NewHeader09
Kæru vinir!

FlugeldarStarfsfólk Ropeyoga Setursins óskar þér og þínum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum samskiptin á árinu sem er að líða!

Ný námskeið hefjast strax á nýju ári, við hefjum dagskrána að nýju þann 4. janúar 2010. Munið að skrá ykkur sem fyrst til þess að tryggja ykkur pláss, athugið að þeir sem eiga árskort þurfa að skrá sig á námskeið.

Jólin eru tími velsældar og hamingju, tryggðu að þú gefir þínum nánustu ást og umhyggju með því að vera til staðar.
 
Skráning á námskeið fer fram á heimasíðunni RopeYogaSetrid.is og í síma 535-3800.

Með kærleikskveðju og þakklæti,
Guðni Gunnarsson
Rope Yoga Setrið
Ný námskeið hefjast strax á nýju ári
Ekki fresta skráningu, kláraðu málið á netinu núna!

rauð á hliðEftirfarandi námskeið hefjast 4. og 5. janúar 2010

Glómotion basic byrjendanámskeið 3svar sinnum í viku

Glómotion flex framhaldsnámskeið 3 svar sinnum í viku

Ropeyoga byrjendanámskeið 2svar sinnum í viku

Ropeyoga byrjendanámskeið 3svar sinnum í viku

Ropeyoga framhaldsnámskeið 3svar sinnum í viku

Nýtt 6 vikna orku- og aðhaldsnámskeið hefst 12. janúar 2010

Fyrirlesturinn Ásetningur næringar - hámarks brennsla fer fram miðvikudaginn 20. janúar 2010

Krakkajóga hefst 9. janúar og hefur slegið í gegn. Er þitt barn í jóga?

Við leggjum kapp á góða þjónustu og notalega aðstöðu. Skráðu þig strax!
Ferðasettið með í sólina!
Þú getur pantað Rope Yoga vörurnar á netinu á Hreysti.is

frettabref76.pngRope Yoga ferðasett

Verð 24.900 kr.

Grunnbúnaður Rope Yoga kerfisins, inniheldur tvær fótalykkjur, tvö handföng og einfalt vogarkerfi fest á klafa til búa til jafnvægistæki sem knúið er orku mannslíkamans. Æfingakerfi, kenningar og DVD diskur fylgja með.

KAUPA VÖRU
Nægar ástæður til að fresta velsæld

Guðni Gunnarsson"Á undanförnum dögum hefur okkur borist fyrirspurnir frá viðskiptavinum og tilvonandi viðskiptavinum um það hvort Rope Yoga sé gott fyrir þá sem eru að kljást við heilsufarsvandamál af ýmsum toga, ber þar hæst að nefna bakverki, ýmsa stoðkerfissjúkdóma og aðra kvilla sem fólk er að kljást við en langar að vinna bug á. Sutta svarið við þessum spurningum er já. Rope Yoga er gott fyrir alla, bæði þá sem vilja halda sig í góðu formi og þá sem eru að byrja og/eða langar að fá hreyfingu en óttast það vegna sjúkdóma eða heilsufarskvilla. Það mikilvægasta fyrir bakið er að veita því mótstöðu með því að styrkja kviðvöðvana. Ef þú ert aum(ur) í baki getur Rope Yoga ekki gert annað en að styrkja þig og gera þig betur í stakk búna til þess að vinna bug á kvillanum. Auðvitað geta allir misboðið sér, þá er sama hvaða nafni hreyfingin nefnist, en það er ekki vegna Rope Yoga heldur ásetningsins að baki hreyfingunni sem fólk skaðar sig við æfingar.

Kennarar í Rope Yoga setrinu leggja áherslu á að þeir sem eru að fara af stað með kvilla af einhverju tagi hlusti á líkama sinn og ofkeyri sig ekki í æfingunum. Það sem er mikilvægt er að ná góðum tökum á æfingunum strax í upphafi til þess að ná góðum árangri, liðleika og flæði. Við höfum fjöldamörg dæmi þess að fólk hafi náð stórkostlegum árangri á nokkrum vikum í Rope Yoga, styrkst og eflst bæði líkamlega og andlega og unnið bug á bakverkjum, liðverkjum, stirðleika og ýmsum stoðkerfiskvillum.

Þú getur alltaf fundið margar ástæður fyrir því að fresta velsældinni og vellíðaninni sem því fylgir að iðka Rope Yoga. Taktu nú af skarið og komdu í lið með okkur sem hugsum vel um líkamann með ást og umhyggju, kynntu þér námskeiðin sem eru í boði á morgnana og síðdegis og kláraðu málið á netinu.

Allt okkar starfsfólk leggur sig fram um að veita viðskiptavinum góða þjónustu. Við hlökkum til að sjá þig og veita þér þann stuðning sem þú þarft til þess að komast í gott form.  Leyfðu okkur að leggja þér lið á nýju ári."

Smelltu hér til þess að fá bókina Lífsráðgjafann án endurgjalds! Þú getur lesið allt um skrefin 7 til velsældar
Tilvalið fyrir þá sem búa úti á landi
Þú getur pantað Rope Yoga vörurnar á netinu á Hreysti.is

Rope Yoga æfingastöð, þjálfunarleiðbeiningar, rit um heimspeki kerfisins og kennslumynddiskur.

Verð 69.800 kr.

Rope Yoga æfingastöðin er auðflytjanleg, knýr sig sjálf, og þarf ekkert viðhald. Stöðin inniheldur tvær fótalykkjur, tvö handföng og einfalt vogarkerfi fest á klafa til búa til jafnvægistæki sem knúið er orku mannslíkamans.  Á þann hátt þjálfar tækið kviðinn, án þess að neðri hluti bakvöða og mjaðmavöðva komi þar nærri.

Hönnunin miðar að því að hvetja notandann og að gera honum kleift að nota grunnvöðva kviðarins til fullnustu við æfingarnar. Tækin eru þannig gerð að þau veita strax svörun frá iðrum við æfingarnar. Pallurinn er þægilegur, stendur stöðugur og auðveldar teygjur og nálgun við stóru vöðvahópa líkamans, til að rækta valið viðbragð í stað ósjálfráðra.

Stöðin er úr stáli og mótuðu plasti og framleidd eftir ströngustu gæðakröfum.  Fólk vill í síauknum mæli geta sinnt líkamsrækt sinni heima fyrir og samfara fjölbreyttu framboði á hentugum tækjum til þess, þá er ljóst að Rope Yoga er þar fremst í flokki, því stöðin er einföld, ódýr og skilar hámarks árangri.

Stöðin hentar sérstaklega vel einstaklingum í sérhæfðum störfum, sem hreyfa sig lítið, brenna litlu, og hafa því áhyggjur af þyngd sinni. Fest viljum við viðhalda eigin vöðvastyrk og ef við höfum almennan skilning á gagnsemi líkamsræktar fyrir aukinni orku, þá átta flestir sig strax á því að Ropeyoga kerfið skilar umtalsverðum árangri á skömmum tíma.  Árangurinn skilar sér helst í auknum krafti og vellíðunarkennd, sem samfara góðu líkamsástandi skapast af reglulegri þjálfun.

KAUPA VÖRU
Rope Yoga kennarar
Góður hópur hjá Rope Yoga Setrinu

Rope Yoga Setrid
Kennarar Rope Yoga Setursins eru áhugaverðir einstaklingar sem koma úr ýmsum áttum okkar ágæta samfélags. Þau eiga það öll sameiginlegt að vera hress og full af orku og lífsgleði. Það sem einkennir flesta Rope Yoga kennara er áhuginn á heilbrigðum lífsstíl. Þau eiga þess vegna góð ráð fyrir þátttakendur á námskeiðunum og við hvetjum ykkur til þess að vera virk og óhrædd við að spyrja og leita ráða um heilbrigðan lífsstíl.
Himnesk uppskrift að hátíðarmat frá Sollu
Hnetusteik, meðlæti og eftirréttur fyrir áramótin - meira á himnesk.is

Konfektmolar

Tíminn flýgur áfram í skammdeginu, von bráðar fer daginn að lengja á ný!!! Hér fáið þið uppskriftir af hnetusteik + meðlæti + desert. Þetta er einstaklega gómsætur og hátíðlegur matur. Meðlætið passar með flest öllum mat hvort heldur er grænmetismatur, fiskur eða kjöt.

Gangi ykkur sem allra best
JÓLAKVEÐJUR og knús:*
Solla

Hnetusteik
225g rauðar linsur (ósoðnar)
700ml vatn
2 hvítlaukar, skornir í bita
2 tsk currypaste eða karrýduft
2 tsk grænmetiskraftur
300g kasjúhnetur, þurrristaðar og malaðar
300g heslihnetur, þurrristaðar og malaðar
2 msk hitaþolin olía, t.d. kaldpressuð kókosolía
1 rauðlaukur, smátt saxaður
3 hvítlauksrif, pressuð
2 sellerístilkar, smátt skornir
2 gulrætur, gróft rifnar
1 sæt kartafla, afhýdd og gróft rifin
4-5 msk tómatpúrra
2-3 msk mangó chutney (t.d. frá Geetas)
1 tsk grænmetiskraftur
1 ½ tsk timian
½ tsk salvia
 ½ - 1 tsk himalaya eða sjávarsalt
¼ tsk cayenne pipar
50g sesamfræ

Skolið rauðu linsurnar og setjið í pott með vatni, hvítlauk og grænmetiskrafti. Látið suðuna koma upp og sjóðið í um 20-25 mín eða þar til linsurnar eru soðnar.  Á meðan linsurnar eru að soðna ristið hneturnar í ofni 170°C í 6-8 mín eða þar til tilbúnar.  Best að rista 1 teg í einu.   Kælið og malið síðan í matvinnsluvél. 

Hitið olíu á pönnu og mýkið lauk + hvítlauk í smá stund, bætið sellerí + gulrótum + sætum kartöflum útá og hrærið í smá stund, kryddið síðan með tómatpúrru + mangó chutney + grænmetiskrafti + timian + salvíu.  Látið þetta malla í svona 5-10 mín.

Setjið þetta allt í skál og bætið soðnum linsum og hnetum útí og hrærið vel saman.  Smyrjið lítil "soufflé" form með kaldpressaðri olíu, stráið sesamfræjum inní forming og setjið deigið í og bakið við 200°C í 25-30 mín.


Heit sveppasósa
2-3 msk kaldpressuð olía
½ púrrulaukur, smátt skorin
2 hvítlauksrif, pressuð
400g sveppir skornir í bita
1 msk tamarisósa
1 msk sinnep
1 tsk currypaste eða duft
1 tsk timian
1 tsk grænmetiskraftur
1 ½ dós kókosmjólk (hægt að nota hafrarjóma)
salt og pipar
1 msk maísmjöl eða annað mjöl til að þykkja sósuna með

setjið olíu í pott og látið púrru + hvítlauk + sveppi steikjast þar í 4-5 mín. Bætið þá sinnepi + currypaste + timian + grænmetiskraft út í og blandið vel saman. Bætið kókosmjólk útí og látið sjóða í 5-10 mín. Stráið maísmjölinu útí pottinn og hrærið í til að þykkja sósuna. Bragðið til með salti og pipar.  

Þessa sósu er líka hægt að gera með því að slepa olíunni og er þá allt sett í pott og látið sjóða í 25 mín.  Þykkt með maísmjöli ef með þarf.

Gulrótarsalat m/piparrótarsósu
250g gulrætur
250g sellerírót
250g epli
1 ½  dl kasjúhnetur
1 dl vatn
¼ dl sítrónusafi
1 msk lífrænt sinnep
1-2 vorlaukar, skornir í litla bita
2 döðlur
2 msk fínt rifin piparrót
smá himalaya eða sjávarsalt
½ bunt graslaukur, klipptur

Rífið gulrætur, sellerí og epli á grófu rifjárni og setjið í skál.
Setjið kasjúhnetur + vatn + sítrónusafa í blandara og blandið saman.  Setjið   sinnep + vorlauk + döðlur + rifna piparrót + smá salt útí blandarann og blandið þar til þetta er orðið silkimjúkt. hellið sósunni yfir grænmetið, blandið saman og skreytið með graslauk.

Kínóa salat
1 b kínóa
2 b vatn
1-2 tsk grænmetiskraftur
1 rauð paprika
2 dl mangó bitar (hægt að kaupa frosið mangó í bitum)
2 tómatar
1/2 rauðlaukur
100 gr ólífur
1 avókadó, skorið í litla bita
50g þurrristaðar furuhnetur
6-7 sólþurrkaðir tómatar
1 hnefi ferskt kóríander
100g fetaostur eða annar ostur (má sleppa ostinum)

salatsósa:

3 msk ólífuolía
1 msk sítrónusafi
1 msk sinnep
1 hvítlauksrif, marið
smá ferskt timian eða þurrkað

- þvoið quinoa vel úr köldu vatni, setjið það í pott ásamt grænmetiskrafti, hellið vatninu útí og látið suðuna koma upp og sjóðið í um 20 mín.
- skerið grænmetið í fallega passlega munnbita og setjið í stóra skál
- blandið quinoanu útí grænmetið
- hristið salatsósuna saman og hellið henni yfir salatið

Límónukökur með súkkulaðikremi
botn:
100g heslihnetur
100g kasjúhnetur
225g döðlur
1 msk agavesýróp
nokkur saltkorn

fylling:
250 g kasjúhnetur, lagðar í bleyti í 2-4 klst
¾ b agavesýróp
¾ d kaldpressuð lífræn kókosolía
½ b nýpressaður lime safi
2 msk rifið hýði af lime
1 dl vanilluduft/dropar
smá himalayasalt

súkkulaðikrem:
1 dl kasjúhnetur, lagðar í bleyti í 2-4 klst
1 dl kaldpressuð lífræn kókosolía
1 dl hreint kakóduft
½ dl agavesýróp
¼ dl kókosmjólk

botn:Setjið allt í matvinnsluvél og blandið vel saman. Þjappið deiginu í lítil hringlaga form. t.d. muffinsform.

fylling:Blandið saman hnetum, agavesýrópi og kókosolíu (láitð kókosolíuna standa á borði yfir nótt svo hún verði meðfærileg)  þar til það er orðið silkimjúkt. Bætið þá restinni af uppskriftinni útí og blandið mjög vel saman. Setjið um 1 dl af fyllingu oná hvern botn (magn fer eftir stærð á formi) og látið inn í frysti í ½ klst áður en súkkulaðikremið er sett á.

súkkulaðikrem:Setjið allt í blandara og blandið saman þar til þetta verður silkimjúkt, líka hægt að setja þetta í matvinnsluvél, hellið yfir kökurnar og setjið inn í frysti í 1-2 klst til að láta kremið stífna.


Við þökkum Sollu kærlega fyrir þessa uppskrift og hvetjum ykkur að skoða fleiri á himnesk.is 
Ásetningur næringar - hámarks brennsla
Fyrirlestur 20. janúar 2010
 
frettabref76.pngGuðni Gunnarsson heldur fyrirlestur um ásetning næringar og hvernig þú getur tryggt hámarks brennslu og orku. Fyrirlesturinn fjallar meðal annars um hvernig við veljum næringu sem þjónar ásetningi okkar meðvitað eða ómeðvitað. 
 
Námskeiðið hefst miðvikudagskvöldið 20. janúar kl. 19.10 og fer fram í Rope Yoga Setrinu, Listhúsi við Engjateig 17 í  Laugardal.
Horfið á fyrirlestur Guðna á TEDx
Fyrirlestur á Youtube um ábyrgð og athygli
 
Guðni á TEDxTEDx Reykjavík fór fram á dögunum þar sem Guðni Gunnarsson var á meðal fyrirlesara. Hann talaði m.a. um ábyrgð, af hverju við höfnum okkur 800 sinnum á dag, "þegar veikina" og mikilvægi þess að elska sjálfan sig. Af hverju efumst við og höfnum okkur 800 sinnum á dag? Af hverju þjáumst við af þráhyggju og kvíða? Af hverju erum við alltaf að bregðast við, í stað þess að velja viðbragð?
 
Guðni talaði líka um kreppuna og mikilvægi viðhorfa á þeim tímum sem við erum að ganga í gegnum. Fyrirlestur Guðna er um 17 mínútur og hvetjum við alla til þess að skoða viðtalið og gefa því einkunn á Youtube. Smellið á slóðina hér fyrir neðan til þess að horfa.
 
Skoðaðu áður útgefin fréttabréf
Fréttabréf Rope Yoga Setursins kemur út reglulega

Fréttabréf 22. desember
Fréttabréf 10. desember
Fréttabréf 23. nóvember
Fréttabréf 10. nóvember
Fréttabréf 2. nóvember
Fréttabréf 19. október
Rope Yoga SetridFréttabréf 12. október
Fréttabréf 5. október
Fréttabréf 28. september
Fréttabréf 21. september
Fréttabréf 14. september
Fréttabréf 8. september
Fréttabréf 31. ágúst
Fréttabréf 24. ágúst
Fréttabréf 17. ágúst
Fréttabréf 10. ágúst
Fréttabréf 5. ágúst
Ásetningur okkar
Við í Rope Yoga Setrinu höfum eftirfarandi að leiðarljósi

Það er einlægur ásetningur starfsmanna Rope Yoga setursins að móta heilnæma og friðsæla umgjörð um hug og heilsurækt, þar sem hver einstaklingur upplifir þá kærleiksríku hvatningu og innblástur sem hann þarf til að kynnast sínum innsta kjarna. Skapa andrúmsloft þar sem þátttakandinn vaknar til vitundar, tekur ábyrgð og tileinkar sér eiginleika leiðtogans með heildrænni lífssýn.
 
Við leggjum áherslu á að rækta hugarástand þakklætis með starfsemi okkar og teljum að með því að laða fram og birta það dýrmæta og fallega í hverjum iðkanda séum við að inna af hendi mikilvæga þjónustu til handa samfélagi okkar allra.
 
Það sem við sjáum og upplifum er sá raunveruleiki sem við sköpum og ræktum. Reynslan hefur kennt okkur að viljum við breyta aðstæðum þá þurfum við fyrst að breyta eigin viðhorfum og viðmóti. Í þeim einfalda sannleika liggur vissa okkar um virkni Ropeyoga í fegurri og kærleiksríkari heimi.

Lifandi Næring með lífræna næringu og umhverfisvænan varning sem nærir og styður ásetning viðskiptavina. Við leggjum áherslu á náttúruleg efni og  endurvinnslu.
 
Rope Yoga Setrið
 
Engjateigi 17-19,
105 Reykjavík,
Rope Yoga Setrið
535-3800
Í þessu fréttabréfi...
Ný námskeið á nýju ári!
Jólagjöf - Ferðasett
Guðni talar um Rope Yoga
Vinnustöð - stundaðu Rope Yoga heima!
Rope Yoga kennarar
Himnesk uppskrift frá Sollu
Ásetningur næringar - hámarks brennsla
Guðni á TEDx Reykjavík
Eldri fréttabréf
Skráðu þig á námskeið!
Smelltu hér!

glo logo

Opið á laugardögum

Skoðaðu matseðil dagsins á glo.is

 

Fékkstu þennan póst sendan frá öðrum? Skráðu þig á póstlistann okkar núna. Smelltu hér!



Sparaðu 10% á Gló
Allir sem stunda Rope Yoga eða Gló Motion í Rope Yoga Setrinu við Engjateig fá 10% afslátt af réttum dagsins alla daga á Gló. Með þessu er verið að ýta undir heilbrigðan lífstíl iðkenda Rope Yoga. Nýttu þér afsláttinn og komdu á Gló í hádeginu til þess að gæða þér á ljúffengum réttum og lifðu í velsæld.