Veftímarit um ţróunarmál
Ţróunarsamvinna Samstarfsţjóđir  
  1. september 2010
Bylgja framfara í málefnum heyrnarlausra í Namibíu verđur ekki stöđvuđ
 - vel heppnađri ráđstefna um menntun heyrnarlausra nýlokiđ
 
Vilhjálmur Wiium umdćmisstjóri ŢSSÍ í Namibíu og og Alfred Ilukena ráđuneytisstjóri menntamála í Namibíu.
"Samstarfsverkefni undanfarinna ára hefur komiđ af stađ ţvílíkri bylgju framfara í málefnum heyrnarlausra ađ hún verđur vart stöđvuđ. Ţegar er ábyrgđ margra ţátta verkefnisins komin í hendur namibískra stofnana og samtaka," sagđi Vilhjálmur Wiium umdćmisstjóri Ţróunarsamvinnustofnunar Íslands í lok tveggja daga ráđstefnu í Namibíu um menntun og atvinnumál heyrnarlausra. Hann hafđi ţá veriđ inntur eftir ţví hvort framfarir í málefnum heyrnarlausra myndu stöđvast ţegar ţróunarsamvinnu Íslendinga og Namibíumanna lýkur um nćstu áramót.
 
Ráđstefnan var hluti af samstarfsverkefni ŢSSÍ og menntamálaráđuneytis Namibíu. Verkefninu, sem stađiđ hefur yfir frá 2007, lýkur í árslok og á ráđstefnunni var međal annars litiđ yfir farinn veg og metiđ hversu vel hefđi tekist ađ ná ţeim markmiđum sem upphaflega voru sett. Megintilgangurinn var ţó ađ rćđa atvinnumál heyrnarlausra í landinu og leggja fram tillögur um hvernig auka mćtti atvinnutćkifćri ţeirra.
 
Vilhjálmur ávarpađi ráđstefnugesti, tćplega 100 talsins, og gerđi grein fyrir helstu áföngum sem náđst hafa á undanförnum árum. "Ég nefndi sem dćmi ađ heyrnarlausum framhaldsskólanemum nú veitt túlkaţjónusta í almennum framhaldsskóla, en áđur fyrr höfđu heyrnarlausir ekki tćkifćri á ađ ljúka stúdentsprófi," segir Vilhjálmur. "Heyrnleysingjaskólar landsins bjóđa nefnilega ekki upp á síđustu tvö ár náms til stúdentsprófs. Einnig eru um 40 kennaranemar skráđir á táknmálssviđ í sínu kennaranámi. Ţegar ţeir fyrstu úr ţeim hópi fara ađ kenna áriđ 2012 verđa vatnaskil í menntun heyrnarlausra. Ţađ verđur í fyrsta sinn í Namibíu sem kennarar heyrnarlausra hafa menntun í táknmálsfrćđum áđur en ţeir hefja kennslustörf."

Leiđin út úr fátćkt er ađ draga úr barneignum:
Barnafjöld njörvar fólk niđur í fátćkt
Barnsfćđingum hefur fćkkađ lítiđ í Afríku - konur í Úganda eiga ađ međaltali 6.7 börn. Ljósmynd: gunnisal
gunnisal
 
Sérfrćđingar telja ađ draga muni úr mannfjölgun í heiminum áriđ 2080. Engu ađ síđur er ţegar ljóst ađ barnsfćđingum hefur fćkkađ á síđustu áratugum. Fyrir fjörutíu árum eignađist hver kona í heiminum ađ međaltali 4,7 börn en ţessi tala er í dag komin niđur í 2,6 börn. Fćkkun barneigna er mest í Asíu og Suđur-Ameríku en afrískar mćđur hlađa enn niđur börnum í miklum mćli.

 
Politiken í Danmörku greinir frá ţessu og vísar í nýja skýrslu SŢ. Blađiđ segir ađ á leiđtogafundinum um ţúsaldarmarkmiđin - sem haldinn verđur í New York síđar í mánuđinum - verđi barneignir ofarlega á dagskrá ţví barnafjöld njörvi fólk niđur í fátćkt.
 
Blađiđ hefur eftir Siri Teller mannfjöldafrćđingi ađ sex af sjö milljörđum jarđarbúa búi í löndum ţar sem fćđingartíđni er svo lág ađ hún stuđlar ađ ţví ađ draga úr fátćkt. Nú sé ađeins síđasti milljarđurinn eftir.
 
"Á áttunda áratugnum trúđu menn ţví ađ fátćkir myndu ekki draga úr barneignum fyrr en ţeir yrđu ríkir. Kenningin stóđst ekki ţví konur í löndum eins og Bangadesh og Nepal drógu verulega úr barneignum ţegar ţćr voru sárafátćktar. Ađrir héldu ţví fram ađ heppilegast vćri ađ senda B52 sprengiflugvélar og kasta niđur smokkum til ţeirra ţjóđa ţar sem fćđingartíđnin var mest. Nú vitum viđ ađ ţetta er samspil margra ţátta," hefur blađiđ eftir henni.
 
Siri segir í viđtalinu í Politiken ađ heilsa skiptir miklu máli í ţessu sambandi. Dćmin frá Bangladesh og Nepal sýni ađ ţegar fleiri börn komast á legg fćkki barneignum. "Ţađ skiptir líka miklu máli ađ konurnar fái menntun og tćkifćri til ađ ákveđa sjálfar hversu mörg börn ţćr vilja eignast."
Helmingur auđćva milljarđa-mćringa til góđargerđarmála
 
Auđur auđkýfinga gćti breytt miklu í fátćkustu löndum heims. Ljósmynd: gunnisal
gunnisal
Enn sem komiđ virđast auđkýfingar annarra ţjóđa en Bandaríkjanna veriđ lítt hrifnir af ţeirri hugmynd Warren Buffets og Bill Gates ađ gefa helming auđćva sinna til mannúđarmála. Fjörutíu bandarískir auđkýfingar hafa tekiđ áskorun ţessara tveggja auđjöfra (sem eru í 2. og 3. sćti á lista Forbes yfir ríkustu menn heims) en ţeir hófu í sumar herferđ undir yfirskriftinni "The Given Pledge" ţar sem bandarískir milljarđamćringar voru hvattir til ţess ađ skuldbinda sig til ađ láta ađ minnsta kosti helming auđćva renna til góđgerđarmála.
 
"Á líkklćđum eru engir vasar," segir gamalt íslenskt orđtak og víst eru ţađ eru gömul og ný sannindi ađ menn fćđast og deyja allslausir. Um miklar fjárhćđir er ađ tefla í vösum auđkýfinganna bandarísku ţví samkvćmt Forbes tímaritinu sem sló tölu á auđ fjörutíu ríkustu einstaklinganna vestanhafs nemur fjárhćđin 1200 milljörđum. Til góđgerđarmála gćtu ţví runniđ um 600 milljarđar dala og margt hćgt ađ láta gott af sér leiđa fyrir slíka fjármuni.
 
Viđ bíđum eftir yfirlýsingum íslenskra auđmanna. Hver ćtlar ađ verđa fyrstur...?

 
Billionaire Pledges: The Innovative Financing We Need?
 

Mikil umrćđa um ţúsaldar-markmiđin í ađdraganda leiđtogafundarins í New York
 
Leiđin ađ ţúsaldarmarkmiđunum styttist en hvort ţeim verđi náđ eftir fimm ár er spurningin sem fjallađ verđur um á leiđtogafundinum síđar í mánuđinum. Ljósmynd: gunnisal
gunnisal
Leiđtogafundur um stöđu ţúsaldarmarkmiđanna verđur haldinn í New York dagana 22. til 25. september en nú eru rétt tíu ár liđin frá ţví Ţúsaldaryfirlýsingin var samţykkt. Jafnframt eru ađeins rúm fimm ár til stefnu til ađ uppfylla markmiđin og ljóst ađ örđugt mun reynast ađ ná ţeim öllum. Á sumum sviđum hefur mikill árangur náđst, t.d. í ţví ađ tryggja menntun grunnskólabarna og á ýmsum sviđum í heilbrigđismálum, m.a. í baráttunni gegn alnćmi, malaríu og barnadauđa. Hins vegar skortir mikiđ á ađ ţúsaldarmarkmiđin sem tengjast mćđrum og jafnréttisbaráttu séu á réttri leiđ.

Mikil umrćđa fer nú fram í ađdraganda leiđtogafundarins um ţúsaldarmarkmiđin eins og sjá má á međfylgjandi krćkjum.
 
 
The Millennium Development Goals Report 2010
 
Umrćđuvefur um ţúsaldarmarkmiđin (UN og Devex)
 
UN Summit focuses on mothers and babies
 
CELEBRATE, INNOVATE AND SUSTAIN: Toward 2015 and Beyond -The United States' Strategy for Meeting the illennium Development Goals

Jeffrey Sachs Charts the Way Forward for MDGs Ahead of UN Summit (TheCommonwealth)
 
World leaders urged to `hold the line' (Sydney Morning Herald)
 
 
 
Mothers, babies need help: UN summit (Sydney Morning Herald)
 
 
Stjórnarandstađan í Svíţjóđ kynnir stefnu í ţróunarmálum
 
Útrýming fátćktar efst á blađi hjá stjórnarandstöuđunni í Svíţjóđ. Ljósmynd: gunnisal
gunnisal
Svíar ganga til kosninga 19. september nćstkomandi og samkvćmt skođanakönnunum er lítill munur á fylgi stjórnarflokkanna og stjórnarandstöđunnar. Rauđgrćna bandalagiđ er í stjórnarandstöđu og ţar er Jafnađarmannaflokkinn fremstur međal jafninga. Bandalagiđ hefur gefiđ út og samţykkt stefnu í ţróunarmálum: "Rauđgrćn ţróunarstefna - Réttlátur heimur er mögulegur". Samkvćmt stefnunni hyggst Rauđgrćna bandalagiđ leggja áherslu á eftirfarandi atriđi komist ţađ til valda:
  • Útrýming fátćktar í forgang
  • Verkefni tengd ţúsaldarmarkmiđunum í forgang
  • Tryggja ađ amk 1% af vergum ţjóđartekjum fari til ţróunarmála
  • Tryggja ađ fjármunir til ţróunarmála fari raunverulega til ţróunarmála
 
 
Um Veftímaritiđ
 
Veftímarit um ţróunarmál er gefiđ út af Ţróunarsamvinnu-stofnun Íslands. Ritinu er ćtlađ ađ glćđa umrćđu um ţróunarmál og gefa áhugasömum kost á ađ fylgjast međ ţví sem hćst ber hverju sinni. Efni veftímaritsins ţarf ekki endilega ađ endurspegla stefnu ŢSSÍ.
          
Skráiđ ykkur í áskrift á heimasíđunni, www.iceida.is og látiđ vinsamlegast ađra međ áhuga á ţróunarmálum vita af tilvist veftímaritsins. Allar ábendingar um efni eru vel ţegnar.  

Ţeir sem vilja senda okkur ábendingu um efni eđa afskrá sig af netfangalista eru vinsamlegast beđnir um ađ senda slík erindi á netfangiđ iceida@iceida.is. Ritstjóri er Gunnar Salvarsson, gsal@iceida.is. 

Viđ biđjumst velvirđingar á ţví ađ geta ekki notađ íslenskar gćsalappír í viđtölum en bandarískt sniđmót Veftímaritsins leyfir ekki notkun ţeirra.
 
Bestu kveđjur, Útgáfu- og kynningardeild ŢSSÍ
 
ISSN 1670-8105
Alvarlegar róstur í Mapútó - sex fallnir
Maputo
Róstur voru í Mapútó höfđuborg Mozambík í morgun ţegar herskáir borgarbúar settu upp vegatálma, brenndu dekk, hrópuđu slagorđ gegn stjórnvöldum og grýttu lögreglu. Tilefni mótmćlanna eru nýtilkomnar verđhćkkanir, međal annars 30% hćkkun á rafmagni og 20% hćkkun á vatni. Hermt er ađ sex hafi falliđ í átökunum í morgun ţar af tvö börn.
 
Umdćmisskrifstofa ŢSSÍ í Mapútó sem jafnframt er sendiráđ Íslands var lokađ líkt og öđrum sendiráđum í borginni eftir ađ götuóeirđirnar hófust á ţremur stöđum í borginni.
 
 
Gerbreytt stefna Breta í ţróunarmálum?
Stjórnvöld í Bretlandi áforma ađ breyta stefnu í ţróunarmálum á ţann veg ađ öll verkefni taki miđ af ţjóđaröryggismálum Breta ađ ţví er fram kemur í trúnađarskjölum sem láku á Netiđ og fjölmiđlar í Bretlandi hafa birt. Fulltrúar Verkamannaflokksins gagnrýna harđlega fyrirhugađa breytingu en međan flokkurinn var í stjórn setti hann á laggirnar Ţróunarsamvinnustofnun (Department for International Development, DFID) til ađ sinna ţróunarverkefnum á forsendum viđtökuríkis - ekki á forsendum ţjóđaröryggismála Breta. 
 
Starfsmönnum fćkkađ um 150 hjá SIDA
Sćnska ţróunarsamvinnustofnunin, SIDA, hefur neyst til ađ segja upp 150 starfsmönnum sökum ţess ađ stofnunin fór stórlega fram úr fjárlagaheimildum á síđasta ári. Charlotte Petri Gornitzka, settur framkvćmdatjóri, tilkynnti um uppsagnirnar á starfsmannafundi á dögunum, en hún tók viđ daglegri stjórnun SIDA í maí eftir ađ Gunnilla Carlsson ţróunarmálaráđherra vék Anders Nordström framkvćmdastjóra SIDA úr starfi.
Starfsmenn SIDA verđa 550 talsins eftir ađ allar uppsagnirnar hafa tekiđ gildi um nćstu áramót. Allir sviđs- og deildarstjórar koma til međ ađ ţurfa ađ sćkja á ný um stöđur sínar. Flestar uppsagnirnar ná til starfsmanna á vegum SIDA sem starfa í Svíţjóđ en störf á vettvangi verđa varin. Einnig kemur fram í fréttum ađ SIDA muni leggja áherslu á ađ stýra framkvćmd verkefna en láta öđrum eftir stefnumörkun.
 
Fréttir og fréttaskýringar
 
 
 
 
 
Veftímaritiđ er á...
facebook
 
Flóđin í Pakistan:
Fjórar milljónir barna og hundrađ ţúsund konur í bráđri hćttu
Samkvćmt nýjustu áćtlunum stjórnvalda í Pakistan hafa um 20 milljónir íbúa orđiđ fyrir áföllum í kjölfar flóđanna. Af ţeim eru yfir átta milljónir barna undir 18 ára aldri, ađ ţví er fram kemur á vef UNICEF á Íslandi. Ţar segir: "Fjórar milljónir ţeirra eru í mikilli hćttu á ađ smitast af vatnsbornum sjúkdómum á borđ viđ blóđkreppusótt, niđurgang og kóleru, auk mislinga og mćnusóttar. Hćtta er á ađ ástandiđ versni enn frekar ef alţjóđasamfélagiđ eykur ekki stuđning viđ neyđarađgerđir."
 
Athyglisvert
 
 
 
 
 
 
 
Danir vilja efla háskólarannsóknir í ţróunarríkjum
Danir hafa ýtt úr vör átaki í ţví skyni ađ efla rannsóknir á háskólastigi í ţróunarlöndum. Um er ađ rćđa samstarfsverkefni allra danskra háskóla undir yfirskriftinni  "Building Stronger Universities" og lýtur fyrst og fremst ađ rannsóknum í hugvísindum og félagsvísindum. Samkvćmt fjárlögum nćsta árs áformar danska ríkisstjórnin ađ verja til verkefnsins 56 milljónum danskra króna á nćstu tveimur árum og 90 milljónum króna nćstu tvö ár ţar á eftir.

Skođanakönnun í Noregi:  Ţróunarfé í ţágu barna

Norđmenn vilja ađ ţróunarfé sé fyrst og fremst nýtt til ţess ađ styđja börn til menntunar í fátćkum löndum, ađ framlögum sé variđ til ţess ađ bćta heilsu barna og hjálpa ţeim í náttúruhamförum. Ţetta kemur fram í nýrri skođanakönnun í Noregi ţar sem leitađ var eftir viđhorfum almennings til ţess hvernig ţróunarfé er variđ. Barnaheill í Noregi stóđ fyrir könnuninni.