abcskolinn

logo

Veftímarit um

ţróunarmál

gunnisal
5. árg. 144. tbl.
4. janúar 2012
Alţjóđlegt hjálparstarf og alţjóđleg ţróunarsamvinna á árinu 2011:

Hungursneyđ í austurhluta Afríku, arabíska voriđ, sjö milljarđasti jarđarbúinn.. og margt fleira

 

"Ellefu milljónir svelta heilu hungri viđ horn Afríku og kapp er lagt á ađ koma hjálpargögnum til nauđstaddra. Árangurinn lćtur ţó á sér standa ţví ađ ţótt matargeymslur Sameinuđu ţjóđanna í höfuđborg Sómalíu séu fullar deyr fólk úr hungri. Af ţeim löndum, sem hafa orđiđ illa úti í ţurrkunum viđ horn Afríku, er Sómalía verst leikiđ. Nćrri lćtur ađ annar hver íbúi landsins ţurfi á matvćla- 

United Nations Year in Review 2011
Uppgjör Sameinuđu ţjóđanna á árinu 2011

ađstođ ađ halda," sagđi í frétt Ríkisútvarpsins í sumar. Ţegar horft er til baka yfir áriđ 2011 skyggja hörmungarnar í ţessum heimshluta, sem kallađur hefur veriđ ţríhyrningur dauđans, á flest annađ ţegar litiđ er á alţjóđlegt hjálparstarf á nýliđnu ári.

 

Arabíska voriđ, lýđrćđisbyltingar í norđanverđi Afríku og víđar ţar sem almenningur reis upp gegn áratugalangri harđstjórn, setti mark sitt á áriđ og margir telja ţá atburđarás vera ţann heimsviđburđ sem stendur uppúr á árinu. Enn ađrir nefna sjöunda milljarđasta jarđarbúann sem fćddist seint í október, líkast til á Indlandi.

 

Ţađ liggur í eđli alţjóđlegrar ţróunarsamvinnu ađ vera utan viđ kastljós heimspressunnar ađ miklu leyti. Alţjóđlegt neyđar- og hjálparstarf snýst um ađ bregđast viđ skyndilegum hörmungum af völdum stríđsátaka eđa náttúruhamfara en alţjóđleg ţróunarsamvinna felur í sér langvarandi uppbyggingu fátćkra samfélaga sem ţví miđur ţykir oftast nćr óspennandi vegferđ í augum fjölmiđla. Ţađ er til marks um stóru fréttirnar í alţjóđlegri ţróunarsamvinnu ađ Devex, bandaríska upplýsinga-og fréttaveitan um ţróunarmál, tiltekur aukiđ gagsći í ţróunarmálum og aukna notkun samfélagsmiđla međal ţess uppúr stóđ á árinu.

 

Devex tiltekur líka breytingar á landslagi ţróunarsamvinnu, fleiri ţátttakendur sem taka ţátt í baráttunni gegn fátćkt. Stórfundurinn í Busan í Kóeru kristallađi ţessa nýju tíma og gaf fyrirheit um aukiđ samstarf viđ nýja og stóra leikendur á ţróunarsamvinnusviđi, Kína, Indland, Brasilíu. En ţar eru líka öflugir bandamenn í frjálsum félagasamtökum og sjóđir auđkýfinga sem leggja framlög til ţróunarmála. Og talandi um framlög til ţróunarmála: opinberu framlögin hafa í flestum löndum veriđ varin fyrir niđurskurđi í iđnríkjunum ţrátt fyrir kreppu. Ţar vannst varnarsigur.

 

Myndbrotiđ sem fylgir ţessari frétt er samantekt Sameinuđu ţjóđanna um nokkra helstu atburđi ársins.

-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-

 

gunnisal
Einkennismerki Mangochi: Viktoríuturninn, til minningar um 145 manns sem drukknuđu í Malavívatni ţegar ferja fórst áriđ 1946. Ljósm. gunnisal
Hérađsstjórnin í Mangochi sú besta!

 

Hérđasstjórn Mangochi hlaut á dögunum viđurkenningu stjórnvalda í Malaví sem besta hérađsstjórn landsins. Eins og kunnugt er hefur Ţróunarsamvinnustofnun Íslands ákveđiđ ađ fela hérađsstjórninni í Mangochi yfirstjórn međ ţróunarsamvinnu Íslendinga í landinu frá og međ áramótum. Unniđ hefur veriđ ađ ţví undanfarin misseri ađ undirbúa samstarfsverkefni á ţremur sviđum í Mangochi hérađi, ţ.e. í heilsugćslu, vatni- og hreinlćtismálum, og menntun.

 

Hérađsstjórnin í Mangochi hlaut eina milljón kvatsa fyrir nafnbótina en ţađ var ráđuneyti sveitastjórnarstigsins - Ministry of Local Government and Rural Development - sem veitti viđurkenninguna. Vísađ var til ţess ađ hérađsstjórnin í Mangochi hafi sýnt mestu framfarir hérađsstjórna og veriđ framúrskarandi hvađ ţróun áhrćrir.

-

Nánar 

Menntun
Ljósa súlan táknar ţćr stúlkur sem eru ómenntađar, miđsúlan ţćr sem hafa einhverja grunnskólamenntun, og dökkgrćna súlan sýnir barneignir kvenna međ framhaldsnám ađ baki.
Sláandi tölur um menntun kvenna og barneignir

Börnum hríđfćkkar međ aukinni menntun

 

Ţegar horft er til barneigna kemur á daginn ađ menntun og fjöldi barna haldast mjög í hendur. Međ aukinni menntun eignast konur fćrri börn. Ţessi stađreynd er löngu kunn og ţarf ekki annađ en ađ horfa til barneigna kvenna á Vesturlöndum og kvenna í sunnanverđri Afríku til ađ sýna fram á sannleiksgildi ţeirrar stađhćfingar.

 

En ef litiđ er nánar á menntun kvenna í sunnanverđri Afríku kemur berlega í ljós hversu gríđarlega mikilvćg menntunin er viđ ákvörđun um ađ eignast fyrsta barn. Samkvćmt nýrri rannsókn - Africa´s demographic challenges" - eignast ungar menntađar konur í fćstum tilvikum börn nema ţćr hafi tekiđ ákvörđun um barneignir. Menntađar ungar konur eignast líka til muna fćrri börn en ţćr ómenntuđu - en međ aukinni menntun eru konur upplýstari um kynlíf og fjölskylduáćtlanir auk ţess sem ţćr vita betur hvernig nálgast á getnađarvarnir.

 

Ef tekin eru dćmi frá tveimur samstarfslöndum Íslands í ţróunarsamvinnu, Malaví og Úganda, eru tölurnar um fjölda fćddra barna og menntunarstig sláandi. Mestu virđist skipta ađ halda áfram námi eftir ađ grunnskóla lýkur. Ţannig eiga konur međ framhaldsnám ađ baki ađ jafnađi 4.4 börn í Úganda međan ţćr ómenntuđu eiga 7.7 börn. Í Malaví eiga vel menntađar konur 3.8 börn ađ međaltali en ómenntađar 6.9 börn. Munurinn á milli ţeirra ómenntuđu og ţeirra sem hafa einhverja grunnmenntun er hins vegar ekki verulegur.

 

Ţegar dregur úr frjósemi hjá ţjóđum er ţađ jafnan vísbending um meiri lífsgćđi, betri heilbrigđisţjónustu en ekki síst meiri menntun. Á síđustu árum hafa orđiđ miklar framfarir, til dćmis međal ţjóđa í rómönsku Ameríku, og ţćr samfélagsbreytingar hafa leitt til ţess ađ tölur um barneignir hafa lćkkađ jafnt og ţétt. Áriđ 1960 áttu konur í ţessum heimshluta ađ međaltali sex börn. Sú tala er nú komin niđur í 2.3 börn.

 

Á síđasta ári fćddist sjö milljarđasti einstaklingurinn. Jarđarbúum fjölgar um 216 ţúsund á dag. En ţessari fjölgun er misskipt og ţegar horft er fáeina áratugi fram í tímann gera spár ráđ fyrir ađ fólki haldi áfram ađ fćkka í iđnríkjunum en íbúafjöldinn tvöfaldist eđa ţrefaldist međal ţjóđa sunnan Sahara í Afríku ţar sem hver kona fćđir ađ međaltali 4.5 börn á lífsleiđinni. Atvinnuvegir ţessara ţjóđa eru ekki í stakk búnir til ađ taka viđ ţeirri fólksfjölgun og barnamergđin viđheldur vítahring fátćktar... nema til komi stóraukinn stuđningur viđ menntun. Ekki síst menntun stúlkna.

 

Saga varaforsetans

Joyce Banda varaforseti Malaví lýsir ţví í nýlegu viđtali hvernig hún kepptist viđ á barnsaldri ađ ná svipuđum einkunnum í skóla og besta vinkona hennar sem var alltaf hćst í bekknum. Sú var af fátćku fólki komin en fađir Joyce var lögreglumađur, launamađur, og gat greitt skólagjöldin. Joyce lýsir ţví ađ vinkonan, Chrissie Mtokoma, hafi fylgt henni uppí framhaldsskóla en ţurft ađ hverfa frá námi eftir fyrstu önn sökum fjárskorts. Chrissie hafi snúiđ til baka í ţorpiđ inní dćmigerđan vítahring fátćktar međ snemmbúinni giftingu og barneiginum. Um ţađ leiti sem Joyce lauk skólagöngunni átti Chrissie fimm börn og býr enn viđ kröpp kjör. Joyce er hins vegar valdamesta kona landsins og líkast á leiđ í forsetaframbođ á árinu.

 -

Sub-Saharan Africa: Change people's minds, eftir Veru Dicke/ D+CAfrica´s Demographic

Africa´s Demographic Challanges: How a young population can make development possible (2011)

-

Women´s Education and Fertility Transition in Sub-Saharan Africa/ OEAW

-

Birth rate plummets in Brazil/ WashingtonPostWomen's Education the Path to the Presidency/ IRIN

UNSameinuđu ţjóđirnar samţykkja niđurskurđ í fjárhagsáćtlun

 

Í ađeins annađ sinn í fimmtíu ára sögu Sameinuđu ţjóđanna hafa alţjóđasamtökin úr minna fé ađ spila en áriđ áđur. Fulltrúar 193 ađildarríkja samtakanna samţykktu niđurskurđ í fjárhagsáćtlun fyrir áriđ 21012 á fundi um áramótin. Endanlegar tölur í áćtluninni fyrir 2012-13 hljóđa upp á 5.15 milljarđa dala en síđasta áćtlun, 2010-11, hafđi töluna 5.41 milljarđ. Bćđi fulltrúar Bandaríkjanna og fulltrúar Evrópuríkja í kröppum fjármáladansi töluđu fyrir niđurskurđi en fullltrúar ţróunarríkja héldu á lofti kröfunni um óbreytt fjármagn.

 

Umrćđan um fjármálin var bćđi löng og ströng, stóđ marga daga fram á nćtur. Ađeins einu sinni áđur, áriđ 1998, hefur fjárhagsáćtlun sćtt niđurskurđi hjá Sameinuđu ţjóđunum.

-

Nánar

 
Iđjuleysingjum sagt stríđ á hendur
gunnisal

Amlóđar  í Úganda sjá fram á erfiđa tíma ţví stjórnvöld hafa ákveđiđ ađ skera upp herör gegn ómennsku og leti. Ţeir karlar sem eiga ađ framfleyta fjölskyldu en eru letibelgir og drykkjuhrútar, nema hvoru tveggja sé, geta reiknađ međ ađ yfirvöld sýni ţeim refsivöndinn. Samkvćmt frétt í The African Report hafa karlar í Úganda nýlega veriđ metnir ţeir lötustu í gervallri austanverđri álfunni. Margir ţeirra eru sagđir taka pyttluna fram yfir konur og börn sem búi viđ sult og seyru. Stjórnvöld hafa beint ţví til sveitarstjórna ađ samţykkja refsingar fyrir slćpingjana.

 

Í fréttinni er haft  eftir Bright Rwamirama ráđherra búfjárrćktarmála ađ stjórnvöld geti ekki horft uppá höfuđ fjölskyldunnar verja tíma í drykkjuskap međan fjölskyldan hafi ekki málungi matar. Hann segir ađ sumir karlar eigi ţađ ţví miđur til ađ skilja konur eftir heima ţegar ţeir hefji ábyrgđarlausa drykkju. Ţađ endi oft međ ţví ađ fjölskyldan standi uppi matarlaus.

 

Konur í Úganda fagna afstöđu stjórnvalda, segir í fréttinni.

-

Nánar 

 K R Ć K J U R

-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
Veftímaritiđ er á...
facebook
Takiđ ţátt í umrćđum! 
Um Veftímaritiđ
logo

Veftímarit um ţróunarmál er gefiđ út af Ţróunarsamvinnustofnun Íslands. Ritinu er ćtlađ ađ glćđa umrćđu um ţróunarmál og gefa áhugasömum kost á ađ fylgjast međ ţví sem hćst ber hverju sinni. Efni veftímaritsins ţarf ekki endilega ađ endurspegla stefnu ŢSSÍ.
          
Skráiđ ykkur í áskrift á heimasíđunni, www.iceida.is og látiđ vinsamlegast ađra međ áhuga á ţróunarmálum vita af tilvist veftímaritsins. Allar ábendingar um efni eru vel ţegnar.  

Ţeir sem vilja senda okkur ábendingu um efni eđa afskrá sig af netfangalista eru vinsamlegast beđnir um ađ senda slík erindi á netfangiđ iceida@iceida.is. Ritstjóri er Gunnar Salvarsson, gsal@iceida.is. 

Viđ biđjumst velvirđingar á ţví ađ geta ekki notađ íslenskar gćsalappír í viđtölum en bandarískt sniđmót Veftímaritsins leyfir ekki notkun ţeirra.

 

Bestu kveđjur, Útgáfu- og kynningardeild ŢSSÍ
 
ISSN 1670-810
 
Jól í Malaví

 

villi

Prinsinn í fjölskyldunni á ađfangadagskvöld.

Ljósmynd: Vilhjálmur Wiium.

Flugeldar á jólanótt

 

Vilhjálmur Wiium verkefnastjóri dvaldi um jólin međ fjölskyldu sinni í Lílongve, höfuđborg Malaví. Hann skrifar fyrir Veftímaritiđ um jólahaldiđ.

 

"Nú minnir svo ótal margt á jólin'' er sungiđ í einu af mínum uppáhalds jólalögum. Ţetta á vel viđ á Íslandi á ađventunni, en segjast verđur ađ ţetta á síđur viđ í Malaví, en ţar eyđi ég jólahátíđinni ađ ţessu sinni. Ţegar ekiđ er um Lílongve, höfuđborg landsins, er ekki margt sem minnir á jólin. Flest sem fyrir augu ber er eins og á öđrum tímum árs. Fjöldi fólks er á ferli um götur borgarinnar, ađallega gangandi eđa á reiđhjólum. Margir rogast um međ allskyns byrđar, en ekkert sem sérstaklega tengist jólum. Ýmsir bjóđa til sölu varning af öllum toga, kannski ávexti og grćnmeti, nú eđa ýmis tól og tćki til garđrćktar, sumir selja hćnur eđa kettlinga, og svo eru auđvitađ ţeir sem selja frelsismínútur í farsímana. Margt fleira má kaupa á götuhornum.

 

En svona er ţetta allan ársins hring.

 

Tvennt má ţó nefna sem minnir á jólin. Annars vegar eru ţađ betri búđir borgarinnar og hins vegar hringtorgin. Í búđunum má sjá jólaskreytingar og stundum er starfsfólk međ jólasveinahúfur. Svo heyrast oft jólalög inni í búđunum. Ýmislegt góđgćti má fá núna sem ég hef ekki séđ síđustu mánuđi. Bökunarsúkkulađi birtist t.d. allt í einu í hillum margra verslana. Ég hef oft leitađ ađ svoleiđis undanfarna mánuđi, án árangurs. Ýmis konar sćlgćti og gúmmilađi má fá núna og hina og ţessa hluti sem sćlkerar vilja til matargerđar.

 

Svo koma hringtorg borgarinnar mér í jólaskap. Fyrst skal nefna ađ Malaví er hrjáđ af rafmagnsskorti. Ţví er varla nokkur mađur sem skreytir umhverfi sitt međ jólaljósum. Undantekning eru hringtorgin. Ţau eru ţónokkur í Lílongve og öll eru ljósum prýdd í jólamánuđinum. Setur ţetta skemmtilegan svip á borgina eftir ađ skyggja tekur, ţví götulýsing er af skornum skammti. Ekki má svo gleyma ţinghúsinu. Ţađ er alsett jólaljósum, svo sést langar leiđir.

 

Ég verđ eiginlega ađ minnast á stórkostlega ljósasýningu sem viđ upplifđum á Ţorláksmessu. Viđ vorum ađ koma af veitingastađ skömmu eftir myrkur. Mćtti okkur ţá ótrúleg sjón. Í fjarska voru miklar eldingar á himni, svo miklar ađ umhverfi okkar lýstist upp. Viđ ókum upp á hćđ eina og sátum í góđa stund og nutum sýningarinnar. Ţetta jafnađist vel á viđ flugeldasýningu á gamlárskvöldi. Ţetta minnti okkur á hversu mikilfengleg og óviđjafnanleg náttúran er.

 

Jólahald mitt og minnar fjölskyldu var frekar hefđbundiđ. Svona međ undantekningum. Viđ ćtluđum ađ útvega okkur lifandi jólatré. Ţegar til kom voru ţau búin, en bensínskortur í landinu olli ţví ađ fćrri ferđir en til stóđ voru farnar í skóginn ađ sćkja tré. Viđ dóum ţó ekki ráđalaus, heldur skreyttum arinn í stofunni okkar og stungum svo jólapökkunum inn í hann. Ţar međ var komiđ fínt jólatré.

 

Ađfangadagur var ađ flestu leyti eins og heima. Fyrrihlutinn fór í ýmislegt snatt og undirbúning. Í gegnum tölvu hlustuđum viđ á íslenskt útvarp nćr allan daginn, en um kvöldmatarleytiđ var greinilega orđiđ mikiđ álag og skiptum viđ ţá yfir í okkar eigin jólalög.

 

Jólafötin voru frekar léttari en mađur á ađ venjast ađ heiman. Varla nema von um hásumar í ríflega 30 stiga hita. Ég og sonur minn sjö ára vorum í stuttermaskyrtum og stuttbuxum. Kvenfólkiđ var í léttum kjólum. Öll vorum viđ berfćtt. Jólasteikina snćddum viđ utandyra, enda gola sem kćldi okkur niđur. Okkur tókst ađ finna hamborgarhrygg og ţví var maturinn eins og vant er. Reyndar vantađi malt og appelsín, en ţađ var löngu fyrirséđ og viđ ţví undirbúin andlega fyrir ţađ.

 

Kvöldiđ var skemmtilegt, ţótt á nýjum stađ vćri. Ţađ undarlegasta var ţegar nágrannar okkar tóku upp á ţví ađ skjóta upp flugeldum. Ţađ hef ég aldrei vitađ neins stađar á ađfangadagskvöldi. Hundurinn okkar var ekki sáttur og kom fljúgandi inn í stofu, hríđskjálfandi. Ţetta er annars útihundur, sem aldrei fćr ađ koma inn, en viđ sáum aumur á honum ţarna útaf ţessum hávađa.

 

Flugeldahernađurinn stóđ ţó ekki yfir lengi.

 

Alltaf finnst mér best ađ vera heima á Fróni yfir jól og áramót. Ţó er ég á ţví ađ mér sé hollt ađ vera stundum annars stađar. Hér í Malaví var t.d. ekkert jólastress, a.m.k. ef boriđ er saman viđ Ísland. Einhvern veginn fannst mér jólaundirbúningurinn eđlilegri hér, ekki stress og lćti í margar vikur, heldur smáskot rétt fyrir ađfangadag. En örugglega fer ég í stressgírinn á nćsta ári.

 

Ađ lokum vona ég ađ allir hafi átt ánćgjulega jólahátíđ og óska öllum farsćls árs.

Jól í Senegal

 

Fjóla Einarsdóttir ţróunar- og stjórnmálafrćđingur fluttist í lok sumars til Dakar í Senegal međ fjölskyldu sinni (17 ára syni sínum Óđni Páli og 19 ára kćrustu hans Helgu Björg)og vinkonu Guđrúnu Helgu Jóhannsdóttir ásamt börnum hennar (Klöru 16 ára, Daníel 8 ára og Ingibjörgu 4 ára) og kennara barnanna (Dagmar Ţórdísardóttur) í ţeim tilgangi ađ bjóđa upp á sjálfstyrkjandi námskeiđ fyrir varnarlausar konur í fátćktarhverfi borgarinnar. Fjóla skrifar fyrir Veftímaritiđ um jólin í Senegal.

Jol
Jólaviftan til vinstri og greinarhöfundur međ eina af jólagjöfunum.


Vifta notuđ sem jólatré 

 

 

Heitur og bjartur ađfangadagsmorgun í afrísku landi ţar sem 95% ţjóđarinnnar eru múslimar og halda ekki jólin hátíđleg var okkur Íslendingunum í Dakar framandi. Tilfinningin var eins og viđ vćrum ađ halda jólin hátíđleg í júlí. Jólin eru ađventan og allt sem henni fylgir, jóladagarnir sjálfir eru svo toppurinn. Hér í Dakar gekk lífiđ sinn vanagang í desember, ekkert í okkar nánasta umhverfi gaf til kynna ađ jólin vćru á nćsta leiti. Fjölskyldan ákváđ ţó ađ halda í sínar hefđir og reyna eftir fremsta megni ađ halda gleđileg jól en í ljósi ţess ađ ţau yrđu aldrei eins og á Íslandi ákváđum viđ ađ leyfa ţeim ađ vera skrítnum. Ţađ myndi gera ţau skemmtileg og eftirminnileg.

 

Viđ ákváđum ađ sleppa ţví ađ kaupa jólatré í ljósi ţess hve dýr ţau voru og nota ţess í stađ viftuna okkar sem jólatré. Skreyttum hana eins og um tré vćri ađ rćđa og settum pakkana undir. Peningurinn sem hefđi fariđ í kaup á jólatré gáfum viđ fátćkum gömlum manni sem býr í kofarćfli viđ húsiđ okkar, jólaviftan okkar varđ enn fallegri fyrir vikiđ. Hvađ skyldi hafa í jólamatinn var umhugsunarefni desember mánađar, hráefniđ er oft ekki gott hér í Dakar svo vanda ţurfti valiđ vel til ţess ađ jólamáltíđin yrđi góđ. Ađ endingu varđ fyrir valinu ađ hafa humar í forrétt, lambalćri og nautasteik ásamt tilheyrandi međlćti í ađalrétt og fljótandi súkkulađiköku í eftirrétt. Ástćđan fyrir ađ hafa tvíréttađ í ađalrétt var ađ meiri líkur en minni voru á ţví ađ annađ hvort minni smakkast vel.Ţegar viđ vorum ađ versla fyrir jólamatinn fékkst ekki humar í búđinni, viđ gripum ţá ţess í stađ stóran pakka af frostnum froskalöppum og ákváđum ađ ţađ yrđi forrétturinn okkar í ár. Enginn okkar hafđi smakkađ froska áđur og ţví var ţetta tilvaliđ. Keyptir voru fallegir jólalegir pappadiskar, jólakerti og dúkur til ţess ađ jólaborđiđ sjálft yrđi huggulegt.

 

Viđ ákváđum ađ bjóđa tveimur senegölskum vinum okkar í mat á ađfangadagskvöld ţannig ađ ţeir fengju ađ kynnast í fyrsta skipti "íslenskum jólum". Ţessir vinir okkar höfđu bođiđ okkur heim til fjölskyldu sinnar á TABASKI (sem ég skýri betur út hér neđar). Okkur fannst ţví tilvaliđ ađ leyfa ţeim ađ kynnast okkar helstu hátíđ. Viđ báđum fjölskyldur okkar um ađ senda okkur ekki gjafir ţví ţađ vćri bćđi dýrt og myndi örugglega týnast á leiđinni til okkar. Viđ ákváđum ađ kaupa litlar gjafir handa hvert öđru hér til ţess ađ allir fengju ađ minnsta kosti einn pakka undir jólaviftunni. Litlu börnin, 4 og 8 ára, áttu ţó hvort um sig sex eđa sjö gjafir undir jólaviftunni frá fjölskyldunni heima á Íslandi sem móđir ţeirra keypti hér í Senegal.

 

Klukkan sex á ađfangadag sat öll fjölskyldan viđ borđiđ ásamt senegölsku vinunum međ stillt á íslenska ríkisútvarpiđ. Svipur ţeirra gaf til kynna ađ ţeim ţćtti ţetta skrítiđ. Fjölskyldan var hljóđ ađ bíđa eftir ađ jólunum yrđi hringt inn. Úti var ennţá hiti og sól. Ţegar klukkurnar í Dómkirkjunni hringdu inn jólin fćrđist friđur og bros yfir andlit okkar Íslendinganna. Viđ skáluđum og óskuđum hvert öđru gleđilegra jóla á ensku, frönsku og íslensku. Viđ jólaborđiđ voru töluđ fjögur tungumál - börnin íslensku sín á milli, viđ fullorđnu ensku og frönsku viđ senegölsku gestina og ţeir Wolof sín á milli.

 

Ţegar forrétturinn var borinn fram sögđu senegölsku vinir okkar ađ trúar sinnar vegna mćttu ţeir ekki borđa froska. Aldrei höfđum viđ heyrt um ţađ og teljum ađ ţađ hafi veriđ fyrirsláttur hjá ţeim ţví froskarnir litu alls ekki vel út, ţrátt fyrir ađ vera bornir snyrtilega fram. Ţeir slepptu ţeim ţví en viđ öll smökkuđum, engum fannst ţeir góđir og vorum viđ einróma um ađ froskar verđa ekki bornir aftur fram á ţessu heimili. Ađalrétturinn var aftur á móti góđur en óneitanlega vantađi maltiđ og appelsíniđ međ matnum.

 

Ţegar veriđ var ađ vaska upp og eftirrétturinn ađ bakast vildi annar vinur okkar kveikja á sjónvarpinu til ţess ađ horfa á leik sem hann hafđi beđiđ lengi eftir. Viđ sögđum ađ yfir borđhaldinu á ađfangadag vćrum viđ ekki međ kveikt á sjónvarpinu. Honum fannst viđ mjög ókurteisar og kveikti á sjónvarpinu, hann hefđi jú beđiđ eftir ţessum leik í ţrjá mánuđi. Ţegar viđ báđum hann um ađ slökkva varđ hann frekar fúll og sagđi ađ ţetta myndi senegalskur gestgjafi aldrei biđja gest um ađ gera og ţetta vćri mjög ókurteist af okkar hálfu. Hann fór ţar nćst inn í herbergi og horfđi á leikinn í tölvunni. Ţegar eftirrétturinn var tilbúinn settust svo allir aftur viđ borđiđ og nutu hans, líka sá fúli. Viđ opnuđum svo pakkana glöđ í bragđi eftir matinn og skríktum öll af ánćgju međ ađ hafa öll fengiđ afrískar buxur frá hvert öđru. Restin af kvöldinu fór svo í ađ heyra í ćttingjum heima og leika viđ krakkana međ nýja dótinu ţeirra.

 

Jóladagur var svo eins og venjulegur dagur hér í Senegal, hamborgarar og franskar í matinn, og öđrum degi jóla eyddum viđ á ströndinni. Jólin okkar voru ţví ađeins ađfangadagur enda erfitt ađ reyna ađ halda jól í "júlí" ţegar enginn annar er ađ spá í jólunum. Ţessi reynsla var áhugaverđ og framandi en óneitanlega var fjölskyldunni hugsađ mikiđ til Íslands og allir sammála um ađ jólin ţar eru best. Aftur á móti ţá upplifđum viđ TABASKI í nóvember sem er helsta hátíđ múslima og jafn mikilvćg ţeim og jólin eru okkur. Vikurnar fyrir TABASKI voru allir hér í Dakar ađ undirbúa sig fyrir hátíđarnar međ brosi á vör og tilhlökkun. Alveg eins og viđ á ađventunni heima. Viđ tókum fullan ţátt í hátíđarhöldunum, keyptum okkur TABASKI föt og eyddum ađal deginum međ senegalskri fjölskyldu. Ţađ voru okkar jól í ár og sú reynsla gerir ţađ ađ verkum ađ "jólaleysiđ" í desember er okkur ekki hitamál.