©TIME

Veftímarit um ţróunarmál
Ţróunarsamvinna
Samstarfsţjóđir 
18. febrúar 2009
Verđur óverulegur samdráttur í framlögum til ţróunarmála?
GsalFramlög til ţróunarmála af opinberu fé námu alls 117,6 milljörđum dala áriđ 2007 en ađ mati sérfrćđinga gćtu framlögin dregist saman um ţriđjung vegna efnahagskreppunnar í heiminum. IPS fréttaveitan veltir ţví fyriri sér í grein hvort "ríki heimurinn" viđhaldi framlögum til ţróunarmála í framtíđinni í ljósi kreppunnar, á sama tíma og vandinn í ţróunarríkjunum vex af hennar völdum.
 
Fram kemur í máli Martin Dahinden, framkvćmdastjóra svissnesku ţróunarsamvinnustofnunarinnar (SDC) ađ ástćđulaust sé ađ gera of mikiđ úr ţeirri hćttu ađ verulega verđi dregiđ saman í framlögum til ţrónarmála. Hann nefnir ađ á ráđstefnunni í Doha í desember - the International Conference on Financing for Development (FfD) - sem haldin hafi veriđ eftir ađ kreppan skall á hafi helstu ţjóđir sem veita ţróunarađstođ stađfest mikinn stuđning. Og hann bćtir viđ ađ enn sem komiđ er hafi enginn samdráttur orđiđ.
 
Um framlög Svisslendinga segist Dahinden vera "mjög vongóđur" en á síđasta ári nam framlag Sviss 0,37% af vergum ţjóđartekjum. Svissneska ţingiđ ákvađ síđan í desember - eftir hruniđ - ađ óska eftir ţví viđ ríkisstjórnina ađ koma fram međ frumvarp í ţví skyni ađ auka framlög til ţróunarmála upp í 0,5%.
 
Norđmenn veita hlutfallslega mestu fé til ţróunarmála, 0,95% af ţjóđartekjum, Svíar eru međ 0,93%, Luxemborg 0,91% og bćđi Danir og Hollendingar verja um 0.81% til málaflokksins. Íslendingar eru međ um 0,3% og framlögin fara niđur í 0,24% á ţessu ári.
 
Nánar
Malavar búa enn viđ fćđuskort
GsalAthuganir í Malaví leiđa í ljós fjölgun tilvika ţar sem fólk sveltur, ţrátt fyrir yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um ađ nćgur matur sé til ađ fćđa ţjóđina. Fréttastofan Voice of America fjallar í ţremur greinum/útvarpserindum um Malaví og segir ađ undangengin ţrjú ár hafi safnast upp umframbirgđir af helstu af maís, sem sé ađal nytjaplantan. Ţessi góđa uppskera hafi nýst nágrannaríkjum sem líđa skort, s.s. Simbabve, Leshoto og Svasílandi. VOA segir ađ forsetinn, sem sé einnig landbúnađarráđherra, hafi fengiđ mikiđ alţjóđlegt lof fyrir ađ tryggja fćđuöryggi í landinu. Hins vegar sýni nokkrar athuganir ađ í Malaví búi fólk enn viđ fćđuskort.
 
Í fréttinni segir ađ í nýlegri nćrringarrannsókn hafi komiđ í ljós ađ um 30% af íbúm dreifbýlis í Malaví neyti innan viđ 2.200 kílókaloría á dag sem eru viđmiđ ţess ađ halda heilsu. Ennfremur kemur fram ađ um helmingur barna í landinu fćr ekki nóg ađ borđa til ađ viđhalda eđlilegum líkamsvexti. Ţriđjungur ţessara barna er hćttulega léttur.
 
Hinar greinarnar tvćr fjalla um konur, annars vegar um samstöđu ţeirra til ađ berjast gegn hungri og hins vegar vonir kvenna í Malaví um ađ jarđeignamisréttinu ljúki senn.

 Nánar
Ný stefna Norđmanna í ţróunarmálum kynnt opinberlega
Solheim
Ađ mati umhverfis- og ţróunarmálaráđherra Noregs, Erik Solheims, ógna loftslagsbreytingar og fjármálakreppan ţeim árangri sem náđst hefur í baráttunni gegn fátćkt. Hann flutti síđastliđinn föstudag stefnurćđu norsku ríkisstjórnarinnar í ţróunarmálum og sagđi viđ ţađ tćkifćri ađ nota ţyrfti ţróunarfé međ skipulegri hćtti til ađ auka virđi framlaganna. Eins og fram kom í síđasta Veftímariti fyrir viku eru einkunnarorđin í nýrri norskri stefnu í ţróunarmálum: klima, konflikt og kapital.

Nánar
 
Blind bjartsýni á einkarekna heilbrigđisţjónustu í ţróunarríkjum
 Gsal
Veitendur ţróunarađstođar vilja sjá útţenslu í einkarekinni heilbrigđisţjónustu í ţróunarríkjum en stuđningur viđ ríkisrekstur er miklu betri kostur, segir í nýrri skýrslu Oxfam, Blind bjartsýni - Blind Optimish. Skýrsluhöfundur segir ađ blómatímabil ţeirra kenninga ađ markađurinn eigi ađ ráđa og ríkiđ sé slćmt sé liđiđ međal ţjóđa í norđrinu en lifi hins vegar góđu lífi og sé stefnuráđandi heilrćđi til fátćkra ríkja af hálfu veitenda ţróunarađstođar. 
 
Höfundur skýrslunnar hefur kannađ sex helstu röksemdirnar fyrir ţví ađ auka stuđning viđ einkageirann í heilbrigđismálum ţróunarríkja og kemst ađ ţeirri niđurstöđu sem ađ ofan greinir.

 
Nánar
 
Samnýting og samvinna í rekstri sendiráđa
 
Össur Skarphéđinsson utanríkisráđherra tók á dögunum fyrir hönd norrćnna starfsbrćđra sinna viđ skýrslu Thorvald Stoltenbergs, fyrrverandi utanríkis- og varnarmálaráđherra Noregs, um norrćnt samstarf í utanríkis- og öryggismálum. Í skýrslunni er horft til nćstu 10-15 ára og gerđar tillögur um nánara samstarf Norđurlandanna, m.a. varđandi friđaruppbyggingu og friđarumleitanir, loftrýmis- og landhelgisgćslu, öryggismál á Norđurslóđum, tölvuöryggi, samnýtingu og samvinnu í rekstri sendiráđa og samvinnu á sviđi varnarmála.

Norrćnu utanríkisráđherrarnir fólu Stoltenberg í júní á síđasta ári ađ vinna óháđa skýrslu um norrćna samvinnu í utanríkis- og öryggismálum nćstu 10-15 árin. 

Skýrslan
 
 
Blómatími fiskeldis framundan?
aquaculture
Veiđar á villtum fiski eru á undanhaldi og ţví telja sérfrćđingar ađ blómatími fiskeldis sé framundan. Af neyslu fiskmetis er eldisfiskur á borđum í tćplega helmingi tilvika. Ţví er spáđ ađ framleiđsla á eldisfiski tvöfaldist á nćstu tveimur áratugum. Ađ mati Jason Clay vísindamanns hjá Worldwide Fund for Nature (WWF) er fiskeldi framtíđin og hann telur ađ ţađ verđi stóriđnađur í ţróunarríkjum, bćđi mjög atvinnu- og tekjuskapandi atvinnugrein.
 
Nánar á IPS

Athyglisvert
 
 
 
Gjaldţrot vatnsins yfirvofandi?
Gsal
Tćpast líđur sú vika ađ ekki birtast fyrirsagnir í fjölmiđlum af vatnsvandrćđum. Nýveriđ hafa veriđ fréttir af ţurrkum í Kenía, Argentíu og Kaliforníu og ţátttakendur á nýlegum fundi World Economic Forum í Davos í Sviss heyrđu af yfirvofandi gjaldţroti vantsins.
 
Fjallađ er um máliđ í grein IPS fréttaveitunnar.
Museveni stokkar upp í ríkisstjórninni
©TIME
Yoweri Museveni forseti Úganda stokkađi upp í ríkisstjórn sinni á dögunum og skipti út sjö ráđherrum. Breytingarnar komu mörgum á óvart, segir í fréttum. Međal nýrra ráđherra er forsetafrúin, Janet Museveni, en eins og mörgum er enn í fersku minni komu ţau hjónin hingađ til lands síđastliđiđ haust.

Nánar
 
Amnesty International hvetur til vopnahlés á Srí Lanka
Átökin á Sri Lanka halda áfram. Ađstćđur almennings á átakasvćđunum fara versnandi. Ć fleiri raddir krefjast ţess nú ađ ríkisstjórn Sri Lanka og Tamílsku tígrarnir semji um vopnahlé. - Ţannig hljóđar upphaf fréttar á heimasíđu Amnesty International en samtökin hafa hvatt stríđsađila til ađ semja tafarlaust um tímabundiđ vopnahlé og gefa almenningi kost á ađ flýja átakasvćđin og hjálparstofnunum tćkifćri til ađ koma mat, vatni og lćknishjálp til ţeirra borgara sem ekki geta flúiđ.
Samtökin krefjast ţess einnig ađ stjórnvöld á Sri Lanka tryggi ađ fólk sem flýr átakasvćđin sćti ekki óeđlilegum höftum á ferđafrelsi og njóti öryggis.
 

Nánar
Börn í stríđi í Úganda og Srí Lanka
©TIME
Sameinuđu ţjóđirnar hafa sakađ Tamíltígra í Srí Lanka um ađ innrita börn, allt niđur í fjórtán ára gömul, í hersveitir sínar gegn stjórnarhernum.
 
Frelsisher drottins í Nođur Úganda hefur ennig veriđ bendlađur viđ ađ rćna börnum og neyđa ţau í hermennsku eđa ţrćlkun.
 
Hér eru frásagnir um börn í stríđi á Srí Lanka og í Úganda.
 

Á döfinni
Baráttan gegn ađskilnađarstefnu í Suđur-Afríku: ađgerđir á Íslandi
 
Norrćna húsiđ, laugardag 21. febrúar kl. 10:00-12:30 

 Norrćna Afríkustofnunin í Uppsala hefur síđan 2003 unniđ ađ ţví ađ taka saman gögn um ţátttöku Norđurlandanna í frelsisbaráttu svarta meirihlutans í Suđur-Afríku og afnámi ađskilnađarstefnu (apartheid) ţarlendra stjórnvalda. Afrakstur vinnunnar er skráđur á heimasíđunni www.liberationafrica.se. Á Íslandi tók fólk ţátt í ţessari baráttu á mismunandi vettvangi. Hvađa lćrdóm má draga af ţeirri baráttu? Hvađa ţýđingu hefur hún fyrir alţjóđlega samstöđu og hvađ geta samtök sem í dag berjast fyrir afnámi misréttis og valdbeitningar lćrt af henni?
--
Kyn, land og lífskjör á umbreytingatímum í Zimbabve
 
Háskólatorg 19. febrúar kl. 12:00-13:00 

Annar fyrirlesturinn í hádegisfyrirlestraröđ Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafrćđum.  Magnfríđur Júlíusdóttir, lektor í mannvistarlandfrćđi viđ Háskóla Íslands, fjallar um baráttu kvenna í Zimbabve fyrir öruggu ađgengi ađ landbúnađarlandi..  Í erindi sínu rekur hún orđrćđu og átakafleti í ţeirri baráttu og segir frá niđurstöđum rannsóknar á ađgengi mismunandi hópa kvenna ađ landi.  Dregin verđa fram helstu sjónarhorn í frćđilegri umrćđu um kyn, landréttindi og fćđuöryggi í Afríku. ©TIME 
Veftímarit um ţróunarmál er gefiđ út af Ţróunarsamvinnustofnun Íslands. Ritinu er ćtlađ ađ glćđa umrćđu um ţróunarmál og gefa áhugasömum kost á ađ fylgjast međ ţví sem hćst ber hverju sinni. Efni veftímaritsins ţarf ekki endilega ađ endurspegla stefnu stofnunarinnar.          
 
Skráiđ ykkur í áskrift á heimasíđunni, www.iceida.is og látiđ vinsamlegast ađra međ áhuga á ţróunarmálum vita af tilvist veftímaritsins. Allar ábendingar um efni eru vel ţegnar.  

Ţeir sem vilja afskrá sig af netfangalista eru vinsamlegast beđnir um ađ senda beiđni til okkar á netfangiđ iceida@iceida.is.
  
ISSN 1670-8105
 

Bestu kveđjur, Útgáfu- og kynningardeild ŢSSÍ