Afrika frettabref     Janúar 2008
Velkomin til //Afríku!"
 
Nýtt veftímarit hefur nú göngu sína í tengslum við vef minn stefanjon.is.  Útgáfan verður 8-10 sinnum á ári og birtir dagbækur mínar í Afriku ásamt ljósmyndum og lifandi myndum.  Þeir sem fá þennan póst en vilja ekki frekari sendingar geta auðveldlega afskráð sig hér.

Kær myndbandskveðja, Stefán Jón.
                          angólastelpur     
Dagbækur frá Afríku: Janúar 2008
 
 Álfan heita heilsar nýju ári með blendnum huga. Margvíslegur uppgangur í efnhagsmálum hefur skotið fólki fram á veg miðað við þá hryggilegu stöðnun sem áður ríkti áratugum saman hvað sem leið þróunaraðstoð og heilræðum úr öllum áttum. Hrávörur hækka í verði á heimsmarkaði og það hjálpar ríkjum sem eiga auðlindir í jörðu eða hafsbotni. Ferðamannastraumur eykst víða. Hagvöxtur mælist góður í að minnsta kosti þriðjungi Afríkuríkja.

Þróun sem virkar himbabarn

Besti fyrrverandi forseti Bandaríkjanna er Jimmy Carter. Hann er á níræðisaldri en ötull baráttumaður fyrir bættum hag fátækra í Afríku. Fyrir meira en 20 árum tók hann til við að útrýma sjúkdómi sem hlýst af lirfu orms sem tekur sér bólfestu í holdi manna. Lirfan þroskast inni í líkama fólks sem drekkur eða baðar sig í óhollu vatni. Ormurinn brýst að lokum út fullvaxinn og stendur eins og spaghettilengja úr fólki sem engist af kvölum. Áður þjáðust 3 milljónir manna árlega af þessari bölvun, nú eru árleg tilfelli 12.000. Með örlítið meiri stuðningi hefði Carter og fjölmörgum öðrum sem vinna gegn þessum ormi tekist að útrýma honum með öllu.

Jörðin séð úr suðri

 Jörðin séð ýr suðri

Heimurinn horfir öðruvísi við þegar maður skoðar hann úr suðri en norðri. Ekki aðeins stjörnubjartur himinninn yfir eyðimörkum Afríku heldur líka stjörnum prýddur fundarsalur helstu leiðtoga heims. Þeir vita kannski, að engin heimsálfu hefur lagt minna til mengunar sem leiðir til loftslagsbreytinga af mannavöldum en Afríka. Og engin heimsálfa mun fara verr út úr afleiðingum vaxandi hita á jörð en einmitt Afríka. Það er von að hér niðurfrá séu farnar að hljóma raddir um skaðabætur. Þær heyrast reyndar líka á Grænlandi þar sem ísinn bráðnar; frumbyggjar landsins hafa sannarlega ekki staðið fyrir menguninni sem veldur.

Lesa meira
Fílabað
Fílabað

Það var merkilegt að sjá fílahjörðina baða sig. Þeir voru þarna af öllum stærðum og gerðum. Skoða efni
Ljónin drekka
Ljón geyspar

Konungur dýranna slappar af. Langur og innilegur geyspi við vatnsbólið meðan hjörðin hans fær sér að drekka.
Skoða efni

Svona býr fólk
 Fátækrahverfi
Breiður kofahreysanna í Katatura færast ofar í hæðirnar og utar.   Íslendingar sem koma í Katatura, úthverfi Windhoek, fyllast skelfingu, en þetta er einkar ,,gott" fátækrahverfi.
Útvörður í suðri
Bavíani
 
Útvörður á Góðrarvonarhöfða!   Bannað að gefa bavíönum.  Við skoðum Höfðaborg og nærsveitir Hér.
 
Sjá fleiri greinar á vefnum: