gunnisal
Heimsljós
veftímarit um þróunarmál
6. árg. 218. tbl.
18. desember 2013

Framlög aldrei lægri að raungildi en árið 2013, segir í þróunarsamvinnuáætlun

Fyrirvari gerir aðeins ráð fyrir HÆKKUN framlaga

 

Smellið á myndina til að opna skjalið
 - kaflinn um framlög eru á bls. 27.
Í samþykktri þings-ályktunartillögu um áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands frá því mars á þessu ári er fyrirvari um breytingar á framlögum. Sá fyrirvari tekur aðeins til hækkunar verði verði hagvöxtur meiri en spáð er, en ekki minni, eins og nefnt hefur verið í sölum Alþingis síðustu dagana. Í ályktuninni er sérstaklega tekið fram að "tryggt verði að framlög til þróunarmála verði ekki lægri að raungildi en árið 2013."

 

Þverpólítísk samstaða

Þverpólítísk samstaða var um þingsálytktunar-tillöguna síðastliðið vor og aðeins einn þingmaður var henni mótfallinn. 

 

Þróunarsamvinnuáætlun, eins og hún jafnan nefnd, er stefnuyfirlýsing Alþingis í alþjóðlegri þróunarsamvinnu til fjögurra ára. Hún fjallar um skyldur Íslands í þróunarstarfi, gildi og áherslur, framlög og framkvæmd eftir áherslusviðum, málaflokkum, samstarfsríkjum og stofnunum. Þar er skilgreind tímasett áætlun um hækkun framlaga næstu árin og staðfest enn og aftur að Ísland styðji markmið Sameinuðu þjóðanna um að iðnríki verji 0,7% af vergum þjóðartekjum til þróunarsamvinnu.

 

Eftirbátar nágrannaþjóða

Eins og flestir vita hafa Íslendingar aldrei komist nálægt ofangreindu markmiði og því voru það tímamót í júní 2011 þegar fyrsta fjögurra ára þingsálytkun um áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands var lögð fram og EINRÓMA samþykkt á Alþingi. Rúmu hálfu öðru ári síðar, í mars á þessu ári, var síðan öðru sinni borin undir atkvæði fjögurra ára ályktun og þá greiddu allir tillögunni atkvæði, nema Vigdís Hauksdóttir sem nú er formaður fjárlaganefndar. Nágrannaþjóðir okkar, Norðmenn, Svíar og Danir, hafa um áratugaskeið varið langt yfir 0.7% til þróunarmála en einnig eru á þessu ári í þeim flokki örlátra þjóða Lúxemborg, Holland og Bretland.

 

Þvert á samþykkt Alþingis í títtnefndri þróunarsamvinnuáætlun boðar ríkisstjórnin 460 milljóna niðurskurð á framlögum til þróunarsamvinnu. Það merkir að Þróunarsamvinnustofnun þarf að skera niður í starfseminni um 184 milljónir miðað við upphafleg fjárlög en þar var miðað við óbreytt framlög milli ára. Gangi tillögur meirihluta fjáralaganefndar eftir er staðhæft að á næsta ári verði varið 0,23% af þjóðartekjum til málaflokksins. Það er 0,5% minna en þróunarsamvinnuáætlun gerir ráð fyrir.

 

"Skammaðist þingmaðurinn sín þá?"/ Mbl.is 

  

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra:

Enn stefnt að 0,7% markinu
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra.

 

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra fagnar því að ekki verði dregið eins mikið úr framlagi Íslands til þróunarsamvinnu eins og útlit var fyrir á tímabili. Hann segir það jafnframt hafa verið jákvætt að sjá hve mikil og afdráttarlaus umræða skapaðist í þjóðfélaginu um málið. Þetta kemur fram á Mbl.is og haft eftir ráðherranum í ávarpi sem hann flutti í síðustu viku á málþingi um framlag íslenskra kvenna og stjórnvalda til friðaruppbyggingar á stríðsátakasvæðum.

 

Í fréttinni segir: "Gunnar Bragi vísaði í skoðanakannanir sem sýnt hafa að  hátt í 90% Íslendinga styðji við alþjóðlega þróunar-samvinnu. "Við þurfum að auka vitund í samfélaginu um mikilvægi þess að Íslendingar leggi sitt að mörkum," sagði utanríkisráðherra.

 

Ríkisstjórnin tilkynnti fyrr í vikunni að fallið hefði verið að hluta frá stórfelldum niðurskurði á framlögum til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu. Niðurskurðurinn er engu að síður um 460 milljónir króna."

 

"Sem betur fer höfum við á síðustu dögum náð að draga úr þeirri lækkun sem við stóðum frammi fyrir," sagði Gunnar Bragi en bætti við að eins og staðan sé verði vart hjá því komist að skera eitthvað niður. Hann áréttaði að enn sé stefnt að því að uppfylla viðmiðunarmark Sameinuðu þjóðanna, um 0,7% af þjóðartekjum, þótt það kunni að tefjast eitthvað.

 

Samkvæmt áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Ísland er stefnt að því að framlögin verði hækkuð árin 2015 og 2016 og 0,7% markinu verði náð fyrir árið 2019.

  
Ný skýrsla Plan International:

Réttindi fatlaðra barna til menntunar fótum troðin

GRA
Ljósmynd frá Malaví: Guðmundur Rúnar Árnason

Tíu sinnum meiri líkur er á því að börn með fötlun gangi ekki í skóla miðað við ófötluð börn, að því er fram kemur í nýrri skýrslu samtakanna Plan International sem leggja áherslu á réttindi barna. Víða í þróunarríkjum er brotið á réttindum barna með fötlun til menntunar. Könnunin náði til 1,4 milljóna barna í um 30 löndum í Afríku, Suður-Ameríku og Asíu.

 

Samkvæmt skýrslunni, Include Us!, eru staða barna með fatlanir verst í Kenía hvað skólagöngu áhrærir. Skýrsluhöfundar benda á að svo virðist sem börn séu útilokið frá skólum fremur vegna fötlunar en aðgengis að menntun. Þá kom í ljós að þegar fötluð börn ganga í skóla dragast þau oft aftur úr jafnöldrum sínum. Rannsóknin sýndi að í þeim löndum sem könnunin náði til ganga helst í skóla börn sem eiga við sjón- eða heyrnarskerðingu að stríða en börn ganga síður í skóla sem eiga í erfiðleikum með nám, eru líkamlega fötluð eða eiga við samskiptavandamál að stríða.

 

Fram kemur að börn með fatlanir eru líklegri en ófötluð börn til að hafa átt við alvarleg veikindi að stríða síðasta árið svo sem malaríu, eða verið vannærð. Í sumum tilfellum fengu fötluð börn síður læknismeðferð heldur en ófötluð börn. 

 

Nánar

Vanhöld við skráningu barna eftir fæðingu:

Um 230 milljónir ungbarna ekki til opinberlega

'Invisible' children

Samkvæmt skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) eru tæplega 230 milljónir barna í heiminum ekki til opinberalega sem eykur hættuna á að þau séu vanrækt eða misnotuð. Jafnframt kemur fram í skýrslunni að fæðingarvottorð tryggi að börn njóti réttinda eða grundvallarþjónustu eins og menntunar. Flest óskráðu barnanna eru í Suður-Asíu og í löndunum sunnan Sahara í Afríku.

 

Haft er eftir yfirmanni hjá UNICEF í frétt BBC um málið að skráning fæðingar barna tengist ekki einungis rétti barnanna heldur einnig því hvernig samfélög viðurkenni tilvist þeirra en skráning barna er m.a. trygging fyrir því að börnin gleymist ekki og að ekki sé gengið á rétt þeirra.

 

Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, greindi gögn frá 161 landi sem leiddu í ljós að árið 2012 voru einungis um 60% barna í heiminum skráð við fæðingu. Hlutfallið er breytilegt innan heimsálfa. Sem dæmi má nefna að tæplega 10% ungbarna eru skráð í Sómalíu, Líberíu og Eþíópíu.

 

UNICEF notar nýjar aðferðir til að hjálpa ríkisstjórnum og samfélögum til að styrkja kerfið í kringum skráningu fæðinga. Sameinuðu þjóðirnar og einkageirinn koma t.d. til móts við ríkisstjórn Úganda í þessum málum með notkun farsímatækninnar en þannig er hægt að skrá fæðingu barna á skjótvirkan hátt. UNICEF segir að einungis helmingur barna í Austur-Afríku og í sunnanverðri Afríku sem skráð eru hafi fæðingarvottorð.

 

Ýmsar ástæður eru fyrir því að foreldrar skrá ekki fæðingu barna sinna, tildæmis kostnað við skráningu, þeir geta verið ómeðvitaðir um viðkomandi lög,  menningarlegar hindranir og ótti við frekari mismunun. UNICEF segir hættu á að börn, sem ekki eru skráð eftir fæðingu eða eru ekki með persónuskilríki, njóti ekki réttar síns þegar kemur að menntun, heilsugæslu og almannatryggingum. Þá er erfiðara að finna foreldra þessara barna ef þau verða viðskila við þá t.d. í náttúruhamförum eða átökum.

 

One in three children under-five does not officially exist - UNICEF 

Spilling er mesti óvinur þróunar:

Framlög til þróunarsamvinnu lítið brot af þeim fjármunum sem tapast í spillingu

 

Í þróunarríkjum tapast tíu sinnum hærri fjárrhæð af völdum spillingar en semur nemur allri opinberri þróunaraðstoð, segir í frétt á vef Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna fyrir Vestur-Evrópu.

 

Í fréttinni segir að baráttan gegn spillingu sé háð á heimsvísu því hún þrífist alls staðar. "Þótt jafnt ríki sem fátæk ríki glími við spilling benda rannsóknir til þess að hún bitni fremjur á fátækum. Hún er vatn á myllu óstöðugleika og fátæktar og leikur stórt hlutverk þegar veikburða ríki hreinlega leysast upp og hrynja," segir í fréttinni.

 

Minnt er á að alþjóðadagur gegn spillingu hafi verið haldinn 9. desember. Síðan segir:

 

"Yury Fedotov, forstjóri UNODC, stofnun Sameinuðu þjóðanna sem glímir við eiturlyf- og glæpi segir að allir verði að leggja hönd á plóginn til að berjast gegn spilling. "Við þurfum öflugt bandalag ríkisstjórna, atvinnurekenda, borgaralegs samfélags, menntastofnana og fjölmiðla til að berjast gegn spilling og efla nýja siðferðiskennd."

 

Spilling er talin stærsti þröskuldurinn í vegi fyrir efnahagslegri- og félagslegri þróun í heiminum. Á hverju ári er ein milljón Bandaríkjadala greidd í mútur. Talið er að spilling leiði til þess að andvirði 2.6 milljón milljóna dala sé stolið árlega en það er andvirði 5% samanlagðrar þjóðarframleiðslu heimsins. 

 

Í þróunarríkjum tapast tíu sinnum hærri fjárrhæð en semur nemur allri opinberri þróunaraðstoð að sögn UNDP, Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna."

 

Alla måste bidra i kampen mot korruption/ Sida 

Tapper utviklingsland for milliarder/ Bistandsaktuelt 

Kritiserer Tanzania for slapp innsats mot korrupsjon/ Bistandsaktuelt

Uganda: Why Uganda is Corrupt and Rwanda Is Not/ TheObserver 

 

Mikil umræða í samfélaginu um niðurskurð í þróunarsamvinnu:
"Fátækt fólk og sjúklingar eru ekki óvinir heldur samherjar"
Frétt Sjónvarpsins í gærkvöldi um afleiðingar niðurskurðar tl þróunarsamvinnu.

"Í dag er ríkisstjórnin að stilla málum þannig upp að við sem erum í hópi ríkustu þjóða heims þurfum að velja á milli þess að eiga sjálf gott heilbrigðiskerfi eða gefa pening til þróunarlanda svo sómi sé að. Hér er verið að ljúga að fólki og lygin er ljót. Hér er verið að höfða til tilfinninga fólks og beita blekkingum.

 

Ég er fullkominn markhópur þessara blekkinga, posterchild átaksins. Inni á ríkisstjórnarfundi er sennilega mynd af mér: Ljúgum að þessari: Áhyggjufull íslensk móðir með fárveikt barn." 

 

Hjálpum þeim, í alvöru talað, eftir Láru Björg Björnsdóttur/ Viðskiptablaðið 

 

Þróunaraðstoð felst ekki í því að moka graut í hungruð börn og segja svo "ókeibæ" um leið og þurrkatímabili eða öðru neyðarástandi léttir. Þróunaraðstoð er notuð til þess að taka á rótum fátæktar. Hún er notuð til þess að hefta útbreiðslu sjúkdóma, uppræta fáfræði og styrkja arðbæra atvinnu. Það er útilokað að koma í veg fyrir hungur á meðan stór hluti jarðarbúa er ólæs, þjáður af illvígum sjúkdómum og hefur ekki aðgang að öðrum atvinnutækjum en ofurlitlum landskika og frumstæðustu verkfærum, jafnvel ekki einu sinni hreinu vatni. Fátækt fólk og sjúklingar eru ekki óvinir heldur samherjar. Oft eru fátæklingar og sjúklingar einmitt sama fólkið.


 

Þessar tvær tivitnanir hér að ofan eru dæmi um þá miklu umræðu sem er í samfélaginu um þróunarsamvinnu og hefur líkast til aldrei verið meiri. Greinar birtast daglega um baráttuna við fátækt í heiminum og boðaðan niðurskurð á opinberum framlögum til þrónarsamvinnu. Á þingi hafa margir þingmenn látið þung orð falla í garð meirihluta fjárlaganefndar fyrir að leggja til mikinn niðurskurð á næsta ári til þróunarsamvinnu. Annarri umræðu um fjárlögin lauk í morgun og reiknað er með atkvæðagreiðslu síðdegis á morgun. Hér eru nokkrar krækjur á greinar og fréttir um þróunarmál síðustu daga.

 

Sama trixið - og svínvirkar aftur, eftir Jón Daníelsson/ Eyjan

Óheppilegt að hætta við þróunarverkefni/ RUV 

Skorið niður um 12% í þróunaraðstoð til barna/ Vísir 

Sæll fyrir Íslendinga að þiggja en gefa/ Stöð2 - viðtal við Ragnheiði Kristjánsdóttur 

Er sælla að þiggja en gefa ... styrki?, eftir Margréti Tryggvadóttur/ Eyjan 

Gleðileg jól, Sigmundur Davíð, eftir Sögu Garðarsdóttur/ Fréttablaðið

Hið einlæga andlit Framsóknar, eftir Agnar Kristján Þorsteinsson/ AK-72

Hugmyndafræði yfirstéttarinnar og lygin um fjárskort ríkisins, eftir Sigurð Hólm Gunnarsson/ Skoðun.is

"Hrikaleg forgangsröðun"/ Viðskiptablaðið (kvikmyndabrot)

Nokkur orð um afrek háttvirts þingmanns, eftir Leo R. Ólason/ Bloggheimar

En útgerðarmenn fá sínu að halda/ Vegið úr launsátri

El-Kere, Gurra, Negele, Omo Rade, Hindane og Maputo, eftir Ómar Ragnarsson/ ÓRblogg

Þegar Trölli yfirtók Alþingi, eftir Friðriku Benónýsdóttur/ Fréttablaðið

Heimsmet í þróunaraðstoð og arðrán íslenskra útgerðarmanna við Afríkustrendur/ Róbert Björnsson

Þankagangurinn gagnvart þróunaraðstoðinni, eftir Agnar Kristján Þorsteinsson/ AK-72

Hugrökk ríkisstjórn, eftir Árna Pál Árnason/ ÁrniPáll.is

SIÐROF FRAMSÓKNAR, eftir Jónas Kristjánsson/ Jónas.is 

Til varnar Vigdísi Hauksdóttur, eftir Björn Val Gíslason/ BVGblogg 

Fátækt, eftir Margréti Tryggvadóttur/ Eyjan

Harkalegur niðurskurður/ Orðið á götunni - Eyjan 

Greiða þróunaraðstoð til Bretlands/ RUV 

Þróunaraðstoð Íslendinga bjargar mannslífum/ Stöð2 

Sjötta hver króna þróunaraðstoðar í vinnu Íslendinga/ VB 

Að dæma börn til dauða, eftir Hlyn Áskelsson/ Fréttablaðið

Alþjóðlegur dagur farandverkafólks í dag:
Næsta stoppistöð: Betra líf

 

Innan við helmingur þeirra jarðarbúa sem flytjast á milli landa eru íbúar þróunarríkja í suðri sem halda til þróaðra ríkja í norðri.  Aðeins 40% farandfólks er fólk frá þróunarríkjum sem sækir til þróaðra ríkja að því er fram kemur í nýrri skýrslu  Alþjóða fólksflutninga-stofnunarinnar (IOM). - Frá þessu greinir í frétt á Upplýsingavef Sameinuðu þjóðanna fyrir Vestur-Evrópu. Þar seegir orðrétt:

 

"Alþjóðlegir fólksflutningar fara sífellt meir í vöxt en það þýðir þó ekki að meiri hreyfing sé hlutfallslega en áður var. Fjöldi fólks á faraldsfæti þvert á landamæri hefur vaxið í 232 milljónir á þessu ári en var 175 milljónir árið 2000 og 154 milljónir árið 1990, en þessi fjöldi helst í hendur við aukinn fólksfjölda í heiminum. Fjöldi alþjóðlegs farandfólks (migrants) er stöðugur sem hlutfall eða á bilinu 2.5 til 3 prósent.

 

Haldið er upp á Alþjóðlegan dag alþjóðlegs farandfólks ár hvert 18.desember til að viðurkenna starf, framlag og réttindi þessa fólks um allan heim. Fólk flyst frá heimalöndum sínum af ýmsum ástæðum, allt frá loftslagsbreytingum og fátækt til menntunar og draumastarfsins. Eins og framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur ítrekað sagt "Það eru 232 milljónir manns sem búa utan fæðingarlands síns og ég er í þeim hópi."


Pólfarinn Vilborg Arna er sendiherra SOS Barnaþorpanna

Pólfarinn Vilborg Arna Gissurardóttir gerðist sendiherra SOS Barnaþorpanna á Íslandi á dögunum. Hlutverk sendiherra SOS er meðal annars að vekja athygli á starfsemi SOS, koma að viðburðum og kynningum í tengslum við starf samtakanna og halda gildum fjölskyldunnar og réttindamálum barna á lofti eftir fremsta megni.

 

Vilborg er sterkur einstaklingur og góð fyrirmynd. Ástríða Vilborgar er náttúra, útivist og áskoranir. Þá hefur hún mikla löngun til að fylgja draumum sínum eftir. Mottó hennar er: "Ef þú þráir eitthvað nógu heitt að þá finnur þú leiðina, -annars finnur þú bara afsökunina." Hún hefur einnig valið sér gildin jákvæðni, áræðni og hugrekki og hefur þau að leiðarljósi í leiðöngrum sínum. SOS Barnaþorpin dást að þessu hugarfari og telja það samræmast gildum samtakanna. Í barnaþorpunum okkar búa börn sem hafa gengið í gegnum erfiðleika og er mikilvægt fyrir þau að vita að draumar þeirra geta ræst.

 

Nánar 


Tæplega átta hundruð milljónir dala í uppbyggingarstarf

TYPHOON HAIYAN - AID FINALLY ARRIVES - BBC NEWS
AID FINALLY ARRIVES - BBC NEWS

Sameinuðu þjóðirnar og rúmlega 50 hjálpar- og mannúðarstofnanir hafa gert áætlun um aðstoð við þrjár við milljónir manna á Filippseyjum sem urðu illa úti vegna ofurfellibylsins Haiyan.  Fjámunirnir sem notaðir verða í uppbyggingarstarfið nema tæpla átta hundruð milljónum bandarískra dala. Fellibyllurinn skall á Filippseyjum fyrir rúmum mánuði með þeim afleiðingum að rúmlega sex þúsund manns létu lífið en hamfarirnar höfðu áhrif á líf fjórtán milljóna manna og eyðilagði um milljón heimili. Nú, rúmum fimm vikum síðar, geta tæplega fjórar milljónir ekki hafist við á heimilum sínum.

 

Áætlunin tekur til 12 mánaða tímabils og er ætlað að tengjast opinberri björgunaráætlun í landinu.

 

Nánar 

Áhugavert

Finishing Off Hunger, eftir JOMO KWAME SUNDARAM/ Project-Syndicate
-
Leading Global Thinkers/ FP
-
Um kvikmyndina: The Beautiful Game, eftir Danny Turken/ Kickstarter (myndbrot)
-
Why Stories Matter, eftir Ravi Kumar/ Alþjóðabankablogg
-
How can campaigners tap corporate largesse without undermining their credibility? Unlocking millions for advocacy, eftir Chris Jochnick/ Oxfamblogg
-
Marshall-áætlunin og tæknivæðing Íslands, eftir Sigrúnu Elíasdóttur (MA ritgerð í sagnfræði/ HÍ
-
The other Malalas: girl activists in the developing world - interactive/ TheGuardian
-
Yes, There Is Such a Thing as a Global Citizen. There are Lots of Them, eftir Nancy Birdsall/ CGDev
-
'Youth and Revolution in Tunisia ' eftir Carin Norberg/ NAIForum
-
The Best Books I Read in 2013, eftir Bill Gates/ TheGatesNotes
-
Africa's Structural Transformation Challenge, eftir Dani Rodrik/ Project-Syndicate
-
PHOTOS: THE 25 MOST CHARITABLE CELEBRITIES/ TheDailyBeast
-
Solutions to End Child Marriage - Summary of the Evidence/ ICRW
-
How Malawi's President Joyce Banda Lives Mandela's Legacy/ IPS
-
Journalist to use stories from sex trafficking survivors to educate children/ Trust
-
The Path Forward for Improving Education, eftir Julia Gilliard/ Brookings
-
Global Poverty and Post-colonial "Development Agendas": Ethiopia and the West, eftir Paul O´Keeffe/ Transcent.org
-
How Americans Feel About Global Poverty, eftir Zach Bauchamp/ ThinkProgress
-
Improving the use of evidence-based decision-making/ TheGuardian
-
Can any human being fail to be moved by the death of Nelson Mandela?, eftir Stephen Deveraux/ IDS
Combating Poverty, Foreign Aid, Good Governance and Economic Growth
Combating Poverty, Foreign Aid, Good Governance and Economic Growth
Mandela: The Man and the Movement, eftir Amy Goodman/ Transcend.org
-
Racism outlives Mandela in rural South Africa, eftir Sudarsan Raghavan/ WashingtonPost
-
Clean water should not be a pipe dream, eftir Jane Cohen/ Mannréttindavaktin
-
Recognising unpaid care work as a major human rights issue , eftir Carol Smithyes/ IDS
-
Fiðrildabolur UN Women á Íslandi/ UNWomen
-
Place your vote: do we need a new global education framework after 2015?/ WorldEducationBlog
 
Fræðigreinar og skýrslur

-
-
-
-

Fréttir og fréttaskýringar
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-


Hálfrar aldar sjálfstæðis- afmæli Kenía

 

Íbúar Kenía fögnuðu á dögunum hálfrar aldar frelsi undan nýlendustjórn Breta. Á þessum tímamótum lagði Uhuru Kenyatta forseti landsins áherslu á að síðustu hálfa öld hefðu skipst á skin og skúrir hjá þjóðinni. Hún hefði náð langt í að uppræta fáfræði og sjúkdóma sem voru stóru vandamálin þegar landið hlaut sjálfstæði. Hann sagði að 90% landsmanna hefðu hlotið tilhlýðilega menntun, flestir hefðu aðgang að heilsugæslu og að þúsundir hefðu stofnað fyrirtæki. Þá er fjöldi alþjóðlegra fyrirtækja í landinu. Forsetinn sagði jafnramt að ríkisstjórn hans væri að taka róttæk skref til að kynda undir efnahagslegan vöxt í landinu sem fæli m.a. í sér að reyna að uppræta spillingu. Hann sagði að til að það gengi yrðu allir leiðtogar að vera ábyrgir gerða sinna.

 

Kenyatta sagði að samstaða landsmanna væri lykilforsenda þess að draumar og vonir rættust varðandi land og þjóð og lagði áherslu á gagnsæi og umburðarlyndi með nútímalegum stofnunum auk þess sem nauðynlegt væri að styðja við góða stjórnarhætti.

 

Forsetinn sagði að án samstöðu yrðu engar framfarir og fullvissaði þjóðina um að hann væri harðákveðinn í að leiða þjóðina í áttina að þeirri sameiginlegu sýn að stöðva erjur þjóðflokka sem hefðu sett svartan blett á sögu þjóðarinnar.

 



Nýr sendiherra Mósambíkur hjá forseta

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands átti á dögunum fund með nýjum sendiherra Mósambíkur á Íslandi, fr. Frances Victória Velho Rodrigues, sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Á heimsíðu forseta segir að rætt hafi verið um fjölþætta þróunaraðstoð Íslands í Mósambík sem einkum hefur miðað að uppbyggingu í sjávarútvegi, menntun og heilbrigðismálum. "Stjórnvöld í Mósambík meta framlag Íslendinga mikils enda hefur fjölþættur árangur náðst en samstarfið hefur einnig veitt Íslendingum margvíslega lærdóma og reynslu sem nýtist í samstarfi við önnur lönd í Afríku." segir á heimasíðu forseta.

 
Sögur og lög um Afríku
 
 
Út er komin platan Afríka, samstarfsverkefni Einars Þorgrímssonar og listamannsins Gímaldins. 

Á plötunni segir Einar börnunum sögur af Afríku í ljóðum og lestri, við eigin lög og tónsetningu gímaldins.
Gímaldin er listamannsnafn Gísla Magnússonar sem er sonur Megasar. Ýmsir fleiri leggja Einari lið á Afríku, meðal annars söngvararnir HEK, Hermann Stefánsson, María Einarsdóttir og Hjalti Þorkelsson.
Einar Þorgrímsson er sögumaður og hefur gefið út nokkrar bækur sjálfur. Sextán ára gamall, árið 1970, skrifaði hann sína fyrstu barna- og unglingabók "Leynihellirinn".
Bækurnar urðu fimm - og náði ein þeirra miklum vinsældum árið 1971. Hún bar titilinn Leyndardómar eyðibýlisins.

 

Nánar 

 

Dagskrá minningar og virðingarsamkomu Nelson Mandela í

Norræna húsinu í dag

kl. 17  

Remembering South African leader Nelson Mandela/ PBS
Remembering South African leader Nelson Mandela/ PBO
  • Setning. Gylfi Páll Hersir, stofnfélagi að SAGA (Suður Afríkusamtökin gegn Apartheid) og tengiliður við ANC.
  • Myndband frá Mandela Foundation um lífshlaup Nelsons Mandela.
  • Fyrstu ár baráttunnar gegn Apartheid á Íslandi á vettvangi Iðnnema-sambands Íslands og stofnun SAGA. Kristinn Halldór Einarssson þáverandi formaður Iðnnemasambandsins og fyrsti formaður SAGA.
  • Tengslin við Afríska þjóðarráðið ANC og stefna ANC. Sigurlaug Gunnlaugsdóttir tengiliður við ANC og stofnfélagi SAGA.
  • SAGA og baráttan gegn Apartheid seinustu árin áður en Mandela er látinn laus og viðskiptabannið gegn Suður Afríku. Sigþrúður Gunnarsdóttir, fyrrverandi formaður SAGA.
  • Tónlist, SAGA kórinn.
  • Verkalýðshreyfingin á Íslandi og baráttan gegn Apartheid. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ.
  • Nelson Mandela, sáttin og fyrirgefningin. Árni Gunnarsson fyrrverandi alþingismaður og forseti neðri deildar Alþingis.
  • Félagar úr Söngsveitinni Fílharmoníu flytja þjóðsöng Suður-Afríku, NKosi Sikelelˈ iAfrika 

 

Afrísk og íslensk neyð

- eftir Konráð Guðjónsson starfsnema Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í Úganda
gunnisal
Ljósmynd frá Úganda: gunnisal
Í mars síðastliðnum samþykkti Alþingi nær einróma þingsályktunartillögu um að auka útgjöld til þróunarsamvinnu á næstu árum og t.a.m. áttu þau að aukast um rúmar 600 milljónir króna á næsta ári. Nú eru þær áætlanir í algjöru uppnámi og áætlað er að framlög til þróunarmála verði enn og aftur skorin verulega niður, þrátt fyrir að stuðningur almennings við málaflokkinn sé mikill.

Þróunarsamvinna hefur fengið á sig ýmsa gagnrýni síðustu áratugi. Sem dæmi má nefna að of miklir fjármunir lendi í höndum þeirra sem ekki þurfa á þeim að halda, ýmis verkefni gegni litlum sem engum tilgangi og að þróunarsamvinna dragi úr hvata þiggjenda aðstoðar til að bjarga sér sjálfir.

Margt af þessari gagnrýni hefur átt rétt á sér og er skiljanleg, enda er framkvæmd þróunarsamvinnu ófullkomin og ekki einföld eins og svo margt annað. Í raun er gagnrýni og aðhald bráðnauðsynlegt fyrir starfsemi þar sem mannslíf eru í húfi á hverjum degi og sýslað er með skattfé, enda hefur verið brugðist við henni að ýmsu leyti. Í dag eru t.d. íbúar landa sem þiggja aðstoð hafðir mun meira í samráði við veitendur, sem eykur líkur á að verkefni komi að gagni.

Á Íslandi fer lítið fyrir slíkri uppbyggilegri og vel rökstuddri gagnrýni. Í raun er ekkert um slíkt. Gagnrýnin snýst yfirleitt um að Íslendingar eigi bágt og hafi því ekki efni á þróunarsamvinnu. Formaður fjárlaganefndar lét hafa eftir sér að "gjaldþrota maður getur ekki borgað fyrir aðra" og að fyrrverandi ríkisstjórn hafi "sóað ríkisfé í gæluverkefni... og takið eftir, þróunarhjálp hjá öðrum ríkjum þegar Íslendingar sjálfir svelta." Nú síðast sagði fjármálaráðherra að til skoðunar sé að skera niður framlög til þróunarsamvinnu til að auka fjárframlög í heilbrigðiskerfinu.

Þrátt fyrir allt þá búa Íslendingar samt við einhver bestu lífskjör sem fyrirfinnast í heiminum. Til dæmis er landsframleiðsla á mann um 47 sinnum hærri á Íslandi heldur en í Malaví, sem Íslendingar hafa stutt lengi, og Ísland er í 13. sæti af 187 löndum á lífskjaravísitölu Sameinuðu þjóðanna. Á Íslandi fá allir ókeypis menntun, allir hafa ótakmarkaðan aðgang að hreinu vatni og ríkið niðurgreiðir góða heilbrigðisþjónustu að mestu. Í samstarfslöndum Íslendinga er ókeypis menntun mjög takmörkuð og léleg, margir hafa engan aðgang að hreinu vatni og þeir fáu sem hafa aðgang að góðri heilbrigðisþjónustu þurfa að borga fúlgur fjár fyrir.

Það er lítil reisn yfir því að eitt af ríkustu löndum heims rökstyðji niðurskurð til aðstoðar við þá fátækustu í heiminum með því að það sé svo fátækt sjálft. Þeir sem þekkja til aðstæðna í þróunarlöndum eru eflaust margir sammála um að í viðhorfi íslenskra ráðamanna, sem og annarra, birtist ákveðið vanþakklæti á þeim kostum sem felast í því að búa á Íslandi og vera Íslendingur.

Má þá biðja um að ef áhugi er fyrir því að skera niður framlög til þróunarsamvinnu, þvert á vilja landsmanna, að það byggist á öðru en að Íslendingar séu svo fátækir. Við höfum vel efni á því að leggja fjármuni í þróunarsamvinnu. Það væri því heiðarlegra að segjast einfaldlega ekki tíma því. Má þá einnig biðja um að við lærum að meta það sem við höfum, í stað þess að halda því fram að íslensk og afrísk neyð séu á einhvern hátt samanburðarhæf. 
Jól í Mósambík:

Engir opinberir frídagar tengdir trúarbrögðum


Mæðgurnar Ágústa og Þórunn.

Í jólablaði Fréttablaðsins sem kom út í lok nóvember ræddi Starri Freyr Jónsson fréttamaður við Ágústu Gísladóttur umdæmisstjóra Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í Mósambík þar sem hún fjallar meðal annars um það hvernig jólin verða hjá henni í ár. Fyrst var hún þó spurð um starfið og sjálfa sig.

 

 "Ég er umdæmisstjóri hjá Þróunarsamvinnustofnun Íslands í Mapútó sem er höfuðborg Mósambík.  

Umdæmisskrifstofurnar eru jafnframt sendiráð Íslands og því er ég einnig staðgengill sendiherra, sem situr í Reykjavík. Í þessari lotu er ég búin að dvelja í  Mapútó síðan um  mitt ár 2010 en áður starfaði ég þar sem fiskimálasérfræðingur þ.e. frá 1997 til 2001. Sem umdæmisstjóri hef ég yfirumsjón með þróunarverkefnum ÞSSÍ í Mósambík, sem einkum eru á sviði fiskimála og fullorðinsfræðslu.  Auk þessa ber ég ábyrgð á starfsmannahaldi, daglegum rekstri og fjármálalegri umsýslu.  Það eru 8-9 starfsmenn sem vinna að jafnaði hjá ÞSSÍ í Mósambík, þar af 2-3 Íslendingar.

 

Þá var spurt um Mósambíkana og hvað einkennir þjóðina.

 

"Mósambíkanar, sem nú eru um 25 milljónir talsins, eiga flestir ættir sínar að rekja til Bantú fólksins sem fluttist þangað frá mið- og vestur Afríku fyrir þúsund árum eða þar um bil. Það sem hefur haft mest áhrif í gegnum aldirnar er staðsetning landsins við siglingaleiðina frá Evrópu til Asíu. Portúgalskir sjófarendur námu þar fyrst land á fimmtándu öldinni og landið var undir portúgölskum yfirráðum allt til 1974. Lýst var yfir sjálfstæði þjóðarinnar í júní 1975 en skömmu síðar braust út borgarastyrjöld sem stóð í 15 ár og eru landsmenn enn að súpa seyðið af hörmungunum sem hún hafði í för með sér.

  

Mósambískt þjóðfélag í dag markast töluvert af nýlendustefnu portúgalanna, sem ekki töldu ástæðu til að mennta hinn almenna borgara. Það voru bara hinir útvöldu, sem jafnframt aðlöguðust þeirra siðum, sem komust í skóla. Mósambík er mjög neðarlega á lífskjara lista Sameinuðu þjóðanna  vegna þess að meðal skólaganga fullorðinna er einungis 1,2 ár. Enn í dag er mikill munur á milli "hinna útvöldu"  og almennings sem að miklu leyti býr við sjálfsþurftarbúskap úti á landi. Í Mósambík er þó vaxandi millistétt sem hefur notið góðs af fádæma góðum hagvexti undanfarinn áratug."

  

Blaðamaður spyr:  Þú minnist á lítið frí yfir jólin. Er ekki meirihluti íbúa kristinnar trúar? Halda íbúar því almennt upp á jólin og þá með hvaða hætti?

  

"Í Mósambík eru engir opinberir frídagar tengdir trúarbrögðum. Okkar jóladagur er kallaður "fjölskyldudagur" og sömu sögu er að segja um páskana, það er ekkert auka frí vegna þeirra. Fyrsta ríkisstjórn eftir sjálfstæði var einflokks sósíalista stjórn sem leit mjög til Austur Evrópu og Kúbu eftir fyrimyndum og þar voru kristnar tilvísanir ekki upp á borðinu. Mikill meirihluti landsmanna eru þó mjög trúaðir og er Bíblían sjaldan langt undan. Vegna aldagamlar verslunarhefðar og áhrifa kaupsýslumanna frá arabalöndum og Indlandi er þó mikið umburðarlyndi gagnvart mismunandi trúarbrögðum og hefðum.

  

Mósambíkanar elska að borða, syngja og dansa og ekki spilla 2700 km af pálmaströndum gleðinni. Að skreppa á ströndina og dýfa tánum í volgt Indlandshafið, ekki síst um jól og áramót þegar lunginn af fólki er í sumarfríi, er bæði ódýr og góð skemmtun."

  

-Þú minnist á að fólkið, a.m.k. millistéttin, elski matarveislur. Hvers konar matur er helst á boðstólnum þar, fyrir utan saltfiskinn? Hvað einkennir matargerð þeirra?

  

"Uppistaðan í daglegu fæði fólks í Mósambík er maísgrautur (cima) kassava mauk eða hrísgrjón, með sósu sem oftast inniheldur tómata og lauk með smá jarðhnetum eða fiskmeti sem próteingjafa.  Morgunmaturinn er oftast hvítt brauð með smjörlíki.  Kjöt er bara borðað til hátíðarbrigða, í stórveislum og um jól og áramót.

Dæmigerður veislumatur úti í sveitum væri geitakjöt eða kjúklingur, soðið eða steikt ásamt mapapa, sem er mauk gert úr laufum kassava plöntunnar kryddað með lauk, hvítlauk og skelfiski eða krabbakjöti og svo auðvitað aðalmálið sem er cima, hrísgrjón og/eða franskar kartöflur sem allir landsmenn elska (mér hefur verið boðið upp á franskar kartöflur í morgunmat úti á landi).

  

Auk ofangreindra rétta gæðir millistéttin sér á önd, svínakjöti, rækjum og svo auðvitað saltfiski sem þeim þykir ómissandi í jólamatinn.  Innfæddum kollegum mínum finnst saltfiskur með rjóma (bacalhau com natas) mjög góður en ýmsir aðrir réttir ættaðir frá Portúgal eru líka vinsælir."

  

-Hvernig verður jólahátíðin hjá þér sjálfri? En gamlárskvöld (og hvað gera heimamenn þá?)

  

"Ég verð með dóttur mína og tengdason í heimsókn um jólin en við nennum ekki að borð "ein heima" á aðfangadagskvöld og jóladag því við komum úr stórri fjölskyldu. Ég er nú frekar vanaföst um jólin og vil gjarnan borða lambalærið mitt á aðfangadagskvöld og hangikjöt á jóladag, ef birgðir berast frá Íslandi. Ég á því von á að slegið verði upp norrænum veislum með vinum og vandamönnum þar sem borð munu svigna undan góðgæti eins og sænskri síld, reyktum lax, fylltu íslensku lambalæri með brúnuðum kartöflum, hangikjöti með uppstúf og kartöflum, saltfisk ofl.

  

Á gamlárskvöld ætlum við að dveljast í "sumarbústað" við ströndina og gleðja okkur yfir góðum mat, kampavíni og kannski nokkrum stjörnuljósum eða blysum.

  

Ég á von á miklum mannfjölda á ströndinni á gamlárskvöld því það er mikil standferða hefð í Mósambík enda fá lönd með flottari strandlengju. Um jól og áramót er líka hásumar og oft heitt og rakt í veðri.  Þá er dásamlegt að skreppa á ströndina og algjörlega ókeypis að láta hafgoluna leika um sig og dýfa tánum (eða synda) í volgt Indlandshafið."

 
 
 
facebook
UM HEIMSLJÓS 

Heimsljós - veftímarit um þróunarmál er gefið út af Þróunarsamvinnustofnun Íslands. Ritinu er ætlað að glæða umræðu um þróunarmál og gefa áhugasömum kost á að fylgjast með því sem hæst ber hverju sinni. Efni veftímaritsins þarf ekki endilega að endurspegla stefnu ÞSSÍ.

 

Skráið ykkur í áskrift á heimasíðunni, www.iceida.is og látið vinsamlegast aðra með áhuga á þróunarmálum vita af tilvist veftímaritsins. Allar ábendingar um efni eru vel þegnar.

 

Þeir sem vilja senda okkur ábendingu um efni eða afskrá sig af netfangalista eru vinsamlegast beðnir um að senda slík erindi á netfangið iceida@iceida.is. Ritstjóri er Gunnar Salvarsson, gsal@iceida.is

.

Við biðjumst velvirðingar á því að geta ekki notað íslenskar gæsalappír í viðtölum en bandarískt sniðmót Veftímaritsins leyfir ekki notkun þeirra.

 

Bestu kveðjur, Útgáfu- og kynningardeild ÞSSÍ

 

ISSN 1670-8105