Veftímarit um ţróunarmál
Ţróunarsamvinna
Samstarfsţjóđir
22. apríl 2009 
Nokkur samhljómur í stefnu íslensku stjórnmálaflokkanna í ţróunarmálum:
Tveir flokkar vilja stefna áfram á 0,7% markmiđ Sameinuđu ţjóđanna
gunnisal 
Íslensku stjórnmálaflokkarnir virđast hafa nokkuđ svipađa stefnu í ţróunarmálum fyrir kosningarnar á laugardaginn. Tveir flokkanna, Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn, lýsa afdráttarlaust yfir ţví ađ stefna beri áfram á 0,7% markmiđ Sameinuđu ţjóđanna. Vinstrihreyfingin - grćnt frambođ segir ađ "varast beri ađ draga úr framlagi til ţróunarsamvinnu" og minnir á ađ ţrátt fyrir efnahagshörmunar sem gengiđ hafi yfir Ísland ađ undaförnu standi Íslendingar eftir sem áđur betur en flestar ţjóđir.
 
Hvorki Borgarahreyfingin né Lýđrćđishreyfingin hafa markađ sér stefnu í málaflokknum ađ ţví er séđ verđur en Sjálfstćđisflokkurinn segir í ályktun á síđasta landsfundi ađ ţróunarsamvinna og neyđarhjálp viđ bágstöddustu ţjóđir veraldar sé mannúđarskylda ţeirra sem betur mega sín. "Ţví ber ađ efla á ný starf á ţessu sviđi eftir ţví sem hagur Íslendinga vćnkast," segir ţar.

Samfylking:
 
Framsóknarflokkur - bls. 11:
 
 
Ţjóđir heims taka höndum saman í stórátaki gegn malaríu
 gunnisal
"Sá tími er liđinn ađ til séu lyf gegn smitsjúkdómum og viđ látum milljónir deyja vegna ţess ađ fólk hefur ekki efni á ađ kaupa ţau," sagđi Jonas Gahr Sorere utanríkisráđherra Noregs ţegar tilkynnt var um samstarf tćplega ţrjátíu ríkisstjórna og einkafyrirtćkja um stórátak gegn einum banvćnasta sjúkdómi okkar tíma, malaríu. Međ átakinu er ćtlunin ađ styđja heilsugćslustöđvar viđ kaup á nýjum áhrifaríkari lyfjum viđ sjúkdómnum á lćgra verđi.
 
Malaría leggur um eina milljón ađ velli árlega. Um níu af hverjum tíu sem látast úr sjúkdómnum eru börn. Tvö ţúsund deyja á hverjum degi, flest í Afríku og Asíu.
 
Samstarfshópurinn kallast Affordable Medicines Facility - Malaria.
 
Alţjóđlegi malaríudagurinn er nćstkomandi laugardag, 25. apríl.
 
 
 
Norđmenn og Svíar velta vöngum yfir ţróunarsamvinnu viđ Simbabve
©TIMERíki frćndi Mugabes er yfirskrift greinar í norska dagblađinu Aftenposten á dögunum ţar sem velt er vöngum yfir forsendum ţróunarsamvinnu viđ Sambabve. Ţar segir ađ norsk stjórnvöld séu ađ íhuga ađ halda áfram ađ veita ţróunarađstođ viđ Robert Mubabe í Simbabve. Blađiđ segir ađ annars vegar sé um ađ rćđa ţjóđ sem hafi gífurlega mikla ţörf á ađstođ og hins vegar standi menn frammi fyrir ţví ađ framlengja líftíma einhverrar verstu ríkisstjórnar í heimi ef fjármunirnir lenda í vitlausum vösum.
 
Í vikunni var m.a. greint frá ţví í fréttum ađ fjármálaráđherra landsins hefđi tekiđ ţróunarfé af bankareikningum í heimildaleysi, ađ sögn til ţess ađ halda rekstri ráđuneyta gangandi.
 
Í greininni í Aftenposten er minnt á ađ landiđ hafi veriđ eitt ţađ ríkasta í Afríku ţegar Mugabe tók viđ stjórnartaumum en núna sé ţađ eitt hiđ fátćkasta.
 
Svíar eru ákveđnir ađ halda áfram stuđningi viđ Simbabve, samkvćmt frétt á vef SIDA.


Grein Aftenposten
 
 
Siđareglur í
utanríkisţjónustu
 
Össur Skarphéđinsson utanríkisráđherra hefur undirritađ siđareglur fyrir utanríkisţjónustuna, sem ţegar hafa tekiđ gildi. Utanríkisráđuneytiđ er ţar međ fyrst ráđuneyta til ađ setja siđareglur en ríkisstjórnin skipađi nýveriđ starfshóp til ađ semja almennar siđareglur fyrir opinbera starfsmenn. Vinna viđ siđareglurnar hefur stađiđ yfir í hálft ár en vegna starfsemi utanríkisţjónustunnar í fjölmörgum löndum út um allan heim er taliđ nauđsynlegt ađ hún setji eigin siđareglur. Gert er ráđ fyrir ađ ţćr verđi síđan ađlagađar ađ hinum almennu reglum stjórnarráđsins ef ţörf krefur.
 
Frétt ráđuneytisins
 
 
Svipa siđareglna - pistill Sigrúnar Davíđsdóttur, RUV
Manntal: Hćgir á fjölgun íbúa Mapútó
gunnisal Ólíkt flestum öđrum stórborgum í Afríkjum hćgir á fólksfjölgun í Maputo, höfuđborg Mósambík. Fjölgunin er 1.2 prósent á ári eđa ađeins um helmingur fjölgunar íbúa á landsvísu sem er 2.4 prósent á ári.
 
Ţessar stađreyndir komu í ljós í manntalinu sem gert var áriđ 2007 en endanlegar tölur voru birtar á dögunum af Hagstofu landsins. Íbúar borgarinnar voru í ágúst 2007 rétt liđlega ein milljón talsins, 1.094.315. Frá síđasta manntali, tíu árum árum, hafđi borgarbúum fjölgađ um 13,2%.
 
Á ţessu tíu árum hefur fćđingum í borginni fćkkađ úr 4.2 í 3.0 á hverja móđur ađ međaltali. Börn eru ekki lengur yfirgnćfandi hluti íbúanna, 36.1% ţeirra er á aldrinum 0-14 ára, 61.6% á aldrinum 15-64 ára og 2.3% eldri. Lífslíkur eru 55 ár viđ fćđingu og samkvćmt fréttum hefur ólćsi minnkađ stórlega, úr 15% áriđ 1997 niđur í 9.8% áriđ 2007. Um 86% barna á aldrinum 5-17 ára ganga í skóla.
Hvernig á ađ gera úrgangsmál ţokkafull?
 sanitation
Ţetta er stóra spurningin sem ýmsir sérfrćđingar í ţróunarmálum velta fyrir sér: hvernig er hćgt ađ gćđa málaflokk sem snýr ađ úrgangsefnum mannslíkamans á einhvern hátt ţokkafull, eđa "sexí" eins og segir í grein IPS - Making Sanitation Sexy. Ţađ hafa veriđ notuđ ýmiss konar hugtök um ţetta sviđ ţróunarmála eins og skólp og fráveita sem hafa yfir sér lítinn ţokka og upp á íslensku hefur tíđkast í vaxandi mćli ađ nota "hreinlćti" yfir verkefni á ţessu sviđi.
 
Brýnt er vekja miklu meiri athygli á ađkallandi verkefnum í ţessum málaflokki ţví allt bendir til ţess ađ ekkert af ţúsaldarmarkmiđunum sé jafn langt á eftir áćtlun eins og hreinlćtismálin, skólpmálin, fráveitumálin... Ţetta segir Rose George, blađamađur og höfundur bókarinnar: The Big Necessity: The Unmentionable World Of Human Waste and Why It Matters.
 
George bendir á stórkostlega jákvćđar afleiđingar ţess ađ bćta hreinlćtismál og vitnar til ţess ađ lífslíkur Lundúnabúa jukust um 20-30 ár ţegar skólpmálin voru komin í almennilegt horf. Hún nefnir líka á einfaldan ţátt eins og salernisađstöđu fyrir stúlkur í skólum ţróunarríkja sem eykur skólasókn stúlkna. Hún bćtir viđ ađ konur sem sćkja skóla eignist fćrri börn og meiri líkur eru á ţví ađ ţćr séu efnhagslega sjálfstćđar.
 
Í ţessu sambandi er sjálfsagt og skylt ađ nefna ađ í skólum í Malaví sem Ţróunarsamvinnustofnun lćtur byggja eđa endurbćtir er ávallt séđ til ţess ađ salerniađstađa sé góđ fyrir stúlkur. Ţađ hefur líka komiđ í ljós ađ skólasókn stúlkna er mest í skólum sem byggđir hafa veriđ fyrir íslenskt ţróunarfé.
 

Kynţáttahatur á ráđstefnu um kynţáttahatur
Fulltrúar margra Evrópuţjóđa gengu út af ráđstefnu Sameinuđu ţjóđanna um kynţáttafordóma í Genf á mánudag ţegar Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti sagđi nýmyndađa stjórn Ísraels vera stjórn kynţáttahaturs. Fulltrúar nokkurra ţjóđa hćttu ţátttöku, m.a. Tékkar, sem fara međ formennsku í ráđherraráđi Evrópusambandsins. Fulltrúar Íslands á ráđstefnunni fóru hvergi.
 
Ban Ki-moon, framkvćmdastjóri Sameinuđu ţjóđanna, harmađi orđ Íransforseta. Ban sagđi ađ hann hefđi hunsađ tilmćli um sleppa slíkum ummćlum en hvatti í morgun ţjóđir heims til ađ taka á ný upp orđrćđuna um kynţáttahatur.


Svíar örlátastir á ţróunarfé - verja 0,98% af vergum ţjóđartekjum
©gunnisal
Svíar verja hlutfallslega mestu fjármagni til ţróunarmála af öllum ţjóđum heims. Hlutur ţeirra nam á síđasta ári 0,98% af vergum ţjóđartekjum, samkvćmt tölum OECD/DAC. Luxemburg er í öđru sćti međ 0,92% en Noregur féll úr fyrsta sćti niđur í ţađ ţriđja međ 0,88%.
Danir halda áfram ađ auka framlög til ţróunarmála og hlutur ţeirra áriđ 2008 nam 0,82% af vergum ţjóđartekjum, Finnar eru komnir í 0,43% en opinberar tölur frá Íslandi eru samkvćmt gögnum OECD/DAC ekki tiltćkar. Hlutfall Íslands mun vera um 0,3% áriđ 2008.

Athyglisvert
Mankell ađalfyrirlesari á Norrrćnum Afríkudögum
mankell
Sćnski rithöfundurinn Henning Mankell verđur annar tveggja ađalfyrirlesara á Norrćnum Afríkudögum sem haldnir verđa í Ţrándheimi í Noregi dagana 1.-3. október í haust. Bćkur Mankells hafa veriđ veldar í 25 milljónum eintaka á 36 tungumálum í rúmlega eitt hundrađ löndum, ţćr ţekktustu um rannsóknarlögreglumanninn Kurt Wallander. Mankell fer fyrir leikhópi í Maputo, Mósambík, sem kallast Teatro Avenida og fjallar oft um Afríku í verkum sínum. Hinn ađalfyrirlesarinn er Patrick Chabal, prófessor viđ King´s College í London.
 

Viđtal viđ Mankell um Afríku í Spiegel

Kosningar í Malaví - frambjóđendur flykkjast á Netiđ
gunnisal
Ţađ er til marks um breytta tíma í Malaví  ađ Netiđ spilar stóra rullu í kosningabaráttunni sem nú er í algleymingi en bćđi ţing- og forsetakosningar fara fram í landinu í nćsta mánuđi. Aldrei fyrr hafa frambjóđendur notađ Netiđ í jafn miklum mćli og nú og bćđi flokkar og einstaklingar hafa komiđ sér upp vefsíđum, notafćra sér Fésbókina og blogg til ađ ná athygli kjósenda. Hversu margir ţeirra hafa ađgang ađ Netinu fylgir reyndar ekki sögunni.
 

Nánar
 
Lykilatriđi ađ fjárfesta í ćđri menntun
Fjárfesting í ćđri menntun ćtti ađ vera lykilatriđi, međ ţví ađ leggja áherslu á heilbrigđismál og grunnmenntun er veriđ ađ stöđva ţróun Afríku. Ţetta er álit Neil Turok, stćrđfrćđiprófessors viđ háskólann í Cambridge. Hann segir ađ Afríka ţurfi ađ byggja á eigin vísinda- og tćkniţekkingu til ţess ađ verđa jafningi í alţjóđasamfélaginu.

Engir kynţćttir til
gunnisal
Niđurstöđur nýrra DNA rannsókna sýna ađ mannkyniđ er erfđafrćđilega mjög einsleitt, ţrátt fyrir ađ útlitseinkenni séu ólík. Mađur af afrískum bergi brotinn gćti veriđ í erfđafrćđilegu tilliti líkari einstaklingi frá sunnanverđri Evrópu eđa Miđausturlöndum en einstaklingi frá öđrum hluta Afríku.
Ulf Pettersson prófessor frá Uppsala háskóla skrifar grein um ţessar stórmerkilegu rannsóknir í Dagens Nyheter á dögunum. Hann segir í grein sini ađ augljósasti munurinn á fólki frá ólíkum heimsálfum sé húđlitur, hár og andlitsfall, en vísindamenn hafi ekki skýringar á ţessum mun. Ţá heldur Ulf ţví fram ađ frummađurinn hafi veriđ dökkur á hörund.
 

Nánar
Museveni fordćmir barnsfórnir
Yoweri Museveni forseti Úganda fordćmdi á dögunum ţau illvirki sem felast í barnsfórnum í ţví skyni ađ auđgast. Samkvćmt upplýsingum frá lögregluyfirvöldum hurfu 230 börn á síđasta ári og stađfest er í níu tilvikum ađ ţeim hafi veriđ fórnađ. Fjölkynngi ţar sem barnsfórnir koma viđ sögu eru ţekktar í Úganda og slíkar fórnir eru sagđar fćra viđkomandi auđ og góđa heilsu.
 

Nánar
 
Fréttir og fréttaskýringar
Dagur jarđar í dag - stađreyndir um daginn
 
Vel mćlt:
 
"Sumir eru ţví miđur međ kuldapoll í hjarta, sagđi afi minn einu sinni viđ mig, ég veit ţađ ekki. Ég veit ţađ bara ađ viđ berum siđferđislega ábyrgđ í ţessum heimi, og ég veit ađ heimurinn er ekki bara Ísland. Ég veit ađ líf fólks í Afríku og víđar reiđir sig á ţróunarađstođ frá ţeim sem standa betur. Ţađ er ekkert í veröldinni eins dýrmćtt og lífiđ, og ef viđ viljum geta horft áfram framan í heiminn, ţá hjálpum viđ ţessu fólki áfram. Framundan eru tímar ţrenginga, og á slíkum tímum getum viđ sýnt heiminum reisn okkar, og hjartalag."
 
Jón Kalmann Stefánsson rithöfundur í bréfi til Sigurđar Kára Kristjánssonar alţingismanns í nóvember síđastliđnum.

Veftímaritiđ á Fésbókina
gunnisal
 
Stofnuđ hefur veriđ grúppa um Veftímaritiđ á Facebook. Lítiđ endilega viđ og tjáiđ ykkur...!
 

Facebook - Veftímarit um ţróunarmál
 

©TIME 
Veftímarit um ţróunarmál er gefiđ út af Ţróunarsamvinnustofnun Íslands. Ritinu er ćtlađ ađ glćđa umrćđu um ţróunarmál og gefa áhugasömum kost á ađ fylgjast međ ţví sem hćst ber hverju sinni. Efni veftímaritsins ţarf ekki endilega ađ endurspegla stefnu stofnunarinnar.          
 
Skráiđ ykkur í áskrift á heimasíđunni, www.iceida.is og látiđ vinsamlegast ađra međ áhuga á ţróunarmálum vita af tilvist veftímaritsins. Allar ábendingar um efni eru vel ţegnar.  

Ţeir sem vilja afskrá sig af netfangalista, eđa senda okkur ábendingu um efni, eru vinsamlegast beđnir um ađ senda slík erindi á netfangiđ iceida@iceida.is. Ritstjóri er Gunnar Salvarsson, gsal@iceida.is.
  
ISSN 1670-8105
 

Bestu kveđjur, Útgáfu- og kynningardeild ŢSSÍ.