gunnisal
Heimsljós
veftímarit um ţróunarmál
6. árg. 204. tbl.
19. júní 2013

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráđherra á samráđsfundi međ afrískum og norrćnum ráđherrum:

Ísland lćtur ekki sitt eftir liggja í baráttunni viđ fátćkt og ójöfnuđ á alţjóđavísu

gunnisal
Ljósmynd frá Malaví: gunnisal.

 

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráđherra sótti um síđustu helgi árlegan samráđsfund utanríkisráđherra Norđurlandanna og Afríkuríkja sem haldinn var í bćnum Hämeenlinna í Finnlandi. Ellefu Afríkuríki taka ţátt í samráđinu; Benín, Botsvana, Gana, Lesótó, Malí, Mósambík, Nígeríu, Sambíu, Senegal, Suđur-Afríka og Tansanía. 

 

Samkvćmt frétt utanríkisráđuneytis voru umfjöllunarefni fundarins norrćna velferđarmódeliđ á tímum efnahagsţrenginga, leiđir til ađ tryggja hagvöxt međ jöfnuđ ađ leiđarljósi og hvernig stuđla megi ađ friđarhorfum ţar sem ófriđur ríkir í Afríku. "Norrćnt samstarf er hornsteinn utanríkisstefnu Íslands og sagđi utanríkisráđherra afar ánćgjulegt ađ fyrsti fundur sinn í hópi norrćnnu ráđherranna hafi veriđ međ fulltrúum Afríkuríkja. Ţrátt fyrir margar áskoranir berist nú góđar fregnir frá Afríku. Efnahagsleg og félagsleg ţróun, lýđrćđi og mannréttindi hafi styrkst á síđustu árum og ný tćkifćri til samstarfs milli Norđurlanda og ríkja álfunnar fari vaxandi," segir í fréttinni. 

 

Í máli sínu lagđi utanríkisráđherra međal annars áherslu á hversu brýnt er ađ skapa hagvöxt á nýjan leik og forđast mannauđsflótta í efnahagsţrengingum og sagđi hann íslensk stjórnvöld bregđist nú viđ slíkum áskorunum í upphafi nýs kjörtímabils. "Ráđherra sagđi jákvćđa efnahagsţróun og bćtt lífskjör í Afríkuríkjum vera mikiđ fagnađarefni og ađ Ísland láti ekki sitt eftir liggja í baráttunni viđ fátćkt og ójöfnuđ á alţjóđavísu," segir í frétt ráđuneytisins.

 

Á fundinum fóru fram umrćđur um mannréttindamál og kynjajafnrétti og sagđi ráđherra sérstaklega gagnlegt ađ umrćđa um réttindi samkynhneigđra hafi veriđ opin og hreinskiptin. Áhersla Norđurlandanna á réttindi hinsegin fólks, opna umrćđu, skilning og umburđarlyndi hafi komist skilmerkilega til skila.           

 

Ţetta er tólfti samráđsfundurinn af ţessum toga en sá fyrsti var haldinn áriđ 2001 ađ frumkvćđi Önnu Lindh, ţáverandi utanríkisráđherra Svíţjóđar. Tilgangur fundanna er ađ skapa vettvang til ađ rćđa međ óformlegum hćtti utanríkispólitísk málefni, áskoranir á sviđi stjórnmálanna og eiga skođanaskipti um álitamál sem eru efst á baugi á alţjóđavettvangi hverju sinni. Fundirnir eru haldnir til skiptis í einu Norđurlandanna og í Afríkuriki.

 

Nánar 

Stöđnun í menntamálum ţróunarríkja:

Tćplega sextíu milljónir barna ekki í skóla og brottfall óbreytt í heilan áratug

 

57 milljónir barna ekki í skóla
57 milljónir barna ekki í skóla

Ný gögn um skólagöngu barna í ţróunarríkjum sýna stöđnun eftir mikiđ framfaraskeiđ á síđustu árum. Meginskýringin er sögđ vera minni framlög til menntamála. Framlagsríki í Evrópu hafa vegna efnahagsţrenginga dregiđ úr stuđningi viđ ţróunarsamvinnu en framlög á alţjóđavísu lćkkuđu á síđsta ári í fyrsta sinn frá árinu 2002. Framlög til menntunar lćkkuđu um 6% milli áranna, sex af tíu stćrstu veitendum til málaflokksins drógu úr stuđningi.

 

Ađ mati UNESCO, menningar- og vísindastofnunar Sameinuđu ţjóđanna, endurspegla gögnin nauđsyn ţess ađ takast á viđ tvo mikilvćga ţćtti í menntun, annars vegar ađ koma öllum börnun á skólabekk og hins vegar ađ tryggja ađ ţau nái tilskilinni ţekkingu og fćrni til ađ verđa fullgildir ţáttakendur í alţjóđlegu samfélagi.

 

Irina Bokova framkvćmdastjóri UNESCO segir ađ tímamót séu í menntamálum, alţjóđasamfélagiđ verđi ađ horfa til ţess ađ ekki sé nóg ađ koma börnum í skóla heldur verđi ađ tryggja ađ skólinn veiti ţeim raunverulegt nám í undirstöđuţekkingu.

 

Samkvćmt nýju skýrslunni frá Hagstofu UNESCO (UIS) og samtakanna Menntun fyrir alla (EFA) voru 57 milljónir barna utan skóla áriđ 2011, ađeins tveimur milljónum fćrri en áriđ áđur. Langflest börn utan skóla eru í Afríku sunnan Sahara, eđa rúmlega helmingur barnanna. Í ţessum heimshluta hefur eitt af hverjum fimm börnum á grunnskólaaldri ýmist aldrei stigiđ fćti inn í skóla eđa hrakist brott áđur fyrir lok grunnskólanáms.

 

Skýrslan sýnir ađ brottfall nemenda hefur ekki minnkađ ađ neinu marki. Af ţeim 137 milljónum barna sem hefja nám í grunnskóla er líklegt ađ 34 milljónir barna hverfi frá námi áđur en ţau ljúka síđasta skólaárinu. Ţađ ţýđir um 25% brottfall sem er sama hlutfall og áriđ 2000.

 

UNESCO vekur athygli á ţví ađ auk niđurskurđar í framlögum til menntamála sé fjármagninu ekki beint til ţeirra heimshluta eđa ţjóđa ţar sem ţörfin er brýnust. Bent er á framlög Bandaríkjamanna sem lćkkuđu um 9% milli ára til fátćkustu ríkjanna.

 

"Nú er ekki rétti tíminn fyrir framlagsríkin ađ hćtta," segir Irina Bokova. 

"Ţvert á móti: til ađ ná til ţessara barna verđa veitendur ţróunarađstođar ađ standa viđ skuldbindingar sínar frá ţví í upphafi aldarinnar ţannig ađ ekkert barn sé utan skóla vegna skorts á fjármagni."

 

Ţví er viđ ađ bćta ađ í skýrslu UNESCO um bekkjarstćrđir kemur fram ađ í Malaví voru ađ međaltali 94 nemendur í bekk á grunnskólastigi áriđ 2011.

 

Fólksfjölgun langmest í Afríku á ţessari öld:

Um miđja öldina verđur ţriđja hvert barn sem fćđist afrískt

Mannfjöldaţróun og loftslagsbreytingar - Hans Rosling útskýrir.
Mannfjöldaţróun og loftslagsbreytingar - Hans Rosling útskýrir.

Mannfjöldaspár gera nú ráđ fyrir ţví ađ íbúafjöldi jarđarinnar verđi 11 milljarđar áriđ 2100, tćpum milljarđi fleiri en fyrri spáđ bentu til. Íbúar Afríku verđa fjórum sinnum fleiri en ţeir eru í dag og fólksfjölgunin verđur mest í fátćkum ríkjum. Vísindamenn höfđu reiknađ međ ađ draga myndi fyrr úr fólksfjölgun í Afríku en raunin er. Afrískar konar eiga enn ađ jafnađi 5.2 börn. Um miđja öldina verđur ţriđja hvert barn sem fćđist í heiminum afrískt. Ţá verđur Nígería fjölmennari en Bandaríkin.

 

Í öđrum heimshlutum en Afríku verđa engar stórvćgilegar breytingar í mannfjöldaţróun. Í Evrópu sjá vísindamenn fram á lítilsháttar fćkkun íbúa og í öđrum heimshlutum verđur lítilsháttar fjölgun, fyrst og fremst vegna ţess ađ lífslíkur aukast.

 

Samkvćmt nýju mannfjöldaspánni verđur Indland fjölmennasta ríki veraldar áriđ 2028 en ţađ ár verđa Indverjar fleiri en Kínverjar gangi spáin eftir, alls 1.45 milljarđar.

 

Daily Mail í Bretlandi bendir á ađ umrćđa um mannfjölda hafi ţokađ fyrir öđrum brýnni málefnum á síđustu árum, ekki síst fátćkt í heiminum og loftslagsbreytingum. Í ljósi nýlegrar hungursneyđar Sahel svćđinu og afleiđinga loftslagsbreytinga í álfunni sé ástćđa til ađ óttast matvćlaskort en ţó ef til vill miklu fremur vatnsskort.

 

Í fréttinni segir ađ fjölgunin í Afríku skýrist af ţví ađ ungt fólk sé ţar hlutfallslega flest. Á listanum yfir tíu ţjóđir međ lćgstan međaldur séu tíu Afríkuţjóđir, hćsta hlutfalliđ í Níger ţar sem 48.9% íbúanna eru yngri en fjórtán ára. Úganda og Malí fylgi fast á eftir.

 

Nigeria expected to have larger population than US by 2050/ TheGuardian 

 

A global population of 10 billion is nothing to worry about, eftir Danny Dorling/ TheGuardian 

 

Population 10 Billion by Danny Dorling - review, eftir John Kampfer/ TheGuardian

 

Major Populations in 2100/ Guardian 

Rýnt í ađstćđur ungs fólks:

Stađa stúlkna og ungra kvenna frá fátćkum heimilum í sveitum erfiđust

Ung móđir í Malaví. Ljósmynd: gunnisal
Ung móđir í Malaví. Ljósmynd: gunnisal

 

Enginn ţjóđfélags-hópur í heiminum býr viđ meiri óvissu en börn og unglingar eftir ađ ţúsaldar-markmiđin verđa úr sögunni í árslok 2015. Spár eru misvísandi um ţađ hvers konar heim ungamennin koma til međ ađ erfa og hvernig ţau eru sjálf í stakk búin til ţess ađ takast á viđ veröldina. Bandarísk rannsóknastofnun um mannafjölda (PRF) hefur međ stuđningi Ţróunarsamvinnu-stofnunar Bandaríkjanna (USAID) hefur rýnt í aldurshópinn 10-24 ára í heiminum og gefiđ út tölfrćđirit međ margvíslegum upplýsingum um stöđu ungmenna: World´s Youth 2013 Data Sheet.

 

Tölfrćđigögnin sýna ađ ungt fólk býr almennt viđ betri heilsu og meiri menntun nú en áđur. Hins vegar búa ungmenni í fátćkum ríkjum viđ ýmiss konar hindranir, félagslegar, heilsufarslegar og efnahagslegar sem koma til međ ađ gera ţeim og samfélögum ţeirra erfitt fyrir. Ţetta á ekki síst viđ um stúlkur og ungar konur.

 

Ef gripiđ er ofan í ţessa talnasúpu sést tildćmis ađ víđa í heiminum eru ungar stúlkur á aldrinum 15 til 19 ára ţegar barnshafandi eđa hafa eignast barn. Ţetta er algengast í sveitum fátćkra landa ţar sem tíđkast ađ stúlkur gangi barnungar í hjónaband eđa eru beittar ţrýstingi hvađ barneignir áhrćrir. Í Simbabwe, Senegal og Kólumbíu, hefur rúmlega ein af hverjum fimm unglingsstúlkum eignast barn.

 

Táningsstúlkur frá fátćkustu heimilunum er líklegri en ađrar stúlkur ađ verđa barnshafandi. Í sömu löndum og fyrr voru nefnd, auk Perú,  hefur rúmlega fjórđungur stúlkna frá 20% fátćkustu heimilunum eignast barn á aldrinum 15-19 ára. Og munurinn, t.d. í Perú, á stúlkum frá fátćktustu heimilunum og ţeim efnuđustu er sláandi: sex sinnum fleiri fátćkar stúlkur verđa barnshafandi á unglingsárum.

Loveness, 14 ára móđir.
Loveness, 14 ára móđir.

Í ţessu samhengi er vert ađ vekja athygli á frábćrum vef samtakanna Child Not Brides ţar sem nýveriđ hafa veriđ birtar upplýsingar um ţađ hvar barnahjónabönd eru algengust. Ţar eru Níger og Tjsad í efstu - en verstu - sćtum heimslistans en öll ţrjú samstarfsríki Íslendinga í tvíhliđa ţróunarsamvinnu eru ofarlega á listanum, Mósambík í 7. sćti, Malaví í 10. sćti og Úganda í 15. sćti. Hćgt er ađ skođa ýmiss konar upplýsingar, frásagnir, myndbönd, tölfrćđigögn og samstarfsađila, í hverju landi og vćnn sjóđur fróđleiks um Malaví er ţegar kominn á vefinnn, m.a. stuttmyndin sem vísađ er til hér ađ ofan sem segir sögu fjórtán ára móđur, Loveness.

Gefur okkur tćkifćri til ađ leggja meira af mörkum á ţessum vettvangi

- segir utanríkisráđherra í Sjónvarpsviđtali

RUV  

Sameinuđu ţjóđirnar vilja útrýma sárafátćkt í heiminum fyrir áriđ 2030. Ţetta markmiđ fellur almennt vel ađ áherslum Íslands í ţróunarsamvinnu, ađ mati utanríkisráđherra. Ţannig hljóđađi upphaf Sjónvarpsfréttar um nýliđna helgi ţar sem fjallađ var um skýrslu leiđtogahóps um ný ţróunarmarkmiđ, m.a. atvinnusköpun.

 

Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráđherra segir Íslendinga geta lagt hönd á plóg: "Ţađ er alveg ljóst ađ ţar getum viđ lagt hönd á plóginn, til dćmis ţegar kemur ađ sjávarútvegi og orkunýtingu svo dćmi séu tekin. Ţannig ađ ég held ađ viđ getum tekiđ ţví fagnandi ađ ţessar áherslur séu ţarna og gefur ţađ okkur tćkifćri til ađ leggja meira af mörkum á ţessum vettvangi en viđ höfum ţegar gert."

 

Gunnar segir í frétt RÚV nýja ríkisstjórn ćtla ađ halda óbreyttri stefnu í ţróunarmálum og ţví verđi ekki hćtt viđ ađ auka framlög til málaflokksins: "Viđ höfum lengi stefnt ađ ţví ađ auka viđ okkur í ţróunarađstođinni en ađ sjálfsögđu ţurfum viđ alltaf ađ taka tillit til ađstćđna hérna heima fyrir. Enn sem komiđ er er ekkert annađ inni í myndinni en ađ standa viđ ţetta."

G8 fundurinn samţykkir ađgerđir gegn skattaskjólum 


Tveggja daga fundi leiđtoga G8 ríkjanna lauk í gćrkvöldi á Norđur-Írlandi. Á fundinum voru samţykktar nýjar ađgerđir í tíu liđum um aukiđ samstarf í baráttunni gegn peningaţvćtti og skattaundanskotum. Fréttaskýrendur eru fjarri ţví á einu máli um árangur fundarins ađ ţessu leyti, sumir segja ađ niđurstađan hafi veriđ langt undir vćntingum međan ađrir segja tilefni til ţess ađ fagna.

 

The G-8 Clamps Down on Tax Evasion, but Critics Say Plan Falls Short / TIME 

-

G8 summit and tax evasion: what's really been achieved?/ TheGuardian 

-

G8: what did it achieve?/ TheGuardian 

-

G8 tax deal falls short of expectations/ Euobserver 

-

Reasons to be cheerful/ TheEconomist

-

G8 Pledges Action On Tax Evasion/ IBTimes

-

G8 summit: tax campaigners condemn David Cameron's 10-point 'wish list'/ TheGuardian 

-

2013 Lough Erne G8 Leaders' Communiqué/ Breska ríkisstjórnin 

  
Áhugavert

New food security alliance is timely for Malawi's path out of poverty, eftir Joyce Banda/ TheGuardian
-
Norway's New Aid Policy, eftir Inge Tvedten/ NAI Forum
-
10 Least Corrupt African Countries/ AllAfrica
-
Flöskur og dósir breytast í vatnstank og geit á leikskólanum Mýri/ Hjálparstarf kirkunnar
-
Who are the Final 20 and Why do we Need to Reach Them?, eftir Allen Willcox/ ImpatientOptimists
-
Clean, Fed & Nurtured, eftir Hannah Woodburn/ ImpatientOptimists
-
The campaign to end hunger must focus on violence against women, eftir Sarah Degnan Kambou / TheGuardian
-
In Guinea we want our resource wealth to work for all the people, eftir Alpha Condé forseta Gíneu/ TheGuardian
-
Ugandan Comic 'Chameleon' Keeps South Africa Laughing/ VOANews
-
HJÓLA KRINGUM LANDIĐ TIL STYRKTAR BARNAHEILLUM
-
G8 should squeeze the rich to pay for family planning, eftir Baroness Jenny Tonge/ Devex
-
Extra Food Means Nothing to Stunted Kids With Bad Water: Health/ Bloomberg
-
Malala raises her hand for girls!/ PlanInternational
-
Uganda: Museveni's 10,000 Days in Power, eftir Maria Burnett/ Mannréttindavaktin
-
Ţróunarađstođ ber engan árangur ađ sögn Hannesar/ DV
-
THE GIRL DECLARATION/ TheGirlEffect


Knattspyrnuhetja í Úganda og Vestmannaeyjum
Uganda - Angola 2-1 (15.6.2013)
Uganda - Angola 2-1 (15.6.2013)
Tony Mawejje, leikmađur ÍBV, hefur bćđi veriđ í sviđsljósinu og á skotskónum síđustu dagana. Hann skorađi í gćrkvöldi eina mark ÍBV á útivelli í jafnteflisleik viđ Val. Í síđustu viku var hann ađra vikuna í röđ hetja landsliđs Úganda og tryggđi liđinu sigur á Angóla međ marki í blálokin. Helgina ţar á undan skorađi hann eina markiđ í sigurleik gegn Líberíu í Kampala og hefur komiđ úgandska landsliđinu í vćnlega stöđu í undankeppni HM.
 
-
-
  

 

Frćđigreinar


Fréttir og fréttaskýringar

-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-

Hús úr húsi á Gaza

Barnahjálp Sameinuđu ţjóđanna, UNICEF, er á vettvangi í yfir 190 löndum og hefur ađ leiđarljósi ţá bjargföstu trú ađ öll heimsins börn eigi rétt á heilsugćslu, menntun, jafnrétti og vernd. Fjöldi Íslendinga hefur unniđ á vegum UNICEF, ţar á međal Margrét Rögn Hafsteinsdóttir á Gaza. Margrét er hjúkrunarfrćđingur og vann í tvö ár hjá UNICEF í Palestínu. Stađa hennar var kostuđ af Íslensku friđargćslunni. Meirihluta tímans bjó hún á Gaza. 


Nú er Margrét flutt heim og á dögunum heimsótti skrifstofu UNICEF á Laugaveginum. Hún sagđi frá helstu ógnum sem steđja ađ börnum og mćđrum á Gaza og ţeim verkefnum sem hún hefur unniđ ađ undanfarin tvö ár.


Tuttugu tonn af fötum
 
Metţátttaka var í fatasöfnunarátaki Rauđa krossins ađ vorlagi og félagiđ ţakkar á heimasíđu sinni öllum ţeim fjölda sem hlýddi kalli og gaf föt til góđra verka. Alls söfnuđust um 20 tonn í gámana sem settir voru viđ sundstađi á höfuđborgarsvćđinu sem er um tvöfalt meira en safnađist í átakinu á síđasta ári. 
 
 
SOS Barnaţorpin  leita ađ upplýsingafulltrúa
 
sos  
SOS Barnaţorpin á Íslandi óska eftir ađ ráđa upplýsingafulltrúa. Hlutverk hans er ađ koma á framfćri viđ landsmenn ţví starfi sem samtökin vinna á međal munađarlausra og yfirgefinna barna í fátćkari ríkjum heims og ţeim árangri sem af ţví hlýst.
 
 
Baráttan gegn ţurrkasvćđum

 UN  

Eyđimerkurmyndun er einn stćrsti umhverfisvandi nútímans. Hún hefur í för međ sér margţćtt vandamál og alvarlegar afleiđingar á líffrćđilega fjölbreytni, umhverfisöryggi, útrýmingu fátćktar, félags- og efnahagslegan stöđugleika og sjáfbćra ţróun um heim allan. 

 

Ţannig hljóđar upphaf fréttar á vef Upplýsingaskrifstofu Sameinuđu ţjóđanna fyrir Vestur-Evrópu sem birtist 17. júní, á alţjóđadegi SŢ gegn eyđimerkurmyndun og ţurrkum.

 

"Međ eyđimerkurmyndun er átt viđ viđvarandi niđurbort á vistkerfum lands sem bćđi orsakast af mannavöldum t.d. vegna ofbeitar búfénađar, ofnýtingar á landi eđa vegna ílla skipulagđra áveitukerfa. Loftslagsbreytingar auka einnig eyđimerkurmyndun međ tíđari ţurrkum, flóđum og ofsaveđrum. Allt kjörađstćđur sem flýta fyrir niđurbroti lands. Ţađ er sérstakt áhyggjuefni ađ ţáttur loftlagsbreytinga til framtíđar gerir vandann stćrri, flóknari og útbreiddari," segir í fréttinni.

 

Fram kemur ađ um milljarđur manna búi á ţurrkasvćđum og ađ skílabođin séu skýr: "Berjumst gegn ţurrkum framtíđar" eđa "Don´t let our future dry up" og hefjum tafarlausar ađgerđir gegn vatnsskorti, eyđimerkurmyndun og ţurrkum. 

 

Nánar

 

Afmćlistónleikar ABC

Nú er afmćlismánuđur ABC barnahjálpar rúmlega hálfnađur og hefur veriđ tónlistarveisla á hverjum degi međ algjörlega frábćrum tónlistarmönnum. Allir tónleikarnir eru haldnir í Líf fyrir líf, Laugavegi 103 viđ Hlemm og hefjast upp úr kl.16. Ţađ er heitt á könnunni og ađgangur ókeypis.


Dagskrá vikunnar er sem hér segir:


Miđvikudag 19. júní  Magga Stína 
Fimmtudag 20. juní  Egill Ólafsson
Föstudag 21. júní  Óskar Einarsson og Gospeltónar
Laugardag 22. júní  Eiki Einars
Síđasta vikan verđur svo:
Mánudag 24. júní  Páll Rósinkrans
Ţriđjudag 25. júní  Regína Ósk
Miđvikudag 26. júní  Sigríđur Thorlacius
Fimmtudag 27. júní  Íris Lind Verudóttir og Emil Björnsson
Föstudag  28. júní  Jógvan Hansen
Laugardag 29. júní  Lay Low

Ekki missa af ţessari frábćru tónlistarveislu sem er bođiđ upp á í tilefni 25 ára af afmćli ABC barnahjálpar.

Metfjöldi flóttamanna í eigin heimalandi - tćplega 30 milljónir áriđ 2012
IRIN
Flóttamannabúđir í Jemen. Ljósmynd. IRIN


Líkt og undanfarin 32 ár var Afghanistan helsta upprunaland flóttamanna áriđ 2012. Ađ međaltali kemur fjórđi hver flóttamađur frá Afghanistan og 95 prósent ţeirra eru í Pakistan eđa Íran. Ţrátt fyrir hćgari straum flóttamanna frá Sómalíu, ţar sem átök hafa einnig dregist á langinn, komu nćstflestir flóttamenn ţađan á árinu 2012. Írakar voru ţriđji stćrsti hópur flóttamanna (746,700) og Sýrlendingar ţví nćst (471,400). 
 
Ekki hafa fleiri veriđ á vergangi í eigin heimalandi í yfir tvo áratugi en voru áriđ 2012, eđa 28,8 milljónir. Ţar af eru 17,7 milljónir sem njóta ađstođar Flóttamannastofnunarinnar. Ađstođ Flóttamannastofnunarinnar viđ fólk á flótta innan eigin heimalands er háđ frumkvćđi og ósk stjórnvalda í hverju landi fyrir sig. Veruleg fjölgun í ţessum hópi flóttamanna varđ á árinu 2012 bćđi í Austur- Kongó og Sýrlandi.
 
Ţetta kemur međal annars fram í skýrslu Flóttamannastofnunar Sameinuđu ţjóđanna, UNHCR, sem kom út í dag. Ţar segir ađ á árinu 2012 hafi veriđ fleiri flóttamenn eđa fólk á vergangi í heimalandi sínu en nokkurn tíma síđan 1994. Neyđarástandiđ í Sýrlandi er nú stór áhrifaţáttur ađ baki auknum fólksflótta á alţjóđavísu.
 
Global Trends skýrsla Flóttamannastofnunar SŢ, sem kemur út árlega, fjallar um fólksflótta sem átti sér stađ á árinu 2012 og byggir á gögnum frá ríkisstjórnum, frjálsum félagasamtökum og Flóttamannastofnuninni. Í skýrslunni kemur fram ađ í lok árs 2012 hafi 45,1 milljón manns veriđ á flótta í heiminum, samanboriđ viđ 42,5 milljónir í árslok 2011. Ţar af voru 15,4 milljónir flóttamanna, 937,000 hćlisleitendur[ii], og 28,8 milljónir sem voru á vergangi innan landamćra eigin heimalands.
 
Stríđsátök eru enn sem fyrr meginorsök ţess ađ fólk leggur á flótta. 55 prósent allra skráđra flóttamanna í skýrslu Flóttamannastofnunarinnar koma frá fimm stríđshrjáđum löndum, Afghanistan, Sómalíu, Írak, Sýrlandi og Súdan. Í skýrslunni er jafnframt fjallađ um stóraukinn fólksflótta í Malí, í Lýđstjórnarlýđveldinu Kongó, og frá Súdan inn í Suđur-Súdan og Eţíópíu.
 
"Ţetta eru verulega ógnvekjandi tölur. Ţćr endurspegla gríđarlega ţjáningu fólks og ţá erfiđleika sem alţjóđasamfélagiđ stendur frammi fyrir í viđleitni sinni til ađ koma í veg fyrir og leysa stríđsátök," segir Antonio Guterres, Flóttamannafulltrúi Sameinuđu ţjóđanna og ćđsti yfirmađur Flóttamannastofnunarinnar.
 
Ţćr upplýsingar sem koma fram í skýrslunni varpa ljósi á óhugnanlega ţróun sem á sér stađ, m.a. tíđni ţess ađ fólk neyđist til ađ leggja á flótta. Á árinu 2012 neyddust 7,6 milljónir manna til ađ flýja heimili sín, 1,1 milljón sem flóttamenn og 6,5 milljónir hröktust á vergang innan eigin landamćra. Ţađ samsvarar nýjum flóttamanni eđa manneskju á vergangi innan eigin landamćra á 4,1 sekúndu fresti.
 
Jafnframt má sjá skýran mun á ríkum og fátćkum löndum ţegar kemur ađ móttöku flóttamanna. Af ţeim 10,5 milljónum flóttamanna sem falla undir umbođ Flóttamannastofnunarinnar (4,9 milljónir palestínskra flóttamanna heyra undir systurstofnun okkar, Palestínuflóttamannaađstođ Sameinuđu ţjóđanna, UNRWA) er um helmingur í löndum sem hafa verga landsframleiđslu undir 5000 bandaríkjadollara á íbúa. Ţróunarríki hýsa í dag 81 prósent flóttamanna í heiminum, samanboriđ viđ 70 prósent fyrir áratug síđan. 46 prósent allra flóttamanna eru börn undir 18 ára aldri. Ennfremur var lagđur fram metfjöldi umsókna, 21,300, á árinu 2012 frá börnum sem voru án fylgdar eđa ađskilin frá foreldrum sínum. Ţađ er mesti fjöldi slíkra umsókna sem Flóttamannastofnuninni hefur nokkurn tíma borist.
 
Fjöldi fólks sem er á flótta á hverju ári samanstendur af fjölda nýrra flóttamanna og viđvarandi óleystum tilfellum fólks á flótta, ađ frádregnum ţeim flóttamönnum sem hafa fengiđ úrlausn sinna mála, ýmist međ ţví ađ snúa aftur til heimalands síns eđa gerast varanlegir ríkisborgarar annars lands. Starf Flóttamannastofnunarinnar miđar ađ ţví ađ veita fólki stuđning og tafarlausa hagnýta ađstođ. Áriđ 2012 fengu 2,7 milljónir manns úrlausn sinna mála, ţar af 526,000 flóttamenn og 2,1 milljón manns [i] sem voru á vergangi innan eigin landamćra. Af ţeim sem fengu úrlausn sinna mála voru 74,800 manns sem settust ađ í ţriđja landi fyrir atbeina Flóttamannastofnunarinnar.
 
Lítil breyting var frá árinu 2011 á ţví hvađa ríki taka viđ flestum flóttamönnum. Pakistan tók enn sem fyrr á móti fleiri flóttamönnum en nokkuđ annađ ríki (1,6 milljón). Ţví nćst komu Íran (868,200) og Ţýskaland (589,700).
 
Global Trends skýrsla Flóttamannastofnunarinnar er leiđandi upplýsingaveita um stöđu flóttafólks í heiminum. Stofnunin birtir frekari tölfrćđilegar upplýsingar árlega í svokölluđum tölfrćđilegum árbókum, Statistical Yearbooks og í skýrslum um hćliumsóknir í iđnríkjunum. 

 

Fjölmenning og einsleitni samfélaga
 Úganda fjölmenningarlegasta ţjóđ heims   
DM
Hvergi í heiminum er ađ finna íbúa ţar sem ţjóđarbrotin eru fleiri en í Afríkuríkinu Úganda en fćst eru ţjóđarbrotin í Suđur-Kóreru. Ísland er í hópi ţeirra ţjóđa sem flokkast undir einsleit samfélög, eins og sjá má á heimskortinu.
   

Ţetta kemur fram í rannsókn sem unnin hefur veriđ af vísindamönnum í Harvard háskólanum í Bandaríkjunum. Rannsóknin hefur stađiđ yfir í ellefu ár og á ţeim tíma hafa vísindamenn skilgreint 650 mismunandi ţjóđarbrot í 190 ţjóđríkjum. Af heimsálfunum er einleitnin mest í Evrópu en fjölmenningin mest í Afríku.
 

Samkvćmt frétt Daily Mail í Bretlandi koma niđurstöđurnar á óvart ţví almćlt hafi veriđ ađ fjölmenningarlegustu samfélögin séu á Vesturlöndum. Rannsóknin leiddi hins vegar í ljós ađ Afríkuríki eru heimkynni flestra ţjóđarbrota ţar sem Úganda trónir á toppnum međ rúmlega 40 mismunandi ţjóđarbrot, m.a. Baganda, Iteso, Basoga og Banyankore, sem hvert og eitt á eigiđ móđurmál, menningu og siđi.
 
 
Er straumur á Afríku?

- eftir Vilhjálm Wiium umdćmisstjóra Ţróunarsamvinnustofnunar Íslands í Malaví 
ONE
Álfan í skugganum - smelliđ á myndina til ađ sjá hana stćrri/ ONE
Í Afríku er erfitt ađ nálgast rafmagn. Ef ţú ert einn af ţeim heppnu, sem hefur ađgang, ţá kostar hann hvítuna úr augunum og ađ auki getur ţú ekki treyst ţví ađ rafmagniđ sé til stađar ţegar ţú ţarft á ţví ađ halda. Í landinu sem ég bý í, Malaví, er áćtlađ ađ milli sex og sjö prósent íbúa hafi ađgang ađ rafmagni. Sem sagt, 93-94 prósent hafa ekki ađgang. Og viđ sem ađganginn höfum ţurfum oft ađ sćtta okkur viđ rafmagnsleysi. Ekki síst á matmálstímum. Sagt er ađ best sé ađ búa í hverfinu ţar sem forsetahöllin er. Ţar fer rafmagniđ sjaldan af. Segir sagan. Ég er tiltölulega heppinn ţví rétt hjá mér er vatnsveita Lílongve-borgar. Orkuveita borgarinnar reynir ađ halda rafmagni á henni og ég nýt góđs af ţví.


Erfitt er ađ ofmeta áhrif rafmagnsleysis á framgang fátćktar. (Framgangur er neikvćtt orđ í ţessu samhengi). Ţví ţar sem ekkert rafmagn er, ţar er erfitt ađ stunda heimanámiđ - ţađ er jú ekkert ljós. Fćst lyf ţola mikinn hita, en heislugćslustöđvar geta ekki haldiđ lyfjum viđ rétt hitastig vegna skorts á rafmagni. Áhrif á fyrirtćkjarekstur er margslunginn, t.d. er auđvelt ađ skilja ađ án rafmagns verđa vinnustundir fćrri en ella. Endalaust er hćgt ađ telja upp slćm áhrif rafmagnsleysis.

Ef trúa má stađreyndasíđum CIA (CIA Factbook) geta Íslendingar framleitt 2,5 gígavött af rafmagni á ári. Afríka sem heild getur í dag framleitt 28 gígavött. Ríflega 11 sinnum meira en viđ. En, setjum ţetta í einhvers konar samhengi. Íslendingar eru 320 ţúsund, sirkabát. Einhvers stađar hef ég heyrt ţeirri tölu fleygt fram ađ íbúar Afríku séu ríflega milljarđur. Ţrjúţúsund sinnum fleiri en Íslendingar. Ţrjúţúsund sinnum fleiri íbúar, en 11 sinnum meira rafmagn. Hm, kann varla góđri lukku ađ stýra. Enda er áćtlađ ađ 600 milljónir Afríkubúa hafi ekki ađgang ađ rafmagni.

Um helmingur Afríkuríkja stendur frammi fyrir kreppu, rafmagnskreppu. Sárast viđ ţá stađreynd er líklega ađ í Afríku er gnćgđ möguleika til orkuframleiđslu. Tiltölulegra sjálfbćrra og umhverfisvćnna möguleika. Sólarorka, vatnsafl, vindorka og jarđvarmi er allt til stađar í Afríku. En, hingađ til hefur gengiđ ferlega illa ađ nýta ţessa möguleika. Borgarastríđ, venjuleg stríđ og ósamkomulag af hvers konar tagi hefur stađiđ í vegi framţróunar. Einrćđi, spilling og ég veit ekki hvađ og hvađ. Einhvern veginn hefur svo margt fariđ aflaga.

En, viđ megum ekki endalaust vorkenna vesalings Afríku. Margt er í gangi og ýmislegt bendir til ađ betri tímar séu framundan. Í Suđur Afríku, t.d., er í gangi verkefni ađ nýta vind- og sólarorku til ađ framleiđa 8 gígavött af rafmagni áriđ 2030. Ţađ er slatti. Ţegar er búiđ ađ skrifa undir samninga sem munu skaffa 2,5 gígavött af ţessum átta. Ţađ er bara framleiđsla Íslands. Annađ verkefni er komiđ af stađ í Mósambík. Ţar á ađ ná vatnsorku, sem nemur 1,5 gígavatti, úr Sambesi ánni. Mósambíkanar vilja selja hluta af ţessu rafmagni til nágranna sinna í S-Afríku. Fleiri samvinnuverkefni eru í gangi. Eţíópía og Djíbútí eru ađ semja um ađ vatnsaflsvirkjun hinna fyrrnefndu sjái ţeim síđarnefndu fyrir 60 prósentum af orkuţörf sinni. Eţíópía er einnig ađ semja viđ Keníu um rafmagnssölu frá eţíópískum vatnsaflsvirkjunum.

Svo má ekki gleyma risamöguleikunum í Austur Kongó. Ţar rennur hin gríđaröfluga Kongó-á, en hún er nćstlengsta á í Afríku. Í henni eru Ingu-fossarnir, en í ţeim eru tvćr virkjanir, Inga 1 og Inga 2, sem saman geta framleitt 1,7 gígavött. Framleiđslan er reyndar mun minni. Stefnt er ađ ţví ađ bygging Ingu ţriđju hefjist á nćsta ári og um 5 gígavött verđi framleidd ţar frá og međ 2017. Síđan er ţađ hún Stóra-Inga, en áćtlađ er ađ hún geti gefiđ af sér 39 gígavött! Ađeins. Menn dreymir um ađ hún Stóra-Inga geti orđiđ stađreynd á nćstu 10 til 15 árum.

En, ekki má ţó gleyma ađ Ingu-fossarnir eru í Austur-Kongó, ţar sem stjórnleysi og anarkismi ríkir í stórum hluta landsins. Ţađ dregur ađeins úr vćntingum okkar sem fylgjumst međ úr fjarlćgđ. Ţví miđur.

Engu ađ síđur. Margt er ađ gerast í rafmagnsmálum í Afríku. Margt meira gćti gerst og verđur spennandi ađ fylgjast međ ţróun nćstu tveggja áratuga eđa svo.

Skyldu meira en 90% af Malövum enn ţurfa ađ lifa án rafmagns eftir 10 ár?
facebook
UM HEIMSLJÓS 

Heimsljós - veftímarit um ţróunarmál er gefiđ út af Ţróunarsamvinnustofnun Íslands. Ritinu er ćtlađ ađ glćđa umrćđu um ţróunarmál og gefa áhugasömum kost á ađ fylgjast međ ţví sem hćst ber hverju sinni. Efni veftímaritsins ţarf ekki endilega ađ endurspegla stefnu ŢSSÍ.

 

Skráiđ ykkur í áskrift á heimasíđunni, www.iceida.is og látiđ vinsamlegast ađra međ áhuga á ţróunarmálum vita af tilvist veftímaritsins. Allar ábendingar um efni eru vel ţegnar.

 

Ţeir sem vilja senda okkur ábendingu um efni eđa afskrá sig af netfangalista eru vinsamlegast beđnir um ađ senda slík erindi á netfangiđ iceida@iceida.is. Ritstjóri er Gunnar Salvarsson, gsal@iceida.is

.

Viđ biđjumst velvirđingar á ţví ađ geta ekki notađ íslenskar gćsalappír í viđtölum en bandarískt sniđmót Veftímaritsins leyfir ekki notkun ţeirra.

 

Bestu kveđjur, Útgáfu- og kynningardeild ŢSSÍ

 

ISSN 1670-8105