Samstarfsþjóðum Íslands fækkar um þriðjung -Tvíhliða þróunarsamvinna bundin við Afríku |
Upplýst hefur verið að íslensk stjórnvöld hafi tekið þá ákvörðun að hverfa frá tveimur samstarfsþjóða Þróunarsamvinnustofnunar Íslands á þessu ári, frá Srí Lanka og Níkaragva, nýjustu samstarfsríkjunum. Þar með fækkar samstarfslöndum Íslands um þriðjung, úr sex í fjögur. Tvíhliða þróunarsamvinna verður þar af leiðandi síðar á árinu bundin eingöngu við Afríku líkt og hún var allar götur fram til ársins 2004. Sendiskrifstofu Íslands í Managua, höfuðborg Níkaragva, verður lokað 1. ágúst, en rétt er að taka fram að staðið verður við skuldbindingar um jarðhitaverkefni í Níkaragva sem samið var um til ársins 2012 þótt formlegri viðveru ÞSSÍ í landinu ljúki í sumar. Stjórnvöldum var fyrir nokkru verið tilkynnt um ákvörðun Íslendinga. Sighvatur Björgvinsson framkvæmdastjóri ÞSSÍ er í Níkaragva og ræðir þar við stjórnvöld og samstarfsaðila í landinu um það hvernig að framkvæmd lokunarinnar verði staðið. Áður hafði verið tilkynnt í tengslum við niðurskurð á útgjöldum utanríkisráðuneytis að þróunarsamvinnu við Srí Lanka yrði hætt um mitt ár. Frétt frá Þróunarsamvinnustofnun
|
Allra augu beinast að G20 fundinum í næstu viku |
Leiðtogar tuttugu voldugustu ríkja heims koma saman til fundar í Lundúnum á fimmtudag í næstu viku og ræða leiðir til að takast á við fjármálakreppuna. Í aðdraganda fundarins var efnt til tveggja daga fundar um málefni fátækustu landa heims í bresku höfuðborginni undir yfirskriftinni: Eliminating World Poverty - Securing our Common Future. Meðal þátttakenda á fundinum voru Gordon Brown forsætisráðherra Breta, Sir Bob Geldof tónlistarmaður, Ngozi Okonjo-Iweala fyrrverandi fjármálaráðherra Nígeríu og Douglas Alexander ráðherra þróunarmála í Bretlandi sem stýrði fundinum.
Ný hvítbók Breta um þróunarsamvinnu síðar á árinu
3 billion poor people need world's help, eftir Jeffrey Sachs
|
Dagur vatnsins:
Kröfu um að líta á vatn sem mannréttindi hafnað |
Fjölmörg þróunarríki hafa krafist þess að litið verði á aðgengi að vatni sem mannréttindi. Ekki reyndist vilji til þess á vikulangri alþjóðlegri ráðstefnu um vatn, sem haldin var í Istanbúl í Tyrklandi á dögunum með þátttöku fulltrúa 150 þjóða, að gefa út slíka yfirlýsingu. Hins vegar eru þjóðir heims hvattar til þess að setja vatn ofar í forgangsröðina.
Dagur vatnsins var 22. mars síðastliðinn og Sameinuðu þjóðirnar helguðu daginn að þessu sinni vatni sem flæðir milli landa. Á vef Landgræðslunnar segir að skortur á vatni gæti orðið ein af erfiðustu kreppum mannkyns. Þar segir ennfremur:
,,Okkur Íslendingum þykir stundum nóg um rigninguna. Við eigum því erfiðara með en margar þjóðir að átta okkur á að ferskvatn mun á næstu áratugum taka við af olíunni sem sú náttúrulega auðlind jarðar sem fólk mun hafa mestar áhyggjur af. Aðrir valkostir munu innan tíðar leysa olíu af hólmi sem aðal orkugjafinn. Mun erfiðara verður hins vegar að mæta ört vaxandi þörf margra þjóða fyrir neysluvatn. Ísland er ein vatnsríkasta þjóð veraldar miðað við höfðatölu. Fjöldi þjóða býr hins vegar við ófullnægjandi aðgang að vatni og mengun fer auk þess vaxandi. Árið 2025 er líklegt að 1,8 milljarður manna muni búa í löndum eða á stöðum þar sem alvarlegur vatnsskortur er, og 2/3 jarðarbúa muni ekki hafa fullnægjandi aðgang að ómenguðu vatni."
Nánar
World Water Day - DFID
|
Stefnt að þriggja ára áætlun um stuðning Íslendinga í Afganistan |
Í nýútkominni skýrslu - Strengthening Nordic Development Cooperation in and with Afganistan - kemur fram að Íslendingar hafi uppi áform um þriggja ára um stuðning við Afganistan. Framlög til verkefna í landinu verða á þessu ári 130 milljónir íslenskra króna borið saman við 217 milljónir í fyrra og 294 milljónir árið 2007. Í skýrslunni kemur fram að þótt Ísland leggi fram minnst fjármagn Norðurlandaþjóðanna til Afganistan og hafi ekki sendiráð í Kabúl ætli Íslendingar að styðja Afganistan áfram og treysta norræna samvinnu í landinu. Helstu áherslur Íslands í landinu lúta að jafnréttismálum, flugmálum og orkugeiranum. Skýrslan er unnin á vegum NORAD í samvinnu við Arne Strand frá Chr. Michelsen stofnuninni.´
Frétt NORAD þar sem líka er hægt að hlaða niður skýrslunni í PDF-formi. |
Ban óttast skerðingu framlaga til þróunarsamvinnu
-Jeffrey Sachs vill að þúsaldarmarkmiðum verði frestað fram yfir 2015
|
Ban Ki-moon framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir í viðtali við Reuters fréttastofuna að hann muni þrýsta á leiðtoga ríkja heims á fundi þeirra í næsta mánuði að þeir efni fyrirheit um þróunarfé til fátækra ríkja. Hann lætur jafnframt í ljós áhyggjur um að fjármálakreppan gæti grafið undan góðum ásetningi. Ban hyggst skrifa öllum leiðtogunum bréf og hvetja þá til þess að missa ekki sjónar af fyrirheitum við fátæka. Fram kemur í viðtalinu að hann sætti sig ekki við neina frestun á þúsaldarmarkmiðunum átta sem eiga að bæta stöðu fátækra í heiminum fyrir árið 2015. Jeffrey Sachs, hagfræðiprófessor, hefur látið í ljós þá skoðun að tímamörkin þurfi ef til vill að flytja lengra inní framtíðina.
Framkvæmdastjóri SÞ er því ósammála.
|
Mest hætta á félagslegum og pólítískum óróa í Simbabve |
Simbabve trónir á toppi lista yfir þau lönd sem hvað mest hætta er á félagslegum og pólítískumm óróa vegna áhrifa fjármálakreppunnar. Listinn var tekinn saman af Economist Intelligence Unit (EIU) og önnur lönd sem eru í hvað mestri hættu eru Chad, Kongó, Kambódía og Súdan. Það er til marks um viðsjárverðari tíma í heiminum að nú eru alls 95 lönd í efsta flokki þar sem hættan er talin mjög mikil en í þeim flokki voru aðeins 35 lönd á árinu 2007.
Nánar
|
Verðlaun fyrir myndir af þróunaraðstoð |
Sex ungir myndlistarmenn á aldrinum þriggja til tíu ára ára hlutu á dögunum verðlaun í teiknisamkeppni utanríkisráðuneytisins fyrir myndir af þróunaraðstoð og útlöndum. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra afhenti verðlaunin nokkru seinna en ætlað var en samkeppnin var hluti opins húss í ráðuneytinu í ágúst á síðasta ári. Þátttakendurnir settu það þó ekki fyrir sig og stilltu sér upp með ráðherra eftir afhendinguna.
Vinningshafarnir eru:
Einar Örn Steinarsson, Þorbjörg Anna Gísladóttir, Andrea Karítas Árnadóttir, Nína Steingerður Káradóttir, Jón Kristófer Delgado Pálsson og Freyja Védís Garrad. Frétt utanríkisráðuneytis |
Úganda: Krækja sér í meira en fisk |
"Catching more than the fish" segir í fyrirsgögn greinar frá PlusNews um fiskimannasamfélög í Úganda þar sem tíðni HIV/alnæmis er fjórfalt hærri en landsmeðaltalið. Í fátækum samfélögum við strendur Viktoríuvatns - þar sem Íslendingar styðja byggðaþóunarverkefni - er tíðni HIV/alnæmis samkvæmt opinberum gögnum 28% en 6,4% í landinu í heild. Óttast er að hlutfallið sé jafnvel enn hærra, allt að 40%. Nú er að fara af stað viðamikil þriggja ára rannsókn í samfélögum fiskimanna við vatnið með 3.5 milljóna evru fjárstuðningi sem á að ná til eitt þúsund þátttakenda. Markmiðið er að fækka HIV sýkingum í eyjasamfélögunum um 40% fyrir árið 2012.
| |
|
|
Samstarfsráð um þróunarsamvinnu:
Vilji til að koma saman oftar en tvisvar á ári |
|
Nýtt samstarfsráð um alþjóðlega þróunarsamvinnu tók til starfa í gær. Ráðið hefur ráðgefandi hlutverk við stefnumótun í þróunarmálum og fjallar um áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu. Samkvæmt lögum á samstarfsráðið að koma saman að lágmarki tvisvar á ári en á fundinum í gær kom fram ríkur vilji til þess að fundirnir verði fleiri fyrst í stað. Samstarfsráðið gefur ráð um forgangsröðun, val á samstarfslöndum og skiptingu milli tvíhliða þróunarsamvinnu, sem fram fer í einstökum löndum, og fjölþjóðlegt samstarf við alþjóðastofnanir eins og Sameinuðu þjóðirnar, Alþjóðabankann og fleiri.
|
Íslensk ráðgjöf um jarðhita á Nevis |
|
Jónas Ketilsson jarðhitasérfræðingur hjá Orkustofnun hefur fyrir tilstuðlan Þróunarsamvinnustofnunar Íslands veitt stjórnvöldum á eyríkinu Nevis í Karíbahafi tækilega ráðgjöf um jarðhita. Dagblaðið Sun birti á dögunum grein um verndun náttúruauðlinda á Nevis með viðtali við Jónas. Fyrirhugað er að fulltrúar frá Nevis komi til náms í Jarðhitaskóla SÞ hér á landi næsta vor en að mati Jónasar er menntun lykilatriðið í verndun náttúrauðlinda. Nánar |
Neyðarástand í Namibíu vegna flóða |
|
Hifikepunye Pohamba forseti Namibíu lýsti í síðustu viku yfir neyðarástandi vegna flóða í norðurhluta landsins. Níutíu og tveir hafa látið lífið í flóðunum og óttast er að hungursneyð fylgi í kjölfarið. Flóðin hefa eyðilagt íbúðarhús, skóla og sjúkrahús. Rauði kross Nambíu hefur óskað eftir neyðaraðstoð frá alþjóðasamfélaginu en hjálparstofnanir óttast malaríufaraldur og aðra sjúkdóma. Fregnir berast einnig af því að krókódílar og flóðhestar syndi í vatnsflaumnum og ráðist á fólk.
|
Gríðarlegar hörmungar yfirvofandi |
|
Að öllu óbreyttu er útlit er fyrir að gríðarlegar hörmungar gangi yfir heiminn innan 20 ára, að mati Johns Beddington, prófessors og sérstaks ráðgjafa bresku ríkisstjórnarinnar. RUV sagði frá þessari dómsdagsspá.
Prófessorinn ávarpaði alþjóðlega ráðstefnu um sjálfbæra þróunaraðstoð sem efnt var til í Bretlandi á dögunum og sagði að fólksfjölgun og almennur skortur á vatni, mat og raforku muni á endanum leiða til ólýsanlegra hamfara á heimsvísu. Helmingi meiri eftirspurn verði eftir mat og raforku árið 2030 en nú og erfitt að sjá hvernig hægt verði að mæta þeim þörfum, sagði í fréttum RUV. RUV
|
Flugi með vistir hætt vegna fjárskorts |
|
Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna hefur vegna fjárskorts neyðst til að hætta flugi með vistir og hjálparstarfsmenn til afskekktra svæða í fjórum fátækum ríkjum í vesturhluta Afríku. Löndin sem um ræðir eru Guinea, Libería, Fílabeinsströndin og Sierra Leone. Þyrlur og flugvélar hafa verið notaðar í þessi verkefni sem kosta Sameinuðu þjóðirnar hálfa milljón dollara á mánuði. Ákvörðunin hefur verið kölluð rothögg fyrir þær þúsundir sem reiða sig á þjónustuna, segir í frétt Reuters Frétt og myndbrot Frétt og myndbrot Reuters
|
Alnæmi ógnar stjórnarfari í Afríku |
|
Alnæmi, eða HIV-veiran, leggur svo marga stjórnmálamenn að velli í Afríku sunnan Sahara, að það ógnar getu stjórnvalda til þess að starfa almennilega. Þetta er niðurstaða Kondwani Chirambo, sem gert hefur rannsókn á andlátum stjórnmálamanna í Suður Afríku.
|
Þrettán köfnuðu í fangelsi í Mósambík |
|
Þrír lögregluþjónir hafa verið handteknir í Mósambík eftir að þrettán manns köfnuðu í yfirfullum fangaklefa í Nampula. Lítil sem engin loftræsting var í klefanum. Krafist hefur verið afsagnar innanríkisráðherra landsins vegna málsins. Alls var 48 manns troðið inn í lítinn fangaklefa og meðal látinna eru þeir sem grunaðir voru um að hafa myrt starfsmenn Rauða krossins í héraðinu fáeinum dögum áður. Krafist hefur verið afsagnar innanríkisráðherra landsins vegna málsins.
|
Muluzi ekki kjörgengur |
|
Kjörstjórn Malaví hefur kveðið upp þann úrskurð að Kakili Muluzi fyrrverandi forseti sé ekki kjörgengur í forsetakosningunum í maí því hann hafi þegar setið þau tvö kjörtímabil sem forseti má sitja samkvæmt stjórnarskrá landsins. Muluzi hefur ákveðið að hefja mál til að hnekkja úrskurðinum. Hann lauk ekki síðara kjörtímabilinu sökum þess að honum var bolað frá völdum og "annar maður yfirtók forsetaskrifstofuna" eins og hann segir í yfirlýsingu. Sjö aðrir frambjóðendur eru í kjöri. IHT
|
Óhugnanleg morð á albínóum |
|
Við sögðum frá því fyrir nokkru hér í Veftímaritinu að albinóar í Tansaníu væru ofsóttir og myrtir. Afenposten í Noregi sagði frá þessu óhugnanlega máli í vikunni í máli og myndum en 40 albínóar hafa verið myrtir á hálfu öðru ári í landinu. Börnum með albínisma hefur t.d. verið safnað saman í sérskóla til að auka á öryggi þeirra. Sú bábilja að blóð, húð eða hár af albínóa geri fólk ríkt á einni nóttu er lífsseig og galdramenn framleiða lukkugripi úr líkamsleifum þeirra. Aftenposten | |
|