Veftímarit um þróunarmál
Þróunarsamvinna
Samstarfsþjóðir 
17. febrúar 2010 
Aukinn fjárlagastuðningur í evrópskri þróunarsamvinnu - undralyf sem ekki virkar
 gunnisal
Fyrirsögnin er heiti á fræðigrein frá FRIDE, spænska fræðasetrinu um þróunarmál, en í greininni - A Rise Of Budget Support in European development cooperation: a false panacea - varpar Raquel C. Álvarez ljósi á þá aðferð í þróunarsamvinnu að veitendur færa stjórnvöldum viðtökuríkis tiltekna fjárhæð sem rennur beint í ríkissjóð. Fjárlagastuðningur af þessu tagi hefur aukist á síðustu árum og Raquel segir þetta tískubylgju í heimi alþjóðlegra þróunarmála sem þjóðir hafi m.a. gripið til í ljósi þess að núverandi stefnur í þróunarmálum hafi ekki dregið úr fátækt.
 
Raquel telur að þótt fjárlagastuðningur feli í sér jákvæða möguleika til að auka ábyrgð viðtökuríkis hafi sú leið sem farin hafi verið við framkvæmdina haft neikvæð áhrif. Hún telur þörf á miklu nákvæmari pólítískri greiningu ef tilgangurinn með fjárlagastuðningi á að vera að styrka, en ekki grafa undan, lýðræðislegri ábyrgð.
 
Að mati Raquel eiga áætlanir um að draga úr fátækt að skapa aðstæður þar sem einstaklingar blómstra. Til þess að svo megi verða þurfi skilvirkt kerfi að vera til staðar til að auðvelda flutning fjármagns og þjónustu til þeirra sem þurfa mest á henni að halda. Með þeim hætti ættu ríkisstjórnir fremur að verða háðar og ábyrgar gagnvart þegnum sínum en framlagsríkum. Á pappírnum ætti fjárlagastuðningur að hafa burði til þess að draga úr fátækt samkvæmt þessari forskrift, segir hún, en róttækar breytingar þurfi til að svo verði og þar nefnir Raquel sérstaklega yfirséttir, eða elítu, beggja landa.
 
Einnig nefnir hún í niðurlagi greinarinnar að hollt sé að hafa í huga að engin þjóð Afríku hafi orðið velmegandi eða traust fyrir tilstilli þróunarfjár eingöngu. "Hingað til hefur fjárlagastuðningur verið aðferð sem hefur fremur verið áhrifarík en árangursrík," segir Raquel C. Alvarez en hún starfar nú sem ráðgjafi spænska forsætisráðherrans.

 
Nánar
  
Tungumál San færð í fyrsta sinn í letur með útgáfu námsbóka

Davíð Bjarnason

"San börn geta nú sökkt sér ofan í eigin menningu í gegnum miðil sem skrifaður er á þeirra eigin móðurmáli, þökk sé San höfundum og tungumálanefndum sem að verkefnu komu til að veita innsýn í menningu og umhverfi San fólksins. Námsefnið mun efalítið hjálpa til við að skapa undirstöðu fyrir framtíðarmenntun þeirra, menningarlega vitund og stolt."
 
Þessar setningar eru teknar úr grein eftir Dr. Davíð Bjarnason verkefnastjóra félagslegra verkefna ÞSSÍ í Namibíu sem hann skrifar um fyrstu námsbækurnar sem samdar eru sérstaklega fyrir San börn með stuðningi ÞSSÍ. Námsbækurnar eru ekki síst merkilegar fyrir þá sök að þetta er í fyrsta sinn sem tvö af fimm málum San fólksins eru færð í letur!
 
"San í Namibíu eru samtals um 38 þúsund talsins, þeir tala 5 mismunandi tungumál og dreifast vítt um landið, sem felur í sér margvísleg vandkvæði í móðurmálskennslu. Á árinu 2009 hefur ÞSSÍ veitt framlag til prentunar, umbrots og mynda í fjórar námsbækur fyrir börn í Kwedam og !Kung (einnig þekkt sem ! Xun) tungumálum. Kwedam er tungumál 5.000 manna í Vestur Caprivi og !Kung tungumál hafa álíka margra málnotendur, um 5.000, sem eru flestir á Mangetti svæðinu í Otjozondjupa. Flest San tungumál eru einungis raddmál sem er enn eitt vandkvæðið við að búa til námsefni því þróa þarf ritmál samtímis fyrir hvert tungumál. Skortur á rituðu mál felur í sér frekar ógn um áframhaldandi tilvist tungumálanna. Til dæmis er Kwedam tungumál meðal þeirra sem talin eru í útrýmingarhættu að mati UNCESCO," segir í grein Davíðs.

Mikil ásókn fyrirtækja í olíulindir Úganda
 olia
Fjölmörg olíufyrirtæki bera víurnar í nýfundnar olíuauðlindir Úganda en áætlað er að þar megi vinna tvo milljarða tunna á dag. Samkvæmt fréttum hafa fyrirtæki frá Rússlandi, Kína, Frakklandi, Ítalíu og Indlandi meðal annars lýst yfir áhuga á að fjárfesta í olíulindum Úganda, en Yoweri Museveni forseti Úganda, hefur að undanförnu hitt fjölmargar sendinefndir olílufyrirtækjanna að máli.
 
Haft hefur verið eftir forsetanum að stjórnvöld muni ræða allar tillögur frá olíu- og gasfyrirtækjum og tilhlökkun fylgi því að taka á móti tilvonandi fjárfestum.
 
Dagblaðið Independent í London segir hins vegar frá því í morgun að leynilegur samningur hafi þegar verið gerður af hálfu stjórnvalda í Úganda við breska fyrirtækið Tullow. Samningurinn veki upp margvíslegar spurningar og ástæða sé til þess að hafa áhyggjur af aukinni spillingu og skorti á umhverfissjónarmiðum í framhaldinu. Óttast er að olíuauðurinn skapi viðlíka ástand og ríkir í Nígeríu þar sem bæði fátækt og óstöðuleiki í stjórnarfari hafi aukist. Museveni hefur hins vegar sagt að Úganda vilji feta þá braut sem Noregur fór í olíumálum.

 
Nánar
 
Uganda's oil deal fuels concerns (The Independent)
 

Tullow Oil given licence to flare Ugandan gas (The Guardian)
Ólíklegt að fyrsta þúsaldar-markmiðið náist fyrir 2015
 RethinkingPoverty
Að mati Sameinuðu þjóðanna verður sífellt ólíklegra að fyrsta þúsaldarmarkmiðið náist fyrir árið 2015, þ.e. að fækka um helming þeim sem búa við sárafátækt í heiminum. Í nýrri skýrslu frá SÞ - "Rethinking Poverty" - er tvennt sem helst kemur í veg fyrir að markmiðið náist, annars vegar ófullnægjandi áætlanir ríkja í þessum efnum og hins vegar heimskreppan.
 
Fyrsta þúsaldarmarkmiðið felur í sér að útrýma fátækt og hungri í heiminum með því að fækka um helming þeim jarðarbúum sem lifa við sára neyð og óviðunandi aðstæður. Þúsaldarmarkmiðin eru sem kunnugt er átta talsins og hafa það markmið að bæta lífsskilyrði í heiminum. "Jafnvel áður en yfirstandandi alþjóðlega fjármála- og efnahagskreppan reið yfir vorum við ekki á réttri leið með að ná fyrsta þúsaldarmarkmiðinu," segir í skýrslunni.
 
Þótt meginmarkmiðið náist ekki er ekki þar með sagt að enginn árangur hafi náðst í baráttunni við fátæktina. Í skýrslu SÞ kemur fram að þeir sem búa við sárafátækt - þ.e. lifa á minna en 1.25 dollurum á dag - hafi fækkað á síðustu áratugum. Þeir hafi verið 1.4 milljarður í lok ársins 2005 en 1.9 milljarður árið 1981. Á það er hins vegar bent, að sé Kína tekið út úr myndinni, sýni þróunin fjölgun fátækra úr 1.1 milljarði í 1.2 milljarða.
 
Fátækt og hungur er enn mikið vandamál í sunnanverðri Afríku, segir í skýrslunni, en bæði heimskreppan og hátt matvælaverð hefur komið hart niður á þessum heimshluta. Varlega áætlað er talið að sárafátækum hafi fjölgað um 100 milljónir af þeim sökum í löndum sunnan Sahara.

 
 
Veftímarit um þróunarmál er gefið út af Þróunarsamvinnu-stofnun Íslands. Ritinu er ætlað að glæða umræðu um þróunarmál og gefa áhugasömum kost á að fylgjast með því sem hæst ber hverju sinni. Efni veftímaritsins þarf ekki endilega að endurspegla stefnu ÞSSÍ.
          
Skráið ykkur í áskrift á heimasíðunni, www.iceida.is og látið vinsamlegast aðra með áhuga á þróunarmálum vita af tilvist veftímaritsins. Allar ábendingar um efni eru vel þegnar.  

Þeir sem vilja afskrá sig af netfangalista, eða senda okkur ábendingu um efni, eru vinsamlegast beðnir um að senda slík erindi á netfangið iceida@iceida.is. Ritstjóri er Gunnar Salvarsson, gsal@iceida.is.
 
  
ISSN 1670-8105

Bestu kveðjur, Útgáfu- og kynningardeild ÞSSÍ
Vatn er líf
Stefán Jón Hafstein
 
Af heimasíðu Stefáns Jóns Hafstein í Malaví:
Skólabörn fá sér sopa.  Nú er búið að kortleggja og telja alla þá skóla í Malaví sem ekki hafa vatnsból eða salerni handa nemendum.  UNICEF stendur fyrir þessu framtaki til að hvetja þá sem eitthvað hafa aflögu til að styrkja vatnsbólagerð við skólana.  Ísland hefur byggt og endurgert á þriðja tug skóla í Mangochi í Malaví og vatnsból eins og þetta eru við flesta; nú er í gangi stórt íslenskt vatnsverkefni í héraðinu.  Það felur í sér að koma 20 þúsund heimilum í 500 metra göngufæri við næsta vatnsból, þar sem fá má hreint og öruggt vatn.  Sjá myndband um verkefni Íslendinga í Malaví hér
 
Margar nýjar athyglisverðar greinar á heimasíðu Stefáns Jóns, m.a. "Avatar með augum Afríku", "Hvað segir fáni um þjóð" og "Borgar sig að gera við þetta?"
Athyglisvert
 
Ný bók: ICTs for Development - Improving Policy Coherence - OECD
 
Rising populations are at core of overseas aid issue, eftir Eamon Delaney 
 
Richard Curtis and Bill Nighy team up in new film urging Tobin tax on bankers
 
 
Global Financial Crisis Discussion Series - Uganda Phase 2 (ODI)

 
How Multi-media can bring better perspectives to Sub-Saharan African Development Issues, eftir Arrey Mbongaya Ivo (Eldis)
 
Obama's First Budget Request: Modest Increases but Strong Signaling for Development, eftir Sarah Jane Staats
 
Ný bók: Do No Harm - International Support for Statebuilding (OECD)
 
Fattigdom i en krisetid, eftir Ole Damkjær (Berlingske Tidende)
 
Kommentar: Klimaets ofre, eftir Bjørn Lomborg (Berlingske Tidende)
 
The Grotesque Vocabulary in Congo, eftir Nicholas D. Kristof
 
'The bastard child of nobody'?-Anti-planning and the institutional crisis in contemporary Kampala, eftir Tom Goodfellow
Veftímaritið er á... 
facebook
Kíktu í heimsókn 
UNICEF þarf 1,2 milljarða USD til að bregðast við neyð
gunnisal
Í nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF), Humanitarian Action Report (HAR) 2010, kemur fram að UNICEF þarf um 1,2 milljarða bandaríkjadala til að koma börnum og konum til hjálpar á 28 svæðum þar sem samtökin telja að þörfin á neyðaraðstoð sé sérstaklega aðkallandi.
 
 
Fréttir & fréttaskýringar
African Union to hold Special Meetings on Somalia and Madagascar, Says Official (VOA)
 
EU Faults U.N. for Slowdown in Gender Empowerment (IPS)
 
Uganda: Orphaned Children Struggle to Survive (Reuters)
 
Mobile Phone Industry Accused of Financing Congo Conflict (VOA) 
 
Insects for dinner... but not as guests (RNW)
 
Ugandan millionaire bids for a stake as boardroom control war intensifies
 
The Gambia expels Unicef chief Min Whee-Kang (BBC)
 
Northern Uganda readies for investment (Business Week)
 
Dansk storfilm om Karen Blixens liv (JP)
 
Nýtt fréttabréf SOS barnaþorpa
 
Gates Foundation Makes Changes to Improve Its Operations (The Cronicle of Philanthropy)
 
High-speed internet reaches Uganda (DW.World)
 
Fréttabréf Þróunarsamvinnustofnunar Þýskalands
 
Oil Scramble Shouldn't Turn Nation Into Global Septic Tank [analysis]
 
Uganda: Energy and education named as needy (New Monitor)
 
Africa: Ban wants more partnership to boost Africa's development