NewHeader09
Kæru vinir!

JólakúlurStarfsfólk Ropeyoga Setursins óskar þér og þínum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Ný námskeið hefjast strax á nýju ári, við hefjum dagskrána að nýju þann 4. janúar 2010. Munið að skrá ykkur sem fyrst til þess að tryggja ykkur pláss, athugið að þeir sem eiga árskort þurfa að skrá sig á námskeið.

Jólin eru tími velsældar og hamingju, tryggðu að þú gefir þínum nánustu ást og umhyggju með því að vera til staðar.
 
Skráning á námskeið fer fram á heimasíðunni RopeYogaSetrid.is og í síma 535-3800.

Með kærleikskveðju og þakklæti,
Guðni Gunnarsson
Rope Yoga Setrið
Ný námskeið hefjast strax á nýju ári
Ekki fresta skráningu, kláraðu málið á netinu núna!

rauð á hliðEftirfarandi námskeið hefjast 4. og 5. janúar 2010

Glómotion basic byrjendanámskeið 3svar sinnum í viku

Glómotion flex framhaldsnámskeið 3 svar sinnum í viku

Ropeyoga byrjendanámskeið 2svar sinnum í viku

Ropeyoga byrjendanámskeið 3svar sinnum í viku

Ropeyoga framhaldsnámskeið 3svar sinnum í viku

Nýtt 6 vikna orku- og aðhaldsnámskeið hefst 12. janúar 2010

Fyrirlesturinn Ásetningur næringar - hámarks brennsla fer fram miðvikudaginn 20. janúar 2010

Krakkajóga hefst 9. janúar og hefur slegið í gegn. Er þitt barn í jóga?

Við leggjum kapp á góða þjónustu og notalega aðstöðu. Skráðu þig strax!
Jólagjöfin í ár fæst í Hreysti
Þú getur pantað Rope Yoga vörurnar á netinu á Hreysti.is

frettabref76.pngRope Yoga ferðasett

Verð 24.900 kr.

Grunnbúnaður Rope Yoga kerfisins, inniheldur tvær fótalykkjur, tvö handföng og einfalt vogarkerfi fest á klafa til búa til jafnvægistæki sem knúið er orku mannslíkamans. Æfingakerfi, kenningar og DVD diskur fylgja með.

KAUPA VÖRU
Guðni talar um áramótaheit

Guðni Gunnarsson"Þessi tími sem er að fara í hönd er skemmtilegur. Það eru allir uppteknir af aðventunni og jólunum. Allt er keyrt í botn til þess að halda upp á hátíð ljóssins, en um leið er verið að fara yfir hið liðna. Oft eiga sér stað uppgjör á þessum tímamótum, fólk gerir breytingar.

Við Íslendingar erum upptekin af áramótaheitum. Þessi heit eru stórhættuleg vegna þess að þegar þau eru unnin í sektarkennd og flaustri, þá verða þau forsenda höfnunar. Þegar maður segist ætla að gera eitthvað og svíkur svo sjálfan sig, þá er maður að yfirgefa og hafna sér og þarf svo að refsa sér fyrir að hafa heitið einhverju sem maður stóð ekki við.

Ég segi við skjólstæðinga mína að þetta sé stór stund, það sé uppgjör og að maður eigi að nota tímann á milli jóla og nýárs til þess að líta yfir farinn veg og þá ekki með vansæld í huga heldur þakklæti fyrir það sem maður hefur lagt af mörkum og líka það sem maður hefur ekki gert.

Við tölum oft um það í Ropeyoga að við erum alltaf að vinna með innistæðu, hvað eigum við skilið. Við leyfum okkur sjaldnast að standa við markmið eða yfirlýsingar um velsæld umfram það sem okkur finnst við eiga skilið í hjartanu. Það er allt annað en þær hugmyndir sem við höfum um velsæld og hamingju. Hjartað er leiðarkerfið, það er engin ástæða til þess að ásaka sig fyrir það sem maður hefur ekki gert af því að maður hefur ekki leyft sér það. Þegar maður skilur að augnablikið er afleiðing orsaka, þá getur maður farið að velta fyrir sér í kærleik af hverju maður hefur ekki leyft sér að ná markmiðum sínum. Skýringin er sú að maður hefur ekki talið sig eiga það skilið, maður er ekki tilbúinn í þá velsæld sem kemur af þannig hegðun.

Í ljósi þess getur maður farið að velta því fyrir sér af hverju maður leyfir sér ekki velsæld. Svarið er einfalt, það er skömm eða sektarkennd eða vanmáttur sem kemur að þeirri hegðun sem orsakar þessa frestun. Yfirlýsingar um að gera eitthvað sem maður gerir ekki, áramótaheit sem maður framkvæmir ekki. Nú erum við öll að upplifa afleiðinguna af neyslu, fjarveru, óvarkárni og þeirri stöðu sem segir okkur að við erum hér núna af því að við fórum þangað og við fórum þangað af því að við eigum ekki meira skilið núna.

Við eigum því að taka fulla ábyrgð og fyrirgefa okkur fyrir hvernig við höfum staðið okkur og velta fyrir okkur á hverju þetta var byggt. Flest okkar komast að því að þetta var ekki byggt á neinu, þetta var byggt á græðgi, tómleika og skorti. Ég segi oft að það vantar alltaf tommu. Menn halda að hamingjan sé handan við hornið, en hamingjan er hér. Ef þú ert ekki hamingjusamur, þá er það vegna þess að þú ert óhamingjusamur. En þú ert óhamingjusamur af því að þú ert að veita því athygli og rækta óhamingju, en ekki hamingju. Um leið og athyglin fer af óhamingjunni yfir á hamingjuna þá breytist allt saman, um leið og maður hættir að hafna og byrjar að elska.

Við þurfum að setjast niður og velta fyrir okkur tilganginum. Af hverju erum við að setja þessi heit? Hvað er það sem vakir fyrir okkur? Hvaða áhrif ætlum við að hafa á okkur sjálf og umhverfið okkar, hverju ætlum við að koma til leiðar í lífinu? Þegar búið er að skrifa það niður, þá er hægt að skrifa niður markmið eða heit sem tengjast tilganginum. Án tilgangs er engin kjölfesta eða undirstaða. Eins og ég hef oft sagt áður þá tel ég að tilgangurinn sé kjölfesta hamingjunnar og forsenda innblásturs og ástríðu. Það að setja sér heit sem maður ætlar ekki að standa við, er ekkert annað en undirbúningur þess að stinga sjálfan sig í bakið, hafna sér, niðurlægja, svíkja og pretta til þess að réttlæta svo fórnarlembsku sem réttlætir svo óhamingju.

Þetta er hringrás sem margir eru í og endurtaka ár eftir ár eftir ár. Það er ekki til grimmari aðför að sjálfum sér heldur en að segja eitthvað vitandi það að maður ætlar ekki að standa við það. Þannig minnkar maður innistæðuna, álit sitt á sjálfum sér, trúverðugleika og traust. Það gerir það að verkum að við treystum okkur ekki og ásökum aðra fyrir okkar eigin ótta, óttinn er alltaf okkar eigin upplifun.

Ég ráðlegg fólki að niðurhala Lífsráðgjafanum og fara í gegnum þetta ferli í vakandi vitund, þ.e.a.s. vakna til vitundar um hvar við erum stödd, taka ábyrgð á því hvar við erum og fyrirgefa okkur. Fólk þarf að sleppa óhamingjunni tengt fortíðinni til þess að hægt sé að nýta þá orku sem þar hefur legið, í núið, sem verður framtíðin. Þetta er ekki flókið ferli og heldur ekki auðvelt, en ekki flókið. Maður þarf að horfa í spegil sinnar innri tilvistar, horfast í augu við vanmáttinn og innistæðu sinnar tilvistar og taka svo ákvörðun um hvort maður ætli að auka innistæðuna eða ekki, það er gert í gegnum hjartað."

Smelltu hér til þess að fá bókina Lífsráðgjafann án endurgjalds! Þú getur lesið allt um skrefin 7 til velsældar
Jólagjöfin í ár fæst í Hreysti
Þú getur pantað Rope Yoga vörurnar á netinu á Hreysti.is

Rope Yoga æfingastöð, þjálfunarleiðbeiningar, rit um heimspeki kerfisins og kennslumynddiskur.

Verð 69.800 kr.

Rope Yoga æfingastöðin er auðflytjanleg, knýr sig sjálf, og þarf ekkert viðhald. Stöðin inniheldur tvær fótalykkjur, tvö handföng og einfalt vogarkerfi fest á klafa til búa til jafnvægistæki sem knúið er orku mannslíkamans.  Á þann hátt þjálfar tækið kviðinn, án þess að neðri hluti bakvöða og mjaðmavöðva komi þar nærri.

Hönnunin miðar að því að hvetja notandann og að gera honum kleift að nota grunnvöðva kviðarins til fullnustu við æfingarnar. Tækin eru þannig gerð að þau veita strax svörun frá iðrum við æfingarnar. Pallurinn er þægilegur, stendur stöðugur og auðveldar teygjur og nálgun við stóru vöðvahópa líkamans, til að rækta valið viðbragð í stað ósjálfráðra.

Stöðin er úr stáli og mótuðu plasti og framleidd eftir ströngustu gæðakröfum.  Fólk vill í síauknum mæli geta sinnt líkamsrækt sinni heima fyrir og samfara fjölbreyttu framboði á hentugum tækjum til þess, þá er ljóst að Rope Yoga er þar fremst í flokki, því stöðin er einföld, ódýr og skilar hámarks árangri.

Stöðin hentar sérstaklega vel einstaklingum í sérhæfðum störfum, sem hreyfa sig lítið, brenna litlu, og hafa því áhyggjur af þyngd sinni. Fest viljum við viðhalda eigin vöðvastyrk og ef við höfum almennan skilning á gagnsemi líkamsræktar fyrir aukinni orku, þá átta flestir sig strax á því að Ropeyoga kerfið skilar umtalsverðum árangri á skömmum tíma.  Árangurinn skilar sér helst í auknum krafti og vellíðunarkennd, sem samfara góðu líkamsástandi skapast af reglulegri þjálfun.

KAUPA VÖRU
Rope Yoga kennarar
Góður hópur hjá Rope Yoga Setrinu

Rope Yoga Setrid
Kennarar Rope Yoga Setursins eru áhugaverðir einstaklingar sem koma úr ýmsum áttum okkar ágæta samfélags. Þau eiga það öll sameiginlegt að vera hress og full af orku og lífsgleði. Það sem einkennir flesta Rope Yoga kennara er áhuginn á heilbrigðum lífsstíl. Þau eiga þess vegna góð ráð fyrir þátttakendur á námskeiðunum og við hvetjum ykkur til þess að vera virk og óhrædd við að spyrja og leita ráða um heilbrigðan lífsstíl.
Himnesk uppskrift frá Sollu
Fyllt konfekt með heimagerðu hippamarsipani - meira á himnesk.is

KonfektmolarSúkkulaðið
1 b kaldpressuð kókosolía
½  b hreint kakóduft
½ b agavesýróp
1 tsk vanilluduft/dropar

Heimagert "hippa" marsipan:
75g heslihnetur, malaðar fínt
1/8 tsk salt
¼ b agavesýróp
½ tsk vanilludropar eða duft
¼ b kókosolía eða kakósmjör
¼ - ½ tsk möndludropar

Súkkulaðið:
Setið kókosolíu dósina stutta stund í heitt vatn (40°C er passlegt). Hrærið síðan kókosolíunni, kakóduftinu og agavesýrópinu saman í skál ásamt vanilluduftinu. Ef þið eigið lucum/mesquite þá hrærið 1 tsk útí. Þið getið líka notað mjög fínt malaðar möndlur eða kokosmjöl Þá er grunnblandan tilbúin.

Hippamarsipanið
Setjið allt nema kókosolíu/kakósmjör í matvinnsluvélina og blandið vel saman. Bætið kókosolíu/kakósmjöri útí og klárið að blanda. Setjið fyllinguna inn í frysti í svona 10-15 mín til að hún geti stifnað.

Aðferð:
Setjið konfektformin inn í frysti í a.m.k. 30 - 60 mín. Hellið fljótandi súkkulaði í formin og veltið því upp eftir börmunum. Setjið síðan fyllinguna í formin og endið á að setja súkkulaði til að loka molanum.


Gerlaust
Glútenlaust
Hráfæði
Mjólkurlaust
Sykurlaust

Við þökkum Sollu kærlega fyrir þessa uppskrift og hvetjum ykkur að skoða fleiri á himnesk.is 
Ásetningur næringar - hámarks brennsla
Fyrirlestur 20. janúar 2010
 
frettabref76.pngGuðni Gunnarsson heldur fyrirlestur um ásetning næringar og hvernig þú getur tryggt hámarks brennslu og orku. Fyrirlesturinn fjallar meðal annars um hvernig við veljum næringu sem þjónar ásetningi okkar meðvitað eða ómeðvitað. 
 
Námskeiðið hefst miðvikudagskvöldið 20. janúar kl. 19.10 og fer fram í Rope Yoga Setrinu, Listhúsi við Engjateig 17 í  Laugardal.
Horfið á fyrirlestur Guðna á TEDx
Fyrirlestur á Youtube um ábyrgð og athygli
 
Guðni á TEDxTEDx Reykjavík fór fram á dögunum þar sem Guðni Gunnarsson var á meðal fyrirlesara. Hann talaði m.a. um ábyrgð, af hverju við höfnum okkur 800 sinnum á dag, "þegar veikina" og mikilvægi þess að elska sjálfan sig. Af hverju efumst við og höfnum okkur 800 sinnum á dag? Af hverju þjáumst við af þráhyggju og kvíða? Af hverju erum við alltaf að bregðast við, í stað þess að velja viðbragð?
 
Guðni talaði líka um kreppuna og mikilvægi viðhorfa á þeim tímum sem við erum að ganga í gegnum. Fyrirlestur Guðna er um 17 mínútur og hvetjum við alla til þess að skoða viðtalið og gefa því einkunn á Youtube. Smellið á slóðina hér fyrir neðan til þess að horfa.
 
Skoðaðu áður útgefin fréttabréf
Fréttabréf Rope Yoga Setursins kemur út reglulega

Fréttabréf 10. desember
Fréttabréf 23. nóvember
Fréttabréf 10. nóvember
Fréttabréf 2. nóvember
Fréttabréf 19. október
Rope Yoga SetridFréttabréf 12. október
Fréttabréf 5. október
Fréttabréf 28. september
Fréttabréf 21. september
Fréttabréf 14. september
Fréttabréf 8. september
Fréttabréf 31. ágúst
Fréttabréf 24. ágúst
Fréttabréf 17. ágúst
Fréttabréf 10. ágúst
Fréttabréf 5. ágúst
Ásetningur okkar
Við í Rope Yoga Setrinu höfum eftirfarandi að leiðarljósi

Það er einlægur ásetningur starfsmanna Rope Yoga setursins að móta heilnæma og friðsæla umgjörð um hug og heilsurækt, þar sem hver einstaklingur upplifir þá kærleiksríku hvatningu og innblástur sem hann þarf til að kynnast sínum innsta kjarna. Skapa andrúmsloft þar sem þátttakandinn vaknar til vitundar, tekur ábyrgð og tileinkar sér eiginleika leiðtogans með heildrænni lífssýn.
 
Við leggjum áherslu á að rækta hugarástand þakklætis með starfsemi okkar og teljum að með því að laða fram og birta það dýrmæta og fallega í hverjum iðkanda séum við að inna af hendi mikilvæga þjónustu til handa samfélagi okkar allra.
 
Það sem við sjáum og upplifum er sá raunveruleiki sem við sköpum og ræktum. Reynslan hefur kennt okkur að viljum við breyta aðstæðum þá þurfum við fyrst að breyta eigin viðhorfum og viðmóti. Í þeim einfalda sannleika liggur vissa okkar um virkni Ropeyoga í fegurri og kærleiksríkari heimi.

Lifandi Næring með lífræna næringu og umhverfisvænan varning sem nærir og styður ásetning viðskiptavina. Við leggjum áherslu á náttúruleg efni og  endurvinnslu.
 
Rope Yoga Setrið
 
Engjateigi 17-19,
105 Reykjavík,
Rope Yoga Setrið
535-3800
Í þessu fréttabréfi...
Ný námskeið á nýju ári!
Jólagjöf - Ferðasett
Guðni talar um áramótaheit
Jólagjöf - Vinnustöð
Rope Yoga kennarar
Himnesk uppskrift frá Sollu
Ásetningur næringar - hámarks brennsla
Guðni á TEDx Reykjavík
Eldri fréttabréf
Skráðu þig á námskeið!
Smelltu hér!

glo logo

Opið á laugardögum

Skoðaðu matseðil dagsins á glo.is

 

Fékkstu þennan póst sendan frá öðrum? Skráðu þig á póstlistann okkar núna. Smelltu hér!



Sparaðu 10% á Gló
Allir sem stunda Rope Yoga eða Gló Motion í Rope Yoga Setrinu við Engjateig fá 10% afslátt af réttum dagsins alla daga á Gló. Með þessu er verið að ýta undir heilbrigðan lífstíl iðkenda Rope Yoga. Nýttu þér afsláttinn og komdu á Gló í hádeginu til þess að gæða þér á ljúffengum réttum og lifðu í velsæld.