©TIME

Veftímarit um ţróunarmál
Ţróunarsamvinna
 Samstarfsţjóđir 
1. apríl 2009
Framlög til ţróunarmála ţau hćstu í sögunni á síđasta ári
©TIME
 
Framlög veitenda ţróunarađstođar voru ţau hćstu í sögunni á síđasta ári ţrátt fyrir fjármálakreppuna. OECD (Efnahags- og framfarastofnunin) hvetur engu ađ síđur ríkar ţjóđir til ađ hćkka framlögin.
 
OECD birti á mánudag skýrslu um framlög til ţróunarmála. Ţar kom fram ađ stuđningur viđ fátćkustu ţjóđir heims hafi aukist um 10,2% á árinu 2008 miđađ viđ fyrra ár og nam tćpum 120 milljörđum dala, eđa 0,3% af vergum ţjóđartekjum ţeirra ţjóđa sem veita ţróunarađstođ. Ađ mati OECD ţurfa framlagsríkin ađ bćta viđ 10-15 milljörđum dala til ađ ná settum markmiđum í alţjóđlegri ţróunarađstođ sem heitiđ var fyrir áriđ 2010.
 
Fram kemur í skýrslunni ađ framlög til verkefna í tvíhliđa ţróunarsamvinnu hafi aukist mjög á síđustu árum og framhald hafi orđiđ á ţeirri ţróun milli áranna 2007 og 2008, aukningin 12.5%.
 
Um er ađ rćđa međaltalstölur frá ţeim 22 ţjóđum sem eru í DAC (Ţróunarsamvinnunefnd OECD) en af ţeim eru fimm ţjóđir sem hafa náđ takmarki SŢ um 0,7% framlög til ţróunarmála af vergum ţjóđartekjum, Danir, Luxemburgarar, Norđmenn, Hollendingar og Svíar. Íslendingar eru ekki ađildarţjóđ ađ DAC enn sem komiđ er.

 
 
Oxfam welcomes aid increases but warns more needed to help poor people survive economic crisis
 
UK development aid jumps by a quarter, says OECD

Leiđtogafundur G20 hefst í fyrramáliđ:
Líklegt ađ bođađ verđi til annars fundar síđar á árinu
Obama Leiđtogar helstu ríkja heims eru saman komnir í Lundúnum og sitja leiđtogafund á morgun um leiđir út úr verstu fjármálakreppu sögunnar frá 1930. Fréttaskýrendur telja ólíklegt ađ samkomulag náist um ákveđna alţjóđlega áćtlun til ađ örva hagkerfi heimsins. Gífurleg öryggisgćsla er í Lundúnum vegna fundarins en reiknađ er međ miklum mótmćlum. Mikla athygli vekur koma Baraks Obama til Bretlands en ţetta er fyrsta heimsókn hans til Evrópu frá ţví hann tók viđ forsetaembćttinu í Bandaríkjunum í ársbyrjun.
 
Fréttaskýrendur telja ađ of mikill ágreiningur sé á milli  Bandaríkjamanna og Breta annars vegar og annarra Evrópuţjóđa hins vegar til ţess ađ raunhćft sé ađ leiđtogafundurinn skili miklum árangri. Fyrrnefndu ţjóđirnar vilja leggja mikiđ opinbert fé til ađ bjarga fyrirtćkjum og afstýra atvinnuleysi en Evrópuríkin vilja síđur varpa miklum skuldabagga á skattgreiđendur.  

Ađ mati fréttaskýrenda bera drög ađ álytkun fundarins međ sér ađ bođađ verđi til annars leiđtogafundar síđar á árinu.
 
Fulltrúar eftirtaldra ţjóđa og ríkjasambanda eiga sćti á fundinum:
 
Argentína, Ástralía, Bandaríkin, Brasilía, Bretland, ESB, Frakkland, Indland, Indónesía, Ítalía, Japan, Kanada, Kína, Mexíkó, Rússland, Sádí-Arabía, Suđur-Afríka, Suđur-Kórea, Tyrkland og Ţýskaland.
 
 
 
 
 
SIDA styrkir fjárhagslegt sjálfstćđi kvenna
©gunnisalŢróunarsamvinnustofnun Svíţjóđar, SIDA, ćtlar á nćstu árum ađ leggja sérstaka áherslu á jafnréttismál í fátćkum löndum. Fyrsta skrefiđ er ađ auka stuđning viđ ýmiss konar viđleitni sem felur í sér ađ styrkja fjárhagslegt sjálfstćđi fátćkra kvenna.
 
Alţjóđa fjármálakreppan hefur komiđ illa viđ fólk um heim allan, segir í frétt SIDA, ekki síst konum sem ţegar eru illa á vegi staddar. Bent er á ađ störf í hefđbundnum kvennagreinum hafi tapast og sífellt sé erfiđara ađ fá örlán án trygginga. Ti langs tíma sé einnig ástćđa til ađ hafa áhyggjur af ţví ađ stúlkur fái síđur ađ ganga menntaveginn, fleiri konur neyđist út í vćndi og ofbeldi gegn konum aukist.

 Nánar
Fundur međ höfundi Dead Aid
©TIMEDambisa Moyo höfundur umdeildu bókarinnar "Dead Aid: Why Aid Is Not Working" heldur á nćstu dögum í fyrirlestraferđ til Bandaríkjanna til ađ kynna bókina en Moyo er búsett í Bretlandi. Hún er í tveggja daga heimsókn hér á landi á leiđ sinni vestur um haf og umbođsmenn hennar frá útgáfufyrirtćkinu Farrar, Straus og Giroux leituđu til ŢSSÍ eftir stuđningi um opinn fyrirlestur höfundarins hér á landi. Ţví miđur gat ŢSSÍ ekki orđiđ viđ ţeirri bón en útgefendurnir féllust á ađ Moyo héldi fund međ starfsmönnum til ađ rćđa kenningar sínar. Moyo sem er hagfrćđingur frá Sambíu hefur m.a. lagt til ađ hćtt verđi allri ţróunarsamvinnu á nćstu tíu árum. Hér má m.a. sjá gagnrýni á bók hennar frá David Roodman hjá CGD (Center for Global Development).
 
Fundurinn međ Dambisu Moyo verđur í dag í fundasal ŢSSÍ á 3. hćđ í Ţverholti 14 og hefst kl. 14:30. Allir velkomnir međan húsrúm leyfir.
Námskeiđ hjá Endurmenntunarstofnun:
Ţróunarsamvinna, mannúđar- og friđarstarf á vettvangi erlendis 
 
gunnisalNýtt námskeiđ er ađ hefjast hjá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands um ţróunarsamvinnu, mannúđar- og friđarstarf á vettvangi erlendis. Námskeiđiđ er haldiđ í samstarfi viđ Friđargćsluna, Rauđa krossinn og Ţróunarsamvinnustofnun Íslands.

Námskeiđiđ fer fram á ensku og íslensku og er ćtlađ ţeim sem starfa, eđa hafa áhuga á ađ starfa, á ţessum vettvangi og ţeim sem hafa áhuga á ađ kynna sér alţjóđlegt hjálparstarf.

Umsóknarfrestur er til 15. apríl. Á umsókn ţarf ađ koma fram starfsheiti, menntun og aldur umsćkjanda.
 
Rúmur milljarđur án fćđuöryggis

©gunnisal

Fćđuöryggi er ekki tryggt fyrir rúmlega einn milljarđ jarđarbúa sem horfir fram á hungur á ţessu ári vegna hćkkandi matvćlaverđs og áframhaldandi fjármálakreppu, ađ ţví er Jacques Diof framkvćmdastjóri FAO sagđi á mánudag. Hann segir ţörf á fjárfestingu upp á 30 milljarđa dala á ári í landbúnađi til ađ stöđva útbreiđslu hungurs.

 Reuters
 
Megrunarţrá skapar störf í Namibíu
 
RUVSífelld ţrá Vesturlandabúa til ađ léttast hefur skapađ ţúsundir starfa í Namibíu. Húdíakaktusinn sem ţar vex, býr yfir ţeim eiginleikum ađ eyđa hungurtilfinningu og er orđin vinsćl megrunarvara á Vesturlöndum. RUV sagđi frá í Sjónvarpsfrétt í gćrkvöldi.

Fram kom ađ kaktusinn er orđinn ţriđja helsta útflutningsvara Namibíu "enda margir Vesturlandabúar sífellt í megrun", eins og sagđi í fréttinni.
 
 
Stórmerkileg kortlagning malaríusvćđa
gunnisal
Vísindamenn sem leita leiđa í baráttunni gegn malaríu hafa kortlagt ţau svćđi í heiminum ţar sem sjúkdóminn er ađ finna og birt kortiđ á Netinu. Ađ mati vísindamanna er unnt ađ nota kortlagninguna í stefnumótandi ađgerđum til ađ draga úr smithćttu á áhćttusvćđum, jafnvel svo mikiđ ađ smithćttan verđi engin. Hćgt er ađ skođa af talsverđri nákvćmni hvađa svćđi í 87 löndum malaría er ţekkt og hversu hátt hćttustigiđ er. Ţannig má til dćmis sjá á Namibíukortinu ađ ţar er malaría óţekkt ef frá eru talin nyrstu héruđin.
 

Nánar
 
 
Athyglisvert
Madonna vill annađ barn frá Malaví
©TIME
Söngkonan Madonna er í Malaví og bíđur úrskurđar dómara um ćttleiđingu á fjögurra ára stúlkubarni, Mercy James. Reiknađ er međ ađ úrskurđurinn liggi fyrir á föstudag. Međ Madonnu í ferđinni til Malaví er ţriggja ára sonur hennar, David, sem hún ćttleiddi frá Malaví áriđ 2006. Ţau heimsóttu kynföđur drengsins í gćr, í fyrsta sinn frá ćttleiđingunni.
 
Fréttir af Malavíferđ Madonnu eru eitt helsta fréttaefni fjölmiđla í heiminum ţessa vikuna, fréttir gćrdagsins um söngkonuna voru um 3000 talsins.
 

AP
 
 
Breyta viđhorfum og tryggja gćđaeftirlit
gunnarţórđarson

- skrifađ undir samning um fiskgćđaverkefni í Úganda
 
Ćtlunin er ađ breyta viđhorfum og tryggja gćđaeftirlit međ fiski til neyslu í Úganda og til útflutnings međ nýju verkefni sem Ţróunarsamvinnustofnun Íslands og stjórnvöld í Úganda skrifuđu undir á dögunum. Ađ sögn Gunnars Ţórđarsonar verkefnisstjóra fiskimála í Úganda er gert ráđ fyrir endurskipulagningu á gćđaeftirliti og ţjálfun eftirlitsmanna sem munu sjá um eftirlit og kennslu í fiskveiđihéruđum og viđ löndunarstađi viđ Viktoríuvatn, Albertsvatn og Koyoga. Náin samvinna verđur viđ hérađsstjórnir og samtök fiskimanna.
 

Nánar á heimasíđu ŢSSÍ
Borđa sjaldnar og taka börnin úr skóla
©gunnisal

Afleiđingar fjármálakreppunnar eru ţegar farnar ađ koma niđur á fátćku fólki í ţróunarlöndum. Glćnýjar rannsóknir IDS, Institute of Development Studies, í fimm fátćkum löndum sýna ađ fátćkt fólk er fariđ ađ nćra sig sjaldnar og taka börn úr námi, vegna beinna áhrifa kreppunnar. Ţá sýna rannsóknir IDS ennfremur ađ fleiri grípa til ólöglegra eđa háskalegra ráđa. Löndin sem rannsóknin náđi til eru Bangladesh, Indónesía, Kenía, Jamaíka og Sambía.
Vonir dvína ţegar Kínverjar kippa ađ sér hendinni
chinaafrica
Kínverjar hafa til skammst tíma haft uppi stórkostleg áform um fjárfestingar í ýmsum Afríkuríkjum og ţađ er síst ofsagt ađ ţeir hafi vakiđ gífurlegar vonir heimamanna. Nú eru Kínverjar hins vegar farnir ađ draga í land og benda á pólítískan og efnahagslegan óstöđugleika. New York Times birtir fréttaskýringu um stefnubreytingu Kínverja gagnvart Afríku, t.d. löndum eins og Kongó og Gíneu. "Vonir Kongóbúa um ađ ţeir gćtu reitt sig á Kínverja voru svo miklar ađ ţeir voru tilbúnir ađ snúa baki viđ vestrćnum veitendum ţróunarađstođar..."

Greinin í New York Times
Ákall frá Úganda
Syda Bumba fjármálaráđherra Úganda hefur óskađ eftir stuđningi veitenda ţróunarađstođar um ađstođ í fjármálakreppunni. Ađ sögn AllAfrica fréttaveitunnar er ţetta fyrsta opinbera beiđni ríkisstjórnar í Afríku um ađstođ viđ afleiđingar heimskreppunnar. Ráđherrann átti í fyrradag fund međ fulltrúum ýmissa franskra veitenda ţróunarađstođarí Kampala.
 

Nánar
Stuttar fréttir
 
 
 
 
Stefnt ađ....
Ofsagt var í frétt í síđasta Veftímariti ađ íslensk stjórnvöld hafi samţykkt ţriggja ára áćtlun um stuđning viđ Afganistan. Rétt er ađ stefnt er ađ slíkri áćtlun. Beđist er velvirđingar á missögninni.
 
©TIME 
Veftímarit um ţróunarmál er gefiđ út af Ţróunarsamvinnustofnun Íslands. Ritinu er ćtlađ ađ glćđa umrćđu um ţróunarmál og gefa áhugasömum kost á ađ fylgjast međ ţví sem hćst ber hverju sinni. Efni veftímaritsins ţarf ekki endilega ađ endurspegla stefnu stofnunarinnar.          
 
Skráiđ ykkur í áskrift á heimasíđunni, www.iceida.is og látiđ vinsamlegast ađra međ áhuga á ţróunarmálum vita af tilvist veftímaritsins. Allar ábendingar um efni eru vel ţegnar.  

Ţeir sem vilja afskrá sig af netfangalista, eđa senda okkur ábendingu um efni, eru vinsamlegast beđnir um ađ senda slík erindi á netfangiđ
iceida@iceida.is. Ritstjóri er Gunnar Salvarsson, gsal@iceida.is.
  
ISSN 1670-8105
 
Bestu kveđjur, Útgáfu- og kynningardeild ŢSSÍ.