Veftímarit um þróunarmál
Þróunarsamvinna
 Samstarfsþjóðir
10. febrúar 2010
Fræðasetur kortleggja framtíð evrópskrar þróunarsamvinnu
 newchallenges
Fjögur helstu fræðasetur þróunarsamvinnu í Evrópu gáfu á dögunum út skýrslu um framtíð evrópskrar þróunarsamvinnu undir heitinu "New Challenges, New Beginnings" en að mati þeirra gefur fullgilding Lissabons sáttmálans og ný forystusveit ESB í Brussel kærkomið tækifæri til þess að endurmeta samstarf og sameiginlegar aðgerðir í þróunarmálum sambandsins.  Fræðasetrin sem leggja sameiginlega fram skýrsluna eru ODI í Bretlandi, DIE í Þýskalandi, Fride á Spáni og ECDPM í Hollandi.
 
Í skýrslunni kynna tuttugu og fimm höfundar nýjar áskoranir sem ríki Evrópu standa frammi fyrir í þróunarmálum sem spanna allt frá afleiðingum matvæla-, eldsneytis- og fjármálakreppu til áhrifa loftslagsbreytinga og margra annara þátta þróunarmála, m.a. ört stækkandi borgarsamfélaga. Að mati höfunda kalla ný viðfangsefni á nýja hugsun og kaflaheiti fyrstu kafla skýrslunnar gefa ef til vill nokkuð til kynna um innihaldið en þeir kallast, 1) Heimurinn á krossgötum, 2) Evrópa á krossgötum og 3) Þúsaldarmarkmiðin - fram til 2015 og síðar.
 
Nánar
Þreföldum á framlögum til neyðaraðstoðar á tíu árum
 Sophia Paris / UN Photo
Tvö hundruð og tíu þúsund manns vinna að mannúðarverkefnum um víða veröld. Starfsfólki sem vinnur að þessum málaflokki hefur fjölgað um 6% á ári að meðaltali síðasta áratug. Flest alþjóðlegu frjálsu félagasamtökin sem sinna hjálparstörfum ráða heimafólk til starfa. Á árinu 2008 vörðu alþjóðleg samtök alls 6.6 milljörðum dala til neyðaraðstoðar - það er þreföldum á framlögum á tíu árum borið saman við tölur frá 1998.
 
Þessar upplýsingar koma m.a. fram í nýrri skýrslu "The State of the Humanitarian System: Assessing performance and progress" sem unnin var af ALNAP - Active Learning Network for Accountability and Performance in Humanitarian Action og tekur til stofnana undir hatti Sameinuðu þjóðanna, Rauða krossins og alþjóðlegra hjálparsamtaka.
 
Í skýrslunni kemur fram að þörfin fyrir mannúðaraðstoð eykst jafnt og þétt, sífellt fleira fólk þarfnist slíkrar aðstoðar. Skýrslan sýnir að framfarir hafa orðið á ýmsum sviðum, samhæfing á milli stofnana hafi batnað svo og fjáraflanir auk sem þær hafi lært af reynslunni. Höfundar skýrslunnar telja þó enn skort á stjórnun við neyðaraðstæður og sérstaklega benda þeir á þörfina að styrkja verklag Sameinuðu þjóðanna við samhæfingu neyðaraðgerða.

 

Eiga ferðamennska og þróunarsamvinna samleið?

Er alþjóðleg ferðmennska góð aðferð til að flytja fé frá ríkum til fátækra?
 gunnisal
Er eitthvað athugavert við það að ríkt fólk velji að fara í frí til staða þar sem fullt er fátæku fólki? Í athyglisverðri grein John Mitchell hjá ODI í Bretlandi - en ODI hefur verið að skoða ferðamennsku sem hluta af þróunarsamvinnu í fjögur ár - segir að margir mannfræðingar og heiðvirðir einstaklingar myndu svara ofangreindri spurningu játandi, þ.e. að ríkir (oft hvítir) ferðamenn í þjóðgörðum Afríku staðfesti með heimsóknum sínum úrelta staðalímynd nýlendutímans og sömuleiðis að efnaðir amerískir farþegar á skemmtiferðaskipum séu ófyrirgefanleg ímynd alþjóðlegrar ferðamennsku, eins og það er orðað.
 
Mitchell bendir á að hagfræðin láti í té annars konar linsu til að horfa í gegnum þar sem ekki sé horft á viðhorf, litarhátt eða mittismál ferðamanna - heldur sé áherslan á peningana þeirra og það hver nýtur ábatans af alþjóðlegri ferðamennsku.
 
Hjá ODI hafa þessi mál verið til skoðunar á síðustu árum, þ.e. hvort ferðamennskan sé leið sem virki til þess að flytja fjármuni frá auðugum ferðamönnum til fátækra heima um víða veröld. Í formála bókar sinnar - Tourism And Poverty Reduction - fullyrðir Michell í fyrstu setningunni að ferðamennska geti dregið úr fátækt í þróunarríkjum. Hann slær engu að síður þann varnagla að þekking á því hvernig ferðamennska nýtist fátækum sé byggð á veikum grunni og yfirborðskenndri greiningu.

 
 
 
Veik staða kvenna í friðarumleitunum
 
Þótt konur verði verst úti í stríði og öðrum átökum hafa þær tæpast haft nokkurt opinbert hlutverk í friðarumleitunum á síðustu tíu árum. Það segir sína sögu að enginn af leiðtogum samninganefnda Sameinuðu þjóðanna í friðarviðræðum hafa verið konur. Í frétt Bistandsaktuelt í Noregi segir frá úttekt sem UNIFEM gerði á þátttöku kvenna í 21 friðarferli á tímabilinu frá 1992-2008 þar sem fram kemur að þátttaka kvenna var sárlítil, aðeins 2.4% þeirra einstaklinga sem tóku þátt í friðarferlinu voru konur.
 
Bent er á útilokun kvenna frá friðarumleitunum sé í hrópandi mótsögn við þá staðreynd að 70% af fórnarlömbum átaka séu konur og börn og 80% flóttamanna í heiminum séu konur og börn. "Þessar tölur bendi til þess að staða kvenna í samningaviðræðum um frið sé mikilvæg," er haft eftir Gro Lindstad í UNIFEM í New York.
 
Spánverjar, sem eru í forsæti Evrópusambandsins, vilja að settur verði kynjakvóti í friðarviðræðum til þess að tryggja konum sæti við samningaborðið. Þetta kom fram á nýlegri ráðstefnu í Brussel um konur, frið og öryggi.

 
 
 
NEPAD verður framkvæmdasýsla Afríkubandalagsins
 
Á nýafstöðnum leiðtogafundi Afríkubandalagsins (AU) var ákveðið að breyta starfsemi NEPAD - New Partnership for Africa´s Developments, á þann veg að NEPAD verður hluti af Afríkubandalaginu og fær nýtt hlutverk: að vera einskonar framkvæmdasýsla bandalagsins og fer með yfirstjórn verklegra framkvæmda.
 
NEPAD var komið á laggirnar árið 2001 sem sjálfstæðu efnhagsmálasviði Afríkubandalagsins en hefur fengið á sig það orð að vera athafnalítið, dýrt í rekstri og skilað litlum árangri. Einnig hefur NEPAD sætt gagnrýni fyrir að vera stjórnað af mörgum nefndum með of mörgum forsetum og draga um of taum Suður-Afríkumanna en höfuðstöðvarnar hafa verið þar.
 
Að mati Andrew Kanyegirire kynnarstjóra NEPAD er ákvörðun leiðtogafundarins fagnaðarefni fyrir stofnunina sem verður í framtíðinni öflug framkvæmdasýsla með þróunarverkefnum í Afríkuríkjum.

 
 
 
 
 
Veftímarit um þróunarmál er gefið út af Þróunarsamvinnu-stofnun Íslands. Ritinu er ætlað að glæða umræðu um þróunarmál og gefa áhugasömum kost á að fylgjast með því sem hæst ber hverju sinni. Efni veftímaritsins þarf ekki endilega að endurspegla stefnu ÞSSÍ.
          
Skráið ykkur í áskrift á heimasíðunni, www.iceida.is og látið vinsamlegast aðra með áhuga á þróunarmálum vita af tilvist veftímaritsins. Allar ábendingar um efni eru vel þegnar.  

Þeir sem vilja afskrá sig af netfangalista, eða senda okkur ábendingu um efni, eru vinsamlegast beðnir um að senda slík erindi á netfangið iceida@iceida.is. Ritstjóri er Gunnar Salvarsson, gsal@iceida.is.
 
  
ISSN 1670-8105

Bestu kveðjur, Útgáfu- og kynningardeild ÞSSÍ
Tuttugu ár frá frelsun Nelsons Mandela
Nelson Mandela
"Vinir, félagar og landar. Ég heilsa ykkur öllum í nafni friðar, lýðræðis og frelsis fyrir alla. Ég stend hér fyrir framan ykkur, ekki sem spámaður heldur sem auðmjúkur þjónn ykkar, þjóðarinnar. Hetjulegar fórnir ykkar hafa gert mér fært að standa hér í dag. Þau ár sem ég á eftir ólifað fel ég í ykkar hendur."  -Þannig fórust Nelson Mandela orð er hann ávarpaði tugi þúsunda stuðningsmanna sinna fyrir framan ráðhúsið í Höfðaborg í gær, nokkrum klukkustundum eftir að hann gekk út af lóð Victor Verster-fangelsisins ásamt eiginkonu sinni, Winnie. Hönd í hönd gengu þau, eins og þau höfðu vonast til að geta gert. Þar höfðu nokkur þúsund manns safnast saman til að fagna frelsi þekktasta fanga heims."  (Vísir, 12. febrúar 1991).
 
Á föstudag er þess minnst að tveir áratugir eru liðnir frá því Nelson Mandela varð frjáls maður á ný eftir 27 ára vist í fangelsi, flest árin á Robben eyju undan strönd Suður-Afríku. Í vikunni minntist Nelson Mandela þessara tímamóta með fjölskyldu og vinum í Jóhannesarborg eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi. Mandela verður 92 ára í sumar.
 
Athyglisvert 
 
 
 
Joint Call for Funding - Communicable Diseases (SIDA)
 
 
Veftímaritið er á...
facebook
Líttu við!
Fréttir & fréttaskýringar
Millions at risk if AIDS focus fades, says expert (StarPhoenix)
 
Mozambique politics: All for one? (Economist Innelligence Unit)
 
Disaster Experts Share Lessons for Haiti (WorldBank)
 
Strøm av korrupsjonstips til UD (Bistandsaktuelt)
 
Crisis Could Open Doors for Change, Says UNCTAD (IPS)
 
UN uses nuclear technology to improve child nutrition (UN)
 
UN Secretary General launches UNiTE campaign at Africa Summit (Media Global)
 
Sands shifting for Africa's nomadic herders (The Guardian)
 
NAMIBIA: Street Children Exposed to Many Dangers (AfricanChild)
  
Mumsnet: Maternal health in rural Malawi (Oxfam)
 
Uganda: Baby Obama Heralds Rhino Revival (AllAfrica)
 
Africa's New Horror (Foreign Policy)
  
U.S.:Bill Pledges a Billion Dollars to Fight Gender Violence
 
Uganda: Civil Society Loses Out On Global Funds Millions (AllAfrica)
 
Four billion people threatened by water shortages if world leaders stumble at 2010's first climate change hurdle (Oxfam)
 
Germany-Namibia partnership in fifth gear (New Era)
 
Mozambique: Prime Minister Warns Mozambicans Not to Rely on Striking Oil (AllAfrica)
 
WHO is concerned about participation of health workers in female genital mutilation
 
 
Moskító og mannaþefur
gunnisal
Vísindamenn hafa komist á snoðir um nokkra þætti sem moskítóflugur nota til að finna lykt af bráð sinni, þ.e. af mismunandi lokkandi mannaþef, en niðurstöðurnar gætu verið vegvísir að því að finna betri fælandi áburð eða úða gegn flugunni og jafnvel leiðir til að útrýma þessum skaðvaldi. Malaría, eða mýrarkalda, leiðir til dauða um eina milljón manna á ári hverju, aðallega barna í Afríku.
 
Greinin birtist í tímaritinu Nature.