Veftímarit um ţróunarmál
gunnisal
3. árg. 104. tbl.1. desember 2010
gunnisal
Beinar peningagreiđslur til fátćkra ná til 750 milljóna manna. Ljósmynd frá Namibíu: gunnisal
Svo einföld hugmynd ađ hún hljómar róttćk:

Gefiđ einfaldlega fátćkum peninga!


Innan um allar ţćr flóknu efnahagslegu kenningar um orsakir og lausnir á fátćkt í heiminum er ađ finna eina hugmynd sem er svo einföld ađ hún virđist róttćk: einfaldlega ađ gefa fátćkum peninga. Ţrátt fyrir efasemdir um ágćti hugmyndarinnar hafa vísindamenn ítrekađ komist ađ raun um ađ međ ţví ađ láta reiđufé af hendi til fjölda fólks á tilteknu svćđi hefur líf ţess tekiđ stakkaskiptum. Slíkar peningagreiđslur hafa tíđkast í fjölmörgum löndum eins og Mexíkó, Suđur-Afríku og Indónesíu og ţađ er sama sagan hvarvetna: fólkiđ nýtir fjármunina skynsamlega, sendir börnin í skóla, lćtur viđskiptahugmynd rćtast, kaupir mat fyrir fjölskylduna, svo dćmi séu tekin.

 

Á ţennan hátt er kynnt ný bók  sem vekur upp ţá sígildu spurningu: Hver er besta leiđin til ţess ađ berjast gegn fátćkt? Svariđ er ađ finna í heiti bókarinnar sem er jafnframt grunnhugmyndin og svariđ viđ spurningunni: Gefiđ einfaldlega fátćkum peninga (Just Give Money To The Poor). Höfundar bókarinnar eru ţrír prófessorar: Joseph Hanlon, David Hulme og Armando Barrientos. Ţeir segja ađ bókin sé ekki ákall um ađ dreifa peningum međ ţyrlum yfir fátćkrahverfi en í henni sé rökstudd hugmyndin ađ gefa litla fjárhćđ beint til fólks og láta ţví eftir ađ ákveđa hvernig peningunum sé variđ.

 

Ađ gefa fátćkum einfaldlega skotsilfur er vissulega ögrandi hugmynd ađ stefnu í ţróunarmálum, stefnu sem hefur ekki mikiđ veriđ rćdd, ađ minnsta kosti ekki hér á Íslandi. Ađferđin hefur veriđ notuđ í vaxandi mćli víđs vegar um heiminn í mismunandi útfćrslum og nćr til 750 milljóna manna, ađ ţví er höfundar bókarinnar halda fram. Nú síđast hafa Kínverjar tekiđ ástfóstri viđ ađferđina og ţví er taliđ ađ einn milljarđur fátćkra njóti beinna peningagreiđslna á nćsta ári.

 

Á bókakápunni segir ađ í hugmyndinni felist áskorun gegn ţróunariđnađinum sem ţrífist á háu flćkjustigi og óskýrleika ţar sem ráđgjafar fái vel greitt fyrir ađ hanna sífellt flóknari verkefni. Međ ţví einfaldlega ađ gefa fátćkum peninga sé fínn valkostur í bođi - ađ sneiđa hjá ríkisstjórnum og frjálsum félagasamtökum og leyfa fátćkum ađ ákveđa nýtingu fjárins. Höfundarnir leggja áherslu á ađ greiđslurnar séu hvorki ölmusa eđa öryggisnet en ađferđin reynist vel af ţví ađ greiđslurnar séu reglubundnar, tryggar og sanngjarnar.

 

Ţriđjungur jarđarbúa býr viđ sárafátćkt, lifir á minna en 250 krónum íslenskum á dag.

 

Nánar

 

End poverty, now?, eftir Brian Keeley/ OECD Insights

taknmalsbaekur
Nýju táknmálsbćkurnar sem gefnar eru út í Namibíu.
 

Líđur ađ lokum táknmálsverkefnis í Namibíu:

Tvćr nýjar kennslubćkur í namibísku táknmáli

 

Samskiptamiđstöđ heyrnarlausra í Namibíu hefur gefiđ út tvćr nýjar kennslubćkur í namibísku táknmáli í samvinnu viđ og međ stuđningi frá Ţróunarsamvinnustofnun Íslands. Samskiptamiđstöđin er einnig ađ gefa út heimildarmynd á mynddiski um atvinnumál heyrnarlausra í landinu en myndin verđur tekin til sýningar í ríkissjónvarpi Namibíu á nćstunni.

 

Ađ sögn Davíđs Bjarnasonar verkefnisstjóra félagslegra verkefna í Nambíu er útgáfa ţessa efnis hluti af stuđningi ŢSSÍ viđ uppbyggingu táknmáls í Namibíu og ţá sérstaklega ţví starfi sem ađ snýr ađ námsefnisgerđ og vitundarvakningu í samfélaginu um táknmál og málefni heyrnarlausra. 

 

Bókin, Hands Up Namibia, er endurgerđ íslenskrar bókar, Upp međ hendur, frá Samskiptamiđstöđ heyrnarlausra og heyrnarskertra (SHH) á Íslandi. Ţeirri bók er ćtlađ ađ kenna börnum, heyrnarlausum sem heyrandi, táknmál og stuđla ađ auknum samskiptum milli ţessara málheima. Einnig er komin út inngangsbók á namibísku táknmáli sem ćtluđ er öllum ţeim er vilja lćra táknmál. Báđum ţessum bókum verđur dreift í skólum í Namibíu á nćstu mánuđum.

 

Heimildarmyndin, Deaf Namibians at Work, er gefin út á mynddiski og verđur tekin til sýningar í sjónvarpi á nćstu mánuđum. Ađ sögn Davíđs er í myndinni brugđiđ upp mynd af atvinnumálum heyrnarlausra í landinu, međ sérstakri áherslu á fjóra heyrnarlausa einstaklinga: matreiđslumann, hárgreiđslukonu, handverksmann og leikskólakennara. "Myndinni er ćtlađ ađ vekja fólk í Namibíu til vitundar um ađ heyrnarlausir séu í alla stađi hćfir starfskraftar sem geti veitt dýrmćtt framlag á vinnumarkađi og veriđ virkir ţátttakendur í hagkerfi ţjóđarinnar," segir Davíđ.

 

Eins og kunnugt er lýkur stuđningi ŢSSÍ viđ heyrnarlausa í Namibíu nú um áramót líkt og öđrum verkefnum í landinu. Davíđ segir ađ mikill áhugi og vilji sé međal Namibíumanna ađ halda áfram á sömu braut og vinna ötullega ađ uppbyggingu táknmáls, menntunar og réttinda heyrnarlausra í landinu. "Mikil valdefling hefur einnig átt sér stađ í gegnum verkefniđ međal heyrnarlausra og má sérstaklega má nefna ađ fjölmargir heyrnarlausir koma nú međ beinum hćtti ađ ýmsum verkefnum og allar líkur eru á ađ fyrstu heyrnarlausu nemendurnir geti hafiđ nám í háskóla á nýju ári. Stofnunin skilur viđ verkefniđ í góđri trú ađ ţađ uppbyggingarstarf sem stutt hefur veriđ muni skila sér í vinnu heimamanna á komandi árum," segir Davíđ.

 

Frétt á heimasíđu ŢSSÍ

 

Nánar um verkefniđ

gunnisal
Rúmlega einn milljarđur manna býr í Afríku - fólk streymir á mölina í vaxandi mćli. Myndin er frá Kampala: ljósmynd: gunnisal
 

Ţreföldun íbúafjölda í afrískum borgum á nćstu fjörutíu árum


Íbúafjöldi afrískra borga ţrefaldast á nćstu fjörutíu árum. Áriđ 2050 koma 60% af íbúum álfunnar til međ ađ búa í borg. Ţetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Sameinuđu ţjóđunum: State of African Cities 2010 Report. Útţensla borga er hvergi meiri en í Afríku, segir í skýrslunni. Lagos í Nígeríu verđur eftir fimm ár stćrsta borg Afríku en Kairó í Egyptalandi er sú fjölmennasta í dag.

 

Hvergi í heiminum búa jafn margir borgarbúar í fátćkrahverfum og í sunnanverđi Afríku eđa 199,5 milljónir manna, ađ ţví er kom fram í gögnum frá SŢ fyrr á árinu. Í norđurhluta álfunnar hefur hins vegar tekist ađ fćkka íbúum í fátćkrahverfum verulega á síđustu árum, eđa ţví sem nćst um helming á tuttugu árum, í löndum eins og Egyptalandi, Líbíu, Morokkó og Túnis. Borgaryfirvöld í sunnanverđri álfunni geta ţví margt lćrt af norđanmönnum og sérstaklega er brýnt ađ fjárfesta í húsnćđi, segir talsmađur Búsetusjóđs SŢ, UN-Habitat, sem gefur út skýrsluna.

 

Á síđasta ári fór mannfjöldi í Afríku í fyrsta sinn yfir milljarđamúrinn. Ţá voru borgarbúar álfunnar taldir vera 395 milljónir eđa um 40% íbúanna. Nú benda mannfjöldaspár til ţess ađ borgarbúum fjölgi verulega á nćstu áratugum.  Spár gera ráđ fyrir ţví ađ borgarbúar  verđi einn milljarđur talsins áriđ 2040 - og 1.23 milljarđar áriđ 2050. Ţá verđa 60% íbúanna í ţéttbýli en 40% til sveita.

 

Ţessi hrađa ţróun sendir skýr skilabođ til ríkisstjórna Afríkuţjóđa um ađ bregđast viđ mikilli fjölgun borgarbúa, m.a. fjárfestingu í húsaskjóli og margvíslegri ţjónustu í samvinnu viđ borgaryfirvöld á hverjum stađ. Skýrsluhöfundar nefna ađ í mörgum borgum Afríku séu nú ţegar mörg fátćkrahverfi og ţreföldun íbúa á tiltölulega skömmum tíma gćti veriđ fyrirbođi mikilla hörmunga, verđi ekki brugđist viđ strax.  Enginn veit hins vegar međ vissu um íbúafjölda í fátćkrahverfum margra borga, íbúar ţeirra eru sífellt á ferđinni og straumur fólks inn og út úr slíkum hverfum er mikill og síbreytilegur.

 

Nánar

 

Population of African cities to triple: Get the data/ The Guardian

 

Africa warned of 'slum' cities danger as its population passes 1bn/ The Guardian

 

UN report: World's biggest cities merging into 'mega-regions'/ The Guardian

ChinaAfrica 

Vestrćn ríki leita samstarfs viđ Kína ţrátt fyrir gagnrýni á stefnu ţeirra í Afríku


Á Vesturlöndum tíđkast ađ opinber alţjóđleg ţróunarsamvinna sé á ábyrgđ utanríkisráđuneyta en ţví er ekki ţannig fariđ í Kína. Viđskiptaráđuneyti landsins fer međ ţróunarsamvinnu viđ erlend ríki. Ţessi tilhögun er ekki ţađ eina sem er öđruvísi í kínverski ţróunarsamvinnu boriđ saman viđ ţá vestrćnu. Kínverjar hafa til dćmis ţann háttinn á ađ koma međ eigin verkamenn til viđtökuríkis  ţar sem ţeir byggja vegi, verksmiđjur, forsetahallir, ráđuneyti, íţróttamannvirki og svona mćtti áfram telja. Slíkar framkvćmdir eru oft á tíđum viđskiptalegs eđlis og Kínverjar fá í stađinn ađgang ađ náttúruauđlindum viđkomandi ríkis.

 

Stóraukin umsvif Kínverja í ţróunarsamvinnu eru umdeild á Vesturlöndum og stefna ţeirra ađ hafa engin afskipti af neinu sćtir gagnrýni sérfrćđinga í ţróunarmálum. Hins vegar er stađa Kína sterk í ljósi mikils hagvaxtar í landinu og sú stađa hefur leitt til ţess ađ fulltrúar ESB og öflugra ţróunarsamvinustofnana telja sig knúna til ađ leita samstarfs viđ stjórnvöld í Kína um ţróunarmál.

 

DEVEX vefurinn birtir ţessa dagana fréttaskýringu um Kína og Afríku međ fimm greinum eftir Elenu L. Pasquini. Ein greinanna hefst á ţessum orđum:

 

"Hneykslismál kemur upp einhvers stađar í Afríku. Áđur en margir dagar eru liđnir hafa nokkur vestrćn framlagsríki hótađ ađ draga úr stuđningi. Ţrýstingur á ríkisstjórn samstarfsríkis á ađ leiđa til skjótrar lausnar á málinu og mikilla umbóta í stjórnkerfinu. Kínverjar halda áfram samstarfi viđ afrísku ríkisstjórnina eins og ekkert hafi í skorist.

 

Ţessi atburđarrás gćti veriđ unnin upp úr fyrirsögnum dagblađa - og ţáttur Kínverja í henni lýsir nálgun í alţjóđlegri ţróunarsamvinnu sem hefur lengi valdiđ áhyggjum sérfrćđinga í ţróunarmálum víđs vegar í heiminum, sérstaklega í Bandaríkjunum og Evrópu.

 

Kínverjar hafa sćtt gagnrýni fyrir stuđning viđ leiđtoga Simbabve, Robert Mugabe, ţótt nýlega hafi kínverskir embćttismenn krafist ţess ađ samiđ yrđu um vanskil áđur en meira ţróunarfé komi frá Beijing. Kínverjar voru gagnrýndir áriđ 2007 fyrir 5 milljarđa dala lán til Angóla í skiptum fyrir vilyrđi um olíu og samninga um uppbyggingu grunnviđa. Níu milljarđa dala samningur Kínverja um námu- og grunnviđi viđ stjórnvöld í lýđveldinu Kongó fór fyrir brjóstiđ á Alţjóđagjaldeyrissjóđnum áriđ 2008 ţví samningurinn jók umtalsvert alţjóđlegar skuldir Kongó."

 

Western Donors Embrace China for African Development

 

China Moves to Enhance Aid Transparency

 

China's 'Noninterference' Approach to International Cooperation

Africa: UNDP, China to Boost Their Partnership on Continent

 

A New Africa-China Partnership, eftir Ebrima Sall og James Shikwati/ TheAfricanExecutive

 

Partnership Opportunities in Chinese Development Cooperation/

 

In Africa, China Expands Aid Priorities

 

China - USA : storm clouds gather over Africa aid, eftir Hans Eittel/ XING

 

 

Litlar vćntingar um árangur af loftslagsráđstefnunni í Cancún

 

Fćstir vćnta mikils  árangurs af loftslagsráđstefnunni sem hófst í vikubyrjun í mexíkósku borginni Cancún. Engu ađ síđur eru fulltrúar 190 ţjóđríkja sestir ađ samningaborđi til ţess ađ freista ţess ađ taka ađ minnsta kosti fáein lítil skref til varnar loftslagsbreytingum vegna hlýnunar jarđar. Eftir ađ fundurinn í Kaupmannahöfn á síđasta ári skilađi nánast engum árangri ţykir ekki líklegt ađ

gunnisal
Fjögurra gráđu hlýnun jarđar fyrir áriđ 2060?

Kyoto bókunin verđi umskrifuđ og samţykkt ný ađgerđaáćtlun.

 

Hermt er ađ fulltrúar Bandaríkjanna fari međ ţau skilabođ á fundinn ađ ekki verđi unnt ađ draga neitt úr gróđurhúsalofttegundum í ţeim heimshluta, breski forsćtisráđherrann ćtlar ekki ađ láta sjá sig, og fréttir af ráđstefnunni hafa drukknađ í frásögnum af nýbirtum leyniskjölum á WikiLeaks.

 

Eftir stendur samt sem áđur ađ áriđ 2010 stefnir í ţađ ađ verđa eitt ţađ heitasta í sögunni.  Losun gróđurhúsalofttegunda hefur aldrei veriđ meiri. Spár gera nú ráđ fyrir ţví ađ hlýnun jarđar nemi 4 gráđum á celsíus áriđ 2060.

 

Heimasíđa ráđstefnunnar

 

UN issues severe climate warning ahead of summit/ The Independent

 

ODI on... United Nations Framework Convention on Climate Change (UNFCCC) 16th Conference of the Parties/ ODI

 

As attention shifts to COP16, let's not forget..., eftir Jodie Keane/ODI

 

Global Climate Change Talks Begin in Cancún/ NYTimes

 

Greenhouse gases at record levels -- UN agency/ AlertNet

 

Climate talks focus on lesser goals/ TheNature

 

Oxfam calls on dirty industries to clean up their act and stop sabotaging the EU's fight against climate change/ Oxfam

 

Cancun climate change summit: deaths from floods and drought double/ The Telegrpah

 

CLIMATE CHANGE: Don't Look to South Africa for Leadership/ IPS

 

Taking Action on Climate Change: The Forecast for Cancún and Beyond, eftir Katharine Sierra og Nathan Hultman/ Brookings

 

Climate Conversations - Looking at effectiveness as well as transparency in climate finance, eftir Jessicu Brown/ AlertNet

 

Klimaendringer - Barn i utviklingsland rammes hardest av klimaendringene. Ekstremvćr setter millioner av barn i fare hvert ĺr/ Barnaheill í Noregi

unicef 

Dagur rauđa nefsins á föstudaginn


Dagur rauđa nefsins er á föstudaginn. Hápunkturinn er skemmti- og fjáröflunarţáttur í opinni dagskrá á Stöđ 2 ađ kvöldi föstudagsins 3. desember.

 

Á fimmtudaginn í síđustu viku komu nokkrir af ađstandendum dags rauđa nefsins saman í Borgarleikhúsinu. Framvćmdastjóri UNICEF á Íslandi, Stefán Ingi Stefánsson, fór yfir mikilvćgi dagsins, m.a. í ljósi ţess hve mikiđ hefur safnast á degi rauđa nefins 2006 og 2009.  Á heimasíđu UNICEF segir hann:

 

"Ţađ eru engar ýkjur ţegar ég segi ađ örlćti Íslendinga í tengslum viđ ţennan viđburđ hefur bjargađ ótal barnslífum og gefiđ börnum um allan heim von um betra líf. Ef ekki vćri fyrir góđan vilja bćđi einstaklinga og fyrirtćkja gćtum viđ  aldrei stađiđ fyrir svona stórum viđburđi."

 

Nánar

gunnisalFermingarbörn og Hjálparstarf kirkjunnar:

 

Átta milljónir söfnuđust fyrir vatni

 

Rétt um 8 milljónir króna söfnuđust ţegar fermingarbörn um land allt gengu í hús í byrjun nóvember međ bauk Hjálparstarfs kirkjunnar. Undanfari ţess var frćđsla til rúmlega 3000 fermingarbarna um ađstćđur í fátćkum löndum Afríku, sérstaklega um skort á hreinu vatni.

 

Féđ sem ţau söfnuđu rennur til vatnsverkefna Hjálparstarfsins í Afríkulöndunum, Eţíópíu, Malaví og Úganda.  67 prestaköll tóku ţátt. Árangur af söfnuninni er ekki langt frá metsöfnuninni sem var áriđ 2007 en ţá söfnuđust 8,2 milljónir króna. 2008 söfnuđust 7,7 milljónir og 8 milljónir í fyrra.

 

Nánar

 


Malaví fćr lán frá Alţjóđabankanum til skólamála

malawi

Stjórnvöld í Malaví hafa ákveđiđ ađ taka 140 milljóna dala lán frá Alţjóđabankanum til ţess ađ styrkja menntakerfi landsins. Ken Dandodo fjármálaráđherra Malaví segir samninginn mikilvćgt skref til ţess ađ bćta menntun í landinu. Fyrir lániđ verđa byggđar fimm ţúsund nýjar skólastofur í grunn- og framhaldsskólum. Um 24% fjárlaga malavíska ríkisins fara til menntamála en kennaraskorturinn er mikill, einn kennari á hverja 88 nemendur, ađ ţví er fram kemur í frétt Washington Post.

 

Nánar

Athyglisvert


Danmörk:  Stefnurit um samstarf viđ óstöđug ríki


Danska utanríkisráđuneytiđ hefur  gefiđ út stefnurit um óstöđug ríki en eins og áđur hefur veriđ greint frá í Veftímaritinu ćtla dönsk stjórnvöld ađ styđja sérstaklega viđ bakiđ á óstöđugum ríkjum međ hćrri framlögum til uppbyggingar á nćstu árum. Ein meginástćđan fyrir auknum stuđningi Dana er sú stađreynd ađ ţúsaldarmarkmiđin eiga lengra í land í viđkomandi ríkjum en víđast hvar annars stađar. Danir segjast reiđubúnir til ađ taka ţćr auknu pólítísku, fjárhagslegu og rekstarlegu áhćttur sem fylgja samstarfi viđ óstöđug ríki. "Peace and Stabilisation - Denmark´s policy towards fragile states 2010-2015" er heiti stefnunnar á ensku.

 

Heimurinn verđur sífellt óútreiknanlegri, sagđi Lene Espersen utanríkisráđherra Danmerkur ţegar kynnt var annađ nýtt upplýsingarit, ađ ţessu sinni um alţjóđleglegar skuldbindingar Dana á komandi áratug. Hún bćtti viđ ađ Danmörk vćri lítill fiskur í stórri tjörn og ađ ţátttaka í marghliđa samstarfi vćri ţví enn mikilvćgari ef Danir ćtluđu sér ađ hafa áhrif á alţjóđavettvangi. Stuđningur Dana á ţessu sviđi er fyrst og fremst viđ ESB, en einnig viđ Sameinuđu ţjóđirnar og svćđasamtök eins og NATO, Norđurlandaráđ og OSCE, sagđi ráđherrann.

Villa Kulild - nýr framkvćmdastjóri NORAD

villakulild

Villa Kulild hefur veriđ ráđin framkvćmdastjóri NORAD, norsku ţróunarsamvinnu-stofnunarinnar, til nćstu sex ára.  "Međ ráđningu Villa Kulild hefur NORAD fengiđ duglegan, reyndan og sterkan leiđtoga," segir Erik Solheim, umhverfis- og ţróunarmálaráđherra Noregs.  Kulild hefur veriđ ađstođarfram-kvćmdastjóri NORAD í eitt ár.

 

Ţróunartímarit Norđmanna, Bistandsaktuelt, tók á dögunum viđtal viđ nýja framkvćmdastjórann. Yfirskrift viđtalsins var "Bistand er bare ett av virkemidlene".

 

Nánar

Ben Affleck styđur Kongó
BenAffleck

Ben Affleck, leikarinn og ađgerđarsinninn, heldur ţví fram í grein í Washington Post ađ Bandaríkjamenn viti ekki um mannskćđustu átök frá síđari heimsstyrjöldinni. Hann telur ađ margir nefni Rúanda en rétta svariđ er Lýđveldiđ Kongó. Í styrjöldinni ţar á árunum 1998 til 2003 féllu 4 milljónir manna og ţví sem nćst 1 milljón manna hefur falliđ frá stríđslokum vegna átaka, hungurs og sjúkdómum. Ben Afflick hefur stofnađ samtök - Eastern Congo Initiative - til stuđnings Kongó og segir í grein sinni ađ "til ađ tryggja friđ verđum viđ ađ halda áfram ađ styđja leiđtogana og treysta á getu ţeirra til ađ hafa stjórn á eigin örlögum."

Alnćmisdagurinn í dag

AIDS

Alţjóđlegi alnćmisdagurinn er haldinn ađ venju í dag, 1. desember, til ađ vekja athygli á útbreiđslu sjúkdómsins og á baráttunni gegn honum. Tćp ţrjátíu ár eru liđin frá ţví alnćmi varđ ţekkt og sjúkdómurinn hefur haft skelfileg áhrif á samfélög víđa um heim.  Um 33 milljónir manna eru í dag smitađar af HIV veirunni sem veldur alnćmi og 7.500 ný tilvik greinast dag hvern. Um fimm ţúsund manns deyja daglega af völdum sjúkdómsins.

 

Vinnustađir eru mikilvćgastir ţegar kemur ađ forvarnarstarfi og kastljósi dagsins er ţví beint ađ vinnustöđum og hvađ ţar megi gera til ađ auka forvarnir og ţekkingu á sjúkdómnum.

 

World AIDS Day: A Focus for Action in the Workplace/ ITUC

 

Blađ brotiđ í baráttunni gegn alnćmi - Ávarp framkvćmdastjóra Sameinuđu ţjóđanna á Alţjóđlega alnćmisdaginn 1. desember 2010 (á íslensku)

 

Frétt frá heilbrigđisráđuneytinu

 

Alnćmissamtökin á Íslandi

 

Lady Gaga hćttir á Fésbókinni til ađ styrkja alnćmisbörn

 

AFRICA: Threat of a Perfect Storm - AIDS and a Fresh Food Crisis

 

Sexual behaviour of young adults 'worrying'/IOL

 

Uganda begins anti-AIDS program to circumcise one million men

Veftímaritiđ er á...
facebook
Fréttir og fréttaskýringar

 

 

Um Veftímaritiđ
logo

Veftímarit um ţróunarmál er gefiđ út af Ţróunarsamvinnustofnun Íslands. Ritinu er ćtlađ ađ glćđa umrćđu um ţróunarmál og gefa áhugasömum kost á ađ fylgjast međ ţví sem hćst ber hverju sinni. Efni veftímaritsins ţarf ekki endilega ađ endurspegla stefnu ŢSSÍ.
          
Skráiđ ykkur í áskrift á heimasíđunni, www.iceida.is og látiđ vinsamlegast ađra međ áhuga á ţróunarmálum vita af tilvist veftímaritsins. Allar ábendingar um efni eru vel ţegnar.  

Ţeir sem vilja senda okkur ábendingu um efni eđa afskrá sig af netfangalista eru vinsamlegast beđnir um ađ senda slík erindi á netfangiđ iceida@iceida.is. Ritstjóri er Gunnar Salvarsson, gsal@iceida.is. 

Viđ biđjumst velvirđingar á ţví ađ geta ekki notađ íslenskar gćsalappír í viđtölum en bandarískt sniđmót Veftímaritsins leyfir ekki notkun ţeirra.

Bestu kveđjur, Útgáfu- og kynningardeild ŢSSÍ

 

ISSN 1670-8105

Nýtt útlit


Á annađ hundrađ tölublöđ hafa nú komiđ út af Veftímariti um ţróunarmál sem fyrst var gefiđ út ađ vorlagi 2008.  Viđtakendur ritsins er komnir vel yfir eitt ţúsund og vonandi stendur Veftímaritiđ undir ţví nafni ađ glćđa áhuga og ţekkingu á ţróunarmálum. Ritiđ hefur frá upphafi útlitslega veriđ óbreytt en eins og lesendur sjá hefur blađiđ nú klćđst nýjum búningi en efnislega eru engar breytingar gerđar. Viđ vćntum ţess ađ nýju fötin mćlist vel fyrir en ţađ er innihaldiđ sem skiptir máli: ţađ ţarf ţví áfram ađ lesa vandlega! -Bestu kveđjur, ritstjr.