Velkomin til //Afríku!"
Sæl öll og sérstakar kveðjur til nýrra áskrifenda. Í dagbókinni hér að neðan ræði ég ýmislegt sem ber fyrir augu í nýju landi, Malaví. En vefritinu núna fylgja líka stuttmyndir, ein frá Malaví vatni þar sem er fjölskrúðugt mannlíf í litlu fiskiþorpi, en hin myndin er frá gjörólíkum stað, hinni fornu eyðimörk Namibíu.
Kær kveðja frá Malaví, Stefán Jón.
Þeir sem fá þennan póst en vilja ekki frekari sendingar geta auðveldlega afskráð sig neðst á þessari síðu undir ,,unsubsribe".
|
Garðyrkjumaðurinn hitar maísgraut í hádeginu.
Alltaf verður grauturinn dýrari.
Dagbækur frá Afríku:
Apríl-maí 2008
Ef kreppa á fjármálamörkuðum herjar á þá ríku og gróðasæknu má lýsa annarri kreppu hjá þeim sem varla eiga til hnífs og skeiðar: Kreppu á matvælamarkaði. Almennir verkamenn í Malaví segja að hveiti hafi hækkað um 70%, korn um 50%, olía um 30% og húsnæði annað eins. Listinn er lengri. Til óeirða kemur víða um álfur, ekki síður í Afríku en Suður Ameríku vegna þess að fólk á ekki lengur fyrir mat. Sameinuðu þjóðirnar kalla til neyðarfundar og segja að 100 milljónir manna muni færast niður fyrir fátæktarmörk í ár vegna hækkunar á matvælum. Þarna þurrkast út seinfenginn og hægur ávinningur af þróunarmálum á örfáum mánuðum.
|
Ný tegund sósíalisma?
Ef hægt væri að bræða saman allt það besta í kapítalismanum það besta í sósíalismanum, hver væri útkoman? Nei, ekki norræna velferðarkerfið, heldur fyrirtækin sem Muhammad Yunus Nóbelsverðlaunahafi vill stuðla að í þróunarlöndunum. Í nýrri bók rekur hann yfir 20 ára reynslu sína af ,,félagslegum fyrirtækjum" (social business). Frægast þessara fyrirtækja er Grameen örlánabankinn sem löngu er fyrirmynd þúsunda slíkra smálánabanka um allan heim. Þeir lána veðlausum fátæklingum lítilfjörlegar upphæðir, sem þó nægja til að stofna rekstur sem sér þeim farborða. Grameen fyrirtækin eru miklu fleiri. Þau stunda fjarskipti, framleiða matvæli, veita námslán - þau skipta tugum. Þau eru öll lágmarksgróða fyrirtæki sem hafa það markmið eitt að þjóna fátækum og standa undir sér.
Lesa meira |
Í félagi við flóðhesta
,,Þeir voru enn á beit. Flóðhestar fara inn á graslendur á kvöldin og standa á beit um nætur; í gærkvöld kom einn heim undir verönd á gistihúsinu og mátti sjá útlínur hans í 5 metra fjarlægð og glöggt heyra tennurnar klippa sundur kafgresið meðan hann gekk um eins og lifandi sláttuvél. 3,5 tonn að þyngd".
|
Ótrúlegar tölur:
Í Malaví eru 5 milljónir barna undir 18 ára aldri, þar af er ein milljón munaðarlaus.
| |
|
|
|
Við Malavívatn
Malavívatn er það þriðja stærsta í Afríku og í því búa fleiri fiskitegundir en samtals í Evrópu og Norður-Ameríku. Fjöldi fiskiþorpa er meðfram ströndinni, en undan henni fara menn um á eintrjánungum til veiða eða verslunar. Skoða efni á stuttmynd.
|
Fegurð í auðninni
Fyrir 350 milljónum ára voru meginlöndin eitt, og er það land kallað Gondwanaland. Þetta var fyrir daga landreks. Í Namibíu má glöggt sjá ummkerkin af hinum miklu átökum þegar landið rifnaði og álfurnar þokuðust sundur. Í Damaralandi hrúgðust upp tröllsleg björg í hrauka sem enn standa, vitnisburður um eldgos og skjálfta sem áttu sér stað fyrir 130 milljónum ára. Skoða efni á stuttmynd.
|
Uppskera
San kona í austurhluta Namibíu tekur þátt í ,,síldarævintýri" þessa landshluta. Nokkra daga á ári er hægt að fara út á mörkina og safna þessum rótum sem keyptar eru dýru verði til heilsubúða í Þýskalandi. Úr lauknum eru unnin efni sem eiga að gera mannfólki gott. San fólk hefur ekki úr miklu að spila og peningar sjaldséðir, svo þetta er kærkomin búbót. En ekki má taka of mikið og reynt er að hafa stjórn á því sem numið er á brott með því að beita ,,sóknarstýringu"; uppskeruhátíðin stendur því fáa daga á ári, utan þeirra er bannað að grafa laukinn upp. |
Fiðrildin fljúga
Litadýrðin er einstök og fjölbreytni í mynsturvali líka. Þegar regntíma slotar tekur við rök jörð með næringu og þá er nú gaman að vera fiðrildi! Sjá fleiri hér.
|
Fréttaveitan
Hér má finna samantekt um áhugaverðar fréttir er varða þróunarmál í erlendum og innlendum miðlum. Fréttir um þróunarmál | |