
Tíminn flýgur áfram í skammdeginu, von bráðar fer daginn að lengja á
ný!!! Hér fáið þið uppskriftir af hnetusteik + meðlæti + desert. Þetta
er einstaklega gómsætur og hátíðlegur matur. Meðlætið passar með flest
öllum mat hvort heldur er grænmetismatur, fiskur eða kjöt.
Gangi ykkur sem allra best
JÓLAKVEÐJUR og knús:*
Solla
Hnetusteik
225g rauðar linsur (ósoðnar)
700ml vatn
2 hvítlaukar, skornir í bita
2 tsk currypaste eða karrýduft
2 tsk grænmetiskraftur
300g kasjúhnetur, þurrristaðar og malaðar
300g heslihnetur, þurrristaðar og malaðar
2 msk hitaþolin olía, t.d. kaldpressuð kókosolía
1 rauðlaukur, smátt saxaður
3 hvítlauksrif, pressuð
2 sellerístilkar, smátt skornir
2 gulrætur, gróft rifnar
1 sæt kartafla, afhýdd og gróft rifin
4-5 msk tómatpúrra
2-3 msk mangó chutney (t.d. frá Geetas)
1 tsk grænmetiskraftur
1 ½ tsk timian
½ tsk salvia
½ - 1 tsk himalaya eða sjávarsalt
¼ tsk cayenne pipar
50g sesamfræ
Skolið
rauðu linsurnar og setjið í pott með vatni, hvítlauk og
grænmetiskrafti. Látið suðuna koma upp og sjóðið í um 20-25 mín eða þar
til linsurnar eru soðnar. Á meðan linsurnar eru að soðna ristið
hneturnar í ofni 170°C í 6-8 mín eða þar til tilbúnar. Best að rista 1
teg í einu. Kælið og malið síðan í matvinnsluvél.
Hitið
olíu á pönnu og mýkið lauk + hvítlauk í smá stund, bætið sellerí +
gulrótum + sætum kartöflum útá og hrærið í smá stund, kryddið síðan með
tómatpúrru + mangó chutney + grænmetiskrafti + timian + salvíu. Látið
þetta malla í svona 5-10 mín.
Setjið þetta allt í skál og
bætið soðnum linsum og hnetum útí og hrærið vel saman. Smyrjið lítil
"soufflé" form með kaldpressaðri olíu, stráið sesamfræjum inní forming
og setjið deigið í og bakið við 200°C í 25-30 mín.
Heit sveppasósa
2-3 msk kaldpressuð olía
½ púrrulaukur, smátt skorin
2 hvítlauksrif, pressuð
400g sveppir skornir í bita
1 msk tamarisósa
1 msk sinnep
1 tsk currypaste eða duft
1 tsk timian
1 tsk grænmetiskraftur
1 ½ dós kókosmjólk (hægt að nota hafrarjóma)
salt og pipar
1 msk maísmjöl eða annað mjöl til að þykkja sósuna með
setjið
olíu í pott og látið púrru + hvítlauk + sveppi steikjast þar í 4-5 mín.
Bætið þá sinnepi + currypaste + timian + grænmetiskraft út í og blandið
vel saman. Bætið kókosmjólk útí og látið sjóða í 5-10 mín. Stráið
maísmjölinu útí pottinn og hrærið í til að þykkja sósuna. Bragðið til
með salti og pipar.
Þessa sósu er líka hægt að gera með því
að slepa olíunni og er þá allt sett í pott og látið sjóða í 25 mín.
Þykkt með maísmjöli ef með þarf.
Gulrótarsalat m/piparrótarsósu
250g gulrætur
250g sellerírót
250g epli
1 ½ dl kasjúhnetur
1 dl vatn
¼ dl sítrónusafi
1 msk lífrænt sinnep
1-2 vorlaukar, skornir í litla bita
2 döðlur
2 msk fínt rifin piparrót
smá himalaya eða sjávarsalt
½ bunt graslaukur, klipptur
Rífið gulrætur, sellerí og epli á grófu rifjárni og setjið í skál.
Setjið
kasjúhnetur + vatn + sítrónusafa í blandara og blandið saman. Setjið
sinnep + vorlauk + döðlur + rifna piparrót + smá salt útí blandarann og
blandið þar til þetta er orðið silkimjúkt. hellið sósunni yfir
grænmetið, blandið saman og skreytið með graslauk.
Kínóa salat
1 b kínóa
2 b vatn
1-2 tsk grænmetiskraftur
1 rauð paprika
2 dl mangó bitar (hægt að kaupa frosið mangó í bitum)
2 tómatar
1/2 rauðlaukur
100 gr ólífur
1 avókadó, skorið í litla bita
50g þurrristaðar furuhnetur
6-7 sólþurrkaðir tómatar
1 hnefi ferskt kóríander
100g fetaostur eða annar ostur (má sleppa ostinum)
salatsósa:
3 msk ólífuolía
1 msk sítrónusafi
1 msk sinnep
1 hvítlauksrif, marið
smá ferskt timian eða þurrkað
-
þvoið quinoa vel úr köldu vatni, setjið það í pott ásamt
grænmetiskrafti, hellið vatninu útí og látið suðuna koma upp og sjóðið
í um 20 mín.
- skerið grænmetið í fallega passlega munnbita og setjið í stóra skál
- blandið quinoanu útí grænmetið
- hristið salatsósuna saman og hellið henni yfir salatið
Límónukökur með súkkulaðikremi
botn:
100g heslihnetur
100g kasjúhnetur
225g döðlur
1 msk agavesýróp
nokkur saltkorn
fylling:
250 g kasjúhnetur, lagðar í bleyti í 2-4 klst
¾ b agavesýróp
¾ d kaldpressuð lífræn kókosolía
½ b nýpressaður lime safi
2 msk rifið hýði af lime
1 dl vanilluduft/dropar
smá himalayasalt
súkkulaðikrem:
1 dl kasjúhnetur, lagðar í bleyti í 2-4 klst
1 dl kaldpressuð lífræn kókosolía
1 dl hreint kakóduft
½ dl agavesýróp
¼ dl kókosmjólk
botn:Setjið allt í matvinnsluvél og blandið vel saman. Þjappið deiginu í lítil hringlaga form. t.d. muffinsform.
fylling:Blandið
saman hnetum, agavesýrópi og kókosolíu (láitð kókosolíuna standa á
borði yfir nótt svo hún verði meðfærileg) þar til það er orðið
silkimjúkt. Bætið þá restinni af uppskriftinni útí og blandið mjög vel
saman. Setjið um 1 dl af fyllingu oná hvern botn (magn fer eftir stærð
á formi) og látið inn í frysti í ½ klst áður en súkkulaðikremið er sett
á.
súkkulaðikrem:Setjið allt í blandara og
blandið saman þar til þetta verður silkimjúkt, líka hægt að setja þetta
í matvinnsluvél, hellið yfir kökurnar og setjið inn í frysti í 1-2 klst
til að láta kremið stífna.