Afrika frettabref   Febrúar 2008
Velkomin til //Afríku!"
 
Ágætu áskrifendur, þetta er annað tölublað af nýja veftímaritinu.
Ég þakka hvatningu og góðar kveðjur. Í þessari sendingu birti ég
dagbókarbrot frá febrúar og bendi á nokkrar greinar sem þið gætuð haft áhuga á.

Með bestu kveðjum frá Namibíu þar sem regntímanum

linnir senn og haustar að!

Kveðja, Stefán Jón.

                                
Dagbækur frá Afríku: Febrúar 2008
 
  
Á billanum.  Þessi unga snót handleikur kjuðann af fimi á
Soweto markaðnum í Katatura í Windhoek.

 
Þegar ég yfirgaf Malaví eftir stutta ferð voru 70 þúsund manns á flótta undan flóðum Zambesi árinnar; við ósa hennar í Mózambik höfðu hundruð þúsunda verið á vergangi vikum saman; ég fór beint norður í Namibíu og þar var allt á floti. Nú er regntíminn í suðurhluta Afríku. Simbabve og Zambía á kafi í vatni vikum saman og það vatn rennur til sjávar í Indlandshafið með tilheyrandi látum. Norður í Namibíu hafði ekki komið dropi úr lofti frá því að ,,regntíminn" hófst í nóvember /desember, og allt að farast úr þurrki. Síðan datt á steypiregn í fjóra sólarhringa samfleytt og skepnur og hús flutu upp, vegir í sundur og rafmagn af; fólk man ekki annað eins. Ekki nóg með það: Rétt norðan við landamærin, í Angólu, voru miklar rigningar og þær skiluðu sér með ám inn í norðurhluta Namibíu og bættu gráu ofan á svart.

Númer eitt eða 125
 
Þessi börn eiga í vændum að lifa helminginn af meðalævi Íslendings.

Fögnuður Íslendinga yfir því að vera komnir í fyrsta sæti á lífsgæðakvarða Sameinuðu þjóðanna er skiljanlegur. Ég bý nú í landi sem er í 125. sæti og munurinn þar á milli er mikill. Til að byrja með nægir að nefna meðalævilíkur: Namibíumenn verða að meðaltali fertugir, Íslendingar slaga hátt upp í að lifa næstum tvöfalt lengur. Og sú langa ævi er að meðaltali miklu meira en tvöfalt betri. Af því að hlutabréfamarkaðurinn er að falla, krónan að gefa eftir og þorskurinn líka er ágætt fyrir okkur Íslendinga að gæta að því hvaða verkefni blasa við í landi númer 125 og bera saman við okkar hag. Skoðum nokkur ,,Þúsaldarmarkmið" Sameinuðu þjóðanna og stöðu landsins sem um ræðir:

Hádegisverðarfundur með hjarðmönnum
 

Við sátum hádegisverðarfund um vatnsból og beitarmál en fyrst var elduð geit, myndbandið er hér.
Iðandi mannlíf
 

Iðandi mannlíf og krakkar í stuði.  Þeim finnst mikilvægt að senda ljósmyndara ,,tákn" með fingrum eins og þau sjá á myndum frá hinum stóra heimi.  Hvað þau þýða ef nokkuð nema stælinn veit maður ekki. Sjá myndband um litríkt  mannlíf og götustemmingar hér.

Börnin í Eluwa 

Eluwa skólinn í norður Namibíu er sérsniðinn fyrir heyrnarlaus og sjóndöpur börn. Þau eru heppin, því fæst börn með slíka fötlun komast í skóla.
Skoða efni


Skreytt til hins ítrasta


Fingurgull, eyrnalokkar og pinnar í eyrum, gull í framtönnum og svo þetta magnaða bros og augnaráð.  Flottara verður það ekki.


 Sex kvenna menn

 
Himbakarlar geta vel átt margar konur, allt upp í sex hef ég heyrt.  Ég sagði þeim að íslenskir karlar mættu líka eiga sex konur - bara ekki allar í einu.  Þeim fannst það ekki slæmt.