Kæru vinir!
Fyrirlesturinn Ásetningur næringar - hámarks brennsla fer fram miðvikudagskvöldið 11. nóvember! Skráðu þig og breyttu um lífsstíl, fáðu aðhald og upplýsingar um hvernig þú getur tekið á mataræðinu á jákvæðan hátt.
Ný námskeið að hefjast, hafðu samband og skráðu þig strax!! Nánari upplýsingar og skráning á heimasíðunni RopeYogaSetrid.is og í síma 535-3800.
Með kærleikskveðju og þakklæti, Guðni Gunnarsson Rope Yoga Setrið
|
|
Ásetningur næringar - hámarks brennsla
Fyrirlestur á miðvikudagskvöldið - verð aðeins 1.950 kr.
 Guðni Gunnarsson heldur fyrirlestur 23. september, kl. 19.10 um ásetning næringar og hvernig þú getur tryggt hámarks brennslu og orku. Fyrirlesturinn fjallar meðal annars um hvernig við veljum næringu sem þjónar ásetningi okkar meðvitað eða ómeðvitað.
Námskeiðið hefst miðvikudagskvöldið 11. nóvember kl. 19.10 og fer fram í Rope Yoga Setrinu, Listhúsi við Engjateig 17 í Laugardal.
|
|
Ný námskeið að hefjast í Gló Motion Flex
Ekki fresta skráningu, kláraðu málið á netinu núna!
|
|
Guðni talar um áhuga á lífinu
Af hverju er maður þungur á morgnana?
 "Af hverju erum við misjafnlega upplögð á morgnana. Við venjum okkur á að vera misjafnlega upplögð á mismunandi tímum. Þetta er afleiðing af því að veita einhverju mismikinn áhuga eða athygli. Ef ég held því fram að ég sé ekki morgunmaður, þá er nokkuð ljóst að ég verð ekki morgunmaður. Eins og ég segi við fólk, með því að vera sveigjanlegur, teygjanlegur og mjúkur, verð ég það. Ef ég tala alltaf um að ég sé stirður, stífur og ómögulegur, þá verð ég þannig. Staðreyndin er sú að allt sem við veitum athygli vex og dafnar.
Ef við viljum halda því fram að við séum þung á morgnana þá er nokkuð ljóst að við verðum þung á morgnana til þess að sanna þann málflutning. Þegar ég leggst til hvílu á kvöldin, þá leggst ég með því hugarfari að hvíla mig markvisst. Ég leggst ekki bara í rúmið til þess að sofa eins og slys, heldur hvíli ég mig markvisst. Eins er það með morgnana, þegar ég vakna á morgnana þá hef ég ekkert rými til að vera þungur. Þegar klukkan mín hringir kl. 4:35, þá stend ég á fætur án umhugsunar um það hvort ég sé þungur eða léttur. Svo kem ég fram og stundum tek ég eftir því að orkan mín er öðruvísi í dag en í gær. En kúnstin er að elska í stað þess að vorkenna sér. Um leið og maður byrjar að vorkenna sér, þá verður maður þungur. Um leið og maður byrjar að elska sig og hlakka til þess að takast á við daginn, þá vaknar starfssemin í líkamanum, svipað og þegar menn fara í kalda sturtu.
Líf okkar og tilvist gengur út á áhuga, það er ekki til leti, bara áhugaleysi. Þegar maður er búinn að búa sér til sýn af sinni tilvist og hefur einhverja hugmynd eða dagskrá yfir það hvernig dagurinn verður, þá eru meiri líkur á að maður fyllist áhuga á að takast á við verkefnin. Svo eru mörg okkar að sinna störfum sem þau hafa engan áhuga á og skortir eldmóð fyrir. Þetta eru gjarnan störf sem þau vinna til þess að fá borgað fyrir, störf sem veita öryggi, en veita engan innblástur eða löngun til þess að veita athygli. Þá er ekkert óeðlilegt þó að fólk sé þungt á morgnana, enda held ég að það sé kominn tími til þess að fólk líti í kringum sig og velti fyrir sér hvort það vilji verja lífi sínu, athygli og orku í þess konar störf. Svarið hjá sumum verður já, en þá verður líka afleiðingin sú að maður verður leiðinlegur, maður er raunverulega að selja sálu sína. Þannig að ef þú vilt vera létt(ur) á morgnana, þá verður þú að hafa eitthvað til þess að stefna að, hafa eitthvað í sigtinu þannig að þú fáir áhuga. Ef maður hefur ekki áhuga á lífinu þá verður maður að skoða sína tilvist af því að áhugalaus maður er raunverulega hálfur maður." Smelltu hér til þess að fá bókina Lífsráðgjafann án endurgjalds! Þú getur lesið allt um skrefin 7 til velsældar |
|
Um 200 manns á fyrirlestrum David Wolfe
David sló í gegn í Setrinu um helgina, sjáðu viðtal í Kastljósi
Um 200 manns mættu á fyrirlestra David Wolfe í Rope Yoga Setrinu um helgina. Fullt var út úr dyrum og komust færri að en vildu. David var hér á landi á vegum Sollu hjá himnesk.is og Guðna ásamt fleiri aðilum.
Árangur David "Avocado" Wolfe síðasta áratug á sviði hráfæðis, ofurfæðis, jurta og kakóbauna hefur verið kraftaverki líkast. David er þekktur fyrir frumkvöðlastarf sitt í athugunum á mataræði til þess að takast á við candida sýkingar, stuðla að sterkari beinum, heilbrigðari liðum, auka þyngdartap, betri geðheilsu og vellíðan og hægja á öldrun, svo eitthvað sé nefnt.  Á meðal þess ofurfæðis sem Wolfe fjallaði um í Kastljósi voru íslensk fjallagrös, goji ber, kakóbaunin (hrátt súkkulaði), maca rótin, þörungar, aloa vera, þari, spírulína, blá-grænir þörungar, acai, bee pollen og hampur. David talar m.a. um að markaðssetja Íslands sem heilsulnd fyrir áhugasama ferðamenn.
|
|
Ótvíræðir kostir kakóhnetunnar
Yfir 1200 næringarefni samþjöppuð í þessari náttúruafurð
 Næringarfræðingar og aðrir sérfræðingar hafa undanfarið beint sjónum sínum að næringargildi kakóhnetunnar. Það hefur komið mörgum á óvart að þessi vinsæla hneta sem ýmislegt góðgæti er unnið úr í formi súkkulaðis skuli vera hlaðin næringarefnum, vítamínum og málmum þegar hún er ræktuð við kjöraðstæður. Af þeim 1200 efnum sem er að finna í hnetunni ber að nefna nokkur.
Engin náttúruafurð hefur jafn ríkulegt magn andoxunarefna og kakóhnetan samkvæmt rannsókn næringarsérfræðinga við Cornell háskóla, en allt að þrisvar sinnum meira er í kakóhnetunni heldur en t.d. grænu tei.
Magnesíum mælist ekki jafn hátt í öðrum afurðum, en þetta er einn mikilvægasti málmurinn sem líkaminn þarfnast og notar m.a. við hjartastarfsemi, heilastarfsemi, vöðvauppbygingu og beinabyggingu.
Kakóhnetan inniheldur engan sykur, en hún inniheldur mikið af vítamínum, sérstaklega c vítamíni, járni, b og e vítamíni. Jafnframt inniheldur hún tryptophan sem hefur áhrif á serótónín framleiðsluna. Serótónin er taugaboðefni sem hefur mikil áhrif á líðan okkar og geðheilsu. |
|
Gló hefur opið á laugardögum í vetur
Komdu við í hádeginu og nærðu velsæld
Veitingastaðurinn Gló í Listhúsi býður upp á ljúffenga og holla rétti úr úrvals hráefni. Þegar þú kemur á Gló færðu hlýjar mótttökur brosandi starfsfólks sem tekur sér tíma til þess að aðstoða þig við að velja rétti sem henta þér hverju sinni. Þú færð alltaf hollt og gott að borða hjá okkur.
Lögð er áhersla á góða þjónustu og notalegt umhverfi á meðan þú borðar eftirlætis heilsuréttinn þinn. Skoðaðu heimasíðu Gló þar sem þú finnur m.a. matseðil dagsins.
Ef þú ert á hraðferð getur þú tekið kræsingarnar með þér.
Smelltu hér til þess að skoða Glo.is
|
|
Hvað er hægt að gera við höfuðverkjum?
Það er mikilvægt að vera meðvitaður um heilsuna
 Margar ástæður geta legið að baki því að þú færð reglulega höfuðverk, eitt það fyrsta sem vert er að athuga er blóðþrýstingurinn. Mikilvægt er að leita til læknis ef þú færð þrálátan höfuðverk með reglulegu millibili. Í rannsóknum hefur fylgni mælst á milli þess að hrjóta og fá höfuðverki, það þarf þó ekki að vera orsakasamband þar á milli, en gæti verið skynsamlegt að minnast á það við lækninn þegar þú ferð í næstu skoðun.
Streita getur spilað stóran þátt. Ef þú ert mjög stressaður/stressuð þá getur þú framkallað vöðvabólgu í herðum og hálsi sem er algeng orsök höfuðverkja. Þeir sem þjást af mígreni ættu að prufa öndunaræfingar og hugleiðslu sem hefur reynst mörgum vel.
Besta leiðin til þess að takast á við þreytu, vöðvabólgu og streitu er að stunda hug- og líkamsrækt af einhverju tagi. Af nógu er að velja og mundu að það er aldrei of seint að byrja! |
|
Himnesk uppskrift frá Sollu
Rauðrófu Ravioli, skoðaðu fleiri uppskriftir á himnesk.is
2 rauðrófur, skornar í örþunnar hringlóttar sneiðar, annað hvort með ótrúlega beittum hníf eða á "mandólíni", líka hægt að nota ostaskerara marinering: 1 dl appelsínusafi 2 msk lime safi 2 msk kaldpressuð ólífuolía 1 msk tamarisósa 1 msk crema di balsamico 5 cm biti fersk engiferrót, rifin á grófu rifjárni og safinn kreistur úr henni Skerið rauðrófurnar örþunnt og setjið á fat. Hrærið marineringuna saman og hellið yfir og látið standa í 1 klst (því lengur sem þær marinerast því meyrari og flottari verða þær, ég leyfi þeim oft að vera yfir nótt í ísskápnum)
Fylling: 2 dl furuhnetur, lagðar í bleyti í a.m.k 2 klst 2 dl kasjúhnetur, lagðar í bleyti í a.m.k. 2 klst 1-2 hvítlauksrif 2 vorlaukar 1 búnt ferskt basil ½ msk tamarisósa ½ - ¾ dl sítrónusafi ¼ dl kaldpressuð ólífuolía
Bragðist til með smá himalaya/sjávarsalti og nýmöluðum ferskum pipar. Setjið hnetur + hvítlauk + vorlauk + basil í matvinnsluvél og maukið, bætið restinni af uppskriftinni útí og blandið vel saman. Síðan setjum við 1 tsk af fyllingu á rauðrófuna og brjótum svo í tvennt, þannig að þetta verða lítil hálfmána ravioli. Ef rauðrófu sneiðin er frekar lítil má setja 1 tsk af fyllingu á hverja rauðrófu sneið og loka svo með því að setja aðra sneið oná Athugið að myndin er ekki af þessum rétti.
Við þökkum Sollu kærlega fyrir þessa uppskrift og hvetjum ykkur að skoða fleiri á himnesk.is |
|
Rope Yoga kennarar
Góður hópur hjá Rope Yoga Setrinu
Kennarar Rope Yoga Setursins eru áhugaverðir einstaklingar sem koma úr ýmsum áttum okkar ágæta samfélags. Þau eiga það öll sameiginlegt að vera hress og full af orku og lífsgleði. Það sem einkennir flesta Rope Yoga kennara er áhuginn á heilbrigðum lífsstíl. Þau eiga þess vegna góð ráð fyrir þátttakendur á námskeiðunum og við hvetjum ykkur til þess að vera virk og óhrædd við að spyrja og leita ráða um heilbrigðan lífsstíl.
|
|
Horfið á fyrirlestur Guðna á TEDx
Fyrirlestur á Youtube um ábyrgð og athygli
 TEDx Reykjavík fór fram á dögunum þar sem Guðni Gunnarsson var á meðal fyrirlesara. Hann talaði m.a. um ábyrgð, af hverju við höfnum okkur 800 sinnum á dag, "þegar veikina" og mikilvægi þess að elska sjálfan sig. Af hverju efumst við og höfnum okkur 800 sinnum á dag? Af hverju þjáumst við af þráhyggju og kvíða? Af hverju erum við alltaf að bregðast við, í stað þess að velja viðbragð?
Guðni talaði líka um kreppuna og mikilvægi viðhorfa á þeim tímum sem við erum að ganga í gegnum. Fyrirlestur Guðna er um 17 mínútur og hvetjum við alla til þess að skoða viðtalið og gefa því einkunn á Youtube. Smellið á slóðina hér fyrir neðan til þess að horfa.
|
|
Vefur Setursins gerður aðgengilegri
Skoðaðu bættan vef á ropeyogasetrid.is
Vefsíðan ropeyogasetrid.is hefur fengið andlitslyftingu, búið er að gera hana aðgengilegri og þægilegri fyrir gesti síðunnar. Framsetning námskeiða og fyrirlestra er nú mun skýrari en áður, eins er tengill á greinar og mola um bætiefni og nýjasta eintak fréttabréfsins er aðgengilegt á forsíðunni. Mikið af efni er á vefnum, upplýsingar um heimspekina sem liggur að baki Rope Yoga og Gló Motion, eins er hægt að lesa allt um skrefin sjö til velsældar.
|
| Rope Yoga Setrið
Engjateigi 17-19, 105 Reykjavík, Rope Yoga Setrið 535-3800 | |
| Skráðu þig á námskeið! |
Smelltu hér!
|
|

Opið á laugardögum
Skoðaðu matseðil dagsins á glo.is |
| |
|