afrikudagar

Veftímarit um ţróunarmál

gunnisal

4. árg. 110. tbl.

26. janúar 2011

SJH
Stefán Jón Hafstein umdćmisstjóri ŢSSÍ í Malaví og Helen Dzoole frá malavíska Rauđa krossinum fyrir framan nýju fćđingardeilina í Chilonga. Ljósmynd: Ţórir Guđmundsson.

 

Ţróunarsamvinnustofnun og Rauđi krossinn í viđrćđum um samstarf í Malaví:

Fimm ára verkefni í lýđheilsu á teikniborđinu

 

Á ţessu ári ćtlar Ţróunarsamvinnu-stofnun Íslands ađ undirbúa nýtt fimm ára verkefni í lýđheilsu međ hérađsstjórn Mangochi. Ađ sögn Stefáns Jóns Hafstein umdćmisstjóra ŢSSÍ í Malaví er hugmyndin sú ađ Rauđi krossinn geti hugsanlega haft hlutverk í verkefninu. Rauđi kross Íslands hefur starfađ um nokkurra ára hríđ í Malaví og " reynslan af ţeim verkefnum ţykir góđ," segir Stefán Jón.

 

Í síđustu viku fóru fram viđrćđur milli fulltrúa frá íslenska Rauđa krossinum og malavíska Rauđa krossinum viđ umdćmisstjóra ŢSSÍ í Malaví um slíkt samstarf í Mangochi hérađi. Ţórir Guđmundsson frá íslenska Rauđa krossinum og Helen Dzoole frá malavíska Rauđa krossinum fóru ţá í vettvangsferđ um Mangochi međ Stefáni Jóni, sem sýndi ţeim verkefni ŢSSÍ, auk ţess sem ţau rćddu viđ félagsmenn í RK í hérađinu.

 

Ađ sögn Stefáns Jóns var ákveđiđ ađ halda áfram viđrćđum um samstarf í tengslum viđ heilsugćsluverkefni ŢSSÍ í Mangochi.  Ţau Ţórir og Helen skođuđu sjúkrahúsiđ í Monkey Bay sem Íslendingar byggđu og styrkja, og einnig heilsugćslustöđvar í sveitum, í Namkumbi og Chilonga.  Á síđari stađnum er nú lögđ lokahönd á nýja fćđingardeild sem ŢSSÍ byggir. 

 

Stórir draumar fylgja smálánum Rauđa krossins í Malaví

 
Páll Stefánsson
Ein af ljósmyndum Páls Stefánssonar sem verđur á "ţöglu" uppbođi á föstudaginn í húsakynnum Barnaheilla.

 

Barnaheill og Afríka 20:20 standa fyrir Afríkudögum

Tvćr málstofur um málefni Afríku og ljósmynda-gjörningur Páls Stefánssonar međal ţess sem er á dagskrá í vikunni

 

Barnaheill - Save the Children á Íslandi og Afríka 20:20- félag áhugafólks um málefni Afríku sunnan Sahara standa fyrir Afríkudögum í janúar dagana 22. - 28. janúar nk. Međal ţess sem bođiđ verđur upp á er ljósmyndagjörningur ţar sem myndir Páls Stefánssonar ljósmyndara frá Afríku eru settar upp á sýningarstöđum víđa um bćinn, bođiđ verđur upp á tvćr málstofur um málefni Afríku, Bíó Paradís mun sýna myndir um lífiđ Gíneu-Bissá auk ţess sem börn og unglingar hér og ţar um borgina setja sig í einn dag í spor ungviđis í Afríku. Ţá mun Rás 1 Ríkisútvarpsins veita Afríku sérstaka athygli ţessa daga.

 

Markmiđiđ međ Afríkudögunum er ađ vekja athygli á málefnum Afríku og afla fjár til stuđnings menntunarverkefni Barnaheilla - Save the Children á Íslandi í Pader-hérađi Norđur-Úganda. Páll Stefánsson gefur t.a.m. ljósmyndir sínar sem seldar verđa á uppbođi í lok daganna. Myndirnar, sem eru alls 25, eru afrakstur heimsókna Páls til Afríku á síđustu árum. Ţćr draga upp heillandi og litríka mynd af ţeirri fjölbreytni og ţeim krafti sem einkennir Afríku og gefa nýja og jákvćđari sýn á daglegt líf Afríkubúa. Myndirnar voru fyrr á ţessu ári sýndar í ađalstöđvum Sameinuđu ţjóđanna í New York í tengslum viđ Afríkudaginn auk sem ţćr birtast, ásamt fjölda annarra mynda í bókinni, Áfram Afríka. Ţćr voru einnig til sýnis í sýningarsal KSÍ í Laugardal sl. sumar. Ţögult uppbođ verđur á myndunum 28. janúar nk. í húsakynnum Barnaheilla - Save the Children á Íslandi.

 

Tvćr málstofur verđa haldnar á Afríkudögum. Sú fyrri ber yfirskriftina "Samstarf Íslendinga viđ Úganda" og er haldin í samvinnu viđ kennslufrćđi- og lýđheilsudeild Háskólskólans í Reykjvík og Ţróunarsamvinnustofnunar Íslands. Hún hefst kl. 12:00 í dag í Háskólanum í Reykjavík og stendur í hálfan annan tíma.

Sú síđari verđur í Háskólanum Íslands síđdegis á morgun, fimmtudag, frá kl. 16-17:30, og yfirskrift hennar er "Kynning rannsókna í Afríku sunnan Sahara". Málstofan er haldin í samvinnu viđ MARK - Miđstöđ margbreytileika- og kynjarannsókna viđ Félagsvísindasviđ Háskóla Íslands.

 

Bíó Paradís mun bjóđa upp á myndir um lífiđ í Gíneu-Bissá. Um er ađ rćđa myndir Sigurđar Grímssonar og Angeliku Andrees "Frá Bijagoseyjum - Lífiđ á Canhabaque" og "Börn á Bijagoseyjunum". Ţá verđur sýnd mynd Dúa J. Landmark, "Landiđ sem gleymdist".

 

Börn og unglingar á höfuđborgarsvćđinu munu einnig reyna ađ setja sig í spor ungviđis í Afríku međ margvíslegum hćtti í vikunni. Börn í 6. flokk Breiđabliks hafa ađ undanförnu glímt viđ ţađ verkefni ađ búa til fótbolta sem ţau munu svo ćfa međ, án hefđbundins skóbúnađar. Ţá mun 8. bekkur Snćlandsskóla í Kópavogi velta fyrir sér fjarlćgđum.

 

Ţćttirnir Til allra átta, Hringsól og Víđsjá á Rás 1 verđa helgađir Afríku í vikunni. Áhugamenn um tónlist og menningu ţessa svćđis eru hvattir til ađ leggja viđ eyru.

 

Nánar

 

Fyrsta stjórnarfundi UN Women lýkur í dag

 

Hundrađ dUNWOMANaga ađgerđaráćtlun UN Women var lögđ fram á fyrsta stjórnarfundi ţessarar nýju stofnunar Sameinuđu ţjóđanna í New York á mánudaginn. Fundurinn er sögulegur ţví ný stofnun hefur ekki veriđ sett á laggirnar innan Sameinuđu ţjóđanna um langt árabil. UN Women fćr ţađ hlutverk öđru fremur ađ beita sér fyrir jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna. Michelle Bachelet fyrrverandi forseti Síle veitir UN Women forstöđu og hún lagđi fram ađgerđaáćtlun sem unniđ verđur eftir fyrstu mánuđina, ásamt fimm helstu áherslusviđum stofnunarinnar.

 

Danir, Norđmenn og Svíar eiga fulltrúa í fyrstu ađalstjórn UN Women en fulltrúi Íslands mun taka ţar sćti áriđ 2014. Stofnunin tekur formlega til starfa 24. febrúar nćstkomandi.

 

Nánar verđur sagt frá fundinum í Veftímaritinu síđar.

 

Rćđa Michelle Bachelet

 

Nánar


 

Fjárstreymi til og frá ţróunarríkjum:

Engar upplýsingar á Íslandi um heimgreiđslur

 

Burtfluttir íbúar ţróunarríkja senda margir hverjar hluta af tekjum sínum heim til fjölskyldna sinna, oft drjúgan hluta. Ţessar svokölluđu heimgreiđslur (remittances) hafa dregist saman á síđustu misserum vegna fjármálakreppunnar en voru ţó hćrri á árinu 2009 en spár Alţjóđabankans gerđu ráđ fyrir, eđa 316 milljarđar bandarískra dala. Oft er litiđ til ţessara fjármuna í tengslum viđ ţróunarmál enda ljóst ađ hluti ţeirra nýtist í ţví skyni og jafnframt í baráttunni gegn fátćkt. Vert er hafa í huga í ţessu sambandi ađ tvöfalt meira fé berst til ţróunarríkja gegnum heimgreiđslur en opinbert ţróunarfé, ađ ţví er Alţjóđabankinn segir. Nú

Dagens Nćringsliv
Til ţróunarríkja berst tvöfalt meira fé frá burtfluttum íbúum en gegnum opinbert ţróunarfé.

hafa Svíar í fyrsta sinn tekiđ saman yfirlit yfir heimgreiđslur en ţar hefur til ţessa veriđ afskaplega litil vitneskja um ţennan mikilvćga ţátt í stuđningi viđ ţróunarríkin.

 

Veftímaritiđ hefur komist ađ ţví ađ hér á landi liggja ekki fyrir neinar upplýsingar um heimgreiđslur, hvorki upphćđir né viđtökuríki. Innan Evrópubandalagsins eru samkvćmt upplýsingum Seđlabanka Íslands reglur um niđurbrot á ţessum millifćrslum og ţví unnt ađ sjá nákvćmlega til hvađa ríkja greiđslur berast og hversu háar ţćr eru. Íslendingar miđa hins vegar viđ almennar reglur Alţjóđagjaldeyrissjóđsins ţar sem ekki er fariđ fram á nákvćma greiningu á millifćrslunum.

 

En ţađ er önnur hliđ á ţessum krónupeningi.

 

Ţótt heimgreiđslur til ţróunarríkja séu taldar vera allt ađ tvisvar sinnum hćrri en opinber framlög til ţróunarmála er ólöglegt fjárstreymi frá ţróunarríkjum gífurlegt. Samkvćmt nýrri skýrslu frá Global Financial Integrity (GFI) töpuđu ţróunarríkin 6.5 trilljónum dala á ólögmćtu fjárstreymi á síđasta áratug. "Á hverju ári tapa ţróunarríkin tíu sinnum meira fé en ţau fá í formi opinberar ţróunarađstođar sem ćtluđ er til ađ draga úr fátćkt og örva hagvöxt," er haft er Reymond Baker framkvćmdastjóra GFI. Skýrslan greinir magn og mystur ţessa skađlega útstreymis á fjármunum og sýnir glöggt fram á áhrif ţessarar glćpastarfsemi.


Regeringen vill inte erkänna det dolda bistĺndet/ SVD

 

Skýrslan: Remittances From Sweden/ Global Utmaning

 

Fighting illicit flows from developing countries. What next for the EU agenda?/ Eurodad

 

Illicit Financial Flows from Developing Countries: 2000-2009

 

Skattsvik fjölţjóđafyrirtćkja mun meiri en ţróunarađstođ/Smugan

gunnisal
Tillaga um ađ styđja viđ bakiđ á smábćndum. Ljósmynd frá Úganda: gunnisal
 

Aukinn landbúnađur forsenda hagvaxtar


Hrađari vöxtur í landbúnađi er í flestum ríkjum sunnan Sahara í Afríku forsenda fyrir ţví ađ unnt sé ađ draga úr fátćkt og jafnframt forsenda fyrir sjálfbćrum hagvexti, ađ ţví er segir í grein Díönu Hunts og Michael Liptons - Green Revolutions for Sub-Saharan Africa? - sem birt er á vegum Chatham House í London. Ţessi ţróun kallar á tćkniframfarir sem eru klćđskerasniđnar ađ mismunandi vistkerfum í álfunni, einkum hvađ áhrćrir betra frć, aukinn áburđ og vatnsstjórnun. Greinarhöfundar segja ađ fyrirmyndir ađ ţví hvernig stuđla eigi ađ ţessari ţróun séu ađ finna í "grćnu byltingunni" í Asíu en einnig í nokkrum árangursríkum dćmum frá Afríku.

 

Greinarhöfundar segja ađ skortur sé á fjármagni í Afríku en einnig sé vaxandi skortur á jörđum. Í álfunni sé einnig margt fólk án fullrar atvinnu. Dćmin frá Asíu sýni ađ viđ slíkar ađstćđur sé hagkvćmt ađ styđja viđ búskap á smáum býlum.

 

Why Africa needs an agricultural revolution, eftir Peter Hazell/ The Guardian

FatOfTheLand 

Á grín eitthvert erindi í umrćđu um ţróunarmál?


Skoplegu myndbandi frá frjálsum félagasamtökum í Bretlandi, Practical Action, er ćtlađ ađ hneyksla og ţannig vekja upp umrćđu um ţróunarmál. Ţótt háđsádeilur geti vakiđ til umhugsunar geta ţćr auđveldlega fariđ yfir strikiđ og boriđ vitni um smekkleysu, ekki satt? Á ţessum nótum fjallar The Guardian um myndbandiđ: Fat of the land - sem ţiđ getiđ séđ međ ţví ađ smella á myndina. Veftímaritiđ spurđi nokkra Íslendinga sem ţekkja vel til ţróunarmála hvađ ţeim fyndist um myndbandiđ.

  

Ágústa Gísladóttir, umdćmisstjóri ŢSSÍ í Mósambík:

Viđ fyrstu sýn fannst mér myndbandiđ ansi skondiđ og ađ "tilgangurinn helgar međaliđ" gćti vel átt viđ.  Viđ nánari umhugsun og eftir ađ hafa sýnt mósambískum kollega mínum myndbandiđ, ţá snérist mér hugur.  Gott og vel ef viđ ćtlum ađ framkvćma einhliđa ţróunarađstođ og á okkar eigin forsendum, en ef viđ ástundum ţróunarsamvinnu ţá ţurfum viđ hafa skilning á forsendum samstarfsađilanna.  Afríkubúum finnst nefnilega fátćkt síns fólks ekki vera skemmtiefni og kollega mínum var mjög misbođiđ.

 

Stefán Jón Hafstein, umdćmisstjóri ŢSSÍ í Malaví:

Á grín eitthvert erindi í umrćđu um ţróunarmál? Já já, grín á alveg tvímćlalaust erindi í umrćđu um ţróunarmál.  Sumt verđur best sagt međ góđu gríni og skilst alveg sem slíkt.  Hvort ţetta myndband er nógu fyndiđ er svo annađ mál.  En ţađ kemur til skila ákveđnum hlutum á frekar skemmtilegan hátt.  Og kosturinn viđ ţetta grín er ađ ţađ býr til öđruvísi vinkil á umrćđuna, sendir boltann heim til "feitu" landanna til nánari umhugsunar.  Ekkert ađ ţví.  Mér finnst ţetta bara batna eftir ţví sem ég hugsa meira um ţađ! 

 

Inga Dóra Pétursdóttir, framkvćmdastýra UNWOMEN á Íslandi:

Mín fyrstu viđbrögđ eru ţau ađ mér finnst ţetta myndband í góđu lagi - reyndar bara ágćt leiđ til ţess ađ brjóta upp umrćđuna um ţróunarmál og koma međ nýtt sjónarhorn og vekja fólk til umhugsunar. Ţetta er mjög beitt - og á sama tíma kunnuleg - ádeila á ţróunarsamvinnu. Auđvitađ á ţessi umrćđa rétt á sér og hvers vegna ekki ađ setja hana fram á húmorískan hátt?

 

Drífa Kristjánsdóttir, verkefnisstjóri í Úganda:

Húmor á alveg heima í umrćđunni um ţróun, og víkkar hana bara út. Mér fannst ţessi sketsa frekar vera hárbeitt ádeila á hinn vestrćna heim, sérstaklega núna ţegar á dynur auglýsingarnar um hvernig eigi ađ ná af sér jólaspikinu! Ég verđ ađ viđurkenna ađ ég átti svoldiđ erfitt međ ađ horfa á klippuna og vissi ekki alveg hvort ég ćtti ađ hlćgja eđa gráta!

 

Bjarni Gíslason frćđslu- og upplýsingafulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar:

Já, grín getur átt erindi í umrćđu um ţróunarmál eins og annars stađar. En ţá gilda líka sömu lögmál og alltaf ađ í gríninu má ekki felast fyrilitning, fordómar eđa niđurlćging. Mér finnst jađra viđ fyrirlitningu á feitu fólki  í ţessu myndbandi og einnig ađ gefiđ sé í skyn ađ fátćka fólkiđ í Afríku sem á ađ ţiggja ađstođina sé hálf heimskt og taki viđ hverju sem er. Sennilega segja höfundarnir ađ ţetta sé einmitt grín en ţá finnst mér ţađ misheppnađ og smekklaust og ekki ná neinu jákvćđu markmiđi. Punkturinn á sennilega ađ vera ađ Vesturlandabúar hafi of mikiđ (verđi feitir) og vilji sinna ţróunarhjálp međ skyndilausnum og senda ţađ sem er umfram af mat til ţróunarlanda og ţar međ hafi ţeir gert sitt og stuđli ekki ađ sjálfshjálp. Ţessum skilabođum hefđi mátt koma á framfćri á miklu fyndari og skemmtilegri hátt. En sem sagt grín á hiklaust heima í umrćđunni um ţróunarmál, en eins og í ţróunarađstođinni sjálfri ţarf í gríninu ađ virđa,  efla og  byggja upp á jákvćđan hátt!

 

Árni Helgason, sviđsstjóri á ađalskriftstofu ŢSSÍ:

Jú, auđvitađ á grín erindi í umrćđu um ţróunarmál. Ekkert sérstaklega heilagt viđ hana. Umrćtt myndband? Finnst ţađ frekar hallćrislegt og ekkert sérstaklega fyndiđ.

 

Geir Oddsson verkefnastjóri ŢSSÍ í Úganda:

Auđvitađ á fyndni eđa háđsádeila erindi inn í umrćđuna um ţróunarađstođ, rétt eins og ađra ţjóđfélagsumrćđu. Ekkert má vera svo heilagt ađ ekki megi gera grín ađ ţví, hafa ekki háđsádeilur ávallt veriđ verkfćri til hugarfarsbreytinga? Ţetta ákveđna myndband rambar á jađri gróteskunnar og er kannski ekkert vođalega fyndiđ, en er ţađ ekki bara í lagi? Ţessum spéspegli er beint ađ okkur Vesturlandabúum og oft á tíđum sérstökum hugmyndum okkar um ţróunarađstođ. Hver hefur t.d. ekki heyrt um aflóga tölvur, farsíma og önnur raftćki sem safnađ er saman og sent í gámi til ţróunarlanda. Ţetta hefur gengiđ svo langt ađ mörg ţróunarríki hafa ţurft ađ setja lög um innflutning á gömlu raftćkjadrasli. Sem betur fer hefur margt breyst í ţróunarsamvinnu og flestir vinna eftir öđrum árangursríkar leiđum í dag. En höfum viđ sem lifum viđ allsnćgtir (og ţau okkar sem vinnum viđ ţróunarsamvinnu) ekki gott af ţví ađ láta hrista ađeins upp í okkur öđru hverju?

 

Anna Ólafsdóttir, verkefnisstjóri hjá Hjálparstarfi kirkjunnar:

Ég veit ekki alveg hvađ mér finnst um akkúrat ţessa auglýsingu. Mér finnst sannarlega ađ megi gera grín en mér fannst ţessi líklega hvorki nógu fyndin né bođskapurinn alveg "hit home". Hefđi viljađ sjá ţá ríku, feitu, fara í lypo-iđ og sćlubrosiđ á ţeim ađ gera svona gott fyrir ađra. Ég tengdi mig sem Vesturlandabúa ekki alveg viđ ţetta. En grín, - alveg inni á ţví.

 

Gísli Pálsson umdćmisstjóri ŢSSÍ í Úganda:

Grín gćti vel átt erindi í umrćđu um ţróunarmál, en ég held ađ sýna ţurfi nćrgćtni. Ađgát skal höfđ í nćrveru sálar.

 

 

Ársskýrsla Mannréttinda-

vaktarinnar

HRW

Tuttugasta og fyrsta ársskýrsla Mannréttinda
vaktarinnar - Human Right Watch -  kom út í gćr. Ţar er fjallađ um stöđu mannréttindamála í rúmlega níutíu löndum og svćđum um heim allan.
-

 

Í skýrslunni má m.a. lesa um stöđu mannrétt-indamála hjá einni af samstarfsţjóđum Íslendinga í Afríku, ţ.e.

Ţar er athyglisverđ frásögn í máli og myndum af stöđu fatlađra kvenna í norđurhluta landsins undir fyrirsögninni: Enginn ţekkir okkur.

 

Skýrslan - yfirlit

Athyglisvert

 

The True Size Of AfricaWhat's driving the rise of southern aid agencies?, eftir Jonathan Glennie/ The Guardian

 

Tunisia's Political Earthquake, eftir Anour Boukhars/ Brookings

 

African Development: Traditional Bilateral Donors at a Crossroads, eftir Erik Lundfsgaarde/ DIE

 

CGD State of the Union BINGO - Interactive Online Cards/ Center For Global Development

 

Challenges Facing Sudan after Referendum Day 2011, ef tir Abdalbasit Saeed/ CMI

 

Global temperature peaks in 2010/ People And Planet

 

Íslensk ţekking eftirsótt/ Forseti.is

 

Conservative House Republicans To USAID: Drop Dead/ Devex

 

Just building a million latrines won't solve Africa's sanitation crisis, eftir Juanita During/ The Guardian

 

How Quickly Are Countries Progressing Toward the MDGs? A New Interactive Web-App from CGD

 

Waging Peace in Sudan - and What it Means for Development, eftir Hildi F. Johnson/ Devex

 

Mozambique: a time for renaissance, eftir H.G./ The Courier

 

Poverty in Numbers: The Changing State of Global Poverty from 2005 to 2015, eftir Laurence Chandy/ Brookings

 

THE GLOBAL "GO-TO THINK TANKS" 2010 - The Leading Public Policy Research Organizations In The World/ GoToThinkTanks

Ójöfnuđur eykst međal kvenna í strjálbýli


gunnisal

Ný skýrsla frá Matvćla- og landbúnađarstofnun Sameinuđu ţjóđanna (FAO) um kynjamun í landbúnađi sýnir ađ konur í strjálbýli bera minna úr býtum en karlar í sömu störfum og ţćr standa frammi fyrir nýjum erfiđleikum vegna yfirstandandi fjármála- og matvćlakreppu. Skýrslan ber yfirskriftina - Gender dimensions of agricultural and rural employment: Differentiated pathways out of poverty - og ţar segir ađ ţótt kynjamunur sé ákaflega mismunandi eftir heimshlutum og svćđum sé engum blöđum um ţađ ađ fletta ađ konur, á heimsvísu, beri skarđan hlut frá borđi viđ sveitastörf, hvort heldur störfin eru unnin á eigin vegum eđa annarra, í sambanburđi viđ karla.

 

Í skýrslunni er bent á ađ í yfirstandandi fjármálaţrengingum međ tilheyrandi fćkkun starfa og samdrćtti í félagslegri ţjónustu hafi leitt til ţess ađ konur hafi ţurft ađ taka á sig meiri umönnun en áđur og fleiri ógreidd störf.

 

Samantekt úr skýrslunni

Á döfinni

 

Afríkudagar í janúar - Barnaheill og Afríka 2O:20: "Samstarf Íslendinga viđ Úganda"í samvinnu viđ kennslufrćđi- og lýđheilsudeild Háskólskólans í Reykjavík og Ţróunarsam-
vinnustofnun Íslands.

Stund:   Miđvikudaginn 26. janúar kl. 12:00-13:30

Stađur: Stofa Herkúles, Háskólanum í Reykjavík

Fundarstjóri:   Geir Gunnlaugsson, formađur Afríka 20:20

--- 

 Eldfimt ástand í Miđ-Austurlöndum. Magnús Ţorkell Bernharđsson, Bogi Ágústsson og Sveinn Rúnar Hauksson á hádegisfundi Alţjóđamálastofnunar í samstarfi viđ félagiđ Ísland-Palestína, fimmtudaginn 27. janúar frá kl. 12 til 13 í stofu 104 á Háskólatorgi.

 ---

Afríkudagar í janúar - Barnaheill og Afríka 2O:20: Málstofa í Háskólanum Íslands, "Kynning rannsókna í Afríku sunnan Sahara", haldin í samvinnu viđ MARK - Miđstöđ margbreytileika- og kynjarannsókna viđ Félagsvísindasviđ Háskóla Íslands.

Stađur: Stofa 202, Oddi, Háskóla Íslands

Stund:   Fimmtudaginn 27. janúar kl. 16:00-17:30

Fundarstjóri:      Jónína Einarsdóttir, prófessor viđ Félags- og mannvísindadeild HÍ

 

Fréttir og fréttaskýringar

FOOD: Is there a crisis?/IRIN

   

INTERVIEW-U.S. aid chief faces Republican budget cutters

 

Private sector-led reform 'key to CDC's future' says Andrew Mitchell/ The Guardian

 

France to offer transition aid to Tunisia/ Reuters

 

CENTRAL AFRICAN REPUBLIC: Fears of violence before elections/ IRIN

 

Ugandan parties form militias ahead of poll: Commission/ Reuters

 

Fattige blir hjelpearbeidere nĺr FN svikter/ Bistandsaktuelt

 

Ţróunarađstođ misnotuđ í AGS löndum/ Smugan

 

Holland: Knapen and Wientjes discuss role of business community in development/ Hollenska utanríkisráđuneytiđ

 

Is the Doha round delivering on poverty?/IRIN

 

Oxfam calls on donors to fund UN appeal for Sri Lanka floods/ Oxfam

 

UN sets humanitarian agenda for 2011: save more lives, more quickly

 

Mozambique Prepares for Worst Floods in 10 Years/ IPS

 

Malawi: Bee-keeping reaps a double benefit for the people of Chibalo/ Oxfam

 

Lover fornyet innsats for kvinner i konflikt/ Bistandsaktuelt

 

HRW: Gbagbo Supporters Rape, Torture, Kill/ VOA

 

Uganda's President Museveni explains why he wants another term/ BBC World Service

 

U.S. Embassy issues warning for American citizens in Uganda/ CNN

 

 

Veftímaritiđ er á...
facebook

Bćnaskjal gegn hungri

1billion

 

"Viđ sem styđjum ţetta bćnaskjal teljum ţađ óviđunandi ađ hátt í einn milljarđur manna búi viđ langvarandi sult. Međ Sameinuđu ţjóđunum skorum viđ á ríkisstjórnir heims ađ setja útrýmingu hungurs í forgang ţangađ til ţví marki er náđ."

 

Á ţessa leiđ hljóđar áskorun í bćnaskjali sem sett hefur veriđ upp á vefsíđunni - 1billionhungry.org - ţar sem stjórnmálamenn eru hvattir til ađ leggja sitt af mörkum til ađ útrýma hungri í heiminum.

 

Smelltu á myndina til ađ hlusta á Jerome Irons... algerlega brjálađan!

Um Veftímaritiđ

 

logoVeftímarit um ţróunarmál er gefiđ út af Ţróunarsamvinnustofnun Íslands. Ritinu er ćtlađ ađ glćđa umrćđu um ţróunarmál og gefa áhugasömum kost á ađ fylgjast međ ţví sem hćst ber hverju sinni. Efni veftímaritsins ţarf ekki endilega ađ endurspegla stefnu ŢSSÍ.
          
Skráiđ ykkur í áskrift á heimasíđunni, www.iceida.is og látiđ vinsamlegast ađra međ áhuga á ţróunarmálum vita af tilvist veftímaritsins. Allar ábendingar um efni eru vel ţegnar.  

Ţeir sem vilja senda okkur ábendingu um efni eđa afskrá sig af netfangalista eru vinsamlegast beđnir um ađ senda slík erindi á netfangiđ iceida@iceida.is. Ritstjóri er Gunnar Salvarsson, gsal@iceida.is. 

Viđ biđjumst velvirđingar á ţví ađ geta ekki notađ íslenskar gćsalappír í viđtölum en bandarískt sniđmót Veftímaritsins leyfir ekki notkun ţeirra.

 

Bestu kveđjur, Útgáfu- og kynningardeild ŢSSÍ

 

ISSN 1670-