kynning

logo

Veftímarit um

ţróunarmál

gunnisal

4. árg. 128. tbl.

7. september 2011

 

Ţróunarsamvinna ber ávöxt! 

 

throunarsamvinnaDagana 5.-9. september standa frjáls félagasamtök ásamt Ţróunarsamvinnustofnun Íslands (ŢSSÍ) fyrir kynningarátaki á markmiđum og árangri ţróunarsamvinnu. Í dag, miđvikudaginn 7. september, verđur gjörningur undir yfirskriftinni "Ţróunarsamvinna ber ávöxt" á fjölförnum stöđum á höfuđborgarsvćđinu og á Akureyri auk ţess sem málţing um ţróunarsamvinnu verđur í sal 102 á Háskólatorgi í Háskóla Íslands á morgun, fimmtudaginn 8. september.

 

Megin tilgangur átaksins er ađ kynna árangur af ţróunarsamvinnu í fátćkustu ríkjum heims en miklar framfarir hafi orđiđ í ţróunarríkjunum fyrir tilstuđlan alţjóđlegrar ţróunarsamvinnu. Ţá er markmiđiđ ađ auka skilning og ţekkingu almennings á málefnum ţróunarlanda. Fyrir fjármagn frá Íslendingum eru frjáls félagasamtök og opinberir ađilar ađ bjarga mannslífum og bćta lífsgćđi tuga ţúsunda manna.

 

Ţeim fjármunum er vel variđ.

gunnisal
Fjöldi sjálfbođaliđa frá ABC barnahjálp, Rauđa krossinum og Hjálparstarfi kirkjunnar unnu ađ ţví í gćr ađ pakka eplum í sérsaumuđu pokana frá Úganda - og hnýta viđ ţá fáeinar stađreyndir um ţađ ađ ţróunarsamvinna ber ávöxt. Ljósm. gunnisal.

Gjörningur síđdegis í dag á átta stöđum!

 

Síđdegis í dag verđur gjörningur á átta fjölfjörnum stöđum á höfuđborgarsvćđinu og Akureyri undir yfirskriftinni "Ţróunarsamvinna ber ávöxt". Ţá munu starfsmenn og sjálfbođaliđar ţeirra samtaka er ađ átakinu standa, ásamt nokkrum ţjóđţekktum Íslendingum, dreifa 5000 eplum í sérsaumuđum pokum, saumuđum af handverkskonum í Úganda. Pokarnir utan um eplin eru falleg áminning um gildi ţess ađ Íslendingar rćki skyldur sínar í baráttunni viđ fátćkt í heiminum.

 

Eplunum verđur dreift á eftirfarandi stöđum milli klukkan 16 og 18.. eđa međan birgđir endast.

 • Viđ Kringluna, Reykjavík
 • Viđ Smáralind, Kópavogi
 • Viđ Fjörđinn, Hafnarfirđi
 • Á Glerártorgi, Akureyri
 • Í Austurstrćti, Reykjavík
 • Viđ Laugar og Laugardalslaugina, Reykjavík
 • Viđ Sundlaug Akureyrar
 • Í Mjódd, Reykjavík
 •  

 Ţróunarsamvinna ber ávöxt! Má bjóđa ţér epli?

gunnisal
 

Málţing á Háskólatorgi í hádeginu á morgun um ţróunarsamvinnu

 

Á fimmtudag, 8. september, verđur haldiđ málţing um ţróunarsamvinnu í sal 102 á Háskólatorgi í Háskóla Íslands kl. 12:00-13:00 en málţingiđ er hluti af kynningarátakinu: Ţróunarsamvinna ber ávöxt!

 

Jón Kalman Stefánsson rithöfundur flytur erindiđ Ţróunarframlög Íslands - stolt okkar eđa ţjóđarskömm?, Helga Ţórólfsdóttir friđarfrćđingur fjallar m.a. um ţađ hvađ ţađ er ađ ná árangri í hjálparstarfi og Engilbert Guđmundsson, framkvćmdastjóri ŢSSÍ rćđir um gagnrýni á ţróunarsamvinnu og úttektir á notagildi slíkrar samvinnu.

 

Fundarstjóri er Regína Bjarnadóttir, formađur stjórnar UN Women á Íslandi.

 

Málţingiđ er hal.diđ í samvinnu viđ Alţjóđamálastofnun Háskóla Íslands.

 

gunnisal

Saumakonurnar í Úganda hamast viđ saumaskapinn, Kuteesa Harriet lengst til hćgri. Ljósm. gunnisal

Fimm ţúsund eplum dreift til almennings síđdegis í dag í afrískum taupokum:

Sérsaumuđu pokana á tíu dögum í kapp viđ klukkuna!

 

"Viđ lögđum nótt viđ dag til ađ ljúka verkefninu fyrir Íslendinga, tíminn var knappur en okkur tókst ađ standa viđ samninginn og ljúka viđ ađ sauma fimm ţúsund taupoka á tíu dögum," segir Kuteesa Harriet ein rúmlega tuttugu kvenna í fimm smáţorpum í Mukono hérađi í Úganda. "Fyrir vinnulaunin get ég nú keypt mér nýja saumavél, sent börnin mín ţrjú áfram í framhaldssnám og ég á fyrir komugjöldum á spítalann ef eitthvert okkar í fjölskyldunni veikist," bćtir hún viđ.

 

Handverkskonurnar sem saumuđu taupokana úr margvíslegum litfögrum afrískum efnum fengu pöntunina frá fulltrúum nokkurra íslenskra frjálsra félagasamtaka sem í samvinnu viđ Ţróunarsamvinnustofnun Íslands eru ađ hrinda af stađ kynningarátaki um mikilvćgi ţrónarsamvinnu undir kjörorđinu: Ţróunarsamvinna ber ávöxt. Átakiđ hefst međ greinaflokki hér í Fréttablađinu á mánudag sem stendur út alla vikuna.

 

Megintilgangur átaksins er ađ kynna árangur af ţróunarsamvinnu í fátćkustu ríkum heims og koma ţeim skilabođum til almennings á Íslandi ađ miklar framfarir hafi orđiđ í ţróunarríkjunum fyrir tilstuđlan alţjóđlegrar ţróunarsamvinnu. "Ţađ er löngu tímabćrt ađ ţađ góđa starf sem unniđ er fyrir íslenskt fjármagn, bćđi af hálfu frjálsra félagasamtaka og opinberra ađila, sé dregiđ fram í dagsljósiđ og Íslendingar fái vitneskju um ađ ţessum peningum sé vel variđ og ađ ţeir bćti lífsgćđi tuga ţúsunda auk ţess sem mannslífum er bjargađ," segir Gunnar Salvarsson útgáfu- og kynningarstjóri Ţróunarsamvinnustofnunar en hann hitti handverkskonurnar í Úganda á fimmtudag og rćddi viđ ţćr um verkefniđ. Hann segir ađ ţćr hafi ljómađ af ánćgju međ vinnulaunin en ţćr höfđu ţann háttinn á ađ skipta sér upp í hópa og deila verkţáttunum ađ mćla, sníđa, sauma, binda fyrir og strauja. Sá hópur sem lauk flestum pokum bar mest úr býtum.

 

Afrísku taupokarnir eru umbúđir utan um fimm ţúsund epli sem dreift verđur til almennings á átta stöđum á landinu nćstkomandi miđvikudag í ţeim tilgangi ađ minna á ađ ţróunarsamvinna beri ávöxt. "Fólk á förnum vegi má ţá eiga von á ţví ađ sjá fulltrúa frjálsra félagasamtaka međ epli í hjólbörum á fjölförnum stöđum og fá eitt epli af gjöf í ţessum vönduđu afrísku pokum. Viđ höfum fengiđ til liđs viđ okkur viđ afhendingu á eplunum ýmsa ţjóđţekkta Íslendinga sem vilja leggja ţessum málaflokki liđ og pokarnir eru í sjálfu sér fallegir minjagripir sem vonandi varđveitast á heimilum Íslendinga og minna stöđugt á gildi ţess ađ viđ sem ţjóđ rćkjum skyldur okkar, ekki síđur en ađrar ríkar ţjóđir, í ţágu ţeirra sárafátćkustu," segir Gunnar.

 

"Ţegar viđ sjáum ađstćđur eins og ţćr sem fólkiđ í ţorpunum í Mukano býr viđ áttar mađur sig á ţví hversu ríkir viđ Íslendingar erum ţrátt fyrir krepputal og barlóm. Ţessar konur sem unnu verkefniđ fyrir okkur hafa ţađ reyndar framyfir marga ađra íbúa ţróunarríkja sem búa viđ allsleysi og örbirgđ ađ frjáls félagasamtök, Buiga Sunrise, hafa tekiđ fimm ţorp á ţessu svćđi undir verndarvćng sinn og stuđla međ heimamönnum ađ framförum á ýmsum sviđum, m.a. í menntun, bćđi leikskóla og fullorđinnafrćđslu, ţau reka fábrotna heilsugćslustöđ, rćkta grćnmeti og kaffi og halda geitur, auk ţess sem ţćr taka ađ sér margvíslegt handverk. Ţótt afrakstur vinnunnar viđ pokana renni ađ mestu í vasa kvennanna og til fjölskyldna ţeirra fer hluti til samfélagslegrar uppbyggingar og ţví er sumaskapurinn ţeirra fyrir okkur Íslendinga í raun sjálfstćtt ţróunarverkefni sem gefur ţessu átaki sérstakan lit og undirstrikar gildi ţróunarsamvinnu," segir hann.

 

Međ eplunum sem dreift verđur á miđvikudag fylgir lítiđ spjald međ ýmsum upplýsingum um ţann mikla árangur sem alţjóđleg ţróunarsamvinna hefur skilađ á undanförnum áratug. Ţeim árangri verđur gefinn sérstakur gaumur á málţingi sem haldiđ verđur í Háskóla Íslands nćstkomandi fimmtudag. Frjálsu félagasamtökin sem taka höndum saman međ Ţróunarsamvinnustofnun Íslands ađ ţessu átaki eru Rauđi kross Íslands, Hjálparstarf kirkjunnar, Barnaheill, UNICEF, UN Women, SOS barnaţorpin á Íslandi, ABC barnahjálp og Samband íslenskra kristnibođsfélaga.

 

Upphaf samstarfsins viđ úgandísku konurnar má rekja til ólíkra ađila. Auglýsingastofnan EXPO leitađi til Evu Rósar hjá Valfoss, en Valfoss selur fjölbreyttar markađsvörur til fyrirtćkja. Hún var fljót ađ átta sig á ađ heimsókn Hrefnu Bachmann og fjölskyldu sem fóru sem sjálfbođaliđar til Úganda fyrr á árinu mundi nýtast viđ framkvćmd verkefnis. Ţađ má međ sanni segja ađ sú heimsókn hafi borđiđ ríkulegan ávöxt.  

 

 

Úr Fréttablađinu laugardaginn 2. september 2011

Yfirlitsskýrsla

Yfirlitsskýrsla um íslenska ţróunarsamvinnu

 

Utanríkisráđuneytiđ hefur gefiđ út yfirlitsskýrslu um ţróunarsamvinnu  Íslands. Í skýrslunni er í fyrsta sinn dregin upp heildarmynd af ţróunarsamvinnu íslenskra stjórnvalda. Ţar er ađ finna yfirlit yfir framlög til ţróunarmála 2009-2010 og greint er frá til hvađa svćđa, landa og málaflokka framlögin fara. Gefin er innsýn inn í stuđning Íslands til ólíkra verkefna sem öll hafa ţađ ađ markmiđi ađ draga úr fátćkt og stuđla ađ bćttum lífsskilyrđum međal fátćkustu íbúa heims.

 

Skýrsluna má lesa hér á pdf-sniđi

Góđu fréttirnar!
gunnisal

Í kynningarátaki frjálsra félagasamtaka á Íslandi í samtarfi viđ Ţróunarsamvinnustofnun er lögđ áhersla á árangur í alţjóđlegu ţróunarstarfi sem alltof sjaldan nćr eyrum almennings. Á upplýsingaspjaldi sem fylgir eplum sem dreift verđur víđa síđdegis í dag eru dregnar fram fjórar mikilsverđar stađreyndir um árangur alţjóđlegrar ţróunarsamvinnu á undanförnum árum.

 

 • Í Afríku hefur veriđ einn mesti hagvöxtur í heiminum á síđasta áratug, um 6% ađ međaltali 
 • Börnum sem sćkja skóla í ţróunarríkjunum hefur fjölgađ um 40 milljónir á 8 árum
 • Lágtekjuţjóđum fćkkađi í heiminum úr 60 í 39 á sex ára tímabili frá 2003 til 2009
 • Á síđasta áratug fjölgađi ţeim um 1.6 milljarđ sem hafa ađgang ađ hreinu vatni

Ţví er viđ ađ bćta ađ frá 1990 hefur fáćtkum fćkkađ í heiminum um helming, 89% barna í ţróunarríkjum sćkja skóla og 84% allra íbúa ţróunarríkja hafa ađgang ađ hreinu drykkjarvatni.

 

Já, ţróunarsamvinna ber ávöxt.

Athyglisvert

 

 

 

-
-
-
-
-
-
-
-

 

-
-

 

 

-
-
 
-

Ugandan teachers go on strike/ The Africa Report

Greinaflokkur í Fréttablađinu
gunnisal
Einn liđurinn í kynningarátaki um gildi ţróunarsamvinnu er greinaflokkur í Fréttablađinu. Daglega alla vikuna birtast stuttar greinar um ţróunarmál. Össur Skarphéđinsson utanríkisráđherra skrifađi ,
"Stađráđin í ađ gera betur" sem birtist á mánudaginn, í gćr birtist greinin "Aukin menntun stúlkna ávöxtur ţróunarsamvinnu" eftir brćđurna Bjarna og  Karl Gíslasyni. Greinin í morgun bar yfirskriftina "Góđar fréttir" og höfundarnir eru Inga Dóra Pétursdóttir framkvćmdastýra UN Women á Íslandi og Stefán Ingi Stefánsson framkvćmdastjóri UNICEF á Íslandi.
Um Veftímaritiđ
logo

Veftímarit um ţróunarmál er gefiđ út af Ţróunarsamvinnustofnun Íslands. Ritinu er ćtlađ ađ glćđa umrćđu um ţróunarmál og gefa áhugasömum kost á ađ fylgjast međ ţví sem hćst ber hverju sinni. Efni veftímaritsins ţarf ekki endilega ađ endurspegla stefnu ŢSSÍ.
          
Skráiđ ykkur í áskrift á heimasíđunni, www.iceida.is og látiđ vinsamlegast ađra međ áhuga á ţróunarmálum vita af tilvist veftímaritsins. Allar ábendingar um efni eru vel ţegnar.  

Ţeir sem vilja senda okkur ábendingu um efni eđa afskrá sig af netfangalista eru vinsamlegast beđnir um ađ senda slík erindi á netfangiđ iceida@iceida.is. Ritstjóri er Gunnar Salvarsson, gsal@iceida.is. 

Viđ biđjumst velvirđingar á ţví ađ geta ekki notađ íslenskar gćsalappír í viđtölum en bandarískt sniđmót Veftímaritsins leyfir ekki notkun ţeirra.

 

ATH! Ţetta er síđasta tölublađ Veftímaritsins fyrir sumarfrí. Nćsta blađ kemur út i byrjun september. Gleđilegt sumar!

 

Bestu kveđjur, Útgáfu- og kynningardeild ŢSSÍ

 

ISSN 1670-810

 

Veftímaritiđ er á...
facebook

Unginn ađ kenna hćnunni

 

gunnisal
Kennarinn ungi veitir foreldrum sínum og nágrönnum lexíu. Ljósm. gunnisal

Hún er ekki há í loftinu og lítur út fyrir ađ vera á fermingaraldri. Hún er kennarinn. Situr á stól međ námsbćkur úti undir tré međ krítartöflu sér viđ hliđ og rýnir í bćkurnar. Ţegar spurt er um aldurinn er svariđ: ţrettán ára.

 

Lúcia Marío Dulce.

 

Á skólabekknum gegnt henni sitja nemendurnir, sjö talsins, sex konur á ýmsum aldri í fagurlituđum munstruđum pilsum og pilthnokki um tvítugt. Einn nemendanna er Lucio Antonio Ehivomso. Hún er móđir kennarans.

 

Ţađ er ţá svona sem unginn fer ađ ţví ađ kenna hćnunni, dettur mér i hug. Námsefniđ er ekki af ţyngra taginu enda stutt liđiđ á námstímann hjá nemendunum sem glíma viđ stćrđfrćđiţrautir í samlagningu, frádrćtti og margföldun. Allt tölur innan viđ tug. Unga kennslukonan er međ bambussprek í hendi og hjálpar til viđ ađ leggja saman og draga frá en konurnar í hópnum telja á fingrunum og skrifa vandvirknislega niđur svörin međ blýanti. Ţćr eru í fyrsta sinn á skólabekk.

 

Skýringin á ţessari óvenjulegu kennslu í sveitahérađinu Jangamo í Mósambík liggur í ađferđ sem hérađsyfirvöld menntamála hafa innleitt og kallast ProFaSA. Ađferđin er hluti af nýrri námskrá um hagnýtt nám í ţágu ólćsra fullorđinna. Hún felur í sér stuđning viđ ungt menntafólk sem ber af í skóla og ţađ fćr tćkifćri og stuđning yfirvalda til framhaldsnáms gegn ţví ađ taka ađ sér ađ kenna sínum nánustu, fjölskyldu, frćndfólki og jafnvel nágrönnum. Kennt er tvo tíma ţrisvar í viku og námsefniđ stćrđfrćđi og portúgalska.

 

ProFaSA er ein af fjórum leiđum sem mósambísk yfirvöld hafa valiđ í kennslu fullorđinna en fullorđinnafrćđslan í Jangamo hefur um árabil veriđ studd dyggilega af Íslendingum í gegnum Ţróunarsamvinnustofnun Íslands međ ţađ ađ markmiđi ađ draga úr ólćsi og fátćkt.

 

Eilítiđ feimin međ rođa í vöngum viđurkennir Lúcia María ađ hún hafi veriđ dugleg í skólanum og ţess vegna veriđ valin til ţessa hlutverks ađ kenna fjölskyldunni. En ekki síđur vegna ţess ađ hér í ţessum húsakjarna séu frćndur, frćnkur og nágrannar sem aldrei hafi fariđ í skóla, bćtir hún viđ. Hvort henni ţyki ekki skrýtiđ ađ standa frammi fyrir móđur sinni og frćnku og veita ţeim tilsögn svarar hún afdráttarlaust: Nei, alls ekki! Ţćr eigi reyndar stundum erfitt međ ađ skilja hana en ţá skipti hún yfir í bitongu sem er móđurmál hérađsbúa. Og hún segist vita ađ mamma hennar sé stolt af henni.

 

Lúcia Marío kveđst yfirvöldum ţakklát fyrir ađ vilja styđja sig til framhaldsnáms. Hún ali međ sér draum um ađ verđa kennari.

 

Ţegar móđir kennarans skrifar nafniđ sitt í kompuna mína tek ég eftir ţví ađ hún tekur sér stuttan tíma í stafagerđina og ég spyr hana ţví hvort ţađ sé raunverulega satt ađ hún hafi aldrei áđur setiđ á skólabekk. Hún segir ţađ satt og rétt vera en börnin hennar hafi kennt eilítiđ í skrift, formleg skólagangi hafi hins vegar ekki tíđkast ţegar hún var á barnsaldri. Móđirin játar ţví ađ vera ákaflega stolt af unganum og hamingjusöm yfir velgengni hennar. Sjálf ćtli hún ađ nota kunnáttuna af lćrdómnum á markađnum og hćtta ađ láta ađra gefa sér vitlaust til baka ţegar hún kaupir eđa selur varning. Hún er ekki sú fyrsta sem er langţreytt á ţví ađ láta snuđa sig í viđskiptum og sest á skólabekk til ađ sjá viđ ţeim óheiđarlegu.

 

Ađ sögn Mateusar Zagueu sem stýrir fullorđinnafrćđslunni í Jangamo eru átta kennarar ađ störfum međ fjölskyldum um ţessar mundir en í öllu Inhambane hérađi séu ţeir rúmlega sextíu talsins. Íslendingar styđja gegnum Ţróunarsamvinnustofnun Íslands ţessi átta ungmenni til framhaldsnáms. Mateus segir ađferđina hafa gefist vel ţau tvö ár sem hún hafi veriđ viđ lýđi. Oft sé um ađ rćđa fjölskyldur sem ţurfa ađ sćkja almenna fullorđinsfrćđslu um langan veg og ţví mikil hćtta á brottfalli úr slíku námi. Skólasóknin sé hins vegar nánast hundrađ prósent ţegar kennt sé heima í hlađi og nábýliđ og vináttan tryggi ađ öllum líđi vel. Skortur sé hins vegar á námsbókum eins og víđar.

 

Í lok kennslunnar fer unga kennslustúlkan milli nemenda og lítur á dćmin ţeirra. Flest svörin eru rétt. Í nćstu kennslustund ţyngist námsefniđ, glíma viđ tugadćmi og jafnvel deilingu. -Gsal, Inhambane.